Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLl 1983 45 —r VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS tXM U-LAJTTf^-iia'U If Gjaldskrá fyrir barnapössun og dvöl á Valhöll Elín Birna Árnadóttir, Garða- bæ, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn um barnapössun á kvöldin. Mér þætti vænt um, ef einhver gæti veitt mér og fleirum upplýs- ingar um það, hvort ekki sé til einhver taxti eða gjaldskrá yfir laun, sem greiða skal fyrir barnapössun í heimahúsi á kvöldin, þ.e. tímakaup. Þessir hringdu . . . Og svo var það annað sem mig langaði að koma á fram- færi. Síðastliðið sumar fórum við hjónin ásamt vinafólki okkar til Þingvalla og gistum á sérstöku sumartilboði í Hótel Valhöll. Dvöldum við þar í einn sólarhring í besta yfirlæti gegn vægu gjaldi. Kostaði það um 390 kr. fyrir manninn, fyrir herbergi og kvöldverð ásamt morgunverði og hádegisverði daginn eftir. Þessi dvöl varð okkur ógleymanleg og langar mig til að koma á framfæri þökkum til þeirra sem ráku staðinn síðastliðið sumar fyrir glaðlegar og þægilegar móttök- ur og þjónustu. Mér finnst það afar vel til fundið að nýta „dauða tíma“ á veitingastöðum á þennan hátt, t.d. í miðri viku, og gefa fólki kost á að nýta að- stöðuna fyrir hóflegt verð. Skó- smið- urinn Arinbjörn G. Guðnason, Köldu- kinn, Hafnarfirði, skrifar: „Velvakandi! Einn góðviðrisdag er ég var nýbúinn að vera hjá hinu lands- þekkta góðmenni Kristjáni Sveinssyni, fór ég héðan úr Köldukinn niður í apótek með lyfseðil upp á augndropa, sem var fljótt afgreitt. Síðan fór ég alla leið inn á Reykjavíkurveg til að hitta skósmiðinn, sem starfar hér í Hafnarfirði. Er ég kom til hans var ég útkeyrður; heilsaði þess- um elskulega manni, sem tók mér eins og ég væri faðir hans. Sagðist ég vera að leka niður eftir alla þessa göngu til að fá gert við skóna mína. „Má ég setjast hér í einn vinnustólinn?“ spurði ég. „Nei, komdu, vinur,“ segir hann og fer með mig fram, þar sem voru tveir stólar, annar fyrir mig, hinn fyrir konu mína, því að hún var með mér. Og viti menn: Eftir smástund kemur hann með tvær könnur með kaffi í og mola í plastkrús og segir: „Gerið þið svo vel.“ Þvílikur blessaður maður. Ég vil ráðleggja öllum nær og fjær að fara til þessa manns, ef þeir þurfa að fá gert við skó sína. Blessun fylgir honum." SkrifiÖ eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilislong verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Culture Club. Hinn „frábæri og óviðjafnanlegi" söngvari, Boy George, lengst til vinstri. Okkar heitasta ósk Sæunn Sylvía Magnúsdóttir og Karen Linda Kinchin skrifa: „Kæri Velvak- andi. Okkur langar til að koma þeirri óska á framfæri, að hljómsveitin Cult- ure Club verði feng- in hingað á Lista- hátíð ’84. Þess hefur verið óskað bæði í Mbl., DV og fleiri blöðum, að hljóm- sveitin kæmi og nú tökum við undir það. Hugsið ykkur vel um, áður en þið veljið hljómsveit, t.d. Kiss. Það mundi allt verða vitlaust í Höllinni, af því að þeir gleypa eld, og það mundi aldrei ganga. Þeir sem eru sammála okkur ættu að láta í sér heyra, því að það er okkar heitasta ósk að fá að sjá hinn frábæra og óvið- jafnanlega söngv- ara, Boy George. Sleppum ekki tæki- færinu, ef það gefst. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una.“ „Sótt sem fæst ei læknuð enn4< „Sunnlendingur" sendir okkur eftirfarandi tilskrif: „Velvakandi! í Aratungu í Árnessýslu var í síðasta mánuði haldið upp á fimmtugsafmæli Gunnlaugs Skúlasonar dýralæknis, nánar tiltekið 10. júní. Um 300 manns sátu veisluna, þar sem gnægð var matar og guðaveiga. Meðal gesta var Grímur Ögmundsson, bóndi á Syðri-Reykjum, og flutti hann afmælisbarninu eftirfar- andi brag, sem gerður var góður rómur að: Jafnt um fjár- og hestahú.s hverfa maur ojj færilús, komi hann í kofann. Býsn eni ei |x>tt bestu menn og ba nda skepnur lofi hann. Helti, sl^æl o« hrossasótt hefur hann bætt svo vel og fljótt að tali engu tekur. Miltisbrand og bráðafár burt úr sveitum hrekur. Hans er sífellt lækning lík, langhunda og póli-tík sviptir hann ótugt allri, því gæddur er hann Gunnlaugur gáfu einkar snjallri. Hrópum þrefalt húrra nú hann, sem læknar svín og kú, hunda, ketti og klára, fagnar því nú að hann er orðinn Hmmtíu ára. IJpp við fjöll og út við sjá elska hann dýrin stór og smá með afli allra tauga, heilsugóð ef hafa þau hitt hann doktor Lauga. Pínir þó sauði og suma menn sótt, sem fæst ei læknuð enn, þótt læknar brögðum beiti. Fréttir herma að fárið það Framsóknarveiki heiti. Hefjum nú upp heillaskál, hyllum hann af lífi og sál, sem heldur heilsu í skepnum, og búfénaði bjargar í BLskupstungnahreppnum." \ 1LÖGUN af léttvíni ogþú sparar minnst 1.800 kr. ÁMAN ÁRMÚLA 21 J Skotið í mark Eininga- og veggskápakynning okkar hefur hitt þráöbeint í mark vegna þess aö viö bjóöum þér mesta úrvaliö, bestu kjörin auk 3ja ára ábyrgöar á smíöi. |Best er þegar báðir hagnastj ;; HÍS6A6NAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 Handunnar Olíukolur í steinleir. VERÐ AÐEINS KR. 148.- & 245,- Höfðabakka 9, Reykjavík. S. 85411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.