Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JtJLl 1983 19 • Á meðfylgjandi loftmynd má sjá hraunstraum sniglast eftir akbraut á eyjunni Ilawaii. Straumurinn á rætur að rekja til frægasta eldfjalls eyjanna, Kilauea, en gosið hefur staðið yfir síðan 3. janúar. sím>mynd ap. Mið-Ameríka: Vígbúnaður og forsetafundur Managua, Nicaragua, 15. júlí. AP. HIN vinstri sinnaða stjórn Sandin- ista í Nicaragua hefur í hyggju að senda 10 herdeildir til norðurlanda- mæra sinna við Honduras til að stemma stigu við vaxandi umsvifum skæruliða og stjórnarandstæðinga, sem aðsetur hafa í Honduras og beita hcrnaði sínum þaðan. Hér er um 7.000 manna aukalið að ræða og telur stjórnin að ekki muni veita af, því leiðtogar skæru- liða hafa boðað hertar aðgerðir gegn stjórnarhernum fram til næsta þriðjudags, en þá eru ná- kvæmlega 4 ár liðin frá því að Sandinistar náðu völdum í land- inu. Stjórnvöld í Honduras segja herafla Nicaragua telja í heild meira en 130.000 hermenn. Talsmenn skæruliðanna segjast tefla fram 7.000 manna liði í norð- urhluta landsins. ónafngreindir diplómatar í Honduras segja skæruliðana hins vegar telja Erindi bandarísks sérfræðings í Qsló: Segir gnægð jarðmálma í landgrunninu við Jan Mayen Osló, 15. júlí. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaósins. SAMKVÆMT landfræðilegum upp- lýsingum ætti landgrunnið umhverf- is Jan Mayen að vera ríkt af jarð- málmum, sem nálgast mætti með námugreftri á hafsbotni. Þetta er niðurstaða, sem draga má af fyrirlestri Conrad B. Well- ing, leiðandi bandaríks tæknisér- fræðings í vinnslu auðæva neð- ansjávar, sem fluttur var á alþjóð- legu hafréttarráðstefnunni í Osló. Hér er ekki að ræða um efna- sambönd, sem innihalda mangan, kóbalt, kopar og nikkel, sem eru í verulegu magni á sjávarbotni i Kyrrahafinu. Lítið er um slík efni í Atlantshafinu. í fyrirlestri Wellings var m.a. rætt um málmefnaríkar æðar á virkum gossvæðum, sem uppgötv- uðust fyrst fyrir nokkrum árum í Kyrrahafinu og á Atlantshafs- hryggnum, sem teygir sig í átt að Jan Mayen. Það, sem hingað til er vitað um þessar æðar, bendir til þess að þær séu risastórar. And- stætt t.d. mangan-kjörnunum, Stjórnin í Brasilíu fær greiðslufrest Rrasilíu, 15. júll. AP. ALÞJÓÐLEGI landnámsbankinn, Bank of International Settlements, féllst í gær á að veita brasilískum stjórnvöldum greiðslufrest á 400 raillj. dollara láni sem greiða átti upp í gær. Ekki var minnst á nýjan gjald- daga, en talsmenn BIS sögðu að Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hefði lýst yfir ánægju sinni með nýlegar efnahagsaðgerðir brasil- ísku stjórnarinnar og því kæmi til greina að gjaldeyrissjóðurinn lán- aði Brasilíu á næstunni. Þá væri kominn grundvöllur fyrir greiðslu lánsins. Brasilíski seðlabankinn er sem stendur ófær um að greiða BIS upp lánið, en talsmenn seðla- bankans hafa látið hafa eftir sér að þeir séu bjartsýnir á að sam- komulag um lán náist við gjald- eyrissjóðinn. Talsmenn BIS hafa reyndar sagt að hér sé ekki um formlegan greiðslufrest að ræða, heldur að bankinn sé einungis að halda að sér höndum í nokkra daga til við- bótar til þess að Brasilíumenn geti nýtt það svigrúm sem gjaldeyris- sjóðurinn kann að gefa þeim. sem eru á allt að 5.000 metra dýpi, liggja umræddar málmæðar á innan við helmingi þess dýpis og þar af leiðandi er mun auðveldara að vinna málmana og koma þeim upp á yfirborðið. Stærstu málmefnafundirnir til þessa hafa reynst við Galapagos- eyjar og á landgrunninu út af Washington-ríki í Bandaríkjunum og enn sem komið er benda rann- sóknir til þess að botn Kyrrahafs- ins sé málmefnaríkari en botn Atlantshafsins, þar sem vinnslan er að auki seinvirkari. Þótt enn hafi ekki tekist að hanna útbúnað til þess að vinna málmefnin úr æðunum á Atlantshafsbotninum, þar sem það geta verið allt upp í 30 tegund- ir málms í einu og sömu æðinni, er kosturinn allténd sá, að þau eru víða innan 200 mílna efnahags- lögsögu ríkjanna, gagnstætt því sem gerist með mangan-kjarnana. Þeir eru á slíku dýpi og svo langt frá strandlengju allra ríkja, að sækja verður vinnsluleyfið til al- þjóðlegra stofnana. 12.000-15.000. í gær var tilkynnt, að fjórir for- setar Mið-Ameríkuríkja hefðu boðað til skyndifundar á mexí- kanskri grund til þess að ræða með sér ófriðarblikurnar í heims- hlutanum og möguleg ráð til að þær hjaðni. Um forseta Mexíkó, Kólombíu, Panama og Venezuela er að ræða, og forseti Mexíkó, De LaMadrid sagði í gær að fundur- inn segði margt um stöðuna í Mið-Ameríku, friður sæti þar á hnífsblaði og grípa yrði til allra ráða til að tryggja friðinn. Hingað til hafa Bandaríkja- menn stutt við bakið á skærulið- unum og hefur Sandinistastjórnin gagnrýnt Bandaríkjastjórn harð- lega fyrir vikið. Bandaríska þingið hefur um þessar mundir til með- ferðar tillögur þess efnis að aðstoð við skæruliðasveitirnar verði hætt, enda er það vitað að það er skoðun fjölda bandarískra þing- manna að hætta beri aðstoðinni á þeim forsendum að engin von sé til þess að skæruliðarnir geti kollvarpað stjórnarhernum og náð völdunum. Bjargað Washington, 15. júlí. AP. EIGINKONU fv. sendiherra El Salvador í Bandaríkjunum, sem rænt var í síðustu viku á Miami, var bjargað í gærkvöld. Nokkrir grunaðir voru hand- teknir. Ræningjarnir höfðu kraf- ist milljón dollara í lausnargjald. Borga þeir sem týndust brúsann? BT, 14. júli. TVEIR vestur-þýskir ferðalangar sem týndust á Grænlandsjökli og fundust ekki fyrr en eftir ákafa leit danskra björgunarsveita og herþyrla í 15 klukkustundir, mega vænta þess að fá reikning upp á væna fjárfúlgu, nánar tiltekið 240.000 krónur dansk- ar, ef í ljós kemur, að þeir hafi týnst af eigin vangá. Þjóðverjarnir tveir, sem voru styrktir af vestur-þýskri sjón- varpsstöð, lögðu upp frá vestur- strönd Grænlands og ætluðu að ljúka ferðinni í Scoresbysundi á austurströndinni. 14 dögum eftir að þeir lögðu af stað, hafði ekkert spurst til þeirra, hins vegar höfðu flugmenn séð orðið „hjálp" traðk- að í snjóinn og þótti því sýnt að ferðamennirnir væru í vanda staddir. Leitað var sem fyrr segir í 15 klukkustundir uns farþegaþota frá Lufthansa, sem þarna átti leið um, náði sambandi við hina týndu. Höfðu Danir og Grænlendingar þá leitað vítt og breitt með þyrlum. Verið er að rannsaka orsakirnar fyrir því að þeir vestur-þýsku týndust. Leikur grunur á því, að þeir eigi sjálfir nokkra sök þar á og leitarmenn hafa ekki hug á að borga brúsann. ERLENT Bensíngufur valda krabba Washington, 1. júlí. AP. INNAN fárra vikna munu bandarísk heilbrigðisyfirvöld sjá til þess að varúðarorð verði rituð á bensíndæl- ur þess efnis að það geti verið krabbameinsvaldandi að anda að sér bensíngufum. Um þetta sagði Charles Dibona, forseti American Petroleum Insti- tute, að gerðar hefðu verið rann- sóknir á rottum og músum. Dýr sem önduðu mikið að sér bensín- gufum fengu mjög mörg krabba- mein í lungun og nýru. Hann tók jafnframt fram að það magn mengaðs lofts sem nagdýr önduðu að sér var mun meira en nokkur maður væri líklegur til að anda að sér, en allur væri varinn góður. 0DYRT SUMARLEYFI TÓLF DAGA TJALDFERÐIR UM ÖRÆFIÍSLANDS ^ + iéRt'ftt Askja — Sprengisandur 12 daga ferðir. Brottfarardagar: 18. júlí — 25. júlí — 1. ágúst — 8. ágúst — 15. ágúst — 22. ágúst Verd kr. 9.600. Helstu viðkomustaöir: Þingvellir — Borgar- fjörður — Akureyri — Ásbyrgi — Hljóðaklett- ar — Dettifoss — Herðubreiðarlindir — Askja — Mývatn — Sprengisandur — Landmannalaugar — Eldgjá — Gullfoss — Geysir — Laugarvatn. Öræfi — Kverkfjöll — Sprengisandur 12 daga ferðir. Brottfarardagar: 18. júlí — 25. júlí — 1. ágúst — 8. ágúst. Verð kr. 9.900. Helstu viðkomustaðir: Þórsmörk — Skaftafell — Höfn — Hallorms- staður — Kverkfjöll — Mývatn — Sprengi- sandur — Landmanna- laugar — Eldgjá — Gullfoss — Geysir. Innifalið í veröi: Fullt fæði, leiösögn og tjöld Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. Borgartúni 34, sími 83222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.