Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 Um hátíðahöld vegna árs Lúters — eftir séra Jón Habets 1. Mig langar fyrst að spyrja nokkurra spurninga. Þegar Lúther setti 95 liði gagn- rýni sinnar á dyr kirkjunnar í Wittenberg, bar hann þá kærleika í hjarta til Guðs? Já. Þótti honum vænt um kaþólsku kirkjuna? Já. Bar hann hlýhug til páfans? Já. Þótti honum vænt um fólkið, t.d. Gyðinga? Já. Og nú gætum við spurt: Hver var skoðun hans í bana- legunni? Var honum enn hlýtt til Guðs? Já. Þótti honum enn vænt um kaþólsku kirkjuna? Hann hafði kallað hana Babílon. Bar hann enn hlýhug til páfans og páfastólsins? Nú var páfinn „anti-Kristur“ fyrir honum. Þótti honum enn vænt um Gyðinga? Hann hafði mælt með ofsóknum á hendur þeim. Hvert yrði svar mitt væri ég spurður: getur þú sem kaþólskur prestur litið á Lúther sem geð- felldan mann? Svar mitt yrði á þá lund, að eins og ég sé hann í dag, yrði ég að svara játandi. Já, fyrir mér er hann viðfelldinn. En hvernig má það vera? Er það ekki þversögn? Ofgar hans, barátta eðlis hans og skapgerðar, heldur einnig sök mótstöðumanna hans. Páfarnir segja nú á eftirfarandi hátt: „Það var sök á báða bóga.“ Mín persónulega skoðun er að Guð hafi notað Lúther sem verk- færi til að skylda kirkju sína til að hefja endurnýjun — því tími væri til kominn. Aðeins Lúther með kostum sínum og göllum, með samvizkusemi sinni gagnvart eig- in sáluhjálp og sérstaklega með ofsafengi sínu og hinum skarpa penna hafði nauðsynlega eigin- leika til að bera til þess að fram- kvæma þetta verk. Hann gerði svipað og sumir spámenn Gamla testamentisins, hann framkvæmdi þetta ekki alveg af eigin hvötum heldur vegna ófrelsis í baráttunni og vegna mótstöðumanna sinna. 2. Hvernig persóna var Lúther? Var það Guð sem hafði hvatt hann til að gerast munkur, eða var það verk hins illa, eins og faðir hans óttaðist? Það er vitað, að Lúther átti í miklu sálarstríði, er hann kom til- baka til háskólans í Erfurt frá heimili sínu í Mansfeld, þá laga- stúdent 1505. Það var sem eldingu hefði lostið niður og hún fellt hann til jarðar. í snögglegum ótta hrópaði hann: „Heilög Anna, kom mér til hjálpar, ef þú gerir það skal ég gerast munkur." Hálfum mánuði síðar, 17. júlí, gekk Lúther í Ágústínusar-klaustrið í Erfurt. Vitanlega var Lúther ekki bund- inn loforði, sem hann gaf í ótta- kasti. Og hvers vegna gengur hann í klaustur eftir hálfan mánuð, þar sem um er að ræða val fyrir lífs- tíð? Einnig er hægt að undrast, að jafn alvarlega þenkjandi maður sem Staupitz ábóti klausturs þessa var, skuli hafa tekið við Lúther í þessu sálarástandi. Lúther var alvarlegur munkur. Kannski má segja — of alvarlegur og of viðkvæmur. Sagnfræðingar segja, að hann hafi á þrítugsaldri fallið til jarðar í kórnum í klaustr- inu í Effurt, talað í óráði, sem væri hann haldinn illum anda, og hrópað: „Ich bin es nicht“ : „ Það er ekki ég.“ Hvað var að gerast með andlegt ástand þessa unga manns? Við vitum það ekki. Á ný má sjá áðurnefnda viðkvæmni, en Lúther á að segja sína fyrstu messu. Sagnfræðingar greina frá því, að tilfinningar hans hafi borið hann ofurliði, að hann hafi í raun óttast hið heilaga, það svo mjög, að hann hafi verið að því kominn að yfirgefa athöfnina, hreinlega að flýja, en verið aftrað af ábótan- um. Eftir fyrstu messu Lúthers fór kvíði hans ekki dvínandi. Það kemur best í ljós er við lesum um síendurteknar skriftir hans. Erik H. Erikson segir í bók sinni um Lúther: „Eftir að hafa skriftað klukkustundum saman bað Lúther enn um viðtal til að leiðrétta fyrri umsagnir sínar." Það var honum ómögulegt að finna „hinn mis- kunnsama Guð“. Joseph Lortz seg- ir í þessu sambandi: „Lúther hafði tilhneigingu til að vera heila- brotagjarn, hann var sjálfskvala- fullur alvörumaður." Ef einungis fyrstu orð Þakkarbænarinnar (Canon) sem byrja með orðunum: „Þú, mildasti Faðir“ (Te, clement- issime Pater) hefðu náð að meitl- ast inn í huga Lúthers sem hugg- un, en því var ekki að heilsa. Það er einkennandi fyrir hin kvíða- fullu heilabrot hans. Lúther þurfti að finna hinn miskunnsama Guð annars staðar, — en hvar? Johannes von Staupitz var ábóti og skriftafaðir Lúthers. Lúther hafði algjöra tiltrú á honum og bar óbifandi traust til hans. Og það verður að segjast, að Staupitz hafði jákvætt viðhorf til skrifta- barns síns. En hvað var til ráða þessum unga fjölhæfa tilfinn- ingamanni til sáluhjálpar? Krufði hann málin ekki um of til mergj- ar, sjálfum sér til óbóta? Væri vinna við hans hæfi ekki honum til lækninga og upplyftingar? Staupitz bauð honum að gerast staðgengill sinn sem prófessor í guðfræði. Lúther andmælti, en féllst á það síðar vegna hlýðni við yfirmann sinn. Það væri undar- legt, ef halda ætti fram, að þessi hlýðni Lúthers hefði orðið honum að falli. Má ekki líta svo á, að þessi hlýðni Lúthers hafi einmitt verið sú leið, sem Guð valdi honum til að knýja fram breytingar á kirkju sinni? 3. En hvernig var þá ástandið innan kirkjunnar? Þó að til sanns vegar megi færa, að kirkjan sé ávallt breytingum undirorpin („Semper reform- anda“), eins og líf allra einstakl- inga er, þá eru vissulega tímabil og aldir í sögu hennar, þar sem þessi nauðsyn hefur verið meiri en á öðrum tímum. Þannig var ástandið einmitt á 14. og 15. öld.' Það væri þó fráleitt einungis að sjá skuggahliðar þessa tímabils. Líta má nýtt líf í hinum gömlu klausturreglum: Benediktínaregl- unni (1336), Cisterciencersregl- unni (1335), Fransizkusreglunni og Carmelítareglunni. Carthusi- anareglan hafði 1501, 191 munka- klaustur innan sinna vébanda, auk 7 klaustra fyrir konur og innan hennar ríkti sérstakur bænarandi. Þá bættust á þessum tíma við nýj- ar reglur: Cellabræður, Hieronym- itar, Minimi, Birgittusystur o.s.frv. Á 14. og 15. öld voru stofnaðir nýir háskólar í Evrópu. { Frakk- landi voru 14, á Ítalíu 20, á Spáni 13, í Englandi 2, í Skotlandi 1, í Svíþjóð 1 (Uppsalir), í Póllandi 1 og í Þýzkalandi 16. Margir höf- undar guðfræðirita og hugleiðinga komu fram, svo sem Thomas He- merken (Thomas a Kempis), sem skrifaði „Imitatio Christi". Því verður því alls ekki neitað að á þessum tíma var almenn einlæg guðrækni fyrir hendi. Ein vinsæl- asta trúarhreyfing þessa tíma var „Modern Devotion" þ.e. „Nútíma guðrækni", undir leiðsögn Geert Groote. Hvert var þá mesta mein þessa tímabils? Kannski var það ónógur undirbúningur presta. Það má með sönnu segja, að alvarlega hafi horft í menntunar- og þjálfun- armálum allra klerka. Var fólk þessa ekki meðvitað? Vissulega. Á dagskrá kirkjuþinganna í Constanz, Basel, Florence og á Latheran-þinginu var endurbót menntunar yfirmanna og með- lima. Einnig voru svipaðar álykt- anir gerðar á prestastefnum, en þær enduðu flestar sem dauður bókstafur, þar sem þar gætti nokkurrar andúðar á páfastólnum og þar sem stríð voru háð, skorti Séra Jón Habets „Þegar við spyrjum okkur sjálf, hvað kaþólska kirkjan eigi gagnrýni Lúthers helst að þakka, má svara því á þá lund, að helst séu það atriðin um misnotkun afláta, styrk- veitingar til messugjörða, ofdýrkun helgra manna, þar sem um var að ræða hindrun í lofgjörð til Guðs, einnig notkun Biblíunnar, messan skyldi haldin á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig, einnig að Biblían væri bók handa almenn- ingi.“ alvarlegan vilja meðal hinna hæst settu til að framkvæma endurbót á kirkjunni. En var það ekki ein- mitt hinn góðviljaði páfi, Adrian- us VI, sem lét lýsa yfir á Diet í Núrnberg árið 1522 af sendimanni sínum, Chieregati: „Allir vér klerkar og prelátar, sem höfum farið út af réttri braut ... vér munum gera allt sem í voru valdi stendur til að breyta til betri veg- ar.“ Má því ekki segja, að það hafi verið hjá hinum háu embættum í Róm, sem meinið lá? En það var þegar orðið of seint. Vissulega gat aðeins róttækur málsvar: og róttækur vilji komið af stað endurbótum. Hafði slík rödd ekki heyrst? Jú, í Englandi, Jan Wiclef, á 14. öld. Hann var gegn páfastólnum. Hann kom auga á hrörnandi klerkastétt, og á eignir þeirra, því vildi hann gera ríkið að yfirboðara prestastéttar- innar og kirkjunnar. Konungurinn átti að vera dómari prestastéttar- innar, hann var á móti stéttaskip- an kirkjunnar, á móti allsherjar- kirkju, hann vildi ríkiskirkju. Guðfræðilega ver hann að allt sé fyrirfram ákveðið í lífi mannsins. Það sé algjör nauðsyn fyrir Guð og fyrir hið illa. Kirkjan sé ósýni- legt samfélag manna, hverra líf sé fyrirfram ákveðið. Hann lét þýða Biblíuna á ensku. Biblían er ein- stakt trúarrit að hans mati. (De veritate S. Scripturae.) Páfinn sé ekki yfirmaður kirkj- unnar, fremur en anti-kristur. Hann hafnar fermingunni, skrift- um, sakramenti sjúkra (Extreme Unction), messunni og gjörbreyt- ingunni, sakramenti prestvígsl- unnar, aflátum, lotningu fyrir helgum mönnum og skírlífi. Eftir fordæmingu rita hans á kirkju- þinginu í Constanz varð kenning hans fyrir álitshnekki og áhrif hennar urðu að engu. Han Hus, fæddur 1369, varð prófessor við Háskólann í Prag og var kunnugur kenningum Jan Wiclef. Sem prédikari studdi hann kenningu Wiclefs að fullu, kallaði páfann anti-krist og að lokum upphófust deilur með honum og erkibiskupnum í Prag. Hann fékk þá fyrirskipun að verja kenningu sína fyrir kirkjuþinginu í Con- stanz. Hann varð við þeirri skipan. Kirkjuþingið fordæmdi 30 stað- hæfingar hans og hann sjálfan dæmdi þingið villutrúarmann. Hus svaraði því til, að hann væri sér ekki meðvitaður um villutrú og hann gæti ekki viðurkennt þann dóm, nema hann væri sannaður með ritningunni. Hann var brenndur á báli 6. júlí 1415. Hann dó rólegur og baðst fyrir, og litið var á hann sem píslarvott af fólk- inu. Nú má spyrja, hvers vegna varð Wiclef og Jan Hus ekkert ágengt, en aftur á móti Martin Lúther? Var það vegna mismunandi kenn- inga um Biblíuna eða páfann og kirkjuskipanina, eða var það vegna mismunandi kenninga um prestdóminn, leikmenn, sakra- mentin, aflátin, o.s.frv.? Að mínu áliti er rétta svarsins að leita í þeim kringumstæðum sem ríktu á tímum Lúthers svo og í persónuleika hans. Fyrst og fremst hafði Lúther sterkan bakhjarl, þar sem var Friðrik vitri af Sachsen. Þannig þurfti hann ekki að verja kenningar sínar í Róm, heldur gat gert það í Þýska- landi frammi fyrir Cajetan kard- inála, 12.—14. ágúst 1518. Einnig hafði Lúther annað tækifæri til að verja kenningar sínar í Leipzig fyrir Eck, 4,—14. júlí. Málið hafði þegar vakið heims- athylgi og umfjöllun, jafnvel kviðdómur umræðnanna. Róm verður smám saman vör við al- vöru atburðanna og í júní 1520 er Lúther refsað fyrir athæfi sitt, með því að vera settur út af sakra- mentinu, þ.e. honum er meinað að ganga til altaris. Það hlýtur að ályktast, að Lúther sýni hér eigin- leika æsingamanns. Hann not- færði sér tækifærið sem bauðst, til hins ýtrasta, og nýtti sér pólitískt sem og sálfræðilega tíðarandann, sjálfum sér til framdráttar og kenningum sínum. Hann gerði það með því að rita eftirfarandi rit: Ávarp til þýska aðalsins, Fanga Babýlonar, og Um frelsi hins kristna manns. Einnig mætti spyrja, hvort Lúther hafi notfært sér andúð sem lifði í hjörtum fólks á þessum tíma og jafnvel að hann hafi not- fært sér í eiginhagsmunaskyni þjóðræknistilfinningu þess. Hvernig sem á allt er litið öðluð- ust skrif sem þessi geysilegt fylgi og nutu mikilla vinsælda. Getum við nefnt þetta æsiskrif? 27. janúar 1521 var Lúther beð- inn að verja kenningar sínar fyrir Diet í Worms, frammi fyrir Karl V keisara. Það er ljóst, að þessi atburður eykur enn á athygli þá, sem hann hafði vakið, þrátt fyrir bannfæringuna. Enn var það Frið- rik vitri, sem bjargaði lifi hans og kom honum til Wartburg. En hvað er að segja um kenn- ingar og störf Lúthers? Almennt má segja, að við, sem kaþólsk erum, megum vera þakk- lát fyrir, að Lúther hafi knúið kaþólsku kirkjuna til umbóta. Það sem áður hafði verið óhugsandi, varð nú að nauðsyn, í og með vegna gagnrýni Lúthers og út- breiðslu kenninga hans. Afleiðing- in varð kirkjuþingið í Trent, sem tók til gagngerrar endurskoðunar kenningar kirkjunnar og vann stórvirki í endurskoðun, endurbót- um og rannsóknum á bænagjörð og ritningum, ásamt því sem tekin var til endurskoðunar og endur- bóta menntun, þjálfun og agi presta og lærifeðra, svo þeir yrðu vanda sínum vaxnir. Þegar við spyrjum okkur sjálf, hvað kaþólska kirkjan eigi gagn- rýni Lúthers helst að þakka, má svara því á þá lund, að helst sé það atriðið um misnotkun afláta, styrkveitinga til messugjörða, ofdýrkun helgra manna, þar sem um var að ræða hindrun í lofgjörð til Guðs, einnig atriðið um meira frelsi til athafna, minni forskrift- ir, meiri notkun Biblíunnar, mess- an skyldi haldin á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig, einnig að Biblían væri bók handa almenn- ingi. Þá má og nefna þátttöku safnaðarins í messunni. Það mætti jafnvel halda því fram, að áhrifin hafi verið góð eftir á að hyggja, af allri þessari gagnrýni, þrátt fyrir það, að hann nefndi kaþólsku kirkjuna Babýlon og hin óréttmæta gagnrýni á páfann hafi eigi átt við þau rök að styðjast síðan, sem þá. Við höfum a.m.k. eigi haft páfa síðan hann kom fram með gagnrýni sína, sem sið- ferðilega hefur verið lakur. Vissu- lega má þakka Lúther margt fleira, t.d. hina djúpu sannfæringu hans, að hann væri að gera vilja guðs, ef tekin er hliðsjón af hinni sönnu guðrækni hans, ákafi hans gagnvart orði guðs, bænum hans og sálmum og einnig gagnvart messunni og skriftum. Hann vildi ekki deyja, nema bæði að meðtaka skriftir og altarissakramenti. Á dánarbeði sínum kvaðst hann hafa haft I huga að skrifa gegn þeim mönnum, er hefðu andstyggð á sakramentunum. Hver virðir ekki afköst hans: 100 bindi hjá Weimar-útgáfunni, sem vissulega eru árangur trúarlegrar um- hyggju. Það væri vissulega hægt að telja upp fleiri atriði, sem sýna ágæti þessa stórbrotna manns, t.d. ritfærni hans á móðurmálinu, þýsku. Hann hlýtur að vera einn þeirra, er mest hafa mótað það. En ég býst við að ofangreint sé nógu skýrt til að hinir mótmæl- endatrúar bræður mínir væni mig ekki um að fara niðrandi orðum um Lúther. En hvaða atriði verða að reikn- ast honum til skuldar? Er það „Sola fides“-kenning hans, það er, að maðurinn réttlæt- ist fyrir trúna eina? Máske er ein- ungis um að ræða ágreining um hvernig hún er framsett. Vissi Lúther ekki, hann sem skrifaði at- hugasemdir með Galatabréfinu 5,6, „að trúin, sem er tjáð í kær- leika, er allt sem máli skiptir". Það hlýtur að hafa verið Lúther ljóst, að trú sem byggð er á skiln- ingi (intellectual) einum saman, án verka í kærleika, er ekki rétt- lætanleg. Páll postuli segir, að við megum ekki lengur vera þrælar syndarinnar, með því að vera laus- ir við lögmálið (syndarinnar), en hann krefst þess að við hlýðum boði andans, lögum guðs, lögum kærleikans (Gal. 5,13,18,23,25,). Ef við gerum það ekki, er eigi um að ræða möguleika á endurlausn fyrir manninn. (Gal. 5,19—21). Til áréttingar er ekki nauðsyn að lesa hvað Mattheus skrifar (Matth. 25,31—46) þar sem Jesús talar um kærleiksverk sem skilyrði fyrir endurlausn eða ævinleg refsing liggi við. Sama er að segja um Jakobsbréf, þar sem réttlæting á Abraham er einnig tilreiknuð því að hann hafi ætlað að fórna syni sínum. Og hvað um messuna? Má vera, að hér sé um svipaðan misskilning að ræða. Messan getur ekki verið ný fullnægjandi fórn, ef Páll hefur sagt að Jesús fórnaði sjálfum sér í eitt skipti fyrir öll: „Það gjörði hann í eitt skipti fyrir öll“ (Heb. 7,27). Hér ætti ekki að vera erfitt að skilja hvað átt er við: Fyrir okkur er fórn Jesú á krossinum „til stað- ar“ við altarið. Enginn neitar, að fórnin á krossinum var ekki nægi- leg sem fullnægjandi fórnun. Einnig neitum við því ekki, að Jes- úg vill vera næring fyrir okkur í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.