Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 Milton Friedman: Andstæðingar Thatchers eru hugmyndafræðilega gjaldþrota ÁRIÐ 1981 hafdi kreppan náð æ meiri tökum á efnahagslífi Bret- landseyja, verðbólgan jókst, svo og atvinnuleysi og sýnt var að dagar Margrétar Thatcher myndu vera taldir sem forsætisráðherra ef henni tækist ekki aö stemma stigu við vandamálunum. Talað var um kúvendingar. Frú Thatcher sagðist hins vegar hafa ekkert slíkt í hyggju, kreppan gaf sig ekki og atvinnuleysi jókst. Samt sem áður vann íhaldsflokk- urinn undir stjórn Thatchers stær- asta kosningasigur Bretlands síð- an árið 1945. En hvers vegna var sigurinn jafn stór og glæsilegur og raun bar vitni? Ein skýring hefur ver- ið nefnd, að aðgerðir Thatchers drógu úr verðbólgu. Hún var 22 prósent í árslok 1980, en er nú um 4 prósent. Þar með stóð Thatcher við gefið kosningarlof- orð. Tvær aðrar skýringar koma til. f fyrsta lagi stríð Breta og Argentínumanna um Falklands- eyjar og minnkandi vegur breska Verkamannaflokksins. í Falklandseyjamálinu sýndi Tatcher forystuhæfileika sem hrifu þjóðina með til stuðnings og hin mikla vinstri sveifla Verkamannaflokksins varð til þess að splundra stjórnarand- stöðuflokkunum fremur en að styrkja þá gegn íhaldsflokknum. Málið var í raun, að áframhald- andi stjórn íhaldsflokksins var Milton Friedman það eina raunhæfa í stöðunni hjá Bretum. Þær skýringar sem nefndar hafa verið eru góðra gjalda verð- ar og standa óhaggaðar fyrir sínu, en minna hefur farið fyrir einni skýringunni enn og víkjum til Frakklands: Um svipað leyti og Thatcher varð forsætisráð- herra Bretlands og Ronald Reag- an varð forseti Bandaríkjanna, var Mitterrand að setjast í for- Margaret Thatcher. setasætið í Frakklandi. Frakkar bjuggu þá við hið sama og Bret- ar og Bandaríkjamenn, verð- bólgu, vaxandi kreppu og at- vinnuleysi. Mitterrand beitti gerólíkum baráttuaðferðum. Mitterrand jók skatta, Thatcher dró úr þeim. Thatcher dró úr verðlagshömlum, Mitterrand herti á þeim. Thatcher aflétti hömlum á gjaldeyrisviðskiptum en Mitterrand herti reglurnar í þeim efnum. Thatcher dró úr þjóðnýtingu banka og fyrir- tækja, Mitterrand gerði hið and- stæða, auk þess sem hann beitti sér fyrir auknum ríkisafskiptum af öðrum atvinnurekstri. Thatcher reyndi að draga úr ríkisútgjöldum, að vísu árang- urslítið, en Mitterrand snarjók ríkisútgjöldin. Svona mætti áfram halda. Hefðu meðul Mitt- errands hrifið, þó ekki hefði ver- ið nema til skamms tíma, hefði stjórnarandstaðan í Bretlandi getað teflt fram raunhæfri stefnu gegn íhaldsflokknum. En meðul Frakklandsforseta reynd- ust ekki góð, verðbólga jókst, einnig atvinnuleysi og önnur kreppueinkenni. Þrjár gengis- fellingar á tveimur árum. Og til að bæta gráu ofan á svart fyrir bresku stjórnarandstöðuna, þá kúventi Mitterrand. Hann tók upp í vaxandi mæli meðul Thatchers. Þar með gat stjórn- arandstaðan ekki lengur boðið upp á eitt eða neitt, alþýða á Bretlandseyjum gerði sér grein fyrir að um auðveldar leiðir frá vandanum er ekki að ræða. í Bandaríkjunum gengur á þessu sama. Andstæðingar Reagans gagnrýna harðlega efnahagsstefnuna. En hug- myndafræðilega hafa þeir upp á ekkert betra að bjóða og þeir taka smám saman upp stefnuna sjálfir. (Þýtt og endurs. úr grein Miltons Friedmans.) 17 3,30 krónur kostar að framleiða kíló af heyi Á VEGUM Búreikningaskrifstof- unnar hefur famleiðslukostnaður á heyi verið framreiknaður. Þá er miðað við verðið eins og það hef- ur verið undanfarin ár að við- bættum hækkunum sem orðið hafa á árinu. í fyrra var þessi kostnaður áætlaður 2,00 kr. á kg af þurr- heyi komið í hlöðu. Nú er framleiðslukostnaðar- verð reiknað á kr. 3,30 á kg af fullþurru heyi komið í hlöðu. Verð á teignum er reiknað 10—15% lægra. Gódan dagirm! ÍSIANDSREISUR jþrir ÍSLENUjlGA n __ Hljóöa Töfrar og fegurö Flugleiðir gefa þér kost á að kynnast töfrum landsins og fegurð, sem þú hefur ef til vill aðeins lesið um í ferðabæklingum fyrir útlendinga og ferðahandbókum. Gististaðir eru allir mjög góðir, allt frá fyrsta flokks hótelum til fallegra tiafdstæða, - og allt þar á milli. Miðað er við að ferðalangurinn nýti sér skipulagða ferðaþjónustu á hverjum áfangastað eða nýti sér t.d. bílaleigur til að ferðast á eigin vegum. Hér er um að ræða svo að segja ótakmarkaða möguleika til að njóta sumarleyfisins á sem hagkvæmastan hátt. Sérstakt verð Sumarreisur Flugleiða eru íslandsferðir fyrir íslendinga, boðnar á sérstöku verði, sem er 30% lægra en venjuleg fargjöld, en kaupa þarf einhverja sumarreisuþjónustu á áfangastað fyrir að minnsta kosti 600 krónur fyrir hvern ferðalang, - 250 krónur fyrir börn. ísafjörður Sumarreisuþjónusta: Hótel isafjörður, sigling um Hornstrandir, sigling um Djúpið, útsýnisferð um bæinn. Sérstaklega áhugaverð 4ra daga ferð um Hornstrandir, einn fegursta stað á Vestfjörðum. Helgarferð, sem hefst á föstudegi og lýkur á mánudegi. Akureyri - Húsavík Sumarreisuþjónusta: Hótel KEA, Varðborg, Akureyri, Mývatnsferðir, Eyjafjarðarsigling, útsýnisferðir um bæinn. Hótel Húsavík, bílaleiga, sjóstangaveiðiferðir og Eldárferð, sem er sérstaklega yfirgripsmikil dagsferð frá Húsavík um Tjörnes, Ásbyrgi, Hljóðakletta og til Dettifoss. Þaðan er farið til Mývatns og aftur til Húsavíkur. Ógleymanleg náttúrufegurð i rammíslensku umhverfi. Egilsstaðir - Höfn Sumarreisuþjónusta: Hótel Valaskjálf, Gistihúsið Egilsstöðum, bílaleiga gefur kost á könnunarferðum um fegurstu staði Austfjarða og Héraðs. Jöklaferðir hf. á Hornafirði gefa nú ferðalöngum kost á sérstakri jöklaferð með lúxus snjóbíl. Þessar jöklaferðir eru afar vinsælar. Farið er á Vatnajökul í sérstaklega innréttuðum snjóbíl og ferðast þægilega um jökulinn í 3-4 klukkustundir. Þetta er útsýnisferð, sem á sér varla nokkurn líka. Reykjavík Sumarreisuþjónusta: Hótel Esja, Hótel Loftleiðir. Útsýnisferðir til Gullfoss og Geysis með Kynnisferðum, auk fjölda annarra ferða þeirra. Útsýnisferð um Reykjavík, dagsferðir og kvöldferð sem endar á Broadway. Söfn, tónleikar, leikhús, skemmtistaðir, íþróttastaðir o.m.fl. Lágmarksdvöl á áfangastað er 4 dagar en hámarksdvöl 21 dagur. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Nðnarl upplysingar fast hja söluskrlfstofum okkar, umboðs- mönnum og ferðaskrlfstofum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.