Morgunblaðið - 17.07.1983, Page 39

Morgunblaðið - 17.07.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 39 að hafa eytt næstu fimm og hálfu ári í þrennum slfkum búðum, við Superior-vatn, Ontarío-vatn og Hudson-flóa. Aðbúnaðurinn var góður og Kanadamenn gerðu okkur fært að stunda nám og ljúka prófum. Sjálfur lauk ég stúdentsprófi. En samskiptin við umheiminn voru vitanlega af skornum skammti. Þó bætti ögn úr skák að fólkið í búðunum var hvaðanæva úr veröldinni og ekki einungis Þjóðverjar. Ég hafði bréfasamband við ættingja og vini í Þýzkalandi en sá var hængur á að bréf voru hálft ár á leiðinni. Heimkoman var erfið," viður- kenndi Bendick, „en styrjöldin hafði í raun og veru farið framhjá okkur, sem er ekki svo ýkja mikið harmsefni þegar hugleitt er hvað kynni að hafa gerzt að öðrum kosti." Vildi búa á íslandi Hvað tók svo við þegar heim kom? „Ég fór aftur til sjós. í tólf ár sigidi ég með flutningaskipum um heimsins höf, en vann síðan á hafnsögubáti í Cuxhaven allt þar til ég fór á eftirlaun á þessu ári. Ég bý nú í Cuxhaven ásamt eig- inkonu minni og á tvö uppkomin börn.“ Bendick sagði að hann hefði komið til landsins ásamt konu sinni í byrjun mánaðarins og hygðust þau snúa aftur með far- þegaskipinu Eddu þann 8. júní. Þrátt fyrir að tími væri naumur, sagði hann að sér hefði þegar tek- izt að hafa upp á fáeinum gömlum kunningjum og hefði t.d. verið einkar ánægjulegt að hitta skip- stjórann af Hafsteini, er bjargaði Baiha Blanka, Ólaf Ófeigsson. Bendick hafði í hendi mynd af ungri stúlku, er hann sagðist hafa þekkt en síðan ekki séð í fjörutíu og þrjú ár. Vildi hann vita hvort Morgunblaðið sæi sér fært að birta myndina í því skyni að kunn- ugir gæfu sig fram. Eftir að myndin birtist er nú komið á dag- inn að stúlkan fluttist úr landi ár- ið 1943 og hefur búið vestanhafs í Flórída síðan. Að lokum var viðmælandi spurður hvort hann ætlaði sér að heimsækja ísland aftur. „Það er erfitt um það að segja. Hitt veit ég, að ég kann vel við íslendinga og með þeim gæti ég vel hugsað mér að búa. Það er verst hvað ég er orðinn gamall," sagði Bendick og leit á frúna. Þrettán drukknuðu Islamabad, l’akistan, 14. júlí. AP. FERÐ fjölskyldu nokkurrar til borg- arinnar Lahore í Pakistan endaði með skelfingu í gær. 24 manns voru á ferð í litlum vörubfl og var ferðinni heitið á markaðstorgið. Þar átti að kaupa mat og drykk, því fjölskyldan var á leið upp í sveit til útivistar. 11 héltu til torgsins, en 13 urðu eftir í vörubílnum. Þá gerðist það, að því er talið er, að smábarn tók bílinn óafvitandi úr handbremsu. Rann farartækið stjórnlaust fram af háu barði og ofan í hyldjúpan bátaskurð. Var í gær óttast að all- ir hefðu drukknað, en þó höfðu 8 ekki fundist. Annað slys átti sér stað í Kar- achi, þar voru fimm manns á gangi á járnbrautarteinum. At- hygli þeirra beindist að lest sem ók eftir öðru spori. Uggði fólkið ekki að sér er lest kom eftir spor- inu sem það stóð á og ók hún yfir það. Létust allir. GRJOTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA Ferð þú úr bænum um helgina? ASETNING ÁSTAÐNUMl BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SIMI 77840 Kverkstæðið nosfcós Ljósm. ÓUfur K. Magnússon FAGNAÐARFUNDUR — Gustav Bendick, fyrrverandi háseti af þýzka flutn- ingaskipinu Baiha Blanka (t.h.) tekur í höndina á manninum sem bjargaði honum fyrir fjörutíu og þremur árum, Ólafi Ófeigssyni, fyrrverandi skip- stjóra á Hafsteini. Það virtist síður en svo spilla ánægjunni að hvorugur gat skilið hinn. Blankamenn „eigi hamingjusamlegir“ í bókinni Virkið í norðri, I. bindi, skrifar Gunnar M. Magnúss: „Baiha Blanka mennirnir léku lausum hala og var á þeim sá veraldarbragur, að heimamönn- um þótti þeir oflátar nokkrir og eigi svo hamingjusamlegir til langdvalar hér sem vingan frá þeirra hálfu skyldi sýna. Sá grunur gerðist áleitinn meðal borgarbúa, að Blankamennirnir væru ekki venjulegir skipbrots- menn, heldur menn í dulargerf- um, sem sendir voru hingað til þess að vinna ákveðið verk á ákveðinni stundu. Út af þessari grunsemd tilkynnti lögreglu- stjóri þýzka ræðismanninum að Blankamönnunum væri bönnuð útivist eftir kl. 9 að kvöldi. Þessi fyrirskipun hafði að vísu enga stoð í lögum eða fyrirmælum hlutlauss ríkis og var sett fram í nokkurri tvísýnu. En svo brá við, að Þjóðverjarnir tóku hana tií greina, möglunarlaust að kalla. Héldu þeir til dvalarstaða sinna á hinum fyrirskipaða tíma. Stundum kom það fyrir, að þeir vildu sækja fundi eða samkomur síðla kvölds eða að næturlagi. Var þá venja, að Gerlach ræðis- maður hringdi til lögreglustjóra og óskaði eftir undanþágu frá hinum fyrirskipuðu reglum. Voru slíkar undanþágur veittar. En jafnframt var fylgzt með framferði þeirra. Er tímar liðu styrktist sá grunur lögreglustjóra, að Baiha Blanka mennirnir væru dulbúnir hermenn, sem hér skyldu vera til taks, ef innrás yrði gerð. Hafði lögreglustjóri nokkurn viðbúnað til þess að mæta Blankamönn- um, ef í illt færi. Bjó hann lög- reglulið Reykjavíkur vopnum og gerði ýmsar ráðstafanir í kyrr- þey. Fengu lögreglumenn eigi að víkja brott og bjuggu um sig í loftherbergi í lögreglustöðinni í Pósthússtræti og höfðust þar við um nætur.“ Um brezka hernámið þann 10. maí segir Gunnar M. Magnúss m.a.: „Lagði herliðið strax leið sína að bústað þýzka ræð- ismannsins og að gistihúsum þeim, sem Þjóðverjar af skipinu „Baiha Blanca" höfðu undanfar- ið dvalið á. Voru Þjóðverjarnir teknir fastir og ásamt ræð- ismanni Þjóðverja fluttir um kl. 9 f.h. um borð í eitt herskipið." fyrir þá sem vilja vera svolítió Alfa Romeo verksmiðjurnar hafa frá upphafi framleitt bíla sem þurft hafa að ganga i gegnum hinar erfiðustu raunir á kappakstursbrautum um allan heim. Hin fjölmörgu gullverðlaun sem Alfa Romeo hefur sótt á þessar brautir eru ótvíræð sönnun þess að vel hefur til tekist. Við framleiðslu á fólksbílum fyrir almennan markað hafa verksmiðjurnar gætt þess fullkom- lega að viðhalda hinum ótrúlega góðu aksturs- eiginleikum kappakstursbílanna, kraftinum og öryggisbúnaði. Ennfremur vekur hin sérstæða og fallega ítalska teikning þessa bíls alls staðar verðskuldaða athygli. Verð aðeins frá kr. 293.000 Þú ert svolítið mikið „Spes“ ef þú ekur á Alfa Romeo JÖFUR Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.