Morgunblaðið - 17.07.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.07.1983, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 Borgarstjóra sýnd áletnin skóflunnar, sem hann notaði í Ártúnsholti, en skóflan fer væntanlega upp i vegg hji Verkamannabústöðum í Reykjavík, eins og aðrar sem notaðar hafa verið við skóflustungur. F.v. Davíð Oddson, borgarstjóri, Guðjón Jónsson, formaður stjórnar Verkamannabústaða í Reykjavík og Hilmar Guðlaugsson, formaðu' byggingarnefndar Reykjavíkurborgar. Verkamannabústaðir í Reykjavík: Framkvæmdir hafnar við fjórða áfanga BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Davíð Oddsson, tók i (ostudaginn fyrstu skóflustunguna að fyrirhug- uðum verkamannabústöðum í Ár- túnsholti. í ræðu sem borgarstjóri ilutti sagði hann m.a., að þó póli- tísk samstaða væri ekki alla tíð í húsnæðismálum þá hefði borgar- stjórn verið einhuga um fram- kvæmd þessa byggingaráfanga. Þakkaði hann stjórn Verkamanna- bústaða í Reykjavík vel unnið starf í þessu máli. „Stjórn Verkamanna- bústaða hefur haslað sér völl,“ sagði Davíð, „hann ber að styrkja og treysta á komandi árum.“ í þessum byggingaráfanga, sem er sá fjórði á vegum Verka- mannabústaða í Reykjavík, verða um 140 íbúðir í 25 litlum sambýlishúsum. Grunnteikn- ingar húsanna eru svipaðar, en þau verða byggð á tvennan máta, tveggja hæða og á einni og hálfri hæð. Verða í hverju húsi 4—7 íbúðir af mismunandi stærðum. Teiknistofan hf. í Ármúla teikn- Teikning sem sýnir itlit fyrirhugaðra verkamannabúsUða f Ártúnsholti. Fjölbýlishús f byggingaráfanga við Eiðsgranda. aði íbúðirnar og eru það sömu aðilar og teiknðu íbúðir í þriðja byggingaráfanga. í ræðu sem Guðjón Jónsson, formaður stjórnar Verkamanna- bústaða í Reykjavík, flutti, áður en skóflustungan var tekin, sagði hann m.a. að eftirspurn eftir íbúðunum væri gífurleg, að jafnaði fjórar umsóknir um hverja íbúð. Sagði Guðjón að áætlað væri að afhenda íbúðirn- ar í tveimur áföngum, fyrsta af- hending yrði í september 1984 og seinni afhending væri áætluð í árslok 1985. Að athöfninni lokinni hélt borgarstjóri ásamt stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík og gestum til Eiðsgranda, en þar eru nú fullgerðar íbúðir í verka- mannabústöðum þriðja bygg- ingaráfanga. Eru í þeim áfanga 176 íbúðir í sautján fjölbýlishús- um. íbúðirnar eru af sjö stærð- um og tilheyrir bílskýli hverri íbúð, en er ekki innifalið í íbúð- arverði. íbúðirnar við Eiðs- granda eru til sýnis í dag, en þegar hafa um tíu fjölskyldur flutt inn og er áætlað að 40 fjöl- skyldur flytji í íbúðir sínar fyrir 20. júlí nk. Skyldi það ekki fara að bíta á? Helga horfir fbyggin í Hvað eru þessir Ijósmyndarar að trufla mann við sjóinn og Ragna fylgist með. veiðistörf? Nú er veður til að veiða „ÞAÐ er mokveiði," sögðu krakk- arnir frá starfsvellinum Vesturvöll- um, þegar blm. Mbl. hitti þau við höfnina í Reykjavík á föstudaginn, þar sem þau stóðu á bryggjunni og dorguðu. Krakkarnir voru fimm- tán talsins á aldrinum 6—12 ára í fylgd með tveimur starfsmönnum Vesturvalla, þeim Rögnu Ingi- mundardóttur og Sigurveigu Finn- bogadóttur. Renndu þau fyrir fisk með hinum ýmsu veiðarfærum, nokkur í fyrsta sinn en önnur sögðust oft hafa brugðið sér á bryggjuna. Þegar rætt var við þá bræður Davíð P. Eiríksson og Tómas voru þeir önnum kafnir við að leysa kola sem Davíð hafði dreg- ið á land. Var fiskurinn allfjör- ugur og gekk erfiðlega að losa hann en tókst að lokum. Ákváð Davíð að gefa honum frelsi og sendi hann aftur í sjóinn. „Það er gaman að veiða fiskana," sagði Davíð. „Þetta er að vísu sá fyrsti sem ég fæ í dag, samt er eiginlega ennþá skemmtilegra að leyfa þeim að fara í sjóinn af- tur.“ Ekki sagðist Davíð þekkja alla fiskana en það stæði til bóta, nú hefði pabbi keypt handa þeim bræðrum veiðarfæri sem örugglega yrðu notuð við höfn- ina í framtíðinni. Jóhann Ingva Axelsson hitti blm. þar sem hann sat og renndi fyrir með veiðistöng. Sagði hann stöngina góða og húsbóndaholla. Tvisvar hefði hann misst hana í vatn en stöngin hefði í bæði skipti skilað sér aftur. Aðspurð- „Fyrsti fiskurinn í dag.“ Tómas lagar veiðarfærin á meðan Davfð hampar kolanum hátt á lofti. ur um afla sagði Jóhann: „Ég er búinn að fá tvo kola í dag, ég held að þetta sé bara ekki nógu góður veiðistaður. Hér eru koli og marhnútur og einstaka sinn- um fæst lýsa. Það er mikið betra að veiða á bak við Isbjörninn, þar er stundum hægt að fá ufsa," sagði Jóhann, sem er ellefu ára gamall. Var hann greinilega fróður um veiðihætti í Reykjavík og sagði það vel koma til greina að leggja fyrir sig sjómennsku þegar hann yrði stór. Helga Árnadóttir, tíu ára, var ekkert búin að fiska þegar spjallað var við hana en sagðist viss um að nú færi að bíta á hjá sér. Stalla hennar, Kristín Helga Lárusdóttir, sem er sex ára, hafði hins vegar krækt í síli á sinn öngul. Var Kristín hætt veiðum og sagði eitt síli vera nóg. Jóhann Ingvi situr þolinmóður með stöngina góðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.