Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLl 1983 25 Yfirmannaskipti hjá varnarliðinu á íslandi: Gildi íslands fyrir frjálsar siglingar á Atlantshafí ítrekað Ronald F. Marryott fær viðurkenningu fyrir frábæra forystu í varnarliðinu Hér sést Sir David Halifax (t.v.) afhenda Ronald F. Marryott, fráfarandi yfirmanni varnarliðsins á íslandi, heiðursmerki frá Bandaríkjaforseta fyrir frábær störf. Ronald F. Marryott bar stórkross íslensku fálkaorðunnar með stjörnu sem frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sæmdi hann. Á bak við flotaforingjana sést nef á (Ljósm. Mbl. Guðjón.) RONALD F. Marryott, aðmíráll, lét af störfum sem yfirmaður varn- arliðsins á íslandi í gærmorgun og við þeim tók Ronald E. Narmi, aðmíráll. Fóru yfirmannaskiptin fram við hátíölega athöfn í stóra flugskýlinu við norðvesturhorn Keflavíkurflugvallar, þar sem AWACS-flugvélar varnarliðsins hafa aðsetur. Fjöldi gesta var við athöfnina, þeirra á meðal forsæt- isráðherra Steingrímur Hermanns- son og utanríkisráðherra Geir Hallgrímsson. í ræðu sem Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna, flutti lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs fslands og Bandaríkj- anna innan Atlantshafsbanda- lagsins. Bandalagið væri sterkt og öflugt. Það stæði vörð um frelsi aðildarþjóðanna og frið í okkar heimshluta. í höfuðstöðv- um þess í Brussel væri ekki unn- ið að gerð stríðsáætlana heldur að því að treysta varnarmáttinn. Hernaðarlegur viðbúnaður á fs- landi væri einungis til varnar og hann hlyti að taka mið af út- þenslu sovéska hersins í lofti og á legi í nágrenni landsins. Hnattstaða fslands ylli því að frá hernaðarlegum sjónarhóli væri landið mjög mikilvægt til að tryggja hindrunarlausar sigl- ingar milli Norður-Ameríku og Evrópu. Sir David Halifax, aðmíráll í breska flotanum, sem nú er vara-yfirmaður herstjórnar NATO á Norður-Atlantshafi, en hún hefur aðsetur í Norfolk í Bandaríkjunum, var sérstakur fulltrúi herstjórnarinnar við yf- irmannaskiptin. í ræðu sem Sir David flutti minntist hann þess að á dimmustu dögum sfðari heimsstyrjaldarinnar í júli 1941 tóku Bandaríkjamenn við af breska hernámsliðinu hér á landi og var það gert með góðu samkomulagi ríkisstjórna land- anna þriggja, Bandaríkjanna, Bretlands og íslands. 1949 hefðu fslendingar síðan tekið þá fram- AWACS-flugvél. sýnu ákvörðun að gerast stofn- aðilar Atlantshafsbandalagsins. Með henni hefðu þeir ekki aðeins tryggt eigið öryggi heldur einnig lagt lóð sitt á vogarskálina í þágu allra aðildarríkja banda- lagsins. Á þeim tæpu 35 árum sem síðan væru liðin hefði ótví- rætt komið í ljós að hlutverk Atlantshafsbandalagsins væri að halda uppi vörnum. Staðfest- ing á þessu hlutverki kæmi skýr- ast í ljós ef litið væri til Varsjárbandalagsins og hernað- arumsvifa á vegum aðildarríkja þess í Ungverjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968, Póllandi og Afganistan. Atlantshafsbanda- lagsríkin yrðu að vera í stakk búin til að fæla hugsanlegan árásaraðila frá hættulegum áformum sínum. Sir David gerði grein fyrir varnarstefnu herstjórnar NATO á Atlantshafi sem miðaði að því að halda sovéska flotanum eins nálægt hans eigin höfnum og frekast er kostur. Það væri Atl- antshafsbandalaginu lífsnauð- syn að verja siglingaleiðirnar yfir Atlantshaf. Enginn gæti haldið því fram með rökum að varnir þessara siglingaleiða væru ögrun við Sovétríkin á hinn bóginn væri útþensla sov- éska flotans og augljósar til- raunir hans til að geta hindrað frjálsar siglingar yfir Atlants- haf ögrandi og í engum tengslum við eðlilega öryggishagsmuni Sovétríkjanna. Til marks um þessar ögrandi aðgerðir Sovét- manna væru tíðar ferðir sov- éskra flugvéla og kafbáta í ná- grenni íslands. Enginn gæti ef- ast um mikilvægi Islands fyrir Atlantshafsbandalagið og þar með Atlantshafsbandalagsins fyrir ísland. í lok ræðu sinnar afhenti Sir David Halifax, aðmíráll, hinum fráfarandi yfirmanni varnarliðs- ins, Ronald F. Marryott, heið- ursmerki fyrir frábær störf frá Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seta. En við athöfnina bar Ron- ald F. Marryott fálkaorðuna sem frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, sæmdi hann fyrir skömmu. Ronald F. Marryott flutti ræðu og sagðist af heilum hug sakna þess að vera að hverfa frá íslandi eftir tveggja ára ánægju- lega dvöl. Sá heiður sem sér væri sýndur væri viðurkenning á ósérhlífnum og ómetanlegum störfum varnarliðsmanna. Las hann skipunarbréf sitt þess efnis að hann ætti að taka við störfum sem yfirmaður þeirrar deildar á vegum bandaríska flotans í Washington sem annast gerð varnaráætlana og mótar varn- arstefnu. Ronald E. Narmi, aðmíráll, nýi yfirmaður varnarliðsins á fslandi, kemur til hinnar hátíðlegu athafn- (l.jósm. Mbl. Guöjón.) Síðan flutti hinn nýi yfirmað- ur varnarliðsins á fslandi, Ron- ald E. Narmi, ræðu og las skip- unarbréf sitt. í ræðunni fór hann eins og aðrir ræðumenn lofsamlegum orðum um störf fyrirrennara síns, sagði hann hverfa frá íslandi til mjög ábyrgðarmikilla starfa og hefði honum hlotnast óvenjuleg virð- ing með heiðursmerkinu frá Bandaríkjaforseta sem væri til marks um öflugt starf varnar- liðsins. Sjálfur sagðist Narmi, aðmíráll, ganga til starfa hér á landi fullviss um þá miklu ábyrgð sem þeim fylgja. Ronald E. Narmi hóf störf í bandaríska flotanum sem flug- maður. Hann hefur meðal ann- ars unnið við kennslu og þjálfun á vegum flotans. Áður en hann kom til íslands starfaði hann hjá Industrial College of the Armed Forces. Auk prófs frá þeim skóla hefur hinn nýi yfirmaður tekið háskólapróf í þremur háskólum Iowa State, University of South- ern California og George Wash- ington University. Hann hefur verið sæmdur fjölda heiðurs- merkja. Hann er kvæntur Faye Narmi og eiga þau fjögur börn. Hermenn úr landgönguliði flotans, flugher og flota Banda- ríkjanna stóðu heiðursvörð við athöfnina. Við gestum blasti önnur af tveimur AWACS-flug- vélum varnarliðsins og sýndi það best stærð þessa mikla flugskýl- is á Keflavíkurflugvelli að vélin rúmaðist vel í einu horni þess og var hátt til lofts frá ratsjár- skerminum á baki hennar. Lúðrasveitin „The Navy Heri- tage Band Charleston" lék við athöfnina. Reynsluembætti kirkjunnar: Islenskur prestur í London NÝLEGA fór utan til Lundúna ís- lenskur prestur, sr. Jón A. Bald- vinsson, sem verður fyrsti þjónandi íslenski presturinn þar í borg. Hér er um reynsluembætti að ræða í sex mánuði og er sérstaklega skipað til að aðstoða íslenska sjúklinga sem gangast þurfa undir aðgerðir á breskri grundu. Einnig er honum ætlað að vera til taks fyrir önnur svæði, s.s. meginlandið. Mbl. átti stutt spjall við sr. Jón A. Baldvinsson áður en hann hélt til Lundúna, og sagði sr. Jón að hann fengi aðstöðu í sendiráði ís- lands í London, en einnig væri auðvelt að fá inni í híbýlum hinna Norðurlandanna, sem flest eiga sínar eigin kirkjur á Englandi. Sr. Jón sagði að mikið af íslend- ingum hefði þurft að sækja lækn- ingu meina sinna út fyrir land- steinana og í mörg ár hefðu sjúkl- ingar sem þyrftu á séraðgerðum að halda, s.s. hjartaaðgerðum, gengist undir þær í London og væru margir þeirra illa á sig komnir. Oft kæmu ættingjar sjúklinganna með og sagði Jón að styðja þyrfti við bakið á þessu fólki. í mörg ár aðstoðaði kona að nafni Anna Cronin íslenska sjúkl- inga sem sjálfboðaliði, en nú þætti sýnt að þetta starf væri ekki á eins manns færi og því hefði þetta reynsluembætti verið sett á stofn. Auk þess að vera þjónandi prestur í London, verður sr. Jón til taks fyrir fleiri svæði, m.a. á megin- landinu þar sem fjöldi íslendinga er búsettur. Sr. Jón var sóknarprestur í Staðarfellsprestakalli frá 1974 og óneitanlega er nýja embættið mjög ólíkt því sem hann áður gegndi, en sr. Jón sagði að hann hefði lengi langað til að fá tæki- færi til að vinna starf sem þetta, og hann hefði öðlast menntun í svokallaðri „sálgæslu" í Edinborg 1978—1979, þar sem hann starfaði við sjúkrahús þar í borg. Eigin- kona sr. Jóns og tvær dætur þeirra munu fylgja honum til hins nýja starfs og sagði hann að flutning- urinn myndi ekki hafa mikil áhrif á fjölskylduna, þar sem hún hefði einnig verið með honum í Edin- borg og dætur þeirra hjóna hefðu áður gengið í skóla erlendis. Sr. Jón mun fljótlega eftir kom- una til Englands ganga á fund erkibiskupsins af Kantaraborg og reyna að koma á sambandi milli þeirra. Fyrst mun hann þó koma sér fyrir og setja sig inn í nýja embættið, sem að sögn sr. Jóns er brýn þörf á. Sr. Jón A. Baldvinsson, fyrsti ís- lenski presturinn í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.