Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.07.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 ^Fyrirc?efc5u . Ép hcf ekki hie^i^ sjonO- ciátfc 'i marga mánubt •" Með morgunkaffinu Ég hélt að við hefdtim komiö okkur saman um að það skyldu líða svo sem tvö ár milli barnanna okkar? HÖGNI HREKKVÍSI „ pAf> eR. ÖHJÁKt/ÆMILEtSr AE> ElTV 0<3 EITT hUNpSHAK VEie.Pl EFTlK ■" Hvað hefur NATO að gera við árásar- stöðvar á íslandi? Jón Kristinn Snæhólm skrifar: „Velvakandi góður. Mig rak í rogastans, þegar ég las greinina um árásir Rauðu stjörnunnar á Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Þar segir m.a., að Sovétríkin hafi aldr- ei hrætt neinn. Þetta er alveg ótrúlegt. Og hvað þessi G. Ivanov í Krasnaja Zvezda heldur að við ís- lendingar séum skyni skroppnir gagnvart sovéskum áróðri. Ivanov segir, að það sé andstætt sovéskri utanríkisstefnu að hræða neinn. Heyr á endemi! Hvað var þá rússneski herinn að gera á landamærum Sovétríkjanna og Póllands um árið? Hvað annað en að hræða líftóruna úr Pólverjum, sem höfðu þá verið svolítið óstýri- látir heima fyrir? Allavega að þeirra mati, þ.e. Rússa. Og hvað var þá rússneski kafbáturinn að gera í sænska skerjagarðinum 1981, útbúinn bestu njósna- og siglingatækjum sem völ er á? Þá kom sú lélegasta afsökun sem ég hef heyrt frá Pravda, að kafbátur- inn hefði villst þarna inn sökum bilunar í siglingatækjum. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að bát- urinn var við njósnir og það vita flestir — og Svíar best. Svo má heldur ekki gleyma þessum árlegu hersýningum á Rauða torginu, þar sem Sovét- menn sýna herstyrk sinn til að hræða Vesturlönd og minna þau á að hann sé til, þessi her sem réðst inn í Ungverjaland og síðan Tékkóslóvakíu og loks Afganistan, við lítinn orðstír. Þarna sést, hve utanríkisstefna Sovétríkjanna er ómarktæk og fölsk. Einnig segir þessi G. Ivanov, að Geir Hallgrímsson hafi látið í ljós óánægju sína varðandi skrif sov- éska blaðsins til þess að skapa hagstsæðan áróðursgrunn fyrir fyrirhugaða heimsókn George Bush, varaforseta Bandaríkjanna. Þetta er alrangt. Sannleikurinn er sá, að Geir Hallgrímsson var sá eini, sem hafði manndóm í sér til að mótmæla beinni hótun komm- anna í Kreml um að kasta kjarn- orkusprengjum á Norðurlöndin þrjú, Island, Noreg og Danmörku, ef út í þá sálma væri farið. Mikið hlýtur þessi G. Ivanov að eiga bágt, að halda að ráðamenn í Washington ætli að breyta ís- landi, Noregi og Danmörku í eina árásarstöð. Hvað hefur Nató að gera við árásarstöðvar á íslandi, þegar mestallur herafli Atlants- hafsbandalagsins er á meginlandi Evrópu? Varla heldur G. Ivanov, að flugstöðin á Keflavíkurflugvelli geti rúmað heilan innrásarher? Hann nefnir stökkpalla fyrir inn- rásarher, þegar hans eigin ríkis- stjórn sendir kjarnorkukafbáta hingað og þangað um Atlantshafið til að njósna og vera í skotstöðu með kjarnorkuflaugar á Vestur- Evrópu og fleiri lönd. G. Ivanov segir enn fremur, að staðreyndir verði ekki hraktar. Hann segir, að stækkun eldsneyt- istanka sanni, að það eigi að gera ísland, Noreg og Danmörku að árásarstökkpöllum Nató gegn Sovétríkjunum — löndum hins sósíalíska samfélags. Þarna er greyið að hrekja staðreyndir, því að flugumferð sovéskra njósna- véla kringum ísland hefur aukist um helming nokkur síðastliðin ár, þannig að Nató verður að bæta við flugflota sinn hérna — og í bráð er áætlað að F-15 Eagle-orustuþotur leysi gömlu F-4 Phantom-vélarnar af hólmi. Skýrir þetta verulega hvers vegna stækkunin á sér stað. í lokin vil ég benda G. Ivanov á, að það gæti verið hollt fyrir hann að lesa annað en Þjóðviljann — og næst þegar hann fer heim til Rússlands, ætti hann jafnvel að benda Andropov og kumpánum hans í Kreml á það líka, þ.e.a.s. ef þeir þá mega vera að því vegna bréfaskrifta til áhyggjufullra sveitastelpna í Bandaríkjunum. Virðingarfyllst.“ „Og hvað var þá rússneski kafbát- urinn að gera í sænska skerja- garðinum 1981, útbúinn bestu njósna- og siglingatækjum sem völ er á?“ Þessir hringdu . . . RÚVAK — Ríkisut- varpið á Akureyri Heiða hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Eg hringi vegna þess hvernig Ríkisútvarpið á Ak- ureyri er iðulega kynnt. Mér finnst það alveg hræðilega asna- legt að tala sífellt um RUVAK og skil ekki, hvers vegna ekki er hægt að tala um Ríkisútvarpið á Akur- eyri, eða Útvarp Akureyri. Að vísu er stundum talað um Ríkisútvarp- ið á Akureyri, en oftar RÚVAK. Ég er viss um, að það þætti heldur undarlegt að heyra þulinn í Reykjavík kynna ÚVR, eða RÚVR, í stað Útvarp Reykjavík. Ég hef alltaf haldið, að skammstafanir væru til að stytta ritmál, en ekki talmál. Aftur á móti er Útvarp Akureyri oft með skemmtilegt og áhugavert efni. Oft má af máli þekkja G.E. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég er nú orðin fullorðin, en ennþá er mér minn- isstætt ákveðið vers úr Passíu- sálmunum, sem ég lærði barn að aldri. Og það kemur oft og einatt upp í huga minn, þegar ég heyri stjórnmálamennina okkar tala: Oft má af máli þekkja manninn, hver helst hann er. Sig mun fyrst sjálfan blekkja, sá með lastmælgi fer. Góður af geði hreinu góðorður reynist víst; fullur af illu einu illyrðin sparir síst. — Þetta ættu stjórnmálamenn- irnir að hugleiða og taka til greina, í stað þess að stunda hnútukast og bræðravíg og ala á óvild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.