Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 32
BILLINN BlLASALA SiMI 79944 SMIOJUVEGI 4 KÓFAVOGI Keflavik Simi 2061 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Fasteignasali í gæsluvarðhald: Misferli um ein millj. kr. FYRRVERANDI fasteignasali í Reykjavík hefur veriö úrskurðaöur í gæsluvarðhald til 3. ágúst næst- komandi. Er þaö vegna gruns um stórfelld fjársvik og skilasvik, sem og vegna brots á lögum um fast- eignasölu. Tveir rannsóknarlög- reglumenn fóru utan og sóttu manninn til Bremerhaven í Þýska- landi, þar sem hann var staddur um borð í m/s Eddu. Þeir komu síðan til landsins með skipinu í fyrrakvöld. Upphaf málsins má rekja til þess að maðurinn var tekinn til gjaldþrotaskipta hjá borgar- fógetaembættinu í Reykjavík. Ýmislegt fannst þá athugavert og fór borgarfógetaembættið þess á leit við saksóknara að hann hlut- aðist til um að Rannsóknarlög- regla ríkisins tæki málið til rann- sóknar. Rannsóknin hófst þegar með könnun gagna og yfirheyrslu vitna og leiddi meðal annars í ljós kaup og sölu fasteigna fyrir eigin reikning og stórfellt misferli með fé. Fjöldi fólks kemur við sögu og hefur orðið fyrir barðinu á fjár- málamisferlinu. Fjárhæðin sem þarna um ræðir mun vera nálægt því ein milljón króna og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn- þá. Morgunblaðið/KÖE Vistaskipti hvítrefs- yrðlinga af Ströndum ÞESSAR vikurnar er unnið að söfn- un hvítrefayrðlinga frá refaskyttum um land allt til að senda til eldis til Noregs og Danmerkur, upp í pant- anir sem komið hafa frá refabænd- um í þessum löndum. í gær komu fjórir yrðlingar með áætlunarflugi Arnarflugs frá Hólmavík. Refaskytturnar Bragi og Sigur- geir Guðbrandssynir á Heydalsá í Kirkjubólshreppi á Ströndum tóku þá úr greni sem þeir unnu á Arnkötludal í sömu sveit. Bragi sagði í samtali við Mbl. að þeir hefðu náð yrðlingunum fyrir hálf- um mánuði og reiknaði hann með því að þeir væru núna um sex vikna gamlir. Sagði hann að venjulega væri lítið um ref þar um slóðir, og væri sá mórauði mun algengari en sá hvíti, en það væri venja hjá þeim bræðrum að fara á greni á hverju ári og hefði svo verið síðastliðin þrjátíu ár. Yrðlingunum leið greinilega ekkert of vel við komuna til höf- uðborgarinnar og ekki batnaði skapið við flutninginn á milli far- artækjanna á Reykjavíkurflug- velli. Hvæstu þeir á hvern þann sem gerðist of nærgöngull við búrið þeirra. Einn var þó enn hálfsofandi og náðist að mynda hann áður en hann varð mjög úr- illur. A myndinni er móttökuliðið, Jón Ragnar Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra loðdýraframleiðenda, og félagi hans sem heldur á yrðl- ingnum og flugmennirnir Har- aldur Baldursson og Rafn Jóns- son. Farið var með yrðlingana í bílskúr í Kópavogi þar sem þeir voru geymdir í nótt en í dag var fyrirhugað að fara með þá austur fyrir fjall þar sem þeir verða í gæslu þar til þeir fara aftur í loft- ið og þá til Danmerkur eða Nor- egs. Fyrir austan fjall slást þeir í hóp tíu annarra félaga sinna sem bíða sömu ferðar. Fjörutíu og sjö ára gamall íslendingur liggur mikið slasaður á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, eftir að hafa orðið fyrir árás og verið rændur á hóteli sínu í Kaupmannahöfn um fimmleytið í gærmorgun. Að sögn lækna er maðurinn í lífshættu eftir að hann hafði fengið þungt höfuðhögg. Maðurinn fannst ekki fyrr en klukkan tíu um morguninn Atburðurinn átti sér stað á hóteli á Vesterbro. Maðurinn mun hafa boðið árásarmönnunum, sem voru tveir, upp á herbergi til sín. Herbergið bar þess merki að mað- urinn hefði sýnt mótspyrnu, en allt verðmæti var horfið úr því. Árásarmönnunum er svo lýst, að þeir hafi verið á aldrinum 30—35 ára. Annar þeirra talaði dönsku og var með húðflúr á öðrum upp- handlegg. Hinum er lýst sem dökkum yfirlitum og þrekvöxnum. Báðir mennirnir hurfu á brott úr herbergi sínu. herberginu klæddir stuttbuxum og bol. Þetta er annað atvikið á stutt- um tíma þar sem ráðist er á ís- lending í Kaupmannahöfn og hon- um misþyrmt og hann rændur, því fyrir um hálfum mánuði gerðist svipaður atburður. Sá maður ligg- ur enn á sjúkrahúsi í Danmörku og er ekki víst um bata. „Það er ástæða til að brýna það fyrir íslendingum að fara varlega á ferðum sínum í Kaupmannahöfn að kvöld- og næturlagi, einkum í ákveðnum hverfum," sagði Ágúst Sigurðsson, sóknarprestur íslend- inga í Kaupmannahöfn, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkveldi. Ljósmynd Sijfurborj? Gudmundsdóttir. Hækka póst- og símagjöld um 25% og rafmagn um 23%? í lífshættu eftir fólskulega árás NÚ LIGGJA fyrir hjá viðkomandi ráðuneytum hækkunar- beiðnir frá stjórn Landsvirkjunar og Pósti og síma. Verði þessar beiðnir samþykktar hefur það í fór með sér, að raf- orkuverð til neytenda á veitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavík- ur mun hækka um 23% og þjónusta Pósts og síma um 25%. Niðurstöðu er að vænta innan skamms. Nýjung í síma- málum í Flatey Nú hefur gamla lagiö á símakerf- inu verið lagt nióur í Flatey á Breiðafirði og sjálfvirkni tekin upp í þess stað. Það hafði í för með sér, að eyjaskeggjar höfðu ekki lengur aðgang að símstöð á sama hátt og áður og því var tekin upp sú nýbreytni að koma fyrir símaklefa til þægindaauka fyrir íbúa Flateyjar og sést hann á með- fylgjandi mynd. Stjórn Landsvirkjunar hefur nú óskað þess að gjaldskrá Lands- virkjunar til almenningsrafveitna hækki um 31% frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áður hefur verið samþykkt 8% gjaldskrárhækkun hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur til viðbótar hugsanlegri hækkun Landvirkjunar. Verði þetta sam- þykkt mun rafmagn til almenn- ings á veitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur hækka um það bil um 23%, það er um 15% vegna gjald- skrárhækkunar Landsvirkjunar og að öðru leyti vegna hækkunar Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þá hefur Póstur og sími óskað þess að gjaldskrá pósts hækki um 25% frá og með 1. september og síma um 25% frá og með 1. ágúst. Er Morgunblaðiö innti Halldór Jónatansson, forstjóra Lands- virkjunar, eftir ástæðu þessarar hækkunarbeiðni, sagði hann að stjórn Landsvirkjunar hefði tekið ákvörðun þessa í trausti þess að til kæmi hækkun á raforkuverði til ÍSAL síðar á árinu til frekari úr- bóta á fjárhag fyrirtækisins í ár. Yrði svo ekki þyrfti væntanlega að koma til annarrar gjaldskrár- hækkunar 1. nóvember. Sagði Halldór, að raforkuverð frá | Landsvirkjun þyrfti að hækka um 60% 1. ágúst ef ætti að stefna að taplausum rekstri út árið og ekki kæmi til leiðrétting á raforkuverði til fSAL. Yrðu engar gjaldskrár- hækkanir það sem eftir væri árs- ins stefndi í rekstrarhalla upp á 296,3 milljónir króna miðað við verðlagsspá Þjóðhagsstofnunar. Ætti á hinn bóginn að ná halla- lausum rekstri með tveimur jöfn- um hækkunum, þeirri fyrri 1. ág- úst og þeirri síðari 1. nóvember, þyrfti hvor um sig að nema 39%. Kæmi aðeins til hækkun upp á 31% 1. ágúst myndi rekstrarhall- inn verða 168,3 milljónir króna á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.