Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLl 1983 35 Malleus maleficarum og Cautio Criminalis Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Jakob Sprenge, Heinrich Institor- is: Der Hexenhammer (Malleus maleficarum). Aus dem Lateinisch- en iibertragen und eingeleitet von J.W.R. Schmidt. Deutscher Tasch- enbuch Verlag 1982. Friedrich von Spee: Cautio Crim- inalis oder Rechtliches Bedenken wegen der Hexenprozesse. Aus dem Lateinischen iibertragen und eingeleitet von Joachim-Friedrich Ritter. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. J.W.R. Schmidt þýddi þetta al- ræmda rit á þýsku 1908. Það var skrifað á latínu og prentað í fyrstu 1487 og var oft endurprentað. Þetta rit var á sínum tíma ætlað sem handbók fyrir þá sem börðust gegn galdramönnum og galdra- nornum og fyrir rannsakendur galdaramála og dómara. Því var oft haldið fram að rit þetta væri einstakt í sinni röð og hefði hrundið af stað galdrafárinu að minnsta kosti í Þýskalandi. Rit þetta er unnið upp úr áður út- komnum ritum eða handritum og kenningar höfundanna voru held- ur ekki nýjar af nálinni, heldur tíndar saman úr fjölda rita og rit- smíða. Frá 1288 til 1526 eru til 47 páfaleg bréf varðandi galdur og baráttu gegn galdri og á árunum 1270—1540 má finna samtals 46 fjölfölduð handrit eða bækur og prentuð rit varðandi sama efni og þá eru talin rit sem voru víökunn um þessi efni. Höfundarnir kerf- uðu efnið niður og því varð þetta rit aðgengilegra og auðveldara i notkun en önnur sama efnis. Þetta var nokkurs konar lexíkon um galdra. Galdrafárið átti sér lengri aðdraganda og forsendur en áhrif þessarar bókar, en engu að síður urðu áhrif ritsins mikil. Rit Bod- ins, sem kom út tæpum hundrað árum síðar, var t.d. talið „vísinda- legra" og nákvæmara í útlistunum á eðli galdra. Galdrar voru taldir eiga sér stað með hjálp og aðstoð djöfulsins. Og þar sem svo var í pottinn búið var það skylda kristinna manna að vinna að upprætingu villunnar. Aðferðirnar, sem notaðar voru við rannsóknir galdramála, eiga sér hliðstæður i pyntingaklefum 20. aldar. Sá sem varð til þess að gagnrýna þessar aðferðir á 17. öld var jesúítapaterinn Friedrich von Spee, sem gaf út þetta rit 1631 og aðra útgáfu árið eftir, án höfund- arnafns. Á þessum tímum þýddi það sjálfsmorð að afneita galdri, enda neitar höfundurinn ekki til- veru galdranorna, en gagnrýnir harkalega aðferðirnar sem beitt var til þess að fá fólk til að játa á sig galdra. Höfundurinn hefur verið nefndur „kjarkmesti höfund- ur aldarinnar" og er það réttnefni. Hann talar í þessu riti í nafni mannúðar og náungakærleika, eins og hann er tjáður í helgum ritum. Hann hæðir rök rannsak- enda og dómara og stagl lögfræð- inga til réttlætingar svívirðilegum aðferðum við rannsókn mála. Það var auðvelt fyrir hann að hrekja ýmsar kenningar úr „Nornahamrinum", enda sparar hann ekki að sýna fram á hversu frumstæðar og fáránlegar sumar þeirra voru. Rit þetta er framlag húmanista gegn ofstæki, grimmd og einsýni og er klassískt rit í sögu mann- réttindabaráttunnar og á enn meira erindi til manna nú á dög- um en á 17. öld. MMHHN _ __ Eins og kunnugt mun af fréttum hafa Kæreyingar tekið í notkun nýtt skip í millilandasiglingum sínum og var þar með Smyrill leystur af hólmi, en hann hafði siglt á milli landa með farþega síðan 1975. Nýja skipið er mun stærra en Smyrill og á þessari mynd, sem tekin var í Þórshöfn í Færeyjum, sést stærðarmunurinn glögglega. Norröna er á leið út úr höfninni á leið til Danmerkur, en gamli Smyrill liggur yst við hafnargarðinn. Morgunbi»ðia/ hg. SUMARIÐ '83 vi d lioru/n rcm n sem fara þer vel Nýkomíð mikið úrval af sumarblússum og frökkum - nýtískuleg snið. 7 199 Aðalstræti 4 Bankastræti 7 MelsituHcx) á hverjum degi! - • 1 - - - — —-— — - ... .. — - — — - —. - ^ [ Opið í krold til Id. 21 ] HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.