Morgunblaðið - 19.07.1983, Side 26

Morgunblaðið - 19.07.1983, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 Dagatal fylgiblaí)anna * ATJ.TAFÁ ÞRIÐJUDÖGUM* ffiROŒTA «2» AT.TTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á fóstudögum IMÉMÉlfeÉ)® ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróóleikur og skemmtun Mogganum þínum! ptorjpittirliibth Nokkur orð um nafh Jesú — eftir sr. Bjartmar Kristjánsson Ég lít á það sem kurteisisskyldu að svara vini mínum, dr. Sigur- birni Einarssyni, og endurgjalda orðsendingu í Mbl. 30. f.m. Sé mig líka tilneyddan að leiðrétta mis- sagnir og misskilning, sem þar koma fram. Enda veit ég, að við- mælandi minn mun heldur vilja „hafa það, er sannara reynist". Reyndar veit ég ekki, hvers vegna dr. Sigurbjörn er að skrifa þetta. Hvað kemur honum það við, þótt ég skjóti „stórum skotum" á „bletti í geimnum, sem ekki eru til“? Það skyldi þó aldrei vera, að þessir „blettir" séu til og eigi heima á sjálfum honum en ekki í geimnum, og því hafi hann fundið svo fyrir „skothríð" minni, að hann næstum kveinkar sér undan. Eitthvað skeikar vini mínum, er hann segir, að „annar maður" hafi vakið athygli mína á þessu. Raun- ar kemur það kjarna málsins ekk- ert við, eins og fleira í umræddri grein. En ég býst við, að hérna eigi hann við bréf Baldurs Símonar- sonar til Gísla Jónssonar, í þætt- inum um íslenzkt mál í Mbl. En svo vill nú til, að hið ágæta bréf Baldurs er nærri tveim árum yngra en smágrein, sem ég skrif- aði í Mbl. í ársbyrjun 1980, og nefndi: Nafn Jesú. Það kemur heldur ekkert mál- inu við, hve fljótur eða seinn ég var að „uppgötva lýti“ sálmabók- arinnar. Hefi kannski verið lengur að því vegna þess, að ég nota hana ekki. Líka er það til, að menn sjái það seint, er þeir sízt eiga von á. Og svo var það um þessa nafn- breytingu á Frelsaranum. Maður hefði nú haldið, að biskup á Is- landi hefði eitthvað þarfara að sýsla en að vera með slíkar kúnst- ir. Þegar biskup fylgdi sálmabók- inni úr hlaði, með fáeinum orðum, á prestastefnunni 1972, nefndi hann ekki, svo ég muni, að þar kæmi líka „ný útgáfa“ af nafni Jesú. Sálmabókinni var tekið fá- lega, að ekki sé meira sagt, og forðuðust margir að nota hana, en neyddust til þess, þegar þá eldri þraut. Það var auðvitað af hygg- indum gert að hafa ekki hátt um nafnbreytinguna. Þegjandi og hljóðalaust var henni laumað inn, í því trausti að þannig næði hún fótfestu í málinu, áður en menn áttuðu sig á því, hvað hér væri að gerast. Og jesúbreytendur þögðu enn sem fastast, enda þótt að þessu væri fundið, þar til nú, að loksins kemur hljóð úr „horni", eftir hálft fjórða ár. En eftir lest- ur greinar dr. Sigurbjarnar held ég, að þögnin hefði verið þeim bezt áfram. Dr. Sigurbjörn telur mig að gera „aðför að eigin greind“ með því að segja hefðir í sambandi við nafn Jesú tvö þúsund ára gamlar! Þá segir hann, að „grísk málfræði eigi lítið erindi í umræður um ís- lenzk nöfn“. Sjálfur eyðir hann miklu máli í tal um latneska málfræði. Skyldi hún frekar eiga erindi í þessar umræður? Grísku nefndi ég vegna þess, að hún er frummál Nýja testamentisins, og það tungumál er Jesús talaði, ásamt með arameísku. En kjarni máisins er sá, hvernig farið er með nafn Jesú í N.t. Og skemmtilegt er til þess að vita, að nafn hans hefir varðveitzt með þjóð vorri, nokk- urn veginn eins og höfundar hinn- ar helgu bókar hafa það, þeir Mattheus, Markús, Lúkas og Jó- hannes, að ógleymdum postulun- um, Pétri og Páli. Og lái mér það hver sem vill, að ég kýs heldur að fylgja þeim en dr. Sigurbirni og félögum, þótt góðir séu. Viðmælandi minn reynir að „flækja stöðuna" með því að blanda „Kristi" í málið, og er lang- orður um meðferðina á því heiti. Tínir hann til öll latnesk föll þess, áfram og afturábak, og spyr, hvort menn vilji taka þau upp aftur. En þetta er löngu afgreitt mál og kemur ekkert við umræðum um eiginnafnið Jesús. Hér er og ólíku saman og jafna. Nafnið Kristur féll vel að íslenzku beygingakerfi, og kom því af sjálfu sér, að latn- esku endingarnar vikju fyrir þeim íslenzku. I öðru lagi var latneska fallbeygingin ekki upprunaleg og að sjálfsögðu ekki höfð í N.t. Og enn vill ég gera mun á því, hvort breytingar þróast eðlilega, hvort það er „heilbrigð íslenzk mál- kennd“, sem ferðinni ræður, eða hvort einstakir menn, sem allt þykjast vita betur en aðrir, eru að Grein af meiði — eftir Björgu M. Thoroddsen Við lestur ágætrar greinar dr. Gunnlaugs Þórðarsonar í Morgun- blaðinu þann 29.6., langar mig til að spjalla dálítð við hann og koma með athugasemdir. Hvort ofdrykkja stafi af geð- veiki eða erfðagöllum eins og G.E.Þ. hefur eftir læknum, læt ég liggja milli hluta. Aðalatriðið er að fjöldi fólks hefur fengið hjálp og lækningu frá samtökum SÁA, AA, Blaá bandinu og Samhjálp. Vita þeir menn best í hverju sú hjálp er fólgin. Haft er eftir þeim mönnum út- lendu, sem hér ferðuðust um land fyrr á öldum, að Islendingar væru undarlegt fólk, þeir kynnu ekki að brosa. Kannski er áfengissjúkling- um og þeirra aðstandendum held- ur ekki hlátur í huga', og ætla ég mér ekki stað eða stund að ræða það hér. Sá kostur fámennis sem ég þekki bestan, er hjálpfýsi fólks hvert við annað ef á liggur. Ókost- ur fámennis, þar sem hver þekkir annan, er hve auðvelt er að hafa bresti og vandamál náungans sér milli tanna, þó þar séu undantekn- ingar, sem annars staðar. En satt er það, að sá sem ekkert veit, ekk- ert fréttir og aldrei spyr, kemur sem af fjöllum. Óþarfi er að hnýta í Góðtempl- araregluna, hún hefir reynt að gera sitt. Og fullyrða má að þeim verður hvergi úthýst fyrir ofdrykkju, sem eru innan hennar vébanda. Þeir hafa sjálfsagt gert upp við sig að Bakkus er ekkert lamb að leika sér við, ef hann fær yfir- höndina. Allt hefir sína sögu og kann margt að koma til. Margir lenda í ógöngum þó að með vín kunni að fara og eru Norðurlandaþjóðir þar engin und- antekning frá öðrum þjóðum. Eigum við að varpa fram spurn- Bjartmar Kristjánsson .. kjarni málsins er sá, hvernig farið er með nafn Jesú í N.t. Og skemmtilegt er til þess að vita, að nafn hans hefur varðveitzt með þjóð vorri nokkurn veg- inn eins og höfundar hinnar helgu bókar hafa það...“ ráðskast með hlutina, og það í fullkomnu heimildarleysi. Nafn Jesú verður ekki gert „ís- lenzkt“ með þeirri breytingu, sem hér um ræðir, fremur en það var íslenzkt áður. Þetta „m“, sem sneitt hefir verið af þolfallinu, breytir því ekki, að áfram verður fallbeyging þessa nafns harla óís- lenzkuleg, ekkert íslenzkulegri en hún áður var. Sérstakt ávarpsfall er að sönnu ekki í íslenzku. En Jesús hefír átt það og verið ávarpaður með því um aldaraðir, hér á landi voru: Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, Jesú minn, segir Hallgrímur Pétursson. Hvers vegna má Jesús ekki eiga sitt ávarpsfall áfram, þó að það sé ein- stakt í máli voru? Dr. Sigurbjörn segir, að það séu „engin rök fyrir því að gera undantekningu með það, þegar frelsarinn er ávarpað- ur“. Það kann rétt að vera, að „málfræðileg rök“ séu ekki fyrir því. En fleiri rök kunna að vera til, og þar á meðal „tvöþúsund ára hefð“. Einu sinni voru rök færð fyrir því, að ekki skyldi skrifa Guð með stórum staf, að þá yrði maður að hafa það eins með skrattann. ingu hér — Hvað sjá börnin fyrir sér á heimilunum? Hvað er fyrir þeim haft? Þó er það ekki alltaf sá rétti mælikvarði. Mega foreldrar yfirleitt vera að að tala við börn sín sökum vinnuálags? Eitt getum við verið sammála um, að bestu skólarnir skila góðum nemendum. Viðvíkjandi fjáröflun ti! góð- gerðarfélaga og alls kyns happ- drættis, er okkur í sjálfsvald sett hvort við styrkjum eða ekki. Margir spila til vinnings, — og hver vill ekki eignast nýjan bíl? Svo ég tali ekki um hús? Fólk ætti að vita betur um hvað það eru margir sem leggja hönd á plóginn og fá ekkert fyrir sína vinnu á þessum tímum heimtu- frekju, þegar allt er heimtað af ríki og bæ. Hvaðan ætli fólkið haldi að peningarnir séu teknir? Úr huldum fjársjóðum í jörðu, eða hvað? Nei, þeir koma einfaldlega frá því sjálfu. Það þýðir ekki að eyða meiru en aflað er, það veit hver heilvita manneskja. „Að fara vel með er á við aukatekjur," sagði einn ágætur maður um konu vinar síns. Var þetta útúrdúr eða efninu skylt? Fyrst er Rauði krossinn hér á landi var stofnaður voru það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.