Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ1983 Aftur lágu Eyjamenn — hafa tapað báðum leikjunum gegn IBK í sumar KEFLVÍKINGAR gerðu góða ferð til Vestmannaeyja á sunnudaginn þegar þeir báru sigurorð af IBV, 2—1, í miklum rokleik. Aðstæður til knattspyrnuiökunar voru ekki kræsílegar á sunnudagskvöldið þegar leikur liðanna hófst, há- vaða rok með vindstrokurnar beljandi eftir vellinum endilöng- um og nístandi kuldi í þokkabót. Þrátt fyrir þessar afleitu aöstsað- ur er ekki annaö hægt en hrósa liðunum báðum því þau lóku ágætis knattspyrnu lengstum og reyndu að aölaga leik sinn veð- urfarínu. Keflvíkingar léku meö vindinn í bakiö í fyrri hálfleik, en samt voru Eyjamenn meira meö boltann. Þeir geröu sér far um aö halda boltan- um niöri meö stuttum sendingum og tókst þaö mjög vel. Keflvíkingar geröu meira af því aö senda langar sendingar fram á sína fljótu fram- herja, en vildu æöi oft missa bolt- ann uþþ í vindinn. Fyrsta marktækifæriö í leiknum kom á 7. mín. er Magnús Garö- arss. skaut föstu skoti að marki ÍBV en Aöalsteinn varöi vel. Tveim- ur mín. síðar komst Jóhann Georgsson í gott færi eftir góöan samleik Eyjamanna en skaut yfir. Á 12. mín. leika Eyjamenn aftur skemmtilega í gegnum vörn ÍBK, Tómas gefur vel fyrir á Kára Þor- leifsson sem var í ákjósanlegu færi en skot hans fór rétt framhjá markinu. Og svo á 18. mín. skora Keflvík- ingar. Ragnar Margeirsson lék upp hæga megin, dró að sér fjölmennt varnarliö ÍBV, gaf boltann þvert yf- ir á vinstri kantinn þar sem Freyr Sverrisson var aleinn og yfirgefinn á einskismannslandi. Freyr fékk IBV ÍBK góöan tíma til þess aö leggja bolt- ann fyrir sig og fast skot hans hafnaöi innan á hliöarnetinu. Staö- an 1—0 í hálfleik ÍBK í vil og var nú • Freyr Sverrisson skoraði ann- að marka Keflvíkinga í Eyjum. búist viö stórsókn ÍBV í síöari hálf- leik. Vissulega sóttu Eyjmenn stíft í s.h. en þeir ætluöu sér oft um of. Keflvíkingar léku s.h. af mikilli skynsemi, þökkuöu aldrei í vörnina en böröust af krafti um hvern bolta úti á vellinum og voru snöggir í skyndisóknir þegar þeir unnu bolt- ann. Hvaö eftir annaö geystust þeir fram gegn fámennri vörn ÍBV og var Óli Þór Magnússon sérlega iöinn viö aö hrella heimamenn. Eyjamenn áttu sín færi og á 70. mín. mátti Þorsteinn Bjarnason taka á honum stóra sínum þegar hann varöi þrumuskot Jóhanns Georgssonar í horn, en á 74. mín. kom hann engum vörnum við. Eftir stórsókn ÍBV fékk Kári Þorleifsson boltann í miöjum vitateignum og náöi aö renna honum af öryggi í bláhornið niöri, jafnaöi þar meö metin 1 —1. Á 77. mín sýndi svo og sannaöi Þorsteinn Bjarnason aö hann er okkar snjallasti markvörö- ur í dag. Ómar Jóhannsson komst þá einn í gegnum vörn ÍBK en Þorsteinn kom eldsnöggur út úr markinu og varöi snilldarlega. Eins og áöur getur voru Keflvík- ingar skæöir í skyndisóknum sín- um gegn veðrinu og á 80. mín. lá boltinn í netinu hjá ÍBV. Óli Þór lék þá á nokkra varnarmenn ÍBV, gaf vel fyrir markiö á Einar Ásbjörn Ólafsson, sem skoraði af öryggi og staöan oröin 2—1 fyrir ÍBK. Skömmu eftir aö markiö var skor- aö varö umdeilt atvik í vítateig Keflvíkinga þegar ekki mátti betur sjá en varnarmaöur stöövaöi bolt- ann meö höndunum þegar Tómas Pálsson var aö komast í gott færi. Magnús Theódórsson dómari sá ekkert athugavert. Var þetta í ann- aö skiptiö í leiknum sem Eyjamenn vildu fá dæmt víti á ÍBK. Þaö var svo ÍBK sem átti síðasta orðiö í leiknum. Eftir þunga sókn ÍBV voru skyndilega Keflvíkingar komnir tveir á móti einum í hraðaupphlaup á 82. mín., Björg- vin Björgvinsson komst í dauða- færi en Aöalsteinn varöi skot hans glæsilega. Rokiö lék aöalhlut- verkiö í þessum leik og ekki vert aö fjalla ítarlega um liöin, nema þá endurtaka hrósiö fyrir hvaö liöin þó léku vel miöað viö veöurfariö. Óli Þór Magnússon var besti maö- ur vallarins í þessum leik, fljótur, leikinn og hefur gott vald yfir bolt- anum. EINKUNNAGJÖFIN: ÍBV: Aöalsteinn Jóhannsson 6. Snorri Rútsson 6, Viöar Eliasson 6, Valþór Sigþórsson 6, Þóröur Hallgrímsson 6, Ómar Jóhannsson 7, Sveínn Sveinsson 6, Hlynur Stefánsson 6, Jó- hann Georgsson 6, Kári Þorleifsson 6, Tómas Pálsson 7. ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 7, Óskar Færseth 6, Rúnar Georgsson 6, Ingiberg Óskarsson 5, Kári Gunnlaugsson 6, Siguröur Björgvinsson 6, Einar Á. Ólafsson 6, Magnús Garöarsson 5, Ragnar Margeirsson 7, Óli Þór Magnússon 8, Freyr Sverrisson 6, Björgvin Björgvinsson (Vm.) 5. í stuttu máli: Hásteinsvöllur I. deild ÍBV — ÍBK 1 — 1 (0—1). Mark ÍBV: Kári Þorleifsson. Mörk ÍBK: Freyr Sverrisson og Einar Á. Ólafs- son. Gul spjöld: Óskar Færseth ÍBK. Áhorfendur: 750. Dómari: Magnús Theódórsson dæmdi yfir höf- uö ágætlega en hefur sennilega yfirsóst víta- spyrna á ÍÐK í s.h. — hkj. • Óli Þór Magnússon lók mjög vel fyrir ÍBK gegn Vestmannaey- íngum. Besti maður vallarins. Njarðvík vann Haukur Jóhannsson skoraði eina mark leiksins er Njarðvík sigraöi Reyni í Sandgeröi í <2. deildinni í knattspyrnu á sunnu- dagskvöldiö. Njarövík vann því 1:0 og er um miðja deild, en Reynismenn eru í hættu staddir, eru aðeins með fimm stig úr ell- efu leikjum. Framarar á toppinn FRAMARAR fengu tvö dýrmæt stig úr viöureign við KS á Siglu- firði um heigina. Þeir skoruöu eina mark leiksins og var það Guömundur Torfason sem þaö Páll Ólafsson maður leiksins — þegar Þróttarar unnu ísfirðinga „Við urðum að vinna þennan leik, það tókst og ég er auðvitað ánægður með bæöi stigin. Varð- andi markið þá sá óg aö Hreiöar var viðbúinn sendingu fyrir mark- ið og var ílla staösettur þannig aö óg skaut, en óg heföi alveg mátt skora fleiri miðaö við færin,“ sagði Páll Ólafsson, Þrótti, eftir aö þeir höföu sigraö ísfirðinga á sunnudaginn. Leiknum lauk með 1—0 sigri Þróttar, en sá sigur hefði getað orðið mikið stærri miöað við gang leiksins. isfirðingar léku undan rokinu í fyrri hálfleik og sóttu þeir heldur meira fyrstu mínúturnar en fljót- lega komust Þróttarar meira inní leikinn og réðu þeir gangi mála svo til alveg. Þeir spiluðu mjög vel, boltinn látinn ganga og var Páll Ólafsson þar fremstur í flokki ásamt Sverri og Ásgeir var líka sterkur sem aftasti maöur en aö mínu viti full rólegur á stundum. ísfiröingar voru mjög daufir í þess- um leik og virtist ekki mikill baráttuvilji hjá þeim en þaö er þaö sem þeir eru þekktir fyrir, aö gef- ast ekki upp þótt móti blási. Þeim gekk illa aö hemja boltann og sóknir þeirra voru alveg bitlausar, þeir reyndu varla aö skjóta og mörkin koma ekki nema reynt sé aö skora þau. Þaö voru ísfiröingar sem skor- uöu fyrsta markið og var Jón Oddsson þar á ferö. Hann tók langt innkast og boltinn fór í falleg- um sveig í fjærhorn Þróttar, — en þaö náöi enginn aö koma viö hann þannig aö úr þesu varö ekkert nema útspark. Skömmu seinna Þróttur IBI 1—0 fékk Guömundur Magnsson eina færiö sem ÍBÍ fékk í leiknum, en hann var of lengi að athafna slg, þannig aö Arnar náöi aö bjarga í horn. Eina mark leiksins geröi Páll á 38. mín. Hann fékk boltann á víta- teigshorni, lók á varnarmann og var kominn í of þrönga stööu til aö skjóta, en skaut samt og skoraöi, þetta mark skrifast á Hreiöar markvörö sem var mjög illa staö- settur. Síöari hálfleikur var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri. Þróttarar drógu sig örlítiö aftar á völlinn en án þess þó aö leggjast í vörn, en þeir lögöu meira upþ úr því aö halda fengnum hlut en bæta viö forustuna. ísfiröingar komust nokkrum sinnum upp aö vítateig hjá Þrótti en þeir sköpuöu sér aldrei nein færi og er ég ekki frá því aö langt sé síöan markvöröur hefur haft þaö eins rólegt og Guð- mundur í marki Þróttar í síðari hálfleik. Þróttur fékk ekki mikiö af færum heldur, en þeir voru þó mik- iö nær því aö skora annaö mark en ÍBI aö jafna. Kristján Jónsson átti góöan sprett upp allan kant og lauk því meö skoti en Hreiðar var í bæöi skiptin rétt á undan í boltann og bjargaöi. Sanngjarn sigur Þróttar og þeir eru nú komnir af botninum. Einkunnagjöfin: Þróttur: Guómundur Erlingsson 6. Arnar Friöriksson 6, Kristján Jónsson 7, Jóhann Hreiöarsson 6, Ársæll Kristjánsson 7, Daöi Haröarson 6, Þorvaldur Þorvaldsson 6, Páll Ólafsson 8, Sverrir Pétursson 6. Ásgeir Elías- son 7, Baldur Hannesson 6. ÍBÍ: Hreiöar Sigtryggsson 6, Ámundi Sig- mundsson 6, Rúnar Vífilsson 5, Jón Björnsson 4, Benedikt Einarsson 5, Gunnar Pétursson 4, Guömundur Magnússon 4, Jóhann Torfason 6, Kristinn Kristjánsson 4, örnólfur Oddsson 5, Jón Oddsson 5. I stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild: Þróttur —iBi 1—0(1—0) Mörkin: Páll Ólafsson (38. mfn). Gul spjöld: Páll Ólafsson, Þróttl. Dómari: Helgi Kristjánsson og dæmdi hann alveg ágætlega. Áhorfendur: 261. -SUS. gerði. Framarar voru betri aðilinr í leiknum, sóttu meira og áttu hættulegri færi. Mark Duffield var óheþpinn aö skora ekki fyrir Siglfiröinga í fyrrí hálfleik, en þá fékk hann tvö góð færi, en mistókst í bæði skiptin aö koma boltanum rétta leiö. Markvöröur KS, Ómar Guö- mundsson stóö sig mjög vel í leiknum og haföi hann talsvert mikiö aö gera. Tvívegis hirti hann boltann af tánum á sóknar- mönnum Fram, þegar þeir voru komnir einir innfyrir. Eina mark leiksins skoraöi Guö- mundur síöan í seinni hálfleik al stuttu færi eftir aö Hafþór haföi tekið aukaspyrnu og Halldór Ara- son framlengt til Guömundar. Framarar eru nú í efsta sæti deild- arinnar meö 14 stig eftir aðeins níu leiki. • Páll Ólafmon Þrótti vandar sig við að leika á örnólf Oddsson ÍBÍ on sinni viö varnarmann ísfiröinga. Páll hafði oftast betur I viöuroign MorgunblaMó/ Guójón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.