Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 1

Morgunblaðið - 22.07.1983, Side 1
56 SÍÐUR 164. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Emanuelu leitað O Ekkert hefur til hinnar 15 ára gömlu Emanuele Orlandi spurst, ekkert hefur til mannræningja hennar heyrst og enginn veit neitt. Komið er fram yfir tímamörk þau sem meintir ræningjar stúlkunnar settu yfirvöldum að sleppa úr haldi hryðjuverkjamanninum Mehmet Ali Agca, að öðrum kosti yröi stúlkan tekin af lífi. Á meðfylgjandi símamynd má sjá ítalska lögreglumenn slæða ána Tíber, en fiskimaður nokkur gaf sig fram í gær og sagðist hafa séð til tveggja manna ýta bifreið út í ána 23. júní síðastliðinn, eða degi eftir að Emanuelu var rænt. Sagði fiskimaðurinn að hann hefði ekki séð betur en að handleggir hefðu staðið út um rúðu á bflnum. Ekki gaf hann neinar skýringar á því hvers vegna hann hefði lúrt svo lengi á upplýsingunum. Óvíst er þó með öllu hvort þetta kemur mannránsmálinu nokkuð við. Símamynd AP. Skæruliðar kjósa ekki El Salvador, 21. júlí. SKÆRULIÐAR úr einni af fimm skæruliðafylkingum þeim er berjast gegn stjórnarher El Salvador, náðu í gær á sitt vald tveimur útvarpsstöðvum í miðborg San Salvador og neyddu starfsfólk þeirra til að lesa upp yfirlýsingar þess eðlis að viðkomandi skæruliðahreyfing hefði ekki hinn minnsta áhuga á því að taka þátt í boðuðum kosningum undir lok þessa árs. „Kosningarnar binda ekki enda á stríðið," sögðu skæruliðarnir í útsendingu sinni. „Við viljum fyrir alla muni ræða við heimsvaldasinnana sem stjórna landinu, en svar okkar við því hvort við munum ekki taka þátt í kosningafarsanum er þvert nei. Kosningar þessar eru ekkert annað en léleg tilraun Bandaríkja- manna til að íhlutast enn frekar í stjórn landsins," sögðu skærulið- arnir. Ekki er vitað hver afstaða hinna skæruliðasamtakanna er í þessu sambandi, en yfirleitt er talið að hun sé þó mjög á sömu línum og fram hefur komið. Richard Stone, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkja- stjórnar í Mið-Ameríku freistaði þess að sitja fund með skæruliða- leiðtogunum er hann var á ferð- Varsjá, 21. júlí. AP. EINS OG reiknað hafði verið með, var tilkynnt í Póllandi í gær, að herlögum yrði nú aflétt í landinu og tekur tilkynningin gildi á miðnætti föstudags, eða í dag. Það var Wojciech Jaruzelski, yfirmaður herstjórnarinnar í landinu, sem gaf út yfirlýsinguna í ræðu á pólska þinginu og var ræðunni sjónvarpað beint um allt Pólland. 19 mánuðir eru síðan að landið var hneppt í herlög, er stjórnvöldum þótti Samstaða verða orðin hættulega sterk, enda var það eitt af fyrstu verkum þeirra að banna hin frjálsu verkalýðsfélög. Yfirlýsing Jaruzelski kom ekki á óvart, því í fyrradag samþykkti þingið breytingar á stjórnar- skránni sem m.a. færðu lögregl- unni meiri völd en áður og í raun mun þetta breyta afar litlu fyrir hinn almenna Pólverja, að mörgu leyti munu hömlurnar vera áfram miklar og jafnvel meiri. Er talið að stjórnvöld telji meiri líkur nú á því að fá ýmsum efnahagslegum hömlum frá hendi Vesturlanda af- létt, pólskum efnahag til hags- bóta, en á sama tíma sé þeim gert kleift að festa verkamenn, náms- menn og fleiri betur undir járn- hæl. Jaruzelski sagði m.a. í ræðu sinni: „Stjórnleysi mun aldrei aftur herja á Pólland. Þó við séum komin yfir erfiðan hjalla er af og frá að leiðin verði greið og fram undan eru allt að 10—12 erfið ár meðan við réttum landið við efna- hagslega. Herinn hefur nú tekið sér sæti til hliðar, en gagnbylt- ingarmenn skyldu ekki láta það blekkja sig og halda að þeir geti komist upp með niðurrif sitt, því afnám herlaga þýðir ekki að Pól- verjar hætti að glíma við hið illa og glæpastarfsemi." Um hina 800 sem setið hafa í haldi vegna brota gegn herlögunum sagði Jaruzelski, að „hinum afvegaleiddu verður gert kleift að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik“. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu sagði í samtali við fréttaskýrend- ur í gær, að þessi nýju tíðindi breyttu stöðunni til muna, enginn vafi léki á því. „Við verðum að setjast niður og skoða þessi nýju lög, aðlagast þeim og loks finna leiðir til að berjast gegn þeim fyrir réttindum okkar." Ronald Reagan forseti Banda- ríkjanna sagði í ræðu í gær að of snemmt væri að meta hvað afnám herlaganna í raun þýddi. „Við verðum á verði og það sýnir sig fljótt hvort hér er um sýndar- mennsku að ræða eða ekki. Ef þetta eru bara yfirborðskenndar breytingar, þá er ástandið óbreytt frá okkar sjónarhóli, þ.e.a.s. ef herlögum hefur verið aflétt ein- ungis til þess að önnur kúgunarlög geti tekið gildi," sagði Reagan og bætti við að efnahagshöftum yrði ekki aflétt nema að frjáls verka- lýðsfélög fengju uppreisn æru og öllum pólitískum föngum yrði sleppt. Sovéska fréttastofan Tass greindi frá afnámi herlaganna í fáum orðum og tjáði sig ekki frek- ar þar um. Gemayel gagnrýnir ákvörðun ísraela Washington, 21. júlí. AP. AMIN Gemayel, forseti Líbanon ítrekaði í gær andstöðu sína við fyrirhugað- an brottflutning ísraelska herliðsins frá ákveðnum héruðum í Líbanon þar sem hann hefur orðið fyrir umtalsverðum skakkaföllum. Sagði Gemayel, að tiltæki fsra- ela stefndi í voða samkomulaginu sem Líbanon og ísrael gerðu um brottflutning erlendra herja frá landinu á dögunum og stefndi í stórhættu öllum þeim friðarvið- ræðum sem framundan hljóta að vera. Gemayel sagði einnig: „Þá bendir brottflutningur fsraela til þess að tilraunir Bandaríkjanna til þess að leysa vandamálið varð- andi brottflutning allra erlendra herja frá landinu hafi mistekist og því vil ég ekki trúa eða viðurkenna fyrr en ég tek enn fastar á því. En mér þykir það miður ef svo reyn- ist,“ sagði Gemayel. Líbanonforsetinn mælti orð sín við George P. Schultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, en hann er í heimsókn vestra um þessar mundir. Gemayel gat þess einnig að stjórn Líbanon gæti ekki sætt sig við hálfkák á borð við að hluti herliðs fari, nema að það sé ein- ungs upphafið að því að flytja allt liðið á brott. Svo sagði hann: „En það sem skiptir meira máli er, að óvinir Bandaríkjanna á þessum slóðum eiga eftir að gera sér góða máltíð úr þessu og þeir munu styrkja stöðu sína. Því eru Líbanir mótfallnir brottflutningum um- ræddra ísraelskra herdeilda, hann kynni að spilla framtíðarmögu- leikum á viðunandi samkomulagi." Um sprengjutilræðið í gistihús- inu í Beirút sagði Gemayel: „Ekki veit ég hvenær Sýrlendingar ætla að láta af slíkum hryðjuverkum, en ef það verður ekki fyrr en seinna, endar með því að svipuð atvik taka að gerast í Damascus." Símamynd AP. • Tveir reifaðir drúsar bíða þess brosandi að komast aftur til félaga sinna, en fangaskipti fóru fram ný- lega í Líbanon undir umsjón fsra- elshers. Kristnir létu 9 Drúsa af hendi, auk 3 látinna, en fengu í stað- inn 4 af eigin hermönnum. Jaruzelski varar við stjórnleysi í Póllandi inni í E1 Salvador og Costa Rica fyrr í þessum mánuði. Sú tilraun fór út um þúfur og var það að sögn skæruliða vegna þess að þeir vildu ræða við Stone um hlutdeild í stjórn landsins, en Stone vildi ekki um annað tala en að allir vinstri sinnar yrðu að vera með í kosning- unum í lok ársins. Ræningjar með galdragrip Lundúnum, 21. júlí. AP. STARFSSTÚLKA í útibúi hins breska Pósts og Síma varð fyrir einkennilegri lífsreynslu í gær. Tveir grímuklæddir stigamenn ruddust þá inn í pósthúsið og rændu 60.000 sterlingspundum. Til þess að hin 31 árs garala June O’Brien gæti ekki kallað á hjálp, límdu ræningjarnir hana við vegginn með galdragripi. Frú O’Brien sagði mennina hafa makað liminu á lófa sína og fest sig við vegginn og síðan otað byssuhlaupi í bak sitt meðan þeir létu greipar sópa um fjárhirslur pósthússins. Var konan límd við vegginn í heila klukkustund uns eigin- maður hennar leit við í heim- sókn. Varð hann að skafa klæðninguna af veggnum til að frelsa konu sína og síðan urðu læknar á nærliggjandi sjúkra- húsi að leysa upp límið með sérstökum efnum. Volcker kjörinn Washin^on, 21. júlí. AP. BANDARÍSKI seðlabankastjórinn, Paul Volcker, var í gær endurkjör- inn í starfið. 18-manna þingnefnd um bankamál hafði málið til með- ferðar og fékk Volcker 16 atkvæði, en tveir nefndarmenn voru andvígir endurkjöri hans. Volcker settist fyrst í banka- stjórastólinn árið 1979, er þáver- andi forseti Bandaríkjanna, Jimmy Carter, tilnefndi hann. Ronald Reagan tilnefndi hann í annað kjörtímabil og nú hefur þingið samþykkt það fyrir sitt leyti. Umbodid til Craxi Sandro Pertini, hinn aldni for- seti Ítalíu, fól seint í gærkvöldi Bettino Craxi, formanni ítalska Sósíalistaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Stjórnin verð- ur 44., ríkisstjórn Ítalíu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sjá nánar bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.