Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 40
BILLINN BILASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEQ 4 KÓRAVOGI Allt fyrir gluggann ■*“--1— .—Rr*--------| Siðumúla 22 Sími 31870 Keflavik Sími 2061 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 Talið er að hvítingsfuglarnir (albínóarnir) í Arnesi séu þeir einu sem sést hafa i fslandi. Hvítu æðarfuglarn- ir koma ekki aftur „ÉG HELD jafnvel að eitthvað hafi orðið fuglunum að fjörtjóni, því ég hef ekkert séð til þeirra síð- an í október," sagði Benedikt Val- geirsson, bóndi í Árnesi á Strönd- um, þegar Mbl. spurði hann í gær um hvítu æðarfuglana, sem hann fann í júní í fyrra í Árneseyju. Benedikt sagði að hann hefði fundið nokkra æðarunga í hreiðri í Árneseyju í fyrra og hefðu tveir þeirra verið alhvítir, en hinir höfðu eðlilegan litar- hátt. Benedikt tók fuglana með sér heim og fóstruðu börnin á bænum þá fram á vetur. Fugl- arnir voru að sögn Benedikts mjög spakir, en yfirgáfu þó bæ- inn í október og héldu til sjávar. Benedikt taldi að æðarfuglar snéru oft til baka á þær slóðir, þar sem þeir skriðu úr eggjum, en hann kvaðst ekki hafa orðið var við hvítingjana aftur, og hélt jafnvel að eitthvert dýr gæti hafa orðið þeim að fjörtjóni, þar sem þeir voru mjög spakir og óhræddir. í nýútkomnu tölublaði land- búnaðarritsins Freys, sagði Árni G. Pétursson, hlunnindaráðu- nautur Búnaðarfélagsins, að enginn núlifandi íslendingur, sem hann þekkti til, hafi áður séð hvíta æðarunga. Unnið að slökkvistörfum í þurrkklefa, en þar er eldurinn talinn hafa komið upp. Morgunbladid/Gudjón íslenskt lambakjöt: Norðmenn selja ekki til Arabalanda Osló, 18. júlí. Frá fréttaritara MorgunblaAsins, MARKAÐSSTJÓRI Norges, Inge Borgrud, neitar því að Norðmenn hafi gert samning við Arabalöndin um að sclja þangað íslenskt lambakjöt. „Það hlýtur að vera byggjast á röngum orðrómi á íslandi að við höfum gert einhvern slíkan samn- ing um lambakjötið, sem við kaup- um frá íslandi. Ennþá hefur ekki verið ákveðið hvert kjötið, sem við flytjum inn frá Islandi, verður sent en að öllum líkindum sendum við kjötið til Sovétríkjanna eða ann- arra Austur-Evrópuríkja," sagði Borgrud. Borgrud undirstrikaði að þær slátrunaraðferðir sem beitt er í Arabalöndunum, að skera lömbin lífandi á háls, geri það nokkurn Eldur í Rörsteypunni í Kópavogi: Þetta er ljóta áfallið segir Ólafur Björnsson, einn eigenda Rörsteypunnar KCkootr.S„hi5“S„a „ÞETTA er Ijóta áfallið. Það hefur greinilega kviknað í út frá rafmagni í þurrkklefanum og hann er væntan- lega ónýtur. Um aðrar skemmdir er erfitt að segja en ég hugsa að flest tæki í vélasainum séu lítt eða óskemmd. Hér hafa að undanförnu unnið 18 til 20 manns og það er mjög tilfinnanlegt fyrir okkur ef vinna leggst niður í einhvern tíma því við höfum ekki haft undan að fram)eiða,“ sagði Ólafur Björnsson, einn eigenda Rörsteypunnar í Kópa- vogi, en húsnæði hennar skemmdist talsvert í eldsvoða í gærkvöldi. Tilkynnt var um eldinn til lög- reglunnar í Kópavogi kl. 21.55 í gærkveldi og hafði lögreglan sam- band við slökkviliðið í Reykjavík sem fór á staðinn með fimm bíla, þar af fjóra með vatni. Mikill eld- ur var í þurrkklefanum þegar komið var á staðinn, en að sögn slökkviliðsins gekk slökkvistarf vel og var lokið skömmu fyrir klukkan tólf. Þurrkklefin brann, en einnig varð að rjúfa gat á þak vélasalar, þar sem þar hafði myndast mikill hiti. Einangrun í lðfti bráðnaði og styrktarbitar í þaki brunnu, en að öðru leyti tókst að verja vélasalinn og vélarnar í honum fyrir eldinum. Skortur á vatni var helsta vandamál við slökkvistarfið og var fenginn vatnsbíll af Reykjavíkurflugvelli og einnig einn vatnsbíll frá Hafn- arfirði til viðbótar tækjum Reykjavíkurslökkviliðsins. Vakt var við brunastaðinn í nótt. Ólafur sagði ennfremur, að sjálfvirkur rofi í þurrkklefanum þeir síðan alla nótina. Væri með því verið að þurrka milliveggja- plötur. Hefði þetta kerfi gengið með ágætum í um hálft ár. A þess- um tíma væru engir starfsmenn í Rörsteypunni og því virtist sem eldurinn hefði náð að magnast áður en hans varð vart. Ef svo væri, að tækin í vélasalnum væru óskemmd, stöðvaðist eingöngu þurrkun milliveggjahellnanna en önnur framleiðsla gæti haldið áfram. Þá gæti verið að einangrun í lofti aðalhússins væri skemmd. Jan Krik Lauré. veginn ómögulegt að eiga við þau viðskipti um söiu á lambakjöti. Noregur hafi ekki gert neinn samn- ing um sölu á kjöti við þessi lönd, hvorki íslensku kjöti né norsku. Olíubáru bfl- ana til að komast yfir Mýrdalssand FJÖLMARGIR urðu ad hverfa frá Mýrdalssandi á sunnudaginn vegna sandfoks, þ.á m. fólk, sem hugðist sækja að Prestbakka og Kirkjubæjarklaustri 200 ára minn- ingarhátíð Eldmessunnar. Aörir létu þó ekki sandfokið aftra sér og þannig fóru m.a. séra Sváfnir Sveinbjarnarson, prestur á Breiða- bólstað, og séra Gísli Jónsson í Vík á olíubornum bifreiðum yfir sandinn í fylgd lögreglubifreiöar. Séra Sváfnir sagði í samtali við Mbl. að til þess að bílarnir skemmdust sem minnst, hefðu þeir borið olíu á þá hlið þeirra, sem sneri í vindinn. Settist sandurinn í olíuna og myndaði hlíf gegn sandblæstrinum, og sagði séra Sváfnir að þetta hefði dugað svo vel, að bílarnir hefðu ekkert skemmzt. Hins vegar voru bílarnir óvarðir í bakaleiðinni á þeirri hlið, sem þá var áveðurs og sagði séra Sváfnir að í þeirri ferð hefði bifreið hans skemmst lítillega fyrir neðan hurðarlista. Sjá frétt á bls. 5 af 200 ára minningarhátíð Eldmcssunnar. Kolabrennsla hafín hjá Sementsverksmiðjunni: Leiðir fljótlega til 13% lægra verðs — og allt að 20% lægra sementsverðs ef verðmunur á kolum og svartolíu helst Akranes, 18. júlí. f GÆR hóf sementsverksmiðjan að nota kol í stað svartolíu við brennslu sements. Fyrir breytinguna var kostnaður verksmiðjunnar við svartolíu- brennslu um 8,2 milljónir króna á mánuði, en áætlaður kostnaður við kolabrennslu er um 3,4 milljónir króna á mánuði. Mismunurinn er um 4,8 milljónir á mánuði eða um 55 milljónir á ári. Rétt er að benda á að fyrstu árin eru árlegar afborganir og vextir af framkvæmdalánum um 20—25 milljónir króna. Þessi breyting mun fljótlega leiða til 12—13% lægra sem- entsverðs en það annars hefði orðið með áframhaldandi notkun svartolíu og síðar mun þessi breyting hafa í för með sér allt að 20% lægra sementsverð, ef verömunur kola og svartolíu helst svipaður og hann er í dag eins og flest bendir til. Skiptingin frá svartolíu- brennslu yfir í kolabrennslu gekk einstaklega vel. Fyrirhugað var að nota kol og svartolíu samhliða a.m.k. fyrstu tvo sólarhringana, en eftir örfáar klukkustundir voru eingöngu notuð kol við brennsl- una. Danskir sérfræðingar, sem stjórna skiptingunni og hafa unn- ið við slíkt um víða veröld, sögðu það einstakt að ekki þyrfti að laga einn einasta hlut í sambandi við uppsetningu búnaðar og bæri það viðkomandi iðnaðarmönnum og stjórnendum þeirra frábært vitni. Það var snemma árs 1980 sem sementsverksmiðja ríkisins hóf fyrir alvöru að reyna að afla sér heimildar til að mega nota kol í stað svartolíu við brennslu sem- ents. f október 1981 gaf heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið út starfsleyfi til verksmiðjunnar, þar sem gert var ráð fyrir kola- brennslu og í janúar 1982 sam- þykkti bæjarstjórn Akraness fyrir sitt leyti kolabrennslu hjá verksmiðjunni. Byggingarfram- kvæmdir hófust vorið 1982 og hafa starfsmenn verksmiðjunnar ásamt verktökum á Akranesi, í Borgarnesi og í Reykjavík annast það. Mestur hluti tækjabúnaðar er keyptur frá F.L. Smith í Kaup- mannahöfn. Framkvæmdir hafa því í allt tekið 15 mánuði og heild- arkostnaður á verðlagi í dag 45 milljónir króna. Norræni iðn- þróunarsjóðurinn hefur veitt lán fyrir helmingi kostnaðar. Að öðru leyti eru framkvæmdir fjármagn- aðar með lánum frá F.L. Smith og á lánsfjárlögum tveggja síðustu ára. Sementsverksmiðjan viðhafði útboð í ríkum mæli við þessar framkvæmdir auk þess sem kolin sjálf og flutningur þeirra voru boðin út. Samið var við Shell í London um kaup á amerískum kolum, sem afhent eru f Amster- dam og flutt þaðan til Grundar- tanga með skipum Eimskipafélags Islands. jq

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.