Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 5 200 ára minning Eldmessunnan Sex hundruð sóttu hátíðina Á SUNNUDAG var þess minnst að Prestbakka og á Kirkjubæjarklaustri að 200 ár eru liðin frá því er Jón Steingrfmsson flutti eldmessu sína í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri en það gerðist 20. júlí 1783, þegar Skaftáreldar ógnuðu bæjum og byggð í V-Skaftafellssýslu. Minningarathöfnin hófst með því, að prestar gengu fylktu liði frá Prestbakka í Prestbakkakirkju. í pró- sessíu þessari voru tveir biskupar, kirkjumálaráðherra, átta prestar og sókn- arnefnd l’restbakkakirkju. Hátíðarguðsþjónusta hófst síð- an í kirkjunni kl. 14.00. Herra Pét- ur Sigurgeirsson biskup prédikaði og þjónaði fyrir aitari ásamt séra Sigurjóni Einarssyni, Kirkjubæj- arkiaustri, séra Hönnu Maríu Pét- ursdóttur, Ásum, séra Sváfni Sveinbjarnarsyni, prófasti Rang- æinga, Breiðabólstað, og séra Gísla Jónassyni, Vík í Mýrdal. Bænir lásu séra Magnús Guð- jónsson, biskupsritari, og séra Ingólfur Ástmarsson, fyrrverandi prestur á Mosfelli. Að messu lokinni var farið að gömlu kirkjutóftinni á Klaustri, þar sem kirkja Jóns Steingríms- sonar stóð og eldmessan var sung- in í. Þar hófst athöfnin með því að sóknarpresturinn, séra Sigurjón Einarsson, bauð fólk velkomið og kynnti dagskrá. Þá flutti Jón Helgason kirkjumálaráðherra ávarp, þar næst talaði Einar Laxness sagnfræðingur. Hann flutti langt og ítarlegt erindi um Skaftárelda og Jón Steingrímsson. Að lokum flutti ræðu dr. Sigur- björn Einarsson biskup. Á milli atriða og við messuna sungu kirkjukórar úr Vestur-Skafta- fellssýslu undir stjórn organist- anna Andrésar Einarssonar og Sigríðar Ólafsdóttur. Að minningarathöfninni lokinni var viðstöddum boðið til kaffi- samsætis í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri, en kirkjukór Prestbakkakirkju sá um veit- ingarnar. TaKð er að um 600 manns hafi sótt hátíðina, en fjöldi manns varð frá að hverfa vegna þess að ófært var yfir Mýrdals- sand af völdum sandfoks. Eitt aðalskemmtiatriði allra fjölleikahúsa eni trúðarnir. Cirkus Arena býður upp á fimm slíka og má hér sjá þrjá þeirra skemmta íslenskum áhorfendum. MorgiabhM/Guijóii. Cirkus Arena: „Þokkaleg aðsókn og góð stemmning“ í KVÖLD verður þriðja sýning fjöl- leikafiokksins, Cirkus Arena, en alls verða þeir með um 30 sýningar í Reykjavík áður en þeir fara til Akureyrar til að sýna þar. Jörundur Guðmundsson sagði að aðsóknin að fyrstu sýning- unni, sem var á sunnudag, hefði verið þokkaleg og að þar hefði ríkt góð stemmning. Sirkusinn verður með sýn- ingar alla daga kl. 20.00 en auk þess verða sýningar á sunnudög- um og miðvikudögum kl. 15.00 og á laugardögum kl. 14.00 og 17.00. Aðspurður að lokum um hvort farið yrði fram á niðurfellingu á söluskatti sagði Jörundur það mál í athugun. I júlí ’82 voru 27 úrkomudagar í Reykjavík Þrátt tyrir samdráttarraus, hafa leigu- *“ '^ar Útsýnar fariö fullskipaöar Harlöndin^ V.AVjlA. \W< Fullskipuð þota Arnarflugs með ÚTSÝNARFARÞEGA til Costa del Sol 7. júlí -|ilbúin til brottfarar frá Keflavík. Reynsla farþegans er l.| bezta staöfestingin: = „Við erum búin aö feröast meö mörgum ferðaskrifstofum, erlend- um og innlendum. Útsýn er alveg í sérflokki. Viö þökkum hjartanlega fyrir okkur. Viö fengum sannarlega allt fyrir peningana.“ 'fZjh Róbert Sigurösson og fjölskylda, Dragavegi 4, R. wmmm® Má bjóöa þér betri tíö í sumarleyfinu? Útsýnarferöir eru ekki ókeypis og þær eru ekki á útsölu — en þær eru á frábæru veröi. Þú borgar aöeins um 1A almenns ferðakostnaöar. Þú borgar allt feröalagiö í einu á stórlækkuöu veröi og meö auöveldum skilmálum. í sumarleyfinu ATHUGIÐ EFTIRFARANDI BROTTFARIR: \ UTK0MAN VERÐUR MIKLU HAGSTÆÐARI EN T.D: VERÐ MEÐ BIL- FERJUNUM EÐA FLUG 0G BÍLL - 0G ÞÚ NÝTUR FERÐAR í HÆSTA GÆÐAFL0KKI. Sólskinsparadísin meö RÓMUÐ AFMÆLIS- MALLORCA ALGARVE—PORTÚGALÁ óendanlega fjölbreytni FERÐ TIL 26. júlí — fá sæti. Ferðanýjungin sem slær í gegn £ COSTA DEL SOL LIGNANO Hinn rómaði gisti- 20 júlt — Örfá sæti laus. * 20. og 28. júlí — Laus sæti. 26. júlí — Uppselt. staöur VISTA SOL á 10. og 31. ágúst — Uppselt K Frábærir gististaöir 2. og 9. ágúst — Laus sæti. miöri Magaluf- ströndinni. 21. sept. — Laus sæti. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Reykjavík: Austurstræti 17, sími 26611 og 20100. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.