Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 Fíllinn talandi Moskva, 15. júlí. AP. SOVÉSKA fréttastofan Tass sagði frí því á miðvikudag, að fílsunginn Batír í dýragarðinum í Karaganda í Kaz- akstan væri vel fær um að tala mann- amál. Tass hermdi fréttina eftir sov- éskum dýrafræðingum, sem frétta- stofan sagði eiga segulbandsupptökur til að sanna mál sitt. Það var eitt sinn, að vörður í dýragarðinum í Karaganda í Kaz- akstan komst að því, að fílsunginn Batír talar upp úr svefni. Auðvitað trúði enginn verðinum. Fílar eru ekki á lista yfir þau dýr, sem fær eru um að líkja eftir mannamáli. En dýrafræðingar ákváðu samt að kanna hvort eitthvað væri hæft 1 frásögn varðar dýragarðsins. Þeir tóku eina nóttina með sér segul- band í bur fílsungans og hófu vakt- ina yfir hinum sofandi Batír. Og viti menn, fílsunginn hreytti út úr sér nálega 20 setningum inn í hljóðnemann og viðtalið var jafn- vel sent á öldum ljósvakans um út- varp bæjarins. Fíllinn ræðir þar mest um sjálfan sig og þarfir sínar: „Batír er góður. Batír er ágætur náungi. Hefurðu brynnt fílnum?" Tass-fréttastofan sagði sérfræð- inga útskýra tungumálakunnáttu Batírs á þann veg, að hann hafi mjög ungur að aldri verið tekinn í fóstur og allt frá blautu „fílsbeini" verið alinn upp af mannfólki. Hann á svo að hafa lært sínar einföldustu setningar af munni mennskra for- eldra sinna. Auk þess segja sér- fræðingar, að fíllinn Batfr hafi mun betri heyrn en aðrir hans lík- ar. Svelta 300 risapöndur? Gland, Sviss, 15. júlf. AP. UM ÞRJÁTÍU prósent hinna sjald- gæfu risa-pandabjarna, sem eru ekki á bak við lás og slá dýragarða, eru í tortímingarhættu, eftir því sem segir í nýútkominni skýrslu frá dýraverndar- samtökunum „World Wildlife Fund“. Segir í skýrslunni að hér sé um 300 dýr að ræða í tveimur friðlönd- um í Kína og ástæðan fyrir því að dýrin eru í hættu er sú að aðalfæða þeirra er að hverfa. Þetta er snúið mál, fæðan sem um ræðir er örvar- bambusinn. Hann opnar blóm sín á áttatíu ára fresti, svo deyr plantan og síðan tekur það nokkur ár að ná upp nýjum stofni af umræddri plöntutegund. En á þessari plöntu lifa risa-pöndurnar. Á miðjum átt- unda áratugnum kom upp sama vandamál í öðru friðlandi og þá sultu 138 dýr til bana. Um 1000 dýr eru í friðlöndum Kína og friðlöndin eru einu landsvæðin sem bjóða dýr- unum upp á náttúrulegt umhverfi þeirra. Það er því ekki um það að ræða að þau flytji sig til þegar bambusinn hverfur á einum stað. Þá svelta þau hreinlega. Um 90 prósent bambusplantn- anna í fyrrgreindum tveimur frið- löndum eru f blóma um þessar mundir og náttúrufræðingar segja að allt stefni í ástand eins og það getur alvarlegast orðið. Stjórnvöld í Kína hafa fyrirskipað að gerð verði úttekt á bambusmagninu í öðrum friðlöndum, ef vera skyldi að hægt væri að flytja plöntur á milli friðlanda. Ekki ríkir þó bjartsýni um að það takist, því það myndi koma niður á pöndustofnum í öðrum friðlöndum. Minnkandi verðbólga bundúnum, 15. jáíi. AP. BRESKA ríkisstjórnin tilkynnti í gær, að verðbólga í landinu þá tólf mánuði sem enduðu í lok júní, hefði verið sú minnsta í 15 ár. Kom fram að verðbólgan var 3,7 prósent og kom það stjórnarliðum nokkuð á óvart, því spáð hafði verið dálítilli aukningu. Morðmál vekur uppnám á Spáni Waxhington, 15. jálí. AP. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Gerry Studds, sem á yfir sér sex ára stofu- fangelsi fyrir að hafa haft kynmök við 17 ára gamlan sendisvein þingsins, sagði að „auðvitað" hygðist hann halda þingmennsku áfram. Samband Studds átti sér stað fyrir áratug. Annar þingmaður, Daniel B. Crane, hefur hins vegar ekkert látið uppi um fyrirætlanir sínar. Hann var sekur fundinn um að hafa átt kynmök við 17 ára stúlku, sem einn- ig var í starfi sendils í þinginu, fyrir þremur árum. Crane er kvæntur sex barna fað- ir. Samband hans við stúlkuna hófst á körfuboltaleik, þar sem þau lögðu undir 6 bjórdósir í veðmáli. Þingmaðurinn vann, en þegar til kom átti stúlkna ekki fyrir bjórn- um. Nokkrum mánuðum síðar .þegar henni höfðu áskotnast fjármunir, arkaði hún á skrifstofu þingmanns- ins með dósirnar sex. Þingmaðurin bauð henni einn bjóranna til drykkjar, en stúlkan afþakkaði á þeim forsendum, að henni þætti bjór ekki bragðgóður. Hann bauð henni því næst „í glas“, en þegar á vínstúkuna kom neitaði þjónn að afgreiöa stúlkuna, þar sem hún væri undir lögaldri. Þegar hér var komið sögu ákvað þingmaðurinn að bjóða stúlkunni heim til sín og framhaldið þarf ekki að rekja. Þau héldu sambandi sínu áfram og ferðuðust m.a. saman til Evrópu. Repúblikanar, flokksbræður Crane, telja að hann muni eiga erf- itt uppdráttar við endurkjör eftir að hafa naumlega náð endurkjöri fyrir þriðja kjörtímabil sitt í síð- ustu kosningum. DULARFULLT morðmál hefur vald- ið miklu uppnámi á Spáni. Þar hefur 29 ára gamall maður, Rafael Escob- edo Alday, verið dæmdur í 53 ára fangelsi samtals fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína, markgreifann af Urguijo og konu hans, sem voni vellauðugt aðalsfólk. Á þessi atburð- ur að hafa gerzt í ágúst 1980 f Som- osauguas, einni af útborgum Madr- id. Markgreifinn og kona hans voru skotin sofandi af manni, sem brauzt inn í íburðarmikið hús þeirra að nóttu til, án þess að stela nokkru. Þjófabjallan gaf ekki frá sér merki né heldur gelti hundur- inn i húsinu. Smám saman féll brotakenndur grunur á Escobedo og í apríl 1981 var hann handtek- inn, eftir að fundizt höfðu t fórum hans 265 skothylki, sem samsvör- uðu þeim fjórum byssukúlum, er skotið hafði verið á markgreifa- hjónin. Escobedo játaði síðan á sig morðin og eftir það var hann hafð- ur í gæzluvarðhaldi og réttar- höldin yfir honum undirbúin. En undarlegir atburðir áttu eft- ir að gerast, og voru fyrst kunn- gerðir við réttarhöldin. Þá kom það í ljós, að byssukúlunum og skothylkjunum hafði verið stolið úr vörzlum réttarins og hefur eng- in skýring fengizt á því til þessa. Þetta olli að sjálfsögðu miklu upp- námi og hefur spönskum blöðum orðið mjög tíðrætt um málið, sem Genfarfundir: Rafael Escoberlo Alday vakti feikna athygli. Ekki varð það til þess að draga úr uppnám- inu, þegar Escobedo dró játningu sína til baka og bar það fyrir sig, að hann hefði játað á sig verknað- inn til þess að koma í veg fyrir að fjölskylda sín yrði ofsótt af lög- reglunni. Svo fór samt, að Escobedo var fundinn sekur um morðin. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu, að yfirgnæfandi líkur væru fyrir sekt hans og var hann dæmdur i 53 ára fangelsi samtals. Verjandi Esc- obedos hélt því hins vegar fram, að hann hefði verið fórnarlamb lögreglunnar, sem hefði neytt hann til þess að játa á sig verkn- aðinn. iynd AP. Áróður í loftbelg • ísraelskur lögregluþjónn heldur á óvenjulegri sendingu frá Taiwan. Þannig var mál nefnilega með vexti, að loftbelgur settist skyndilega skammt frá Tel Aviv. Hann var kominn frá Taiwan og var fuliur af andkommúnismaáróðri. Þykir flestum líklegt að belgnum hafi verið ætlað að sækja meginland Kína heim. Kynferðishneyksli tveggja þingmanna: Annar þegir, hinn segist halda áfram Enginn árangur í lokaviðræðum Oaf, 15. júlf. AP. AFVOPNUNARVIÐRÆÐUM Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Genf er lokið í bili og ekki verður tekið til að nýju fyrr en 6. september. Árangur af þessari síðustu lotu viðræðnanna varð lítill eða enginn, eftir því sem tals- menn beggja aðila hafa sagt. „Viðræðurnar nú lofa ekki góðu um framhaldið," sagði Juli Kvits- inski, formaður sovésku sendi- nefndarinnar, í samtali við frétta- menn er fundarhöldunum hafði verið slitið. Hann bætti því jafn- framt við sem Sovétmenn hafa löngum haldið fram, að Banda- ríkjamenn hefðu í raun engan áhuga á samkomulagi, þeir væru einungis að sýnast með því að sitja og rabba um málið. Ummæli bandarískra embættismanna í garð Sovétmanna hafa verið á sama veg. Það veldur nokkrum áhyggjum hversu illa gengur hjá stórveldun- um að komast að niðurstöðu í þessu máli, því í desember mun NATO undir forystu og frum- kvæði Bandaríkjamanna, koma fyrir 572 meðaldrægum kjarn- orkueldflaugum í fimm löndum Vestur-Evrópu, nema Sovétmenn fallist á að fjarlægja rúmlega 200 SS-20S meðaldrægar flaugar sem þeir beina að Vestur-Evrópu af sovéskri grund. Samhliða viðræðunum hafa far- ið fram viðræður Rússa og Banda- ríkjamanna um fækkun kjarn- orkuvopna á heimaslóðum, en þær umræður hafa einnig borið lftinn árangur. Meiriháttar jarðskjálfta spáð í S-Kaliforníu 1987 Eftir að sólin befur gengið til viðar og tunglið er orðið fullt í nóv- embermánuði 1987 munu íbúar Suður-Kaliforníu standa frammi fyrir hættu, sem þeir hafa ekki fyrr komist í kynni við. Þessi spádómur hrekkur ekki fram af vörum stjörnuspekings eða sérviturs trúarleiðtoga, heldur kemur hann frá tveimur viðurkenndum vísindamönnum, Dr. Leon Knopoff frá Kaliforn- íuháskóla og Dr. S. Kilsten hjá Hughes-flugvélaverksmiðjunum. Þeir eru þeirrar skoðunar, að þeir hafi uppgötvað tengsl á milli meiriháttar jarðskjálfta, sem rekja má til San Andreas- jarðsprungunnar, og flóða og fjöru, tungls og sólar. í grein í blaðinu „Nature" setja þeir félagar fram skoðanir sínar í greinarformi og telja að sameiginlegur segulkraftur tungls og sólar verði í hámarki í nóvember 1987. Niðurstöður, sem byggðar eru á hliðstæðum og grundvallaðar á rannsóknum tvímenninganna, gefa til kynna að innan nokkurra ára tímabils frá áðurnefndri dagsetningu séu meiri líkur en ella á því, að meiriháttar jarðskjálftar, einn eða fleiri, eigi sér stað í suðurhluta Kaliforníu á þeim tíma er sól hefur sest eða er að koma upp og tungl er fullt. Er vísindamennirnir tveir hófu rannsóknir sínar gáfu þeir sér, að segulkraftur flóðs og fjöru, sem verkar austur-vestur, yki brothættu bergs í nágrenni við San Adreas-sprunguna. Aukning þessa krafts myndi þar af leiðandi auka hættuna á brot- um í berginu og leiða til jarð- skjálfta. Rannsókn á síðustu meirihátt- ar jarðskjálftum hafa leitt í ljós, að þeir eiga sér flestir stað ann- að hvort kl. 6 að morgni eða 6 að kvöldi, þ.e. á þeim tíma er sólin kemur upp og sest. Þá segir í grein vísindamannanna, að skjálftarnir eigi sér flestir einn- ig stað þegar tungl er nýtt eða fullt. Auk þessa komust Dr. Kil- sten og Dr. Knopoff að því að stærstu jarðsjálftarnir hafa orð- ið með 18 ára reglulegu millibili. í nóvember 1987 verða 18 ár liðin frá síðasta stóra skjálftanum. Hvað sem öllu líður hvetja vís- indamennirnir til þess, að niður- stöður þeirra verði túlkaðar af varfærni. Þeir benda á, að þær verði ekki óyggjandi fyrr en mun meiri og nákvæmari upplýsingar liggi fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.