Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLl 1983 samstarf. Hann átti m.a. sæti í nefnd þeirri er samdi frumvarp til laga um húsaleigusamninga, en full samstaða var í nendinni um frumvarpið. Víðar kom Páll við sögu húsnæðismála. Þótt Páll S. Pálsson væri góður talsmaður þeirra er hann vann fyrir, var hann skilningsgóður á okkar mál og fyrir kom að ég leit- aði ráða hjá honum þegar leysa þurfti aðsteðjandi vanda. Hann var hollráður og sanngjarn og hafði fullan skilning á kjörum þeirra sem minna máttu sín, enda ekki fæddur með gullskeið í munni eins og stundum er sagt. Páll S. Pálsson var þægilegur í viðmóti og fjölfróður og varpaði menningarblæ yfir hvert um- hverfi. Fundir með honum voru því aldrei leiðinlegir. íslensk menning og ekki síst saga lands og þjóðar voru honum hjartans mál og léku honum á tungu. Við leiðarlok vill stjórn Leigj- endasamtakanna þakka Páli S. Pálssyni drengileg samskipti á undanförnum árum og vottar að- standendum hans samúð. Jón frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna Páll S. Pálsson hæstaréttarlög- maður er látinn, langt fyrir aldur fram, rúmlega 67 ára. Leiðir okkar Páls lágu fyrst saman nokkru fyrir heimsstyrjöld, í vegavinnu á Holtavörðuheiði. Páll hafði þá lok- ið námi í Reykholtsskóla og var við nám í Kennaraskóla íslands. Við unnum saman á Holtavörðu- heiði í fjögur sumur. Þá voru þar 50—70 menn við vegagerð á sumr- in, menn úr öllum landsfjórðung- um, á öllum aldri, sjómenn, bænd- ur, bændasynir, námsmenn og aðrir. Ungir menn voru í meiri- hluta. Páll var strax áberandi í þessum hópi, hress og röskur og skemmtilegur í viðræðum. Og hann var einn af heiðarskáldun- um. Páll lauk námi frá Kennara- skólanum 1937, og nokkru síðar hóf hann að lesa undir stúdents- próf. Hann vann fyrir sér jafn- framt náminu, með kennslu á vetrum og ýmiss konar vinnu á sumrin. Hann las undir stú- dentsprófið með Guðrúnu Steph- ensen, er síðar varð eiginkona hans og lífsförunautur. Þau tóku prófið utanskóla árið 1940. Páll hóf síðan nám í norrænum fræð- um, en hætti því nokkru síðar og lagði stund á lögfræði. Lagaprófi lauk hann 1945. Leiðir okkar lágu saman enn um stund eftir Holta- vörðuheiðarárin, bæði við sumar- störf og í tvo vetur við stunda- kennslu i Kvennaskólanum í Reykjavík. Ævistarf Páls varð mikið. Að loknu laganámi vann hann fyrir íslenska iðnrekendur margvísleg og mikilvæg störf, sem urðu mjög til eflingar iðnaði á íslandi. Um það leyti sem hann lét af þeim störfum varð hann hæstaréttar- lögmaður, og stofnaði eigin mál- flutningsskrifstofu. Hann varð síðan einn þekktasti málflutnings- maður iandsins, og málflutningur í fjölmörgum mjög mikilvægum hæstaréttarmálum féll í hans hlut. En jafnframt hlóðst á hann ótrúlegur fjöldi trúnaðarstarfa á sviði félagsmála, í menningarsam- tókum, líknarsamtökum, hags- munasamtökum, og á sviði hins opinbera. Hann var alls staðar eftirsóttur til forustu og sam- vinnu. En þessi langa og merka saga er rakin annars staðar hér í blaðinu. Þau Páll og Guðrún eignuðust átta mannvænleg börn sem öll eru á lífi. Tveir sonanna fetuðu í fótspor föður síns og hafa gerst málflutningsmenn. Að leiðarlokum rifjast upp margar ánægjustundir í návist Páls. Hann var mikill persónu- leiki, sjálfstæður í skoðunum, hafði skemmtilega kímni og skarpa hugsun. Hann var fróður maður og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann var ráðhollur og drengur góður. — Ég og fjöl- skylda mín höfum misst góðan vin. Við sendum Guðrúnu, börnun- um og öllum skyidmennum þeirra og vandamönnum einlægar sam- úðarkveðjur. ri f Er kveðja skal Pál S. Pálsson hinztu kveðju, er mér innan- brjósts eins og ég hafi misst náinn og umhyggjusaman ættingja, þótt við værum ekki skyldir. Hann er einn af þeim mönnum, sem ég er þakklátastur fyrir að hafa kynnzt á lífsleiðinni. Kynni okkar hófust sumarið 1936 við allsérstæðar aðstæður, er við vorum í vegavinnu á Holta- vörðuheiði. Þar bjuggu yfir 50 manns í tjaldborg langt frá mannabyggðum miðað við þeirra tíma samgöngur og mynduðu sitt eigið samfélag. Þarna voru bænd- ur og bændasynir úr nærsveitum, en þó fleiri lengra að komnir og margir námsmenn, sem þáðu það þakksamlega að mega strita þarna sumariangt við mold og möl og grjót til að geta átt fyrir brýnustu lífsnauðsynjum við skólanám að vetri. Helztu verkfærin voru haki, skófla, gaffall, sleggja og járnkall, en það efni í veginn, sem ekki varð borið í hann eða kastað, var flutt á hestvögnum. Það var unnið sleitu- laust og þótti öllum sjálfsagt. Þetta var ekkert sældarlíf, en hafði vissulega sínar björtu hlið- ar. Menn kunnu að meta frítímana sína. Og loftið var heilnæmt, sem ekki var þó hægt að segja um mat- inn, enda þótt menn yrðu að borga hann sjálfir í þá daga. Mér finnst, að vegavinnu á þessum tímum hafi ekki verið gerð verðug skil í bókmenntum vorum og þjóðlífs- lýsingum. Á Holtavörðuheiði bundust margir vináttuböndum, sem haldizt hafa æ síðan — urðu ævilöng. Mér hefur oft dottið í hug, að með vegavinnumönnum á Holtavörðuheiði hafi skapazt svip- uð samkennd og með þeim, sem hafa verið saman í herdeild í stríði. En víst er um það, að kynni margra á heiðinni urðu mönnum örvun til dáða á lífsbrautinni. Aldursmunur á okkur Páli var gífurlegur á þessum tíma. Hann var tvítugur, en ég varð ellefu ára um sumarið. Ég teymdi hesta og bar starfsheitið kúskur. Allt skipulag var við það miðað að menn væru alltaf að. Því mátti kúskurinn ekki slóra fremur en aðrir. Á Holtavörðuheiði hefur mér fundizt tíminn bæði vera lengst að líða og fljótast. Páli bar á engan hátt að sýna mér meiri umhyggjusemi en aðrir, en hann gerði það samt. Þarna var lagður grunnur að ævilangri vináttu, sem hefur verið mér dýrmæt og gleði- rík, og frá upphafi hennar eru heiðbjartar minningar, sem hug- urinn leitar til á skilnaðarstund. Það treysti að sjálfsögðu vin- áttuböndin, að hinir sömu menn voru sumar eftir sumar á sömu slóðum í vegavinnunni. Við lukum við veginn yfir heiðina sumarið 1939, og höfðu þá margir verið fjögur og fimm sumur saman á heiðinni. Það mun hafa ráðið nokkru og jafnvel miklu um námsferil Páls, hverjum hann kynntist í vegavinnunni. Hann lauk kennaraprófi 1937, en réðst síðan í að taka stúdentspróf utan- skóla vorið 1940. Ég heimsótti hann, er hann var að búa sig undir það próf, og þá bjó hann hjá vega- vinnufélaga okkar, þeim öndveg- ismanni Asberg Sigurðssyni/ Páll hóf síðan nám í lögfræði og stundaði kennslustörf jafnframt. Hann lauk fyrrihluta lögfræðinn- ar á tveimur árum, en reglan var sú, að hann tæki þrjú ár. Þetta átti eftir að hafa áhrif á minn námsferil. Ég innritaðist í við- skiptafræði haustið 1944, en ætl- aði síðan, er stríðinu væri lokið, að stunda nám erlendis. Þessi vetur yrði því einskonar biðtími. Páll hvatti mig þá til dáða á afdrifa- ríkan hátt. Hann taldi mig á að fara í lögfræðideildina og taka fyrri hlutann á einu ári. Hann hefði gert það á tveimur, en treysti mér til að ljúka því á einu, enda hefði hann getað það sjálfur, hefði hann einsett sér það. Ég kannaði málið, treysti Páli og lagði til atlögu við verkefnið, þótt ég þyrði ekki öðru en að halda því leyndu í lengstu lög. Um vorið í maí 1945 lukum við Páll síðan prófum hvor í sínum hluta, og með fyrstu einkunn fögnuðu báðir björtu sumri. Þetta próf mitt réð síðan úrslitum um það, að ég fékk fjögurra ára styrk til náms er- lendis, en hann var þá veittur ör- fáum á ári hverju. Áhugi, hvatning og velvilji Páls náði þarna meiri árangri en hann hafði þorað að vona, og vinátta okkar vegavinnufélaganna varð traustari og innilegri en nokkru sinni fyrr. Þessar heiðbjörtu minningar eru mér efst í huga, þegar ég kveð Pál hinztu kveðju, en þær eru þó aðeins sem leiftur af langri sögu vináttu og tryggðar á lífsins vegi. Hið dýrðlega vor, í apríl 1945, gekk Páll að eiga hina yndislegu konu sína, Guðrúnu Stephensen, sem ég þá kynntist og fannst kjör- in til að vera alla tíð við hlið vinar míns. Henni votta ég djúpa sam- úð, börnum þeirra og ástvinum öllum. Sveinn Ásgeirsson í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Páls S. Pálssonar, hæstaréttarlögmanns, er lést hinn 11. júlí sl. Páll var fæddur 29. janúar 1916 að Sauðanesi í Torfulækjarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Foreldr- ar hans voru þau Páll bóndi þar Jónsson, Jónssonar bónda á sama stað, og kona hans, Sesselja Þórð- ardóttir, bónda frá Steindyrum í Svarfaðardal, Jónssonar. Páll var því Norðlendingur að uppruna, kominn af rótgrónu bændafólki í báðar ættir. Páll ólst upp hjá foreldrum sin- um í Sauðanesi. Ekki átti það þó fyrir honum að liggja að feta í fórspor feðranna og gerast bóndi, því hugur hans stóð til mennta. Settist hann í Hérðasskólann í Reykholti og nam þar á árunum 1933 til 1935. Þá fór Páll til Reykjavíkur, þar sem hann hóf nám í Kennaraskóla íslands og lauk kennaraprófi 1937. Þegar að loknu kennaraprófi hóf Páll kennslustörf og stundaði barna- kennslu til ársins 1942, auk þess sem hann var stundakennari við Kvennaskólann í Reykjavík á ár- unum 1942 til 1952. Þrátt fyrir það að Páll þyrfti að vinna fyrir sér með kennslu var hann ákveðinn í að afla sér frekari menntunar og lauk stúdentsprófi, utanskóla, við Menntaskólann í Reykjavík 1940. Þá settist hann í Háskóla íslands, þar sem hann lagði í fyrstu stund á nám í ís- lenskum fræðum, en sneri sér fljótlega að lögfræðinni og lauk prófi úr lagadeild árið 1945. Rétt- indi til málflutnings fyrir héraðs- dómi fékk Páll 1946. Hæstarétt- arlögmaður varð Páll árið 1956. 1945 réðst Páll til Félags ís- lenskra iðnrekenda, fyrst sem skrifstofustjóri en varð síðan framkvæmdastjóri félagsins frá árinu 1947 til 1956, en þá setti hann á stofn eigin málflutn- ingsskrifstofu, sem hann rak eftir það til dauðadags. Meðan Páll starfaði hjá Félagi íslenskra iðnrekenda gegndi hann einnig ýmsum öðrum trúnaðar- störfum fyrir þá, var m.a. formað- ur bankaráðs Iðnaðarbanka Is- lands frá stofnun hans 1952 til 1957, svo og formaður Iðnaðar- málastofnunar Islands frá stofnun 1953 til 1957. Þá sat Páll einnig í ýmsum nefndum fyrir hönd iðnrekenda. Árið 1952 fór Páll til Bretlands, þar sem hann kynnti sér vinnu- löggjöf og starfsemi vinnumála- ráðuneytisins í Bretlandi á vegum Alþjóða vinnumálastofnunarinnar í Genf. Eftir að Páll gerði málflutning að aðalstarfi sínu aflaði hann sér skjótt trausts fjölda viðskiptavina og varð brátt einn af þekktustu lögmönnum landsins. Hann tók ætíð mikinn þátt í félagsstörfum á vegum stéttar sinnar og sat m.a. í stjórn Lögmannafélags íslands 1970 til 1971 og var formaður fé- lagsins árið 1973 til 1976. Þá var Páll einnig formaður íslandsdeild- ar The World Peace Through Law Center frá nóvember 1974. Af öðrum störfum Páls sem lögmanns og sem dæmi um það traust, er hann naut sem slíkur, má nefna að hann var settur sak- sóknari ríkisins í nokkrum málum fyrir Hæstarétti 1961 og skipaður dómari í félagsdómi eftir tilnefn- ingu VSÍ 1978. Þá var Páll einnig skipaður formaður Kjaranefndar ríkisins 1963 og gegndi því starfi til ársins 1975. Ýmsum félagsmálum sinnti Páll, sem á einn eða annan hátt tengdust áhugamálum hans og starfi hans sem lögmanns. Hann var framkvæmdastjóri Fasteigna- eigendafélags Reykjavíkur 1946 til 1948 og formaður Húseigendafé- lags Reykjavíkur 1958 til 1967 og aftur frá 1978 þar til hann lést. Formaður Hús- og landeigenda- sambands íslands frá stofnun þess 1962, svo og formaður Hús- og landeigendasambands Norður- landa, árið 1969 til 1973. Á árinu 1978 var Páll skipaður í nefnd til þess að semja frumvarp til laga um réttindi og skyldur leigusala og leigutaka húsnæðis. Ýmsum öðrum félagsstörfum gegndi Páll. Var hann m.a. for- maður Ungm.fél. Rvíkur 1942, Stúdentaráðs 1943—44, Stúdenta- félags Rvíkur, 1947, Barnavinafé- lagsins Sumargjafar 1957 til 1962 og meðstjórnandi í Rauða kross- deild Reykjavíkur frá árinu 1975. Páll sinnti nokkuð ritstörfum. Samdi m.a. kennslubók í félags- fræði, Islenska þjóðfélagið, sem út komti Reykjavík 1955 og 1957, var meðritstjóri að Iðnaðarritinu á ár- unum 1946 til 1949, auk þess sem greinar birtust eftir hann bæði í innlendum og erlendum tímarit- um. Páll var sæmdur riddarakrossi hinnar islensku fálkaorðu 1. jan. 1976. Árið 1945 kvæntist Páll eftirlif- andi konu sinni, Guðrúnu Stef- ánsdóttur Stephensen, en faðir hennar var trésmiður, er lengi bjó í Winnipeg í Kanada og móðir hennar, síðari konar Stefáns, Friðný Gunnlaugsdóttir Stephen- sen. Þeim Páli og Guðrúnu varð átta barna auðið og eru þau öll á lífi, Stefán, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, Sesselja, búsett í Bandaríkjunum, á þar og rekur veitingastað í New York, Páll Arnór, hæstaréttarlögmaður í Reykjvík, Signý, leikhússtjóri á Akureyri, Þórunn, kennari í Reykjavík, Sigþrúður, vinnur að myndlist í Reykjavík, Anna Heiða, stundar verslunarstörf í Reykja- vík og ívar, sem stundar nám í viðskiptafræðum við Háskóla ís- lands. Áður en Páll kvæntist eign- aðist hann einn son, Gísla Hlöð- ver, sem búsettur er í Bandaríkj- unum, doktor í stjörnufræði og prófessor við Michigan University. Af því sem hér að framan er rakið má sjá, að Páll var alla tíð mikill dugnaðar- og atorkumaður og áhugasamur um margvísleg fé- lagsmál. Kynni mín af Páli hófust ekki fyrr en hann var orðinn þekktur lögmaður, er ég réðst sem fulltrúi á málflutningsskrifstofu hans árið 1964, þá nýkominn frá prófborði. Minnist ég þess, að það var með nokkrum kvíða, að ég hóf störf þar því mér hafði verið sagt, að Páll væri harður í horn að taka og óvæginn við fulltrúa sína. Kvíði minn reyndist þó með öllu ástæðu- laus. Páll reyndist mér hinn besti húsbóndi, þægilegur og hjálsamur kennari, sem studdi mig dyggilega fyrstu sporin í starfi mínu sem lögmaður. Er tíminn leið kynntist ég betur hver mannkostamaður Páll var og hefur það verið mér mikils virði að hafa kynnst honum og notið vináttu hans. Páll var margþættur persónu- leiki, glaðbeittur og upplitsdjarfur og gekk að hverju verki af einurð og dugnaði. Var hann mikill af- kastamaður, enda eftirsóttur sem traustur og virtur lögmaður. En þótt ég minnist Páls sem hús- bónda og kollega, minnist ég hans miklu fremur sem góðs vinar um margra ára skeið. Ég minnist laxveiðimannsins og ótal ánægju- legra samverustunda við laxá á Ásum, ég minnist hestamannsins, þeysandi á Blesa sínum upp um heiðar á björtu vorkvöldi, ég minnist hagyrðingsins, sem gat sett fram skemmtilega og oft beinskeytta vísu, við nánast hvaða tækifæri sem var, ég minnist ferðafélagans úr ótal ferðum inn- anlands og utan, en við hjónin átt- um þess kost að ferðast með Páli og Guðrúnu þó nokkrum sinnum til útlanda og eigum við margar ánægjulegar minningar úr þeim ferðum. Eg minnist gestgjafans, en Páll var höfðingi heim að sækja og naut þar dyggs stuðnings eig- inkonu sinnar. Var alltaf jafn notalegt að koma í Steinnes, eða eins og það heitir nú, Skildinganes 28, þar sem Páll bjó með fjöl- skyldu sinni og er heimilið með miklum myndarbrag. Auk þess að vera ágætur hag- yrðingur var Páll víðlesinn og fróður og hafði á hraðbergi ljóð góðskálda okkar. Oft var það á gleðistund að Páll fór með vísu eða sagði frá einhverju áhuga- verðu efni, sem hann var að lesa þá stundina. En Páli lét ákaflega vel að segja frá, hann var mælskur vel og átti auðvelt með að setja mál sitt fram á einfaldan og skýr- an hátt. Naut hann þess bæði í starfi sínu sem málflytjandi og ekki síður við ýmis tækifæri sem hnyttinn og skemmtilegur ræðu- maður. Þegar ég nú minnist fóstra míns, eins og ég kallaði Pál gjarna, minnist ég þess að oftar en ekki var hann með bros á vör, kát- ur og hress, og síðasta sinn er ég sá hann, kom hann kvikur í spori út úr húsi Hæstaréttar þar sem hann hafði á löngum iögmanns- ferli marga hildi háð. Var þetta fáum dögum áður en Páll veiktist þannig að til dauða dró. Var hann að sjá fullfrískur og hressilegur, þar sem hann sagði mér frá nýlok- inni ferð til Bandaríkjanna, sem hann hafði farið með eiginkonu sinni í hópi allmargra lögmanna. Var fastmælum bundið að við hjónin heimsæktum þau Pál og Guðrúnu fljótlega til þess að heyra ferðasöguna. Grunaði mig síst, að þetta yrði síðasta sinn, sem ég sæi Pál. Að leiðarlokum kveð ég fóstra minn með söknuð í huga. Við Esther sendum Guðrúnu og börnunum hugheilar samúðar- kveðjur í fullvissu þess, að minn- ingin um góðan dreng lifir. Þorsteinn Júlíusson Kveðja frá Lögmannafélagi íslands Skammt er nú stórra högga í milli hjá íslenskri lögmannastétt. Nýlega er látinn Jón E. Ragnars- son, hæstaréttarlögmaður, sem mjög lét hagsmunamál lögmanna til sín taka, og mánudaginn 11. júlí sl. andaðist Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður, eftir til- tölulega stutta en stranga sjúk- dómslegu. Páll heitinn hafði um langt ára- bil ótvírætt verið í forystusveit ís- lenskra lögmanna, jafnt i hinu daglega starfi sem afskiptum af félagsmálum stéttarinnar. Páll átti sæti í stjórn Lögmannafélags Islands 1970—1971 og formaður félagsins var hann 1973—1976. Eru þá ótalin fjölmörg tilfallandi verkefni, sem Páll vann fyrir fé- lagið, og of langt mál yrði að telja upp hér. Framlag Páls til félagsmála lögmanna var mikið og fórnfúst, enda maðurinn með afbrigðum stéttvís og ávallt vakandi fyrir hagsmunamálum og virðingu lög- mannastéttarinnar. Mér hefur verið tjáð að Páll hafi, er hann hóf lögmannstörf fyrir u.þ.b. þremur áratugum, strax orðið virkur þátt- takandi í starfsemi Lögmannafé- lagsins og látið þá þegar verulega til sín taka á fundum hjá félaginu. Þessi áhugi á starfsemi félagsins hélst óskertur fram til æviloka og ekki munu þeir margir félagsfund- irnir, sem Páll lét fram hjá sér fara. Á félagsfundum, og raunar annars staðar á opinberum vett- vangi, naut Páll sín ákaflega vel og verður mörgum minnisstæður, enda hraðmælskur, hnyttinn og orðheppinn í besta lagi. Sannar- lega maður hins talandi orðs og hins skrifaða reyndar líka ef því var að skipta. Þessir eiginleikar komu Páli og vel í umfangsmikl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.