Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Brjánslækur: Hrefnuveiðarnar ganga óvenju illa vegna tíðarfars Hrefnuveiðarnar frá Brjánslæk á Barðaströnd hafa gengið afar illa það sem af er hvalvertíð vegna slæms tíðarfars. Ólafur Halldórs- son, forstjóri Flóka hf. á Brjáns- læk, sagði í samtali við Mbl. að búið væri að veiða 19 hrefnur sem gefið hefðu af sér um 45 tonn af afurðum en á sama tíma hefði oft verið búið að veiða 45 til 50 dýr. Tveir bátar eru gerðir út á hrefnu frá Brjánslæk, Gissur hviti frá ísafirði, sem Tryggvi Guðmundsson er skipstjóri á, og Fjóla frá Patreksfirði, sem Kon- ráð Eggertsson er með. Bátarnir komu til Brjánslækjar aðfara- nótt síðastiiðins þriðjudags með tvær hrefnur hvor bátur. Blaða- maður Morgunblaðsins var á Brjánslæk og fylgdist með mót- töku veiðinnar og skurði fyrstu dýranna. Fyrri báturinn kom inn klukkan að verða tvö um nóttina en sá seinni um þrjúleyt- ið. Sjómennirnir gáfu sér rétt tima til að losa sig við aflann, taka olíu en fóru síðan strax út aftur. Þrír menn eru á hvorum bát. Tryggvi Guðmundsson, skip- stjóri á Gissuri hvíta, sagði að hrefnuveiðarnar hefðu gengið óvenju illa það sem af er sumri. Hann sagðist hafa verið við þessar veiðar með hléum síðan 1959 en Breiðafjörðurinn væri með aldauðasta móti þetta árið, engin áta virtist hafa komið inní fjörðinn. Sagði hann að nóg virt- ist vera af hrefnu fyrir utan Snæfellsnes en þeir gætu ekki sótt hana þangað á þessum litlu bátum nema við hagstæð veð- urskilyrði. Sagði Tryggvi að vestanáttin væri búin að vera ríkjandi í sumar og stöðug bræla, þannig að þeir hefðu lítið getað verið við veiðarnar. Hann sagðist hafa veitt eitt dýr, sem var fullt af ufsa. Það væri afar óvenjuleg sjón þar sem þær lifðu á öðru en ufsa en þetta sýndi hvað skilyrðin hefðu verið slæm í sjónum inni í firði þar sem venjulega eru bestu hrefnumið- in. Byrjað var að skera fyrstu hrefnuna strax og bátarnir komu að landi þó komið væri fram á nótt. Allt var tilbúið í landi því hver mínúta er dýrmæt og ekki má líða nema ákveðinn tími frá því hrefnan er skotin þar til hún er skorin. Ólafur Halldórsson sagði að þeir reyndu að halda sig innan við 12 tíma markið eftir því sem mögulegt væri. Þennan tíma verður þó stundum að fremlengja ef þann- ig stendur á og eru innyflin þá skorin úr dýrunum úti á sjó og hrefnan dregin í sjónum og helst kjötið þá óskemmt eitthvað leng- ur. Dýrin voru dregin upp í fisk- verkunarstöð Flóka hf. með spili og vírum og var hafist handa við skurðinn. Bitarnir voru settir í kar með rennandi vatni og þann- ig kældir áður en þeir voru fínskornir, flokkaðir og frystir. Japanir kaupa megnið af afurð- unum fyrir ágætis verð að því er Ólafur sagði. Auk kjötsins kaupa þeir rengið, spikið og sporðana. Spikið er saltað en það verður að vera af ákveðinni lágmarks þykkt til að það nýtist. Beinin eru þá orðin það eina, sem eftir er af dýrinu en þeim er hent. Ekki er annað vitað en yfir- standandi hrefnuvertíð sé sú þriðja síðasta vegna ákvörðunar Alþjóðahvalveiðiráðsins um al- gert hvaiveiðibann frá og með árinu 1986. ólafur Halldórsson sagði aðspurður um framtíðar- áform fyrirtækisins að þau væru ekki ákveðin. Sagðist hann i sannleika sagt ekki trúa því að til þessa banns kæmi fyrr en á reyndi. Viðurkennt væri að hrefnan væri ekki ofveidd og veiðar á henni væru orðnar með mannúðlegri veiðum. Notaðir voru 400 calibera fílarifflar með stálkúlum og dygði eitt skot venjulega til að aflífa dýrið. Sagði hann að ýmis tæki og áhöld sem fyrirtækið hefði verið að koma sér upp yrðu ekki notuð til annars en húsnæðið væri þó hægt að nýta áfram. Hrefnubátarnir tveir sem gerðir eru út frá Brjánslæk hafa leyfi til að veiða 51 hrefnu, báðir til samans, fram til 15. ágúst. Ef þeir eða hrefnubátar frá öðrum stöðum hafa ekki náð leyfilegum fjölda dýra fyrir þann tíma hefst kapphlaup á milli þeirra um að ná þeim fjölda, sem upp á vantar til að fylla heildarveiðikvótann, og er því um að gera fyrir bátana að nýta sinn kvota fyrir 15. ág- úst og eiga þá eftir von í ónýtt- um kvóta annarra. ólafur Hall- dórsson sagði að þetta hefði venjulega tekist en útlitið væri óneitanlega ekki glæsilegt í ár. Kæmi þetta sér sérstaklega illa í ár vegna þess að fyrirtækið er að stækka við sig og þarf á öllu sínu að halda til að standa undir þeim kostnaði. HBj. Fjóla BA komin að bryggju á Brjánslæk með tvær hrefnur sem skotnar voru út af Snæfellsnesi. Rengið skorið frá. Hrefna dregin inn í vinnslusal Flóka hf. Morgunblaðið/HBj. Kjötið skorið í bita, Gfsli Magnússon verkstjóri í hrefnuskurði hjá Flóka hf. mundar sveðjuna. Samtök herstöðvaandstæðinga um flugstöðina: Of stór miðað við ókomna framtíð „Æviskrár samtíðar- manna“ Bókaútgáfan Skuggsjá í Hafnar- firði hefur gefið út annað bindi ritsins „Æviskrár samtíðarmanna" eftir Torfa Jónsson. í þessu bindi eru æviskrár um 2.000 manna, sem bera nöfn sem byrja á bókstöfunum I til R að báð- um meðtöldum. Æviskrár samtíðarmanna verða þrjú bindi með allt að 6.000 ævi- skrám núlifandi íslendinga. Bókin er prentuð í Prisma, en bókbandið hefur Bókfell hf. gert. Torfi Jónsson, rithöfundur. SAMTÖK herstöðvaandstæðinga, framkvæmdanefnd, mótmælir samn- ingi um flugstöð á Keflavíkurflugvelli í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist. Þar segir m.a. að flugstöðin sé of stór, „ef gengið er út frá þörfum Islendinga um ókomna framtíð", eins og það er orðað. Herstöðvaandstæðingar segja flugstöðina hannaða sem hernað- armannvirki, hún sé fyrst og fremst vegna þarfa Bandaríkjahers til notkunar í styrjöld. Menn komi því til með að „þramma" í flugstöðinni „ofan á hernaðarmannvirki". I framhaldi af því segja þeir að bezta tryggingin fyrir því að Bandaríkja- menn „þurfi ekki að nota flugstöð- ina í „neyðartilfellum", sé sú „að leggja niður herstöðvarnar hér á landi“. Herstöðvaandstæðingar deila einnig á notkun bandarískra fjár- muna til byggingarinnar, einnig á það að íslendingar ætli að taka er- lend lán til að standa straum af kostnaði við bygginguna, sem þeir segja að muni ekki bæta fjárhags- stöðu þjóðarinnar. í lok ályktunarinnar varar fram- kvæmdanefndin við öllum frekari framkvæmdum á vegum Banda- ríkjahers hérlendis. Þá segja þeir að fólk hafa vaxandi áhyggjur af vígbúnaðarkapphlaupi risaveld- anna; vígbúnaðarkapphlaupi sem færi okkur æ nær „því hengiflugi þar sem gjöreyðingin ein blasir við“. Lausn þeirrar hættu fyrir okkur íslendinga telja þeir fólgna í því að leggja niður herstöðina og hætta þátttöku í hernaðarbanda- lögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.