Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLl 1983 3 Mikið um að vera hjá viðhaldsdeild Flugleiða: „Þriggja mánaða vinna unnin yfir eina helgi“ Hluti hópsins, sem vann við vélina. Boeing 727-100 þota Flugleiða í skoðun f Reykjavfk. MIKIÐ var um að vera hjá við- haldsdeild Flugleiða á dögunum, þegar Boeing 727-100 þota félags- , ins, sem er í leigu í Nígeríu kom hingað á laugardagmorgni til hreyf- ilskiptingar, auk þess sem fram fór rækileg viðhaldsskoðun vélarinnar og hún hreinsuð hátt og lágt utan sem innan, en vélin þurfti að fljúga tii baka á sunnudagskvöldið, að sögn Sæmundar Guðvinssonar, fréttafulltrúa Flugleiða. Vinnuframlag flugvirkja og annarra starfsmanna Flugleiða nam þessa helgi um 520 mann- stundum, eða sem svarar til þriggja mánaða vinnu eins starfsmanns. Þegar mest var um að vera unnu 40 starfsmenn fé- lagsins samtímis við flugvélina undir verkstjórn Hennings Finnbogasonar, fulltrúa í við- haldsdeild félagsins. Flugleiðir hófu flug fyrir Kabo Air í Nígeríu í apríl 1981 og gerir núverandi áætlun ráð fyrir 15 ferðum á viku milli Kano og Lag- os og vikulega eru fluttir liðlega 2.200 farþegar á þessari flugleið. Um 20—25 starfsmenn Flugleiða hafa að jafnaði starf við þetta verkefni, þar af fjórar flugáhafn- ir. Öllu viðhaldi vélarinnar er sinnt af starfsmönnum Flugleiða, erlendis og hér á landi. Humarveiðum lýkur 27. júlí næstkomandi Salan gengur vel Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú ákveðið að síðasti veiðidagur á yfír- standandi humarvertíð verði miðviku- daginn 27. júlí næstkomandi. Ástæða þessarar ákvörðunar ráðuneytinsins er sú, að humarafíinn var orðinn um 2.400 lestir 14. júlí síðastliðinn, en heildaraflakvótinn á þessari vertíð var ákveðinn 2.700 lestir. Að sögn Eyjólfs ísfelds Eyjólfs- sonar, framkvæmdastjóra Söíumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, hefur gengið mjög vel að selja humarinn. Hefur hann að mestu farið jafnóð- um úr landi og hann hefur verið unninn og á þokkalegu verði. Hum- arinn er nú aðallega seldur til Bandaríkjanna og Sviss. Þjóðkirkjan: Sumarbúðir fyrir börn af Suð-vesturlandi ÞJÓÐKIRKJAN storfrækti um árabil sumarbúðir fyrir börn af suð-vestur- landi að Kleppjárnsreykjum í Borgar- fírði, en sú storfsemi lagðist niður um 1970. Nú ætlar Þjóðkirkjan aftur að hefja rekstur sumarbúða þar, og munu um 30 börn dveljast þar í viku um mánaðamótin júlí—ágúst. Mbl. hafði samband við Unni Hall- dórsdóttur, safnaðarsystur, og sagði hún að Þjóðkirkjan hefði um langt skeið starfrækt sumarbúðir fyrir börn, bæði fyrir norðan og austan, en sumarbúðir fyrir börn af suð- vesturlandi hefðu lagst niður uppúr 1970. Nú væri hins vegar ætlunin að hefja aftur rekstur sumarbúðanna að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, og væntanlega færu um 30 börn á aldrinum 9—12 ára þangað um mán- aðamótin næstu. Unnur sagði að þau hefðu nú farið heldur seint af stað í ár, og því væri aðeins þessi eini hóp- ur sem dveldist að Kleppjárnsreykj- um í sumar, en ennþá væri ekki búið að fylla þann hóp. í sumarbúðunum verður reynt að skapa þægilegt og gott andrúmsloft fyrir börnin, nátt- úruskoðun stunduð, farið í leiki og kvöldvökur haldnar. Sundlaug er á staðnum, en Unnur sagði að allur aðbúnaður hefði batnað á síðustu ár- um, m.a. væru komnar nýjar byggin- ar o.fl. Upplýsingar um þennan endurnýjaða sumardvalarstað fyrir börn, veitir skrifstofa æskulýðs- fulltrúa. SVANPUR-SVAMPUR-OG AFTUR SVAMPUR egar orðið svampurer nefnt kem- ur nafnið Pétur Snæland hf. strax í hugann. í 30 ár höfum við framleitt svamp fyrir íslendinga til alls konar nota. Svamp í dýnur, svamp í stofu- sófa, svamp í sjónvarpssófa, svamp í svefnsófa, svamp í barnastóla, kurl- aðan svamp í púða, svamp í allt. Þú nefnir það - við framleiðum svamp í það. n við gerum meira en að fram- leiða svamp. Við gefum fólki ráð og hugmyndir um notagildi svampsins. Við saumum líka utan um svamp. Skerum eftir máli. Límum saman sé þess óskað. 4Vií?s, Síðumúla 34, sími 84161 ■ Vesturgötu 71, sími 24060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.