Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULl 1983 39 • Sigurður Jónsson skorar hér síðara mark Skagamanna gegn Víkingum í gœrkvöldi. Fallegt skot utan teigs. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Sigurður skorar. Morgunbi»*id/Guðjón Dauóafæri í súginn hjá Víkingum og ÍA vann Oruggur Þórssigur Þór:KR 2:0 „Þetta var mjög gott framan af hjá okkur en þegar Sigurður Jónsson var útaf í 10 mín. vegna meiðsla síðast í fyrri hálfleik þá misstum viö tempóiö í leiknum og náðum því ekki upp aftur. í síðari hálfleik vorum við orðnir þreyttir og við vorum heppnir að fá ekki á okkur mörk undir lokin,“ sagöi Siguröur Lárusson, fyrirliöi Skagamanna, eftir leik Víkings og ÍA í gœr. Skagamenn sigruöu í leiknum, 2—1, og þegar á heild- ina er litið þá var það sanngjarn sigur. Það voru harðsnúnir menn af Skaganum sem mættu á Laugar- dalsvöllinn, bæöi leikmenn og ekki síður áhorfendur sem lótu vel í sór 1. deild STAÐAN í 1. deild eftir leikina í gærkvöldi: IA 11 6 1 4 19:7 13 ÍBV 10 4 4 2 19:11 12 UBK 10 4 4 2 10:5 12 Þór 11 3 5 3 12:12 11 KR 10 2 7 2 10:13 11 ÍBK 9 4 1 12:14 9 ÍBÍ 10 2 5 3 11:14 9 Valur 10 3 3 4 14:18 8 Víkingur 10 1 6 3 6:10 8 Þróttur 10 2 4 4 9:18 8 FH vann FH-ingar sigruðu Völsung í 2. deildinni á Húsavík, 1:0. Ekki tókst Mbl. þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir aö komast aö því hver skoraöi sigurmark Hafnfiröinga í leiknum. — SH heyra og hvöttu sína menn allan leikinn. IA menn bókstaflega óöu í færum fyrstu mínúturnar en fyrra markiö kom ekki fyrr en á 11. mín. Þá fékk Höröur boltann í vítateign- um, sneri einn varnarmanninn snyrtilega af sér og skoraöi meö hörkuskoti. Skömmu seinna fékk Höröur annaö gullið tækifæri til aö skora en þá fékk hann boltann al- einn inni í markteig en á óskiljan- legan hátt kom hann honum fram- hjá markinu. Seinna markiö skor- aöi Siguröur Jónsson og var þaö fallega gert hjá drengnum. Hann fékk boltann á vítateigslinu, lék léttilega á einn Víking og negldi í netiö. Rétt fyrir hlé átti Gunnar Gunnarsson góöan skalla aö marki ÍA en Bjarni varöi mjög vel. j síðari hálfleik fengu Víkingar vítaspyrnu eftir aö Óskari var brugðiö og úr henni skoraöi Ómar Torfason af öryggi. Það sem eftir var leiksins sóttu Vtkingar mun meira og síöasta korterið svo tii stanslaust en þeim tókst ekki aö skora þrátt fyrir aragrúa af dauöa- færum. Tvö bestu færin fengu þeir Aöalsteinn og Óskar. Aöalsteinn fékk boltann einn á markteigslínu en skaut yfir, algjörlega óskiljan- legt. En besta færiö var samt eftir, Óskar fékk boltann á marklínu og skaut himinhátt yfir, þar sluppu Skagamenn heldur betur meö skrekkinn. Einkunnagjölin. Vikingur: ögmundur Krist- insson 6, Þóröur Marelsson 6. Magnús Þor- valdsson 4, Ólafur Ólafsson 6, Ómar Torfason 6, Jóhann Þorvaröarson 7, Gunnar Gunnars- son 7, Aöalsteinn Aöalsteinsson 5. Heimir Karlsson 5, Siguröur Aöalsteinsson 4, Ómar Björnsson 4, Óskar Tómasson (vm) 4. ÍA: Bjarni Sigurösson 7, Guöjón Þóröarson 6, Sig- uröur Lárusson 7, Siguröur Halldórsson 7, Siguröur Jónsson 7, Jón Áskelsson 6, Árni Sveinsson 6, Sveinbjörn Hákonarson 7, Sig- Bikarkeppni kvenna: ÍA og UBK í úrslit UNDANÚRSLIT í bikarkeppni kvenna fóru fram í fyrrakvöld. ÍA og Valur lóku á Akraneai og UBK og KR léku á Kópavogsvellinum. Þaö var sannkallaöur bikarleik- ur sem fram fór á Skaganum, framlengt og hvaö eina. Eftir venjulegan leiktíma var staöan 1 — 1 og var því framlengt. ÍA varö fyrra til aö skora er þær geröu sjálfsmark strax í fyrri hálfleik. Á 20. mín. jafnaöi Laufey fyrir ÍA meö ágætu marki. Sigurmark ÍA kom í seinni hluta framlengingarinnar en þá skoraöi Ragnheiöur og kom Skaganum í úrslitin. UBK malaði KR 4—0 í Kópa- voginum. Strax á 7. mín. skoraði Bryndís fyrir UBK eftir gott samspil hennar og Ástu B. Staöan var 1—0 í hálfleik. Á 18. mín var sjálfsmark, á 30. mín skoraöi Erla fallegt skallamark og Bryndís inn- siglaði svo sigur UBK meö marki á síöustu mínútu leiksins. Sigur UBK var helst til of stór miöaö við gang leiksins, en sigurinn var sanngjarn. Úrslitin í bikarnum veröa 14. ág- úst í Laugardalnum. SS þór Ómarsson 6, Guðbjörn Tryggvason 7, Júlí- us Ingólfsson (vm) lék of stutt, Björn Björns- son (vm) lék of stutt. i stuttu málí: Laugardalsvöllur 1. delld. Víklngur — ÍA 1—2 (0—2) Mörkin: Höröur Jóhannesson (11. min.) og Siguröur Jónsson (29. min.) skoruöu fyrlr ÍA en Omar Torfason (60. mín.) fyrir Víking Gul spjöld: Hörður Jóhannesson lA. Dómarl: Sœvar Sigurðsson og dœmdi hann vel Ahorfendur: 749. — SUS „VID stefnum áfram upp á við. Við hðfum átt jafna leiki í deild- inni undanfariö og ég held aö ailt geti gerst. Ég er mjög ánœgöur með leik strákanna í kvöld og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn. Við vorum ekki fjarri því aö bæta þriöja markinu viö,“ sagði Björn Arnason, þjálfari Þórs, eftir sigur liðsins á KR á AKureyri í gær- kvöldi. Þór skoraöi tvö mörk, KR ekkert. Þórsarar sóttu meira allan fyrri hálfleikinn og áttu nokkur góó færi. KR-ingar hins vegar voru bit- lausir og sköpuöu sér ekkert færi allan háifleikinn. Á 10. mín. átti Bjarni Svein- björnsson gott skot af markteigs- horni en Stefán varði. Þórsarar sóttu áfram en næsta góöa færi þeirra kom ekki fyrr en á 30. mín. Halldór Áskelsson átti þá gott skot frá vítapunkti en naumlega framhjá KR-markinu. Á 35. min. gerðist umdeildt at- vik. Helgi Bentsson prjónaöi sig þá í gegnum KR-vörnina og komst inn í teig. Þar var brotiö gróflega á honum og Þorvaröur dómari Björnsson blés í flautu sína. Öllum á óvart dæmdi hann ekki víti, held- ur fengu Þórsarar aukaspyrnu fyrir utan teig. Þaö kom þó ekki aö sök fyrir þá, því fyrra markiö kom ein- mitt eftir þessa aukaspyrnu. Guöjón Guömundsson fram- kvæmdi spyrnuna og skoraói beint úr henni. Stefán haföi hendur á knettinum en hann fór engu aö síður inn fyrir marklínuna. Fyrstu mín. síöari hálfleiks sóttu KR-ingar í sig veórió án þess aö skapa sér nokkur færi þó, og eftir þaö jafnaöist leikurinn. á 64. mín. var dæmd vítaspyrna á KR eftir aö Helgi Bentsson hafði leikiö laglega á þrjá varnarmenn og markvöröinn og skaut af stuttu færi, en varnar- maður komst á milii og varöi á linu meö höndum. Vítaspyrna, og úr henni skoraöi Guójón Guöjónsson örugglega. Síöustu tíu mín. var eins og KR-ingarnir væru orönir vonlausir um aö ná í stig — þeir hættu aö berjast, en Þórsarar lögöu meiri áherslu á vörnina og héldu fengn- um hlut. Öruggur sigur þeirra í höfn. Þorsteinn Ólafsson var öryggiö uppmálaö í Þórsmarkinu — hann greip mjög vel inn í leikinn. Helgi og Halldór Áskelsson voru góöir hjá Þór. Ágúst Már Jónsson var bestur KR-inga. i stuttu máli: Akureyrarvöllur 1. deild: Þór—KE 2:0 (1:0). Mörk Þórs: Guöjón Guömundsson á 36. og 64. (viti) mín. Gul spjöld: Þorsteinn Ölafsson, Þór, og Sig- uröur Indriöason, KR. Dómari: Þorvaröur Björnsson, dœmdi ágœt- lega. Áhorfendur: 700. Einkunnagjöfin: Þorsteinn Ólafsson 8, Sigur- björn Viöarsson 6, Jónas Róbertsson 7, Nói Björnsson 7, Þórarinn Jóhannsson 6, Árni Stefánsson 6, Halldór Áskelsson 7, Guöjón Guöjónsson 6, Bjarni Sveinbjörnsson 6, Helgi Bentsson 7, Július Tryggvason 6, óskar Gunn- arsson 6 (vm), Einar Arason (vm) 4. KR: Stefán Jóhannsson 6, Willum Þórsson 6, Siguróur Indriöason 5, Ottó Guömundsson 6, Jakob Pétursson 5, Jósteinn Einarsson 5, Ágúst Már Jónsson 7, Óskar Ingimundarson 5, Jón G. Einarsson 5, Sæbjörn Guömundsson 6, Birgir Guójónsson 5, Björn Rafnsson (vm) 4. - AS/SH Bikarkeppni FRÍ í 1. deiid: Vinna IR-ingar sinn bikarsigur í röð? Bikarkeppni Frjálsíþróttasam- bandsins verður háð á laugar- dalsvelli nú um helgina, og eru mestar líkur til þess að ÍR-ingar vinni sinn 12. sigur í röð, en keppnin fer nú fram 18. áriö í röö. Þó má ekkert út af bera hjá ÍR- ingum, því KR-ingar munu örugg- lega fylgja fast á hæla þeirra. Sennilega mun fallbaráttan setja sitt mark á keppnina, því öll önnur félög en ÍR og KR geta falliö, þ.e. HSK, FH, UMSE og UÍA. Þrátt fyrir ætlaða yfirburöi (R- inga í stigakeppninni getur oröið um spennandi og skemmtilega keppni aö ræöa í flestöllum grein- um keppninnar, þar sem öll félögin tefla fram sínu bezta keppnisfólki, m.a. mörgum úr Kalott-liöinu, sem vann sigur í samnefndri keppni um síöustu helgi í Noregi. I þessum hópi má nefna Odd Sigurösson, Þorvald Þórsson, Sig- urð T. Sigurösson, Erlend Valdi- marsson, Óskar Jakobsson, Þrá- inn og Véstein Hafsteinssyni, Kristján Hreinsson, Gunnar Pál Jóakimsson, Egil Eiösson, Ragn- heiöi Ólafsdóttur, Hrönn Guö- mundsdóttur, Guörúnu Ingólfs- dóttur, Oddnýju Árnadóttur og Þórdísi Gísladóttur. Norskur spjótkastari keppir sem gestur aö þessu sinni, spjótkastar- inn frægi Harald Lorentzen, sem kastað hefur 84,62 metra. Hann er sonur sendiherrahjónanna norsku í Reykjavík. • Sigurður T. SigurðMon roynir hér við 5,20 m. (Katott-koppninni á dögunum. Hvað gorir honn um helgina? MorgunblaAIÖ/Skapti Einar kastar spjóti í Kópavogi í dag Einar Vilhjálmsson spjótkastari úr UMSB veröur meöal keppenda er önnur deild bikarkeppni FRÍ veröur háö í Kópavogi í dag og á morgun. Gefst þá íslenzkum íþróttaunnendum að sjá Einar í kepþni í kjölfar glæsilegra afreka á erlendri grund, m.a. sigurs á bandaríska háskólameistaramót- inu og þriggja kasta yfir 89 metra. Mótiö í Kópavogi hefst klukkan 14, en spjótkastskeppnin klukkan 15. Meöal keppinauta Einars verö- ur norski spjótkastarinn Harald Lorentzon, sem kastaö hefur 84,62 metra. Auk þeirra eru margir landsliösmenn meöal keppenda í Kópavogi, svo sem Kristján Harö- arson, Guðmundur Skúlason, Sig- uröur Einarsson og Sigurborg Guömundsdóttir úr Ármanni, íris Grönfeldt UMSB, María Guðna- dóttir HSH og Helgi Þór Helgason USAH. Félögin sem þátt taka í 2.deild eru Ármann, UMSB, USAH, USVH, UMSK og HSH. Þau tvö fyrsttöldu féllu úr l.deild í fyrra. Talið er aö um mjög spennandi keppni geti oröiö að ræöa og viö þvi búist aö baráttan um 1. deildar sætin tvö muni helzt standa milli Ármanns, UMSK og UMSB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.