Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 37 um, að vinnusemin og dugnaður- inn væru eyfirsk — enda gefur nú vart að líta myndarlegri bóndabæi en í Eyjafirði. Glaðværðin og lífs- þorstinn úr Skagafirði, honum tókst jafnan að kveikja í umhverfi sínu með meðfæddri gleði sinni og hressleika. Hann var alltaf til- búinn að henda frá sér penna og málsskjölum til þess að fara fyrir- varalaust á hestbak, í veiðitúr eða jafnvel aðeins til að heilsa upp á Bakkus, en einmitt þetta eru ein- kenni góðra Skagfirðinga. Hann skorti raunar aðeins að vera söngvinn til þess að geta algjör- lega talist slíkur. Hið húnvetnska umhverfi, sem hann fæddist og ólst upp í, efldi með honum þá ríku eðliskennd Húnvetninga að skopast að náunganum, bregða sér í gervi hans, því Páll S. lék sér að því að herma eftir fólki, þannig að sumir gátu velst um af hlátri af tilburð- um hans og talsmáta, en öðrum gat fallið það miður í geð. Þá gat hann ort tækifærisvísur því hann var góður hagyrðingur og gat ver- ið níðskældin. Hann unni ljóðlist og þeir Einar Ben. og þó sérstak- lega Grímur Thomsen voru hans menn. Menntaþrá hans mun vafa- laust líka húnvetnsk. Við vissum ekki fyllilega, hvað- an við ættum að telja þá ríku áráttu hans koma að vilja ofbjóða sjálfum sér og ætla sér ekki af, hvort heldur var til gleði, vinnu, drykkju eða ferðalaga, sem minnt gat á ofurkapp fornkappanna i Heimskringlu. Páll S. var mikill kavaler á dansgólfi. Einhvern tíma hafði ég orð á því við Pál hve gaman ég hefði af því að sjá hann þeysast um dansgólfið eins og skoppara- kringlu og sveifla konum í kring- um sig eða beita gömlum töfra- brögðum með því að lyfta öðrum fæti aftur fyrir sig með stíl. Hann hafði gaman af þessari samlíkingu enda alltaf til sprell í honum. Hann sjarmeraði konur og átti að- dáun þeirra. Ævi Páls og félagsstörf verða ekki rakin hér, það gera aðrir. Hitt má ekki gleymast, að Páll S. var mikill gæfumaður og átti af- bragðs lífsförunaut, Guðrúnu Stephensen, sem lét sér annt um hann til hinstu stundar, en hún var samt algjör andstæða hans og fyllti í eyður persónuleika hans með stillingu, hógværð og hyggju- viti. Þau eiga átta börn og er mikill ættbogi af þeim kominn og hafa þau látið að sér kveða á ýmsum sviðum, sem ekki verður rakið hér. Tveir elstu synirnir feta í fótspor hans sem lögmenn og leiklist hef- ur fengið útrás í tveimur dætra hans. Þá átti Páll fyrir hjúskap son með Kristínu Gísladóttur, sem búsettur er í Bandaríkjunum og fæst við vísindastörf vestra. Páll S. var og gæfumaður að því leyti, að hann elskaði starf sitt og gekkst upp í því og setti sig í spor umbjóðenda sinna og skjólstæð- inga — stundum eins og lög- mönnum hættir til — um of og gekk það nærri honum, er mál fór öðru vísi en hann taldi horfa. Hann sagðist telja málflutninginn sjálfan eitt það magnaðasta, sem lífið hefði upp á að bjóða og enda þótt hann að sjálfsögðu tapaði stundum máli, þá væri það honum þó alltaf huggun ef hann fyndi, að hann hefði „náð vopnum sínum við flutning máls“, eins og honum var tamt að orða það. Bardaginn var fyrir öllu. Hann gat verið harður og óvæginn andstæðingur — jafn- vel beggja handa járn og eirði engu til þess að halda velli. Maður vissi aldrei hvar maður hafði hann. Þegar eru til þjóðsögur um Pál S. allt frá því að hann var í vega- vinnu á Holtavörðuheiði með þeim Ásbergi Sigurðssyni, Magnúsi Kjartanssyni, Pétri Thorsteinsson o.fl. til furðusagna af málflutningi hans og ferðalögum. Sögur þessar verða ekki raktar hér, en sýna margbreytileika þeirrar heillandi persónu, sem Páll S. hlaut að vera hverjum manni, er skynjaði manngerðina á réttan hátt. Þegar svo bar við minnti Páll S. í virðuleika sínum á rómverskan senator á dögum Cesars og hina stundina á hrossatemjara úr Skagafirði. Fátt lýsir betur persónuleika hans en það, að honum fannst tamning hesta vera ein mest töfr- andi ögrun sem nokkur maður gæti glímt við, það að beygja vilja dýrsins að sínum. Við Páll S. höfum hist nær dag- lega í heitu pottunum í Laugardal síðustu tvo áratugi og þar sem annars staðar, er mikill söknuður að honum. Ég veit að afgreiðslu- fólkið þar mun sakna hins glettna glampa í brosi hans. Nú verður daufara við stóra matborðið á tyllidögum hjá fjöl- skyldu Páls, þegar ættarhöfðing- inn, sem leysti úr öllum vandræð- um líðandi stundar og var bak- hjarl, mun ekki framar „dósera" þar yfir borðum, en hann vildi, að hlustað væri á sig og hataði orðið „ha“. Hann vildi að menn þyrftu ekki að spyrja tvisvar. Páll S. lifir áfram í sögu þjóðar- innar og í vitund ættmenna og vina. Hann vildi lifa vandræða- laust, eins og hann orðaði það, og tókst honum það. Gunnlaugur Þórðarson. Kynni okkar Páls S. Pálssonar, hæstaréttarlögmanns hófust vorið 1966, þegar ég sem laganemi var svo heppinn að fá sumarstarf á lögmannsskrifstofu hans. Leiddi það til þess að ég réðst til hans sem fulltrúi að loknu laganámi. Þau sex ár sem ég síðan starfaði undir hans leiðsögn reyndust ung- um lögfræðingi ómetanlegt veg- arnesti. í lögmannsstörfum, þar sem oft reynir á þolrifin við lausn erfið- ustu mála fer ekki hjá því, að menn kynnist flestum hliðum hvers annars. Páll S. Pálsson var sérstaður maður og hafði sem lögmaður mikinn persónuleika til að bera. Hann var kvikur í hreyfingum og rösklegur, flutti mál sitt hátt og skýrt af miklum skörungsskap og var gæddur þeim eiginleika að tala af fágætum sannfæringar- krafti. íslenskt mál lék honum á tungu enda var honum í blóð bor- inn áhugi á landi og sögu, sem glöggt kom í ljós í lögmannsstörf- um hans einkum síðustu árin við flutning oft flókinna landa- merkjamála. Páll S. Pálsson var harðfylginn lögmaður, og rak mál þau eru hon- um voru falin af festu og einbeitni. Við mig sem nýútskrifaðan og óreyndan lögfræðing kom hann þegar fram sem jafningja og tókst með okkur traust vinátta, sem stóð þar til yfir lauk. Þar með er ekki sagt að starfið hafi ævinlega verið dans á rósum. Þurftu starfsmenn oft að ráða fram úr málum á eigin spýtur, enda taldi lögmaðurinn tímasóun að segja hlutina oftar en einu sinni. Gagnvart okkur hjónunum var Páll ávallt traustur vinur, sem studdi við bak okkar i lögmanns- störfum og áttum við margar góð- ar stundir saman. Páll var mikill hestamaður og var ekki litil ánægja þegar það kom fyrir að hann leit inn hjá okkur í Fossvogsdalnum um helg- ar og tjóðraði hross sín við bíl- skúrsdyrnar. Það er mikill sjónvarsviptir að Páli S. Pálssyni og verður íslensk lögmannsstétt stórum litminni við fráfall hans. Konu hans, Guðrúnu Stephens- en, og fjölskyldu, sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Gylfi Thorlacius. Páll S. Pálsson var bæði afburða skarpur maður og skemmtilegur, enda bæði fróður og hafði ríka frásagnargáfu, og þar við bættist að hann var líka maður iðnaðar- ins. Hann varð skrifstofustjóri Fé- lags íslenskra iðnrekenda áður en hann varð þrítugur, síðar varð hann framkvæmdastjóri þess og eftir að hann hætti störfum sem fastur starfsmaður félagsins var hann lögmaður iðnrekenda allt til dauðadags. Eitt af þeim málum iðnaðarins, sem hann barðist fyrir og leiddi til lykta, var stofnun Iðn- aðarbanka íslands hf. Því miður eru ekki margir leng- ur meðal okkar, sem þekkja þá sögu sem býr að baki stofnunar Iðnaðarbankans til hlítar, en ég held að enginn sem ekki tók bein- an þátt í þeirri baráttu geti gert sér grein fyrir öllum þeim ljónum sem sigrast þurfti á, til að leiða mætti þetta gamla hugsjónamál iðnaðarins farsællega í höfn. En það var einmitt í máli sem þessu, sem hæfileikar Páls komu best í ljós. Elja, lipurð, vinsældir, sjarmi, rökfesta, mælska, kænska, útsjónarsemi, kunnátta og eld- móður voru þau vopn sem hann beitti í þessari snerru og sigurinn varð okkar. Iðnrekendur sýndu þakklæti sitt með því að velja hann fyrstan formann bankaráðsins og því féll það í hans hlut að móta starfs- hætti bankaráðs og bankastjórnar Iðnaðarbankans fyrstu árin og það tókst með þeim hætti sem al- þjóð veit. Og lengi býr að fyrstu gerð, því í dag, 30 árum síðar, reynum við, sem nú berum ábyrgð á bankan- um, að reka hann með þær hug- sjónir að leiðarljósi, sem lágu að baki stofnunar hans. Ég veit að ég mæli ekki aðeins fyrir hönd bankaráðs og alls starfsfólks Iðnaðarbankans, held- ur og iðnaðarins alls, þegar ég votta Guðrúnu og börnunum sam- úð og ítreka enn þakklæti okkar fyrir frábært ævistarf Páls S. Pálssonar í þágu iðnaðarins og þar með þjóðarinnar allrar. Megi hugsjónir hans vísa okkur veginn til betri lífskjara á íslandi í framtíðinni. Davíð Sch. Thorsteinsson Nú þegar leiðir skilja langar mig til þess að senda Páli, vini mínum, nokkur kveðjuorð. Um lögmannsstörf hans, ætt og önnur störf munu aðrir rita. Við lukum prófi í lögfræði um svipað leyti, höfðum áður verið saman í há- skóla, en ekki kynnst verulega, og þótt við yrðum starfsbræður og hittumst sem starfandi lögmenn i dómsölum og á lögmannamótum, varð ekki um neinn sérstakan kunningsskap að ræða. I lög- mannsstafi áttum við í deilum eins og gengur og gerist og skild- um oftast sáttir að kalla. Það var ekki fyrr en á sjötta áratugnum sem sameiginlegur áhugi okkar á hestum og hesta- mennsku jók kynni okkar og leiddi til þess að við fórum að ferðast á hestum um öræfi landsins, fyrst með fleira fólki og síðar tveir ein- ir. í næstum tvo áratugi ferðuð- umst við í sumarfríum um heið- arnar milli landsfjórðunga og nut- um fjallakyrrðarinnar og fámenn- isins. í þeim ferðum komst ég að raun um hvern mann Páll hafði að geyma. Mér var áður vel kunnugt um að Páll var mikill afkastamað- ur i lögmannsstarfinu. Hánn tók daginn snemma og vann langan dag hvíldarlaust. Það var áber- andi eiginleiki, að hann gat ekki verið iðjulaus. Hann var ófeiminn við háa sem lága, átti létt með að koma fyrir sig orði og var frjór í hugsun og hafði ávallt umræðu- efni á takteinum. I hestamennsk- unni kom dugnaður hans vel í ljós. Ferðahugurinn var mikill. Ferðin sóttist því yfirleitt vel þegar hann var með, en eins gott var að vera vel ríðandi, því hann átti yfirleitt trausta og góða hesta. í hinum mörgu fjallaferðum okkar kynnt- ist ég Páli náið, og varð þá var við eiginleika sem mér fannst sýna betur hans innri mann en ég hafði gert mér ljóst í viðkynningu við hann gegnum lögfræðistörfin. Eitt var það, að hann talaði aldrei illa um nokkrun mann. Ég hreinlega furðaði mig á því að hann skyldi aldrei senda manni tóninn, þótt hann vissi að sá hinn sami hefði ekki vandaö honum kveðjurnar, svo sem lögmenn fá oft að reyna. Hann var hreinskilinn og sann- orður og reyndi aldrei að bæta málstað sinn með því að kríta lið- ugt. Sem sagt vandaður til orðs og æðis. Ég kveð hér samferðamann í orðins fyllstu merkingu, því við áttum samleið i starfi og leik í þriðjung aldar og sendi nánustu ástvinum hans samúðar- og sakn- aðarkveðjur. Guðmundur Pétusson. Við fráfall Páls S. Pálssonar leita á hugann minningar um harðduglegan, vel gefinn mann og tryggan vin. Af eigin dugnaði braust hann til mennta, gegndi ótal störfum um dagana og var við lát sitt einn a þekktustu málflutningsmönnum landsins. Páll var mikill félagshyggju- maður. Hann gekk ungur til starfa i Húnvetningafélaginu í Reykja- vík, var formaður þess um skeið og ætíð áhugasamur um framgang þess og stefnumörkun, enda bund- inn sterkum böndum heimabyggð sinni. Þar reistu þau hjónin sumarhús í landi Sauðaness og nefndu Laxabrekku. Páll var ákaflega ættrækinn og vinafastur. Ótaldar eru þær ferðir sem hann fór norður ár hvert og alls staðar var hann auðfúsugest- ur. Húnvetningafélagið í Reykjavík þakkar Páli samfylgdina og sendir Guðrúnu og ástvinum öllum djúp- ar samúðarkveðjur. H.K. Döpur í huga kveð ég Pál S. Pálsson. Ég kynntist honum fyrst sem kennara og vann síðan hjá honum um nokkurra ára skeið. Hæfileikar hans nutu sín vel hvort sem hann kenndi eða stjórnaði. Hann var ákveðinn og ósérhlífinn, gat verið hrjúfur, en mildur og gott til hans að leita þegar á þurfti að halda. Hann kunni manna best að hlusta og gefa góð ráð. Mörg sumur átti ég og fjöl- skylda mín því láni að fagna að dvelja á æskustöðvum hans, en hann og maðurinn minn voru góð- ir veiðifélagar og erum við þakklát fyrir þær ánægjustundir og gest- risni sem þar ríkti. Eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég og fjölskylda mín innileg- ar samúðarkveðjur. Ingibjörg Elíasdóttir. Nokkur kveðjuorð. Röddin hans er hljóðnuð. Það skeði svo skyndilega að það er tæpast að við sem vinnum fyrir hann höfum áttað okkur á þessu. Ég réðst sem skrifstofustúlka til Páls S. Pálssonar hrl. í nóv- ember sl. Mér var ljóst frá fyrstu kynnum hve sterkur persónuleiki Páll var. Hlýleiki og ljúfmennska voru áberandi eiginleikar í fari hans, ég fann og fljótt hversu ríkr- ar virðingar og trausts hann naut. Ég þakka af heilum hug að hafa fengið að kynnast þessum sterka persónuleika sem ég svo margt lærði af. Ljúfmennska hans og góðvild og styrkleiki hans í allri framkomu verður mér ógleyman- leg. Með þökk og virðingu mun ég ávallt minnast þessa mikilhæfa húsbónda míns. Guð blessi hann. Jóhanna Björnsdóttir Þegar unnið var að stofnun Leigjendasamtakanna fyrir rösk- um fimm árum, kom í minn hlut að hafa samband við formann Húseigendafélags Reykjavíkur, Pál S. Pálsson hrl. Allt frá þeim tíma höfum við Páll átt nokkurt SJÁ NÆSTU SÍÐU t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, KLARA GfSLADÓTTIR, frá Bfldudal, Mávahlíð 29, veröur Jarösungin fró Fossvogskirkju, þriöjudaginn 19. júli kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hennar láti öldrunarlækningadeildina Há- túni 10b njóta þess. Benjamin Jónsaon, Gísli Benjaminsson, Sigríöur Benjaminsdóttir, Inda Benjamínsdóttir, Hermína Benjamínsdóttir, Eva Benjamínsdóttir, Kristin Samsonardóttir, Óskar Guömundsson, Axel Sigurösson, Jón Baldursson, Pátur Pétursson, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, LOFTS HELGASONAR, Eskihliö 9, fer fram fimmtudaginn 21. júli kl. 13.30 frá Fríkirkjunni. Helgs Lárusdóttir, Ólafur Loftsson, Lárus Loftsson, Helgi Loftsson, Ingibjörg Loftsdóttir. + Maöurinn minn og faöir okkar, HANS ÞÓR JÓHANNSSON, Miöbraut 18, Seltjarnarnesi, sem lést 8. þ.m., veröur jarösunginn frá Dómkikjunni á morgun, miövikudaginn 20. júlí kl. 1.30. Sigurrós Baldvinsdóttir, Guörún fris Þórsdóttir, Jóhann Þórsson, Baldvin Þórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.