Morgunblaðið - 21.07.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.07.1983, Qupperneq 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 163. tbl. 70. árg. _______________FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Þingið samþykk- ir kúgunarlögin Varsjá, 20. júlí. AP. PÓLSKA þingið samþykkti kúg- unarlögin í dag og heimilaði her- Óhöpp í kjarnorku- knúnum skipum Washington, 20. júlí. AP. Kjarnorkuknúin skip úr sjó- herjum Bandaríkjanna, Bret- lands og Sovétríkjanna hafa lent í 37 óhöppum á undanförn- um árum og stundum hefur mikil geislavirkni hlotist af, samkvæmt skýrslu sem birt var í dag. Skýrsluna skrifaði David E. Kaplan, er starfar hjá stofnun í San Francisco er kennir sig við rannsóknarfrétta- mennsku, og í henni er því haldið fram að ýmsar hættur fylgi kjarnorkuknúnum herskipum. Segir í skýrslunni að svo mikil útgeislun sé í fyrsta kjarnorkuknúna kafbát bandaríska sjóhersins, Nautil- us, að almenningur fái ekki aðgang að nema hluta skips- ins eftir að því verður breytt í safngrip. f skýrslunni segir að kjarn- orkuknúin skip bandaríska sjóhersins fleygi jafnan í haf- ið mjög geislavirkum síum þó það stangist á við reglur hers- ins. Segir einnig að í 13 tilvik- um hafi geislavirk efni verið losuð í sjó af slysni nærri ströndu. Vænta má viðbragða af hálfu sjóhersins við þessum fullyrðingum, en í skýrslunni eru bornar brigður á fyrri yfirlýsingar hersins um að aldrei hafi verið losuð geisla- virk efni er gætu haft áhrif á umhverfi eða fólk. stjórninni aö stjórna með tilskipun- um, daginn áður en búist var við að þingið aflétti herlögum og veitti póli- tískum föngum náðun með ströng- um skilyrðum. Samkvæmt kúgunarlögunum getur stjórnin lýst neyðarástandi án þess að leita ásjár þingsins og skilyrði, sem sett eru fyrir náðun allt að 1.200 pólitískra fanga, geta þýtt fyrirvaralausa fangelsun þeirra af litlu tilefni. Sjónvarpað verður beint frá þingfundi á morgun, fimmtudag, og getur pólska þjóðin því fylgst með þegar samþykkt verður að af- nema herlögin og náða pólitíska fanga. Leiðtogar Samstöðu og andófsmenn verða ekki náðaðir í tilefni þjóðhátíðardagsins, að sögn heimilda. Þegar atkvæði voru greidd um kúgunarlögin voru aðeins 370 af 450 þingmönnum viðstaddir. Einn greiddi atkvæði á móti kúgunar- lögunum og annar sat hjá, en 368 greiddu þeim atkvæði sitt. rMHn x Sovézkt herskip veitir skipi grænfriðunga, Rainbow Warrior, eftirför á flótta grænfriðunga út úr sovézkri lögsögu í Beringssundi eftir að félagar úr samtökunum höfðu stigið á land á Tjúkta-skaga til að fylgjast með meintura brotum Rússa á samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Símamynd AP. Ekkert heyrðist frá ræn- ingjunum Rómaborg, 20. júlí. AP. RÆNINGJAR 15 ára gamallar dótt- ur starfsmanns Páfagarðs hétu enn einu sinni að ráða stúlkuna af dög- um ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra um að tilræðismaður páfa, Ali Agca, yrði látinn laus fyrir miðnætti, klukkan 22 að íslenzkum tíma, en ekkert hafði heyrzt frá ræningjunum þegar Mbl. fór í prentun. Agca situr í lífstíðarfangelsi á Ítalíu fyrir tilræðið við páfa, en einnig stendur yfir rannsókn á meintum áformum hans um að ráða Lech Walesa, leiðtoga óháðu verkalýðsfélaganna í Póllandi, af dögum. Hann myrti einnig tyrkneskan blaðamann 1979. Jóhannes Páll páfi hvatti lands- menn til að biðja fyrir stúlkunni, Emanuelu Orlandi, og í nótt kváð- ust foreldrar hennar enn vongóðir um að styrkur bænarinnar mætti verða til að dóttur þeirra yrði hlíft. Reagan segir friðarboð sandinista vera í'ákvætt Washington, 20. júlí. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að tillögur her- stjórnarinnar í Nicaragua um lausn á ófriði í Mið-Ameríku væru jákvæðar, en í sameiginlegri yfirlýsingu Hvíta hússins og utanríkisráðuneytisins í Washington var sagt að tillögunum væri verulega ábótavant. Blaðafulltrúi Hvíta hússins sagði að í tillögunum væri tilraun gerð til að setja stjórn sandinista á sama stall og hæfði lýðræðislega kjörinni stjórn og í þeim væri hvergi drepið á hervæðingu Nicar- agua. { tillögunum voru aðilar þeir, sem hlut eiga að máli, hvattir til að leggja niður vopn og einnig var hvatt til þess að Nicaragua og Honduras semdu með sér friðar- sáttmála. Um sama leyti og tillögur þess- ar voru birtar ákvað Bandaríkja- stjórn að senda átta skipa flota- deild til Mið-Ameríku til þess að leggja áherzlu á stuðning Banda- ríkjanna við vinveitt ríki í þessum heimshluta. Hermt er að flota- deildin muni m.a. æfa hafnbönn er hún kemur til Mið-Ameríku. For- ystuskip flotadeildarinnar er flugmóðurskipið Ranger, sem ber 70 flugvélar. Þá standa fyrir dyrum æfingar milli fjögur og fimm þúsund bandarískra hermanna í Hondúr- as, líklega í næsta mánuði. Reagan hefur nær útilokað þann mögu- leika að senda hermenn til að berjast í Mið-Ameríku, en hins vegar útilokar hann ekki mögu- leika á hafnbanni til að stemma stigu við miklum vopnaflutning- um til skæruliða í E1 Salvador með skipum er sigla undir fánum kommúnistaríkj a. Reagan átti í dag fund með bandarískum gyðingaleiðtogum til að afla stefnu sinni í Nicaragua fylgis, og skýrði þá m.a. frá ofsóknum, sem gyðingar í Nicar- agua hafa orðið fyrir af hálfu sandinista, sem notið hefðu Pal- estínuskæruliða. Búist er við því að George P. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, gefi út þá yfirlýsingu í vikunni að batamerki sé að sjá í mannréttindamálum í E1 Salva- dor, þrátt fyrir fregnir um að stöðugt fleiri óbreyttir borgarar séu vegnir í ofbeldisaðgerðum og bændur hraktir af jörðum sínum. Vopnaðir drúsar fyrir framan fylgsni sitt í Chouf-fjöllunum við Beirút í Líbanon. í fordyri grillir í loftvarnabyssu. íhuga að senda land- gönguliða til Líbanon Washington, 20. júlí. AP. Bandaríkjastjórn hefur það til alvarlegrar athugunar að senda bandaríska landgönguliða á svæði þau í Líbanon sem ísraelar ákváöu í dag að yfirgefa, en ákvörðun stjórnar Begins hefur verið misjafnlega tekið, og tímasetning hennar kom á ovart. Hafa ráðamenn í Washington af því áhyggjur að ísraelar hyggi ekki á allsherjarbrottflutning frá Líbanon, heldur ætli aðeins að hörfa frá ákveðnum svæðum, sem ekki séu þeim að skapi. óttast er að þeir ætli einvörðungu að flytja heri sína til og að hér sé ekki um skref til allsherjar brotthvarfs að ræða. í sama streng tóku Amin Gema- yel forseti Líbanon, Shafik Wazz- an forsætisráðherra, og Elie Sal- im utanríkisráðherra, sem allir eru í Washington. Ráðamenn í Beirút og Washington hafa lagst gegn einhliða brottflutningi ísra- ela af ótta við að slíkt kunni að leiða til varanlegrar skiptingar Líbanon niður í yfirráðasvæði Sýrlendinga og ísraela. Wazzan sagði að stjórnarherinn í Líbanon myndi fylla skarð Israelshers, sem hyggst yfirgefa 200 fermílna svæði af 1.100 fer- mílna svæði, sem er á hans valdi. Hörfa ísraelar um 30 kílómetra meðfram strandlengjunni, m.a. frá Beirút, en færa sig hins vegar ekki til í Beka-dalnum eða úr Jab- al Barouk-fjöllunum. Búist er við að tilfærsla ísraelshers hefjist jafnvel í næstu viku, en hún mun taka allt að átta vikur. Til átaka kom í Líbanon í dag er sveitir drúsa hófu skothríð á aust- urhluta Beirút með þeim afleið- ingum að þrír menn féllu og 10 særðust. Af hálfu falangista var því lýst yfir að sveitir Sýr- lendinga í Metin-fjöllunum ættu aðild að skotárásum á Beirút. Skotið var á ísraelsk þorp frá Líb- anon í dag, í fyrsta sinn í rúmt ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.