Morgunblaðið - 17.07.1983, Page 22

Morgunblaðið - 17.07.1983, Page 22
22 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 Kúvending í Kerlingar- llum Kjallstindurinn Loðmundur. Sannkallað einkenni Kerlingarfjallanna. Fyrir þrettán árum bauðst mér í frrsta sinni að fara í skíðaferðalag. Eg hafði nákvæmlega engan áhuga og afþakkaði kurteislega á þeim for- sendum, að það væri miklu nota- legra að sitja heima og hlusta á enska fótboltann í BBC á laugar- dagssíðdegi en að skakklappast upp um hóla og hæðir, fjarri öllura mannabyggðum í þokkabét, til þess eins að renna sér niður aftur. Eiga í kaupbæti á hættu að snúa sig eða jafnvel fótbrjóta. Nei takk, ómögu- lega, ekki fyrir mig. Þessi sama saga endurtók sig svo að segja á hverjum einasta vetri á meðan skólaganga mín ent- ist. Stundum varð ég meira að segja að fara með þessa romsu tvisvar á vetri. Öll hugsanleg fúk- yrði félaganna dugðu ekkert á mig og ég hertist aðeins í þeirri trú minni, að skíðaíþróttin væri óþurftarfyrirbrigði, eftir því sem fúkyrðaflaumurinn jókst. Það var því með vissum fegin- leik, að ég kvaddi skólabekkinn þótt innst inni gætti söknuðar. Ég var þó allténd laus við þennan skíðaferðalagadraug, sem aldrei lét mann í friði. Aukreitis var ég enn vissari í minni sök, að ég yrði ekki frekar ónáðaður með skíða- rausi af hálfu félaganna því fátt var um skíðaaðdáendur í mínum vínahópi. Kerlingar- fjöll og París Hins vegar tók vinahópurinn breytingum eins og gengur og ger- ist með árunum og áður en ég vissi af var ég umsetinn algerum skíða- sjúklingum á alla kanta. Þetta voru Garðbæingar, allt saman ágætisfólk upp til hópa, sem allir voru meira og minna helteknir af skíðabakteríunni. Á Kerlingarfjöll var ekki minnst öðru vísi en með tárin í augum, fjarrænu augnaráði og með skíðabaug um höfuðið. Ég fékk mig fullsaddan. Um heims- borgina París var alla jafna fjall- að á sama hátt og með sömu af- leiðingum. Ég fékk alveg nóg. Allt frá þessum tímum hef ég strengt þess heit, að stíga aldrei á skíði og krækja hjá París á ferða- lögum mínum sé þess nokkur kost- ur. Eftir að hafa gist Kerlingar- fjöllin um síðustu helgi held ég dauðahaldi í Parísar-heitið. Það mun hafa verið á útmánuð- um vetrar, að kunningi minn, Karl Eiríksson, færði það í mál við mig hvort ég hefði ekki áhuga á að spreyta mig á skíðum einhverju sinni á komandi sumri. Ég tók vel í þessa umleitan, en með þeim fyrirvara að yfirboðarar mínir samþykktu þessa glæfraför. Innst inni rief ég vafalítið vonað, að þeir þvertækju fyrir þetta allt saman. Ég orðaði það við Karl, vin minn, að sennilega væri nú heppilegra að fá einhvern, sem einhverju sinni hefði reynt íþróttina, a.m.k. æft sig í að binda á sig skíðin, þó ekki hefði verið um verklega reynslu að ræða. Hann brosti bara og sagði þetta tilvalið tækifæri fyrir kennara Skíðaskólans í Kerl- ingarfjöllum að sýna kunnáttuna. Og þar við sat. Áður en ég vissi af var ég sestur inn í rútu Norðurleiða, þar sem Páll Gíslason frá Hofi í Vatnsdal sat við stýrið. Ég var þungt hugsi. Veðrið hundleiðinglegt, þoka og súld, og ég sá fram á ómurlegustu reynslu ævi minnar. Lét hugann reika sem snöggvast upp í Kerl- ingarfjöll og sá sjálfan mig fyrir mér á svipstundu í huganum, þar sem ég lá emjandi af sársauka; fótbrotinn á báðum og hjálpar- vana uppi í efstu brekkunni og lyftan biluð í ofanálag. Mér voru allar bjargir bannaðar. Þetta var sosum mátulegt, ég hefði aldrei átt að glepjast. Hugrenningarnar tóku skyndi- lega enda er við héldum af stað. Framan af reyndi ég allt sem ég gat til þess að láta mér leiðast. Setti út á allt og alla, en svo fór að lokum að ég gafst upp á slíku. síð- ari hluti leiðarinnar upp í Kerl- ingarfjöll er nefnilega þannig, að ekki gefst neitt ráðrúm til heila- brota. Holurnar sjá um að kippa allri rökréttri hugsun úr skorðum. Eiríkur Haraldsson, einn átta hluthafa í Fannborgu hf., hlutafé- laginu sem rekur Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum, var með í för- inni uppeftir og lýsti leiðinni og kennileitum fyrir farþegum eftir því sem kostur var. Þokan var nefnilega slík, að vart sá nema á næsta stein. Fyrir utan hinn grýtta vegarslóða, sem farið er um, er yfir ein 4—5 óbrúuð vatns- föll að fara. Þau eru þó að sögn Eiríks nánast barnaleikur yfir- ferðar nú í samanburði við það, sem gerist að vorlagi þegar leys- ingar eru í algleymingi. Sagði hann nokkrar léttvægar glæfra- sögur af ferðum Kerlingarfjalla- manna og annarra af því tilefni. Tveir steinar Nokkru áður en komið er að Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum verður á leið vegfarenda varða ein heljarmikil. Nefnist þar Bláfells- háls. Að sögn Eiríks er það að mati Kerlingarfjallamanna og annarra kunnugra nánast guðlast að leggja ekki stein í vörðuna. Skoraði hann á alla í rútunni að snara sér út í suddann og kasta a.m.k. einum steini í vörðuna. Með því væri lagður grunnur að betra veðri, auk þess sem nægar sögur væri til af hrakförum manna, sem ekki hefðu nennt að kasta steini í vörðuna. Ég lét tvo. Og viti menn, það tók að birta til fáeinum mínútum síðar og veðrið fór stöðugt batnandi allan tímann, sem ég dvaldi þar uppfrá. Óhöpp urðu heldur engin. Hvað eru menn svo að hnýta í þjóð- trúna? Við komum ekki upp í Kerl- ingarfjöll fyrr en klukkan var langt gengin átta á föstudeginum eftir ferðalag, sem staðið hafði frá því kl. tvö um daginn. Reyndar voru einhverjir erfiðleikar með tengslið (kúplinguna) í rútunni um tíma, en því var kippt í liðinn með uppþvottabursta við sölu- skálann við Geysi á meðan farþeg- arnir sporðrenndu pylsum og öllu tiltæku. í þessum ágæta söluskála rakst undirritaður m.a. á litla glerflösku með innihaldi, sem á ensku var nefnt „Souvenir water" og er úr Geysi. Fyrir þetta mega menn snara út 100 krónum hafi þeir áhuga, en vatnið mun ósvikið og ekki úr næsta kaldavatnskrana. Hlýtur að vera „hit" hjá banda- rískum túrhestum. En nóg um slíkt. Við komuna í skíðaskála þeirra Kerlingarfjallamanna beið okkar vænsti kvöldverður; kássa og hveitisnúrur á ítalska vísu, sem kokkurinn Karl („Kokkurinn Karl... og maturinn snarl") hafði útbúið af snilld. Að þeirri máltíð lokinni fengu menn rétt ráðrúm til að koma pjönkum sínum fyrir; ýmist á svefnlofti aðalskálans eða þá í einhverri nípanna, áður en dengt var í mann heitu kakói og kexkökum svona rétt fyrir svefn- inn. Að kvöldkaffinu loknu greip ég tækifærið og spurði Eirík Har- aldsson eilítið út í tilurð þessa Skíðaskóla í Kerlingarfjöllum. Eiríkur sagði mér, að hann og Valdimar Örnólfsson hefðu á sín- um tíma verið saman við nám við íþróttaháskólann í Köln. Þaðan Texti: Sigurður Sverrisson. Myndir: Eiríkur Eiríksson. luku þeir prófi 1956, en hluti þess náms fólst m.a. í dvöl í Tíról. Þar kviknaði neistinn. Eftir þá reynslu, að renna sér á skíðum í sannkölluðu sumarveðri, var draumurinn að koma upp ein- hverri aðstöðu í þá veru á fslandi. Valdimar hélt síðan til Grenoble í Frakklandi til frönskunáms og jók sú dvöl enn á áhuga hans á þessu málefni. Leiðir hans og Eiríks lágu síðan saman á ný er þeir urðu báðir kennarar við Menntaskól- ann í Reykjavík og að sjálfsögðu skaut gamla draumahugmyndin upp kollinum á ný. — En af hverju Kerlingarfjöll? „Kerlingarfjöll voru alls ekki fyrsti staðurinn sem við reyndum með þessa starfsemi fyrir augum," sagði Eiríkur hæglátur og yfirveg- aður að vanda. „Við höfðum reynt fyrir okkur við Langjökul, á Fimmvörðuhálsi og víðar. Það sem gerði útslagið með Kerlingarfjöll var sú staðreynd, að þar var hægt að una sér við fleira en skíðaiðk- anir. Jarðhiti er hér í nágrenninu, þótt ekki hafi hann verið nýttur að ráði ennþá, og eitt og annað sem heillar." Upphafið Upphaflega var starfsemin í Kerlingarfjöllum í samstarfi við Ferðafélag íslands, sem hafði lát- ið byggja myndarlegan skála fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldar. Árið 1963 var svo hafist handa við uppbyggingu mannvirkja á vegum Skíðaskólans sjálfs og eru það þau húsakynni, sem nú eru notuð fyrir starfsmenn. Tveimur árum síðar og fjórum árum eftir upphaf ævintýrsins var lokið við byggingu aðalskálans. Hann er þó ekki leng- ur í upprunalegri mynd því 1974 var settur undir hann kjallari, auk þess sem bætt var við hann til beggja enda. Gerbreyttist öll að- Þessar þrjár hressu tátur gðntuðust og spauguðu af miklum móð. Þetta eru tvfburarnir Elíasbet og Brynhildur og á milli þeirra er vinkonan l'urí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.