Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLl 1983 15 Leiðtogi laus Gabriel Valdes, leiðtogi flokks kristilegra demókrata í Chile, veifar til mannfjölda, sem saman var kominn fyrir utan fangelsið í Santiago er hann var látinn laus. Valdes hafði setið inni ásamt tveimur flokksleiðtogum öðrum grunaður um að hafa skipulagt mótmælaaðgerðir gegn herstjórninni. Fjórir fórust í árás á hótel í Líbanon Beirút, 21. júK. AP. AÐ MINNSTA kosti þrír hryðjuverkamenn ruddust inn í Summerland-hótel- ið skjótandi í allar áttir og sprengdu síðan bflsprengju fyrir utan hótelið með þeim afleiðingum að fjórir menn létust og 16 slösuðust, þar á meðal ítalskur hermaður. 24 farast í flóðum IsUnbul, 21.JÚIÍ. AP. RÍKISÚTVARPIÐ í Tyrklandi tilkynnti í dag, að 24 hefðu farist síðan á þriðjudag í flóðum og aurskriðum á Svartahafsströnd landsins. Namik Gunel ríkis- stjóri sagði í samtali við útvarpið, að yfirvöld óttuðust, að tala lát- inna eigi eftir að hækka, þegar björgunarsveitir ná til þorpa í teræktarhéruðum í kringum borgina Rize við Svarta haf. Að minnsta kosti 44 hafa farist það sem af er júlí í ofsa- rigningu þeirri, sem dunið hef- ur á íbúum í norðlægum strandhéruðum Tyrklands. r Israelsk vopn til Hondúras New York, 21. júll. AP. NEW York Times skýrði frá því í dag, að ísraelsmenn stæðu í vopnaflutningum til Hondúras. Blaðið sagði, að vopnin, sem ísraelsmenn hafa hertekið af Frelsissamtökum Palestínu- manna, PLO, væru send um Hondúras til stjórnarandstæð- inga I Nicaragua. Þá vitnaði blaðið í ummæli opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum sem staðfestu fréttina, en aðal- heimildamaður blaðsins er „erlendur aðili". Hinir opinberu starfsmenn sögðu Bandarikin hafa óskað vopnaflutninganna. Ling-Ling fæddi hún Wubinztoi, 21. júlf. AP. PANDABIRNAN Ling-Ling fæddi í dag hún í National-dýra- garðinum í Washington, en þetta er í fyrsta sinn, sem pandabirnir eignast afkvæmi í Bandaríkjun- um. Húnninn drapst hins vegar nokkrum stundum eftir fæð- ingu af ókunnum orsökum. Húninn hennar Ling-Ling var sá sjötti, sem fæðist utan Kína. Ling-Ling er 12 ára og í sjö ár hafa starfsmenn dýragarðsins vonað að hún mundi eignast afkvæmi með pandabirninum Hsing-Hsing og stofna fjöl- skyldu. Skotið á lögreglu Londonderry, 21. júlí. AP. LÖGREGLAN á Norður-írlandi tilkynnti, að tveir lögreglumenn hefðu særst í dag í fyrirsát írska lýðveldishersins IRA í kaþólsk- um bæjarhluta Londonderry á Norður-Irlandi. Annar lögreglu- mannanna særðist alvarlega. Jim Boyd talsmaður lögregl- unnar á Norður-írlandi sagði hermdarverkamenn IRA hafa kastað heimatilbúinni hand- sprengju að lögreglubíl mann- anna og síðan skotið á hann. Að sögn lögreglunnar er hvorki vitað hverjir voru að verki né hver tilgangur þeirra var, en hótelið er í eigu auðugrar drúsafjölskyldu. Hryðjuverkamennirnir komu að hótelinu í tveimur bifreiðum, Datsun og Mercedes. Létu þeir aðra þeirra renna á bílageymslu hótelsins og í henni var öflug 100 kílóa sprengja sem skildi eftir sig Los Angeles, 21. júlf. AP. íþróttaleiðtogar óttast að Rússar hætti við þátttöku í Ólympíuleikun- um í Los Angeles á næsta ári, ef af því verður að nýjum bandarískum stýriflaugum verði komið fyrir i ríkj- um Vestur-Evrópu. Monique Berlioux, fram- kvæmdastjóri Alþjóða- ólympíunefndarinnar, segir í sam- tali við Los Angeles Times að bæði hún og Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóðaólympíunefndar- innar, óttist að Rússar kunni að hætta við þátttöku af þessum sök- um. Hún sagði að þótt engar yfirlýs- ingar hefðu verið gefnar af hálfu Rússa er bent gætu til heimasetu, þá kvað hún sig og Samaranch, sem á sínum tíma var sendiherra Spánar í Moskvu, hafa það á til- finningunni, eftir samtöl við íþróttaleiðtoga í Austur-Evrópu, að þessi hætta sé yfirvofandi. I síðasta mánuði sagði Willi Daume, forseti vestur-þýzku ólympíunefndarinnar að Marat sex metra djúpa holu er hún sprakk. Héldu þeir uppi skothríð úr hinni bifreiðinni, en lögðu síðan á flótta. Mikill mannfjöldi var í tveimur næturklúbbum hótelsins og veitingasölum, og greip um sig mikil skelfing þegar sprengjan sprakk. Þeir sem féllu voru varðmenn í bílageymslunni og dyraverðir hótelsins. Summer- Gramov, leiðtogi sovézku nefndar- innar, hefði tjáð sér að Rússar tækju ekki afstöðu til þess hvort þeir sendu lið á leikana fyrr en á næsta ári. • • Oryggi hert á Orly? París, 21-júlí. AP. FRANSKA dagblaðið, Le quotidien de Paris, sagði frá því í dag, að það hefði skilið eftir ferðatösku í far- angursmóttöku Air France á Orly- flugvelli í París. í rúmar 20 mínút- ur hefði taskan fengið að standa þar í friði þar til fiugvallarstarfs- maður vatt sér að Ijósmyndara blaðsins og krafði hann leyfis til Ijósmyndunar í flugstöðinni. Blaðið sagði þetta sýna lélega öryggisgæslu á flugvellinum, en mikill ótti er nú við sprengjutil- ræði Armena á Orly- og Charles de Gaulle-flugvöllum Parísar. land-hótelið er hluti samnefnds sumarleyfisþorps, sem nýlega var búið að endurreisa eftir tjón sem þar varð í innrás ísraela í fyrra. Fyrr um daginn héldu drúsar uppi árásum á austurhluta Beirút, þar sem kristnir menn eru í meiri- hluta, þrír féllu og 10 særðust. Amin Gemayel forseti Líbanon átti í dag fund með George P. Shultz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna þar sem þeir ætluðu að bera saman bækur sínar um hvernig brugðizt skyldi við þeirri ákvörðun Israela að hörfa með hluta herliðs síns í Líbanon. Peter V. Ueberroth, fram- kvæmdastjóri framkvæmdanefnd- ar leikanna í Los Angeles, stað- festi að leiðtogar ólympíuhreyf- ingarinnar hafi látið í Ijós ugg sinn og varað við hugsanlegri heimasetu. Bandarískir íþróttamenn sátu heima þegar ólympíuleikarnir voru háðir í Moskvu 1980, að frumkvæði Jimmy Carters forseta vegna innrásar Rússa í Afganist- an. Fjölmörg ríki önnur sendu enga íþróttamenn til leikana af sömu ástæðu, gegn reiði Rússa, sem þá lýstu þráfaldlega yfir að ekki ætti að blanda saman íþrótt- um og stjórnmálum. Menn, sem kunnugir eru sovézk- um málefnum, segja við Los Ang- eles Times að þeir séu vantrúaðir á að Rússar sitji heima þegar ólympíuleikarnir verða haldnir á næsta ári. íþróttastarf Rússa mið- ist að öllu leyti við Ólympíuleik- ana, þeir séu órjúfanlegur hluti af þjóðarheilsubótaráætlun þeirra, sem mikill áróður sé rekinn fyrir. Ítalíæ Búist við að Craxi fái fyrst- ur umboð Rómaborg, 21. júlí. AP. SANDRO Pertini Ítalíuforseti lauk í dag könnunarviðræðum við stjórn- málaleiðtoga, og er almennt við því búizt að hann feli Bettino Craxi leið- toga sósíalista aö reyna myndun 44. ríkisstjórnar Ítalíu frá stríðslokum. Hljóti Craxi umboðið og takist honum að mynda stjórn yrði hann fyrsti forsætisráðherra úr röðum sósíalista í sögu ítalska lýðveldis- ins, sem stofnað var fyrir 37 árum. Pertini ræddi í gær við fulltrúa kristilegra demókrata, kommún- ista og sósíalista en í dag við leið- toga smærri flokka. Heimildir herma að kristilegir demókratar hafi nefnt þrjá menn úr sínum röðum sem kandidata til forsæt- isráðherra en einnig lýst yfir því að þeir hefðu ekkert á móti því að Craxi fengi umboð. Þá mun Pietro Longo ritari sósialdemókrata hafa sagt flokk sinn styðja Craxi. Craxi hlaut stjórnarmyndunar- umboð í stjórnarkreppunni 1979, en þá komu kristilegir demókratar í veg fyrir að honum tækist að mynda samsteypustjórn. Talið er að Craxi muni einbeita sér að myndun fimm flokka stjórnar kristilegra demókrata, sósíalista, sósíaldemókrata, lýð- veldissina og frjálslyndra. * Israelar drápu fanga í átökum Tel Atít, 21. júlí. AP. ÍSRAELSKIR hermenn við Ans- ar-fangabúðirnar í Líbanon drápu einn fanga og særðu tvo til viðbót- ar í átökum sem brutust út í búð- unum aðfaranótt fimmtudags, að því er herstjórnin í Tel Aviv til- kynnti í dag. Talsmaður hennar sagði að fangarnir hefðu átt upptökin og hefðu þeir grýtt steinum í verð- ina og hefðu tveir slasazt. Her- mennirnir skutu af byssum upp í loft og skipuðu þeim aftur til búða sinna en fangarnir höfðu þá skipun að engu. Málið er í rannsókn að sögn herstjórnar- innar. { Ansar-búðunum voru um tíma tíu þúsund fangar en nú eru þar fimm þúsund menn, nær eingöngu karlmenn. Oft hefur komið til átaka í Ansar, en þetta eru hin alvarlegustu í langar tíð- ir. ___________________ Hitabylgja ÍUSA New York, 21. júlí. AP. Borgaryfirvöld f sex rfkjum í Bandaríkjunum hafa skorað á fólk að spara vatn á næstunni eftir fóngum, meðal annars láta vera að þvo bfla og vökva garða, vegna þess að mikil hita- bylgja gengur nú yfir allt frá Norður- Karólínu til sléttanna í Kansas og þar mældist hiti í gær 42 stig á Celsíus. Tólf menn hafa látizt vegna þess- ara miklu hita. í New Jersey og New York hefur rignt mikið. Sam- kvæmt upplýsingum veðurfræðinga sér ekki enn fyrir endann á hita- bylgjunni sem nú hefur staðið í tvær vikur. Ólympíuleikarnir í Los Angeles: Óttast að Rússar hætti við þátttöku & Vörumarkaðurini hf. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.