Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 13 hljómsveitin hélt áfram að leika stutta stund, en síðan féll allt i dúnalogn og ljós voru kveikt. Tón- leikunum var lokið, klukkan var korter yfir níu. Þetta var stutt gaman en skemmtilegt, varð ein- hverjum að orði. Það var mjög gaman að fá tæki- færi til að sjá og heyra þennan fræga og snjalla söngvara og held ég að allir viðstaddir hafi verið ánægðir með það og ekki er ósennilegt að enn betur hafi tekist til á síðari tónleikunum um kvöld- ið. Þó skilst mér að allmikill halli hafi orðið á þessu fyrirtæki og hef ég enga skýringu á því aðra en hugsanlega þetta með miðaverðið, en hitt er líka víst að því hefur sjálfsagt verið stillt eins mikið í hóf og kostur var. Ray Charles er tónlistarlegur skemmtikraftur á alþjóðlega vísu og hefur m.a. notið fádæma vin- sælda sem slíkur í Las Vegas. Öll stemmning á tónleikum hans bar keim af þessu og er ekkert við því að segja. Við erum bara óvön þessu hér. Og þessi fjálgi kynnir, sem kannski var bara rödd á seg- ulbandi, fór í taugarnar á undir- rituðum. Ray Charles þarf ekkert á slíku að halda, er það? Hvað varðar hljómsveitina, þá var hún svo sem allt i lagi en stóðst þó til dæmis engan veginn samanburð við sveit Lionel Hamp- tons, sem hér var á ferð nýlega. Ray Charles sýndi það nítján ára gamall, þegar hann söng „Georgia on my Mind“ inn á plötu, að hann er sannur listamaður á sínu svíði. Hann er það enn. Það sem hefur gerst síðan er m.a. það að hann hefur orðið alþjóðlegur skemmtikraftur með öllu því um- búðafargani sem því fylgir. Á tón- leikunum í Broadway á dögunum skein þó vissulega á stóra hjartað annað slagið. Það er þarna enn. Federico García Lorca Trúnaðarmannaráð Félags járniðnaðarmanna: Mótmælir setningu bráða- birgðalaga ríkisstjórn- arinnar auðvelt að misþyrma því í þýðing- um. Súrrealísku myndmáli þurfa menn helst að kunna skil á ef þeir eiga að ná því sem García Lorca vill segja. Hið einfalda er víst allt- af erfiðast. Mér þótti Karl Guðmundsson vera þýðandi kvöldsins að hinum ólöstuðum. Leiðrétting í umsögn um Stúdentaleikhúsið sem birtist hér i blaðinu var vitn- að til söngtexta eftir Benóný Ægisson og höfð hliðsjón af leikskrá. Leikskráin er meira og minna vitlaus, en textinn sem ég lét fljóta með umsögninni er rétt- ur þannig: ef þú situr aleinn heima ekkert gott í sjónvarpinu ef makinn er að gera þig galinn gerwtu leiður á karpinu eða ef þú ert leiður og lúinn langar samt ekki í hátt komdu þá við í kjötmarkaðinum og kræktu þér í feitan drátt Jóhann Hjálmarsson í ÁLYKTUN sem trúnaðarmannaráð Félags járniðnaðarmanna samþykkti samhljóða á fundi 19. júlí sl. segir að með setningu bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar um launamál sé „stefnt að mestu kaupmáttarskerð- ingu í áratugi". Trúnaðarmannafé- lagið mótmælir því sérstaklega að samkvæmt lögunum séu reiknaðar fullar verðbætur á lán samkvæmt lánskjaravísitölu þegar verðbætur á laun séu bannaðar. Síðan segir í fréttatilkynningu trúnaðarmanna- ráðsins: „Setning bráðabirgðalaganna er grófasta árás á kjör og réttindi launafólks, sem stjórnvöld hafi framkvæmt og leiðir til samdrátt- ar og minnkandi atvinnu." í lok ályktunarinnar hvetur trúnaðarmannaráðið samtök launafólks til að undirbúa ráðstaf- anir til að hnekkja kjara- og réttindaskerðingum fyrr en síðar. (Frétutilkjnning) Veist þú um einhverja Ti r góöa frétt u Lringdu þá í 10100 Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Fuglaskoðunarferð á Krísuvíkurberg Á LAUGARDAGINN rörum við í fjórðu ferð okkar til kynningar á fyrir- huguðu Náttúrugripasafni íslands. Við lítum á dýrafræðisal safnsins og skoð- um sérstaklega sjófugla við Islands- strendur, en það vill svo vel til að í Norræna húsinu stendur yfir sýning á uppstoppuðum sjófuglum á vegum Náttúrufræðistofnunar. Við byrjum því ferðina með því að leiðsögumaður okkar, Árni YVaag, fer um sýninguna með okkur. Að því loknu munum við fara suður á Krísuvíkurberg og skoða sjófuglana í sínu rétta umhverfi. í ferðinni kynnum við bækur um lifnaðarhætti og greiningu íslenskra fugla ásamt tímaritum er um þá fjalla. Leiðsögumaður verður Árni Waag líffræðikennari. Kl. 1.30 til 2.00 verður sýningin í Norræna húsinu skoðuð, en kl. 2.00 leggjum við af stað suður á Krísu- víkurberg frá Norræna húsinu. Verð kr. 150, frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Sjófuglar Hugtakið sjófuglar getur verið nokkuð teygjanlegt í hugarheimi okkar íslendinga. Lómar, himbrimar og flórgoðar eru ekki almennt kall- aðir þessu samheiti þrátt fyrir þá staðreynd að tegundir þessar séu á sjó meirihluta ársins. Svo eru það andfuglar eins og æðarfugl, straum- endur og máfategundir, sem eru nær allt árið á sjó. Þegar talað er um sjófugla koma þessar tegundir ekki í huga manna neitt sérstaklega. Aftur á móti eru svartfuglategundirnar, súla, fýll, skrofur og sæsvölur svo eitthvað sé nefnt, óumflýjanlega tengdar úthöfunum. Það eru einmitt þessar tegundir sem fjallað verður um í væntanlegri ferð á Krísuvík- urberg næstkomandi laugardag. Sjófuglar eru um margt áhuga- verðar lífverur. Ekki er alltaf unnt að fylgjast með lífsháttum þeirra, svo lítt aðgengileg sem úthöfin eru. Af þeim sökum eru sumar tegund- irnar sveipaðar hulu vegna þess hve lítið er vitað um þær. Reynt verður að gera sjófuglunum eins góð skil og frekast er kostur í ferðinni. Við Islendingar höfum notið góðs af nærveru þeirra allt frá upphafi byggðar hér á landi. Á.W. (Frá NUSU.) RUSSNESKAR VÖRUR TILBOÐSVERÐ JARÐARBERJA SULTA GRÆNAR BAUNIR CRANBERRY SULTA LINGONBERRY SULTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.