Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Sjónvarpskönnun Ríkisútvarpsins: Tommi og Jenni hæstir FLESTIR sjónvarpsáhorfendur horfa á Dallas samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var á vegum Rfkisútvarpsins dagana 2.-8. maí sl.; en teiknimynda- þátturinn Tommi og Jenni hlaut hins vegar hæstu einkunn sjónvarpsáhorf- Nýr konrektor JÓHANN Sigurjónsson kennari tek- ur við stöðu konrektors við Mennta- skólann á Akureyri 1. september næstkomandi, en áður gegndi starf- inu Tómas Ingi Olrich, sem lætur nú af því að eigin ósk að þvi er fram kemur í Degi. í blaðinu segir að ráðið sé í stöðu konrektors til fimm ára í senn. Jóhann Sigurjónsson hefur starfað sem kennari við MA frá árinu 1969. Tómas Ingi Olrich, sem verið hefur konrektor sl. tvö tímabil, tekur nú við frönsku- kennslu við skólann. enda. Af þeim 800 sem svör bárust frá sáu 75% Dallas, 69% sakamálaþáttinn Derrick, 62% Tomma og Jenna, 55% Ættaróðalið og 55% Prúðuleikarana. Að meðaltali horfðu 64% aðspurðra á fréttir og veðurfregnir og 36% sáu fþróttir. Könnun útvarpsins spannar vítt svið og gáfu þátttakendur dagskrár- liðum einkunn eftir því hvernig þeim líkaði efnið. Síðan var fundin út meðaleinkunn. Hæstu meðaleinkunn hlaut þátturinn um Tomma og Jenna, 4,60 af 5 mögulegum, en Þriggja manna vist fékk 4,50. Fréttir og veðurfregnir fengu að meðaltali 4,38 í einkunn hjá sj varps- áhorfendum umrædda viku; en þátt- urinn Sjónvarp næstu viku 4,28. Fæstir þátttakenda horfðu á Fréttir á táknmáli eða 7,8% að meðaltali; en þær fengu 4,22 í meðaleinkunn. Hvað einkunnagjöf snertir fékk enska knattspyrnan, sem 23% aðspurðra sáu þessa viku, 4,36, Derrick 4,21, Ættaróðalið 4,15, Dallas 4,07 og Prúðuleikararnir 3,92. Þá horfðu fáir sjónvarpsáhorfendur á Hugvekju eða 18%, en hún hlaut 4,12 í einkunn. Lægstar á blaði fastra þátta í þessari sjónvarpsrýni voru auglýsingar, sem fengu meðal- einkunnina 3,47 hjá þátttakendum í könnuninni. Prestvígsla í Landakoti LAUGARDAGINN 23. júlí vígir biskup kaþólskra á íslandi, dr. Hin- rik Frehen, Hjalta Þorsteinsson til prests í dómkirkju Krists konungs ki. 10. Hjalti Þorsteinsson er fæddur 1943 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands og tók það- an stúdentspróf með fyrsta ár- gangi frá þeim skóla. Hjalti hóf nám í uppeldisfræðum við háskól- ann í Heidelberg og síðar í Tflb- ingen, en lagði síðan stund á guð- fræði og heimspeki við háskólana í Regensburg og Freiburg og loks við Collegio dell’Anima í Róm. Hann mun að lokinni vígslu taka við störfum biskupsritara í Landakoti. Sunnudaginn 24. júlí les séra Hjalti fyrstu messu sína í Krists- kirkju kl. 10:30 og kl. 17 þann dag stjórnar hann bænahaldi í kirkj- unni og veitir eftir það kirkjugest- um blessun sína. 1LOGUN afléttvíni og þú sparar minnst 1.800 kr. ÁMAN ÁRMÚLA 2 1 MED FYLGIR; CP/M SUPERCALC WORDSTAR MAILMERGE MBASIC CBASIC ATH. stýrikerfi áætlanageröaforrit ritvinnsluforrit póstlistaforrit forritunarmál forritunarmál GREIÐSLUKJÖR TOLVUNNI verð kr. 63.218.- m/vgengi USD:28/ ÞAÐ BÝÐUR ENGINN BETUR. Söluskrifstofa FELLSMÚLA 24 SlMAR 82055 og 82980 * Fjolþetti Nýtt efni sem límir og þéttir í senn. Tré, plast, stál og steypu, úti og inni, - allan ársins hring. Pottþétt og auðvelt í notkun. GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333 Viðgerð lokið á Staðarbakkakirkju LOKIÐ er umfangsmikilli viðgerð og endurbótum á Staðarbakkakirkju í Miðfirði. Er kirkjan varð 90 ára fyrir þrem árum var ákveðið að ráðast í þetta verk, sem Benedikt Guö- mundsson á Staðarbakka hefur haft umsjón með fyrir söfnuðinn. Er al- menn ánægja með hve vel hefur til tekist. Allt var verkið unnið í samráði við Þór Magnússon, þjóðminjavörð. Staðarbakkakirkja er timburkirkja í hólf og gólf. Við endurbæturnar nú var t.d. steyptur nýr sökkull undir kirkjuna og hún máluð utan sem innan. Skipt var um glugga og hurð og sett var áklæði á kirkju- bekkina. Þessa áfanga verður minnst við messu í Staðarbakkakirkju á sunnudaginn kemur kl. 14. Þar mun Benedikt á Staðarbakka gera kirkjugestum grein fyrir fram- kvæmdum. Sóknarpresturinn sr. Guðni Þór Ólafsson messar. Prest- ar úr nærliggjandi sóknum munu taka þátt í guðsþjónustunni ásamt prófastinum sr. Róbert Jack á Tjörn. Fleiri gestir munu verða viðstaddir og meðal þeirra fyrrum prófastur, sr. Pétur Ingjaldsson. Ekkert þokaðist í Blönduviðræðum Samninganefndir vinnuveitenda og verkalýðsfélaga á Blöndu- svæðinu komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í gærdag, en samkvæmt upplýsingum Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissáttasemjara, þokaðist lítið. Guðlaugur Þorvaldsson sagði aðspurður, að hann ætti von á því, að viðræður myndu standa yfir næstu daga. V atnsútflu tningur frá Sauðárkróki? — Virðist góður kostur, segir iðnaðarráðherra „ÉG HEF beðið tvo menn, annan héðan og hinn frá Framkvæmda- stofnun ríkisins að taka þetta mál til athugunar. í gær fékk ég frá þeim minnispunkta varðandi þetta mál. Framkvæmdasjóður hefur verið með annan fótinn í þessu, en þáttur hans skýrist ekki fyrr en fundur verður þar. Menn álíta nú, að þetta geti verið nokkuð góður kostur og þetta virðist nú vera á heldur líklegri vegi en áður,“ sagði Sverrir Hermanns- son, iðnaðarráðherra, er Morgun- blaðið innti hann eftir því hver staða fyrirhugaðs vatnsútflutnings frá Sauðárkróki væri. Hreinn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki, hef- ur síðan 1975 unnið að því að hefja útflutning á neyzluvatni til Bandaríkjanna. Vegna ummæla iðnaðarráðherra ræddi Morgun- blaðið við Hrein. Sagði hann, að hann væri ánægður með fram- vindu mála og vonaðist til þess, að þau æxluðust þannig, að fram- kvæmdir gætu hafizt í næsta mánuði. Stofnað yrði hlutafélag um útflutninginn og þegar hefði verið grafinn grunnur væntan- legrar vatnsverksmiðju. Það virt- ist því sem lausn væri í sjónmáli eftir öll þessi ár. Forseti íslands: Heiðurs- gestur á Stiklar- staðahátíð FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, dvelur í Danmörku dagana 20,—28. júlí í einkaerind- um. Þaðan heldur forseti til Nor- egs þar sem hún verður heiðurs- gestur á Stiklarstaðahátíð dagana 29.—30. júlí og á ólafsdögum í Þrándheimi 31. júlí til 3. ágúst. Forseti íslands kemur aftur heim 4. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.