Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 Deilur magn- ast í FIDE Lucerne, Svíhs, 21. júlf. AP. ENN befur magnast ígreiningur milli Florencio Campomanes, forseta FIDE, og forsvarsmanna sovézka skáksambandsins, vegna þeirrar ákvörðunar ('ampomanes að ákveða að undankeppni heimsmeistaraeinvígisins í skák fari fram í Pasadena í Kaliforníu, en þar skulu eigast við Viktor Korchnoi og Garri Kasparov, sem margir telja skaeðasta keppinaut heimsmeistarans Anat- oli Karpovs. Alþjóðaskáksambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem lögð er áherzla á að að- stæður fyrir skákkeppni þessa væru hinar ákjósanlegustu í Pasa- dena. í skeyti frá sovézka skák- sambandinu hafði verið bent á að engin ábyrgð hafi verið gefin fyrir Fótbolta- menn svindla Búdapetrt, Zl.jiH. AP. UNGVERSKA knattspyrnusam- bandið hefur rekið 185 knatt- spyrnumenn og fjóra aðra íþróttamenn fyrir að skipuleggja getraunasvindl og láta síðan úr- slit leikja ráðast af því. Hér áttu i hlut fimmtiu og fimm knattspyrnulið. Tveir leikmannanna spila í fyrstu deildarliðum en að öðru leyti munu knattspyrnumenn í 1. deild ekki vera flæktir í málið. Ekki er vitað hversu háar mút- ur voru í boði. því að öryggi viðkomandi Sov- étmanna yrði tryggt, né heldur að sovézkir diplómatar og aðrir full- trúar frá Sovétríkjunum gætu sótt mótið. Campomanes vísaði á bug öllum ásökunum Sovétmanna af þessu tagi og því að hann hefði verið með gerræðislegar geðþótta- ákvarðanir snarlega á bug i svar- skeyti sínu til forsvarsmanna sov- ézka skáksambandsins. Erfitt hef- ur verið að fá Sovétmenn til að fallast á mótsstaði hafði af þeirra hálfu t.d. verið hafnað Abu Dhabi fyrir undankeppni þeirra Smyslov frá Sovétríkjunum og Ribli frá Ungverjalandi. í síðasta skeytinu sagði að sovézka skáksambandið væri tilbúið að samþykkja Abu Dhabi, ef hugmyndum um að tefla í Pasadena yrði varpað fyrir róða, en þessum hugmyndum svaraði svo Campomanes afdráttarlaust neitandi. í fyrra mánuði var sagt að bæði Korchnoi og Kasparov hefðu fallist á að keppni þeirra færi fram í Rotterdam, en síðar mun Korchnoi hafa samþykkt Pasadena eftir að Campomanes hefur lagt hart að honum. Kasp- arov segist ekki tefla þar af stjórnmálaástæðum. Símamynd — AP. Annað heimsþing Armena hófst í Lausanna í Sviss í gærmorgun og er gífurlegur öryggisvörður fyrir framan ráðstefnuhöllina. Vopnaðir menn standa vörð fyrir framan höllina og allt í kring. Fulltrúadeildin samþykkir framlög til MX-flaugarinnar maílok tveggja milljarða dollara útgjöld vegna rannsókna og til- rauna með MX-flaugina með 245 atkvæðum gegn 176, en ljóst þótti að í mun tvísýnni atkvæðagreiðslu stefndi að þessu sinni, þar sem ýmsir þingmenn hafa í millitíð- inni snúist gegn framleiðslu flaug- arinnar vegna kostnaðar. Utgjöldin til MX-flauganna voru liður í 188 milljarða dollara útgjaldapakka til varnarmála. I bréfi sem Ronald Reagan for- seti sendi Melvin Price demókrata frá Ulinois, en hann er formaður hermálanefndar fulltrúadeildar- innar, sagði forsetinn að ef fram- lög til MX-flaugarinnar yrðu felld niður fengju Rússar rangar hug- myndir um vilja bandarísku þjóð- arinnar í afvopnunarmálum og vonir Bandaríkjamanna um að ná fram samningum um raunhæfa fækkun vopna og minnkun víg- búnaðar yrðu þverrandi. í atkvæðagreiðslunni greiddu 189 demókratara og 18 repúblik- anar atkvæði gegn framlögum til MX-flaugarinnar. Fjárframlögin samþykktu hins vegar 147 repú- blikanar og 23 demókratar. Talsmaður Hvíta hússins sagði að forsetinn væri „ánægður" með niðurstöður atkvæðagreiðslunnar og að frá honum væri að vænta yfirlýsingar vegna úrsiitanna. Wuhinzton, 21. júlí. AP. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heimilaði með 220 atkvæðum gegn 207 í nótt að hafin yrði framleiðsla langdrægra kjarnorkuflauga, svo- kallaðra MX-flauga, og að þeim yrði komið fyrir í neðanjarðargryfjum í Wyoming og Nebraska. Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru talin meiri háttar áfall fyrir and- stæðinga fjölodda flauganna, sem haldið hafa því fram að þær standi berskjaldaðar fyrir hugs- anlegri kjarnorkuárás Rússa og að framleiðsla þeirra sé til þess eins fallin að auka á kjamorkukapp- hlaupið. „Þetta er hrikalega dýrt vopn og við þurfum á þessum fjármunum að halda til framleiðslu hefðbund- inna vopna," sagði Charles Benn- ett fulltrúadeiidarmaður og demó- krati frá Flórída, sem sæti á í her- málanefnd þingsins og er höfund- ur að tillögu um niðurskurð fram- laga til MX-flaugarinnar, en kosta mun 2,6 milljarða dollara að fram- leiða fyrstu 27 flaugarnar af þeim eitthundrað sem fyrirhugað er að smíða og setja i skotgryfjur 1986. Fulltrúadeildin samþykkti i Fóstur flutt milli tveggja kvenna London, 21. júlí. AP. LÆKNAR við Harbor-stofnun háskólans í Los Angeles hafa skýrt frá því að þeim hafi tekizt að koma til leiðar þungunum tveggja ófrjórra kvenna með flutningi fósturs á byrjunarstigi í leg þeirra úr legum tveggja annarra kvenna. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem þungun af þessu tagi hefur átt sér stað. Að sögn læknanna á önnur konan von á sér eftir fjóra mán- uði, en hin er komin fimm vikur á leið. Frjóvguðu eggin voru flutt í leg ófrjóu kvennanna með sér- stakri tækni, skyldri þeirri sem notuð hefur verið við glasa- frjóvganir, án þess að um skurð- aðgerð hafi verið að ræða, að læknanna. ’ marz var frá því skýrt í Ástr- alíu, að þar hefði þungun heppn- azt eftir að egg einnar konu hefði verið frjóvgað á tilrauna- diski og síðan komið fyrir í legi annarrar konu. Fósturlát varð hins vegar eftir átta vikna með- göngu. Tilraunir til að frjóvga egg í legi konu með gervifrjóvgun og flytja síðan fóstrið á byrjunar- stigi í leg annarrar konu hafa aldrei heppnazt áður, segja læknarnir. Hins vegar fara ekki sögur af því að áður hafi egg verið frjóvg- að í legi einnar konu, numið það- an á brott og komið fyrir í legi annarrar og þungun hlotizt af. Grænfriðung- um sleppt Washington, 21. júlí, AP. TALSMAÐUR bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði í dag, að Sov- étmenn hefðu tjáð ráðuneytinu, að grænfriðungarnir sjö, sem eru í haldi í Sovétríkjunum, séu við ágæta heilsu og verði þeir látnir lausir (ljótlega. Fólkið var handtekið er það gekk á land í Síberíu fyrir nokkr- um dögum að taka myndir af hval- veiðistöð þar eins og rækilega hef- ur verið greint frá í fréttum. Tals- maðurinn sagði að sovézk stjórn- völd hefðu fullvissað Banda- ríkjastjórn um að fólkinu yrði sleppt jafnskjótt og gengið hefði verið frá ákveðnum formsatriðum. Ekki er vitað hvar fólkið er í haldi. Verkföll í Brazilíu Sao Paulo, Brazilfu, 21. júlf. AP. Sólarhringsverkfall það sem verkalýðsfélög í Brazilíu höfðu ákveðið til aö mótmæla efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar- innar virtist fara að mestu út um þúfur og var þátttaka langtum minni en búizt hafði verið við. Aureliano Chaves sem gegn- ir embætti forseta nú í veik- indaforföllum Joao Figueiredo flutti ávarp til brazilísku þjóð- arinnar og bað landa sína að skilja að þeir lifðu erfiða tíma. Chaves minntist hvergi á í ræðu sinni að menn skyldu hundsa verkfallsáskoranir, en fjallaði um þá miklu efna- hagskreppu sem nú er í Braz- ilíu, þá alvarlegustu sem yfir landið hefur gengið. Sjö verkfallsmenn voru handteknir í Sao Paulo og sak- aðir um að brjóta lög. Morð í Chad N’DiomeM, Chod, 21. júlí. AP. STJÓRNIN í Chad fullyrti í dag að uppreisnarmenn studdir af líbýskum hermönnum hefðu tekið af lífi þrjá- tíu stjórnarhermenn og grafið þá í fjöldagröf í austurhluta landsins. Talsmaður stjórnarinnar í höf- uðborginni N’Djamena sagði að margt benti til þess að Líbýumenn hefðu gefið fyrirskipun um morð- in. Stjórnarhermenn fundu fjölda- gröf þessa í gær, 30 km austur af bænum Abeche, að því er upplýs- ingamálaráðherra Chad sagði í dag. Hann birti lista yfir nöfn hinna látnu, en að öðru leyti segir að fréttastofan að hann hafi ekki komið með nein sönnunargögn, svo sem myndir o.fl. Líbýustjórn hefur gefið út „formlega skipun" um að drepa kerfisbundið alla stjórnarhermenn sem uppreisn- armenn tækju til fanga. JNNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.