Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 20
Mánudagur 21. Júlii 1783 x ílér .sUnzaði hraunrennslið, í farvegi Skaftir, skammt frá SystrasUpm. Kirkju á Kirkjnbejvklaiutri er handan SUpans og hraunið sUnzaAi í mióri messu síra Jóns Steingrímssonar f g*r. Heitir Unginn EldmessuUngi, vegna þess drottins dásemdarverks, enda lagði sfra Jón út af eldhmm f yrédilnw ainni. _________ Enn af ógnum Skaftárelda Menn biðja þess nú að býsnunum senn Ijúki KirkjubjpjarklauHtri, 20. júlii. Frt tíAindamanni MorgunbladHÍnH. I’au býsn og ósköp, sem yfir hafa gengið hér f vesUraparti SkafUfells- sýslu nú undanfarinn mánuð, hafa haldist við með skruggum og elding- um í loftinu, en jarðskjálftum og und- irgangi f jörðinni. f dag sýndi guð sína miskunn og sitt óútsegjaniegt almctti á náttúrunnar stjórn og verkan, er hraunflóðið stöðvaðist við SystrasUpa hér fyrir ofan, nær síra Jón Stein- grímsson söng messu hér f kirkjunni. En þar sem segja verður hverja sögu eins og hún er, skal fyrst víkja að eldsins framkasti undangengna viku. lofti, höfðu svo kólnaö á jörðinni og orðið að steini, sem brennt höfðu jörðina í kringum sig, sumir sokkið í hana til hálfs, sumir voru að mynd sem stór hlöss eður kúadillur, sumt hafði niðurfallið sem snúnir sam- anvafðir strönglar, rekist svo ofan í jörðina og molnað í sundur síðan. 19. júlii var spakt veður. Lagði þá sandmokkinn á fjallabaki vestur eftir, voru þá strjál reiðarslög í lofti. En eftir þvf kirkjan og klaustr- ið lá flatt fyrir eldinum, lét klaust- urhaldarinn halda nótt og dag vakt svo eldurinn yfirfélli ei óforvarendis (sjá ummæli klausturhaldara, Sig- urðar Ólafssonar, hér fyrir neðan). í morgun 5. sunnudag eftir Trini- tatis voru stórir gufumokkar allt í kring að vestan með skruggum, eld- ingum, dynkjum og skruðningum, lagði gufumokkinn eftir árfarvegin- um fram yfir klaustur og kirkju hér í Kirkjubæ. En af því veður var spakt fóru allir, sem hér voru á Síð- unni, innlendir og aðkomnir, sem því gátu viðkomið, til kirkjunnar og hlýddu á messu hins góða klerks sfra Jóns Steingrímssonar. Þrátt fyrir að þá varð ei annað séð fyrir, en eldurinn myndi þá og þá kirkjuna eyðileggja. Síra Jón Stein- grímsson embættaði samt í kirkj- unni, þótt öll væri hún i hristingi og skjálfta af ógnun þeim er að ofan komu. Var það álit manna að þetta yrði í seinasta sinni að embættað yrði í kirkjunni. En svo var hinn æruverðugi kenni- maður síra Jón Steingrímsson óskelfdur, að allir þeir er í kirkjunni voru, að ljúfir og reiðubúnir voru að taka á móti því, sem guð vildi. Var þá guð heitt og í alvöru ákallaður. enda hagaði hans ráð því svo til, að eldurinn komst ei þverfótar lengra en hann var fyrir embættið, heldur hrúgaðist hvað ofan á annað í einum bunka. Þar með komu ofan á hann öll byggðarvötn eður ár, sem kæfðu hann í mestu ákefð. (Sjá nánari umsögn síra Jóns Steingrímssonar hér fyrir neðan.) Þetta drottins dásemdarverk er nú djúpt þakkað af öllum almenningi hér um slóðir og biðja menn þess að þessu brennisteinsregni senn ljúki. Alla vikuna þverraði eldflóðið ekkert hvorki nótt né dag, þótt gengi með köstum, stundum meir stundum minna. 17. júlii var hér óláta regn sem hélzt við alla nóttina eftir og fram á hinn daginn. 18. júlii gengu hér á allt umkring í nálægum sveitum slíkar ógnanir af skruggum, eldingum, braki og brestum, að ei tók úr eina mínútu nær í heil 2 dæg- ur, hafði aldrei frá því gjáin gaus eldi þvílíkt á gengið, að ég ei tali um mennina, hversu margir urðu hræddir og frá sér numdir, þar eð sýndist sem hamrar og jörð ætlaði að springa í sundur. Þó hafði enn meira gengið á f kringum Skaftárgljúfur og þar um pláss, er sást á jörðinni, að hún hafði sprungið í sundur, kastast hingað og þangað og umbreytzt for- undrunarlega. Þar fundust eldslett- ur hér og hvar, sem höfðu dottið úr Draumar og fyrirboðar KirkjubcjarklauHtri 20. júlii. Frá iMÍBdaBUBnl MorruBblateÍBH. Nú minnast margir drauma og annarra fyrirboða um eldsins yf- irfall hér f eldsveitunum. Sá elskulegi sóknarprestur og pró- fastur síra Jón Steingrímsson dreymdi eitt sinn í vetur á þessa leið: Honum þótti, að stórt hús væri komið hér undir Klaust- urfjalli, þar sem eldurinn stanz- aði ( dag. Þar þótti honum sam- an komnir allir bændur úr þessu þinglagi, sem áttu að syngja gleðivers hver yfir sinni skál. Mitt í því er sagt ókenndur mað- ur sé úti að kominn, grár af hær- um, sem inn var leiddur og sett- ur á miðjan bekk, fengin skái að syngja gleðivers fyrir. En hann tekur við, upphrópar og segir: „Sól, sól, sól! Dómsdagur er snart kominn." Þótti síra Jóni menn kasta að honum orðum, að hann hafi gert sig fráleitan öðr- um með svo óviðfeldinni og fjar- stæðri fyrirsögn. En síra Jón þóttist svara: „Skimpið ei að ókenndum. Hann hefur sína þanka fyrjr sig. Ég skal eiga tal við hann.“ Spyr síra Jón hann þá að heiti. Sagðist hann heita Eldriðagrímur, og hafa komið austnorðan ofan af fjöilum. Spyr þá síra Jón, hvort honum hafi verið sá vegur kunnugur, hverju hann játti og sagði: „Ég kom hingað áður sama veg, í tíð Sæmundar fróða." Enn spyr sira Jón hvort hann muni það ár, hverju hann og játti og sagði: „Það var 1112.“ I annálabókum getur um eldgang mikinn, sem skemmdi hér land og byggðir, það ár. Önnur saga gengur og hér fjöllunum hærra. Sagt er að í fyrrasumar hafi gózeigandi nokkur úr annarri sveit, átt hér leið um og áð í landi bónda nokk- urs, á bæ sem nú er hrauni undir grafinn. Bónda var lítt um þetta gefið og rak aðkomumenn af höndum sér. Varð þá gózeigand- anum að orði, að ekki væri víst, hvort nokkur hestur bíti í grasið hans, næsta sumar og eftirleiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.