Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 23 Grænfriðungar hóta þrýstingi Seattle, 20. júlf. AP. Grænfriðungasamtökin sögðu í yfirlýsingu í dag að þau muni beita Sovétmenn þrýstingi svo að þeir láti lausa úr haldi sjö menn sem voru handteknir í Síberíu á dögunum, eftir að hafa komizt þar í land með leynd og voru að taka ljósmyndir sem sýndu að Sovét- menn nota hvalkjöt í minkafóður. Sagði talsmaður Grænfriðunga, að þeir myndu beita til þess öllum tiltækum ráðum og reyna að fá almenningsálitið í heiminum til að neyða Sovétmenn til að láta mennina lausa. Svíar leita á 1400 km svæði Stokkhólmi, 20. júlí. AP. SÆNSKI flotinn heldur nú uppi leit að erlendum kafbátum á 1.400 kfló- Munkar dæmdir Vínarborft, 20l júlf. AP. DÓMSTÓLL í Tékkóslóvakíu hefur dæmt tvo munka úr Francisco-reglu í sex og átta mánaða fangelsi fyrir að virða að vettugi hömlur sem eru settar við starfsemi kirkjunnar í Tékkóslóvakíu, að því er austurríska fréttastofan sagði í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að telja ungan mann á að ganga í regluna og undirbúa til prentunar trúarrit ýmiskonar. Þeir voru handteknir í marz sl. en mál þeirra hefur ekki verið tekið fyrir fyrr en nú. Fjórir aðrir Francisco-munkar bíða rétt- arhalda vegna svipaðrar ákæru. metra hafsvæði meðfram austur- strönd landsins. Kom þetta fram í tilkvnningu varnarmálaráðuneytis- ins. Leitað er að ströndum Finn- lands eða því sem næst. Leitin var hafin eftir að tveir sjómenn sögð- ust hafa séð öldugang og síðan loftbólur á haffletinum í gær. Við Sundsvall, sem er 400 km norður af Stokkhólmi, leituðu sænsk skip áttunda daginn í röð að kafbáti og er það á svipuðum slóðum og leit- að var í tólf daga í maí að kafbát- um sem taldir voru sovézkir. GIFTING Á PRAMMA — Veiðímaðurinn fremst á myndinni var ekki boðsgestur við giftingu Patty Ennis og Morris Johanson í New Jersey í Bandaríkjunum nýlega. Hann naut þess hins vegar að hafa sæti á fremsta bekk þegar giftingin fór fram á pramma á stöðuvatninu. Gaddafí vill vináttu- samning við Rússa Parfs, 20. júlí. AP. MOHAMMAR Gaddafí, leiðtogi Líbýu sagði í viðtali við franska blaðið Le Monde og birt var í dag, að hann væri reiðubúinn að undir- rita vináttusáttmála við Sovétríkin vegna vaxandi ógnana heimsvalda- sinna á Vesturlöndum. Það var Eric Rouleau, sérfræð- ingur Le Monde í málefnum Araba-landa, sem ræddi við Gadd- afi í Trípólí og spurði hann sér- staklega um fregnir þess eðlis að eins konar bandalag væri á döf- inni milli Sovétríkjanna og Líbýu. Svaraði Gaddafi því þá til að samskiptin við Sovétríkin hefðu orðið æ nánari, og stafaði það ekki sízt af óviturlegri afstöðu heims- valdasinna gagnvart Líbýu. Gadd- afi viðurkenndi þó í viðtalinu, að hann hefði á sínum tíma gagnrýnt Nasser, fyrrverandi forseta Egyptalands, vegna þess hve hann hefði hallað sér að Sovétríkjunum, en bætti við að hann gerði sér grein fyrir að gagnrýni sú sem hann setti fram, hefði ekki verið grundvölluð á beinni persónulegri reynslu og þekkingu. Skeljungur h.f. Nýja Shell-stöðin Kleppjárnsreykjum er engin venjuleg bensín- stöð. Að sjálfsögðu er þar á boðstólum allt sem tilheyrir Shell-stöð; s.s. bensín, olíur, bifreiðavörur, gas, grillvörur, öl, gos og fleira góðgæti, en að auki er fjölbreytt úrval pottablóma og græn- metis á mjög góðu verði. Ennfremur ýmsar vörur til blóma- ræktunar. Shell-stöðin Kleppjarnsreykjum er miðsvæðis í Borgarfirði, skammt frá Reykholti og Deildartungu. Hún er því tilvalin áninga- staður í skoðunarferðum um héraðið. Vegalendirfrá helstu sumar- húsabyggðum eru: Bifröst u.þ.b. 31 km. Skorradalur - 22 km. Húsafell - 32 km. Svignaskarð - 25 km. Munaðarnes - 26 km. Vatnaskógur - 40 km. Opnunartilboð: í tilefni opnunarinnar bjóðum við meðan birgðir endast: 40% afslátt af Vapona flugnafælum 30% afslátt af pottablómum Shellstöðin Kleppjámsreykjum er blómlegasta bensínstöðin á íslandi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.