Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 17 Tekið á móti vestanvatnamönnum við gömlu Héraðs- vatnabrúna annan hvítasunnudag, 8. júní 1981. Hluti kirkjugesta eftir hestamannamessu f Glaumbæ 26. júní sl. Skagafjörður: „Hestamannamessur“ MiltUbe, 16. júli. UNDANFARIN tvö sumur hafa hestamenn í fram-Skagafírði riðið til kirkju einn sunnudag eftir sauðburð og fyrir heyskapartíð. Góð þátttaka hefur verið og þykir mönnum „hestamannamess- an“ gott framtak. Annan hvítasunnudag, 8. júní 1981, komu um 60 manns ríðandi til kirkju á Miklabæ og þar var sungin messa. Sr. Ágúst Sigurðsson, fyrrverandi prestur á Mælifelli, prédikaði þar, en hann kom að sjálfsögðu ríðandi ásamt frú sinni og fögru föruneyti úr Lýtingsstaða- hreppi. Fjöldi hestamanna úr Seyluhreppi kom einnig að Miklabæ svo og heimamenn. Eftir messu var boðið upp á kaffi í Héðinsminni og þar var glatt á hjalla fram undir kvöld, en þá riðu kirkjugestir til síns heima. Þann 6. júní 1982 var efnt til hestamanna- messu að Reykjum í Lýtingsstaðahreppi. Fjöldi hestamanna úr Seyluhreppi, Akra- hreppi og Lýtingsstaðahreppi kom ríðandi til messu en þá prédikaði sr. Sighvatur Birgir Emilsson, prestur á Hólum. Eftir messu var kirkjugestum boðið til kaffidrykkju í Árgarð, hið glæsilega félagsheimili þeirra Lýtinga. Þar var sungið og dansað dágóða stund en síðan var haldið heim á leið. Nú í sumar, þann 26. júní, var hestamanna- messan í Glaumbæjarkirkju og þar prédikaði sr. Hjálmar Jónsson, prófastur, Sauðárkróki. Eftir messu fóru hestamenn ríðandi í Varma- hlíð, en þar var öllum boðið í kaffi í Hótel Varmahlíð (skólann). Mikill áhugi er fyrir því í Skagafirði, að þessar hestamannamessur verði fastur punkt- ur í kirkjulegu starfi. Þórsteinn 'orfusamtakanna fyrir framan gamla bak- rbyggt ins og Bankastrætis 2, var Knútur Jeppesen, en sá sem hannar þær til- lögur, sem nú liggja fyrir, er Stefán Örn Stefánsson. Þorsteinn sagði í því sambandi að þeim hjá Torfusamtök- unum hefði fundist viðeigandi að gefa sem flestum tækifæri á að spreyta sig á endurgerð þessara gömlu og sögu- merku húsa. Til að hægt sé að hefjast handa við uppbyggingu húsanna, þurfa tillögur Torfusamtakanna að fara fyrir marg- ar nefndir, s.s. byggingarnefnd, Brunamálastofnun ríkisins, skipu- lagsnefnd, umhverfismálanefnd, húsafriðunarnefnd o.fl. Þorsteinn sagði að tillögur þeirra hefðu farið fyrir byggingarnefnd í janúar á þessu ári en hún hafi vísað þeim til annarra aðila til umfjöllunar og hafi því málið dregist töluvert frá því sem upphaf- lega var áætlað. Hann sagði þó vonir standa til þess að eitthvað yrði unnt að gera áður en árið væri liðið. Hringvegurinn: Benzínkostnað- urinn um 3.285 krón- ur eyði bfllinn um 10 lítrum benzíns BENZÍNLÍTRINN kostar 21,90 krónur eftir síðustu hækkun og er því benzínkostnaður ökumanns, sem ekur hringveginn á bfl, sem eyðir um 10 lítrum benzíns á hverja 100 km um 3.285 krónur, en kostnaðurinn var 2.895 fyrir hækkun. Eyði bíllinn um 15 lítrum er benzínkostnaðurinn um 4.930 krónur, en var fyrir hækkun um 4.340 krónur. Þá væri benzín- kostnaðurinn á eyðslufrekum bíl, sem eyðir um 20 lítrum benzíns, um 6.570 krónur, en var fyrir hækkun 5.790 krónur. Benzínkostnaðurinn ef ekið er milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða um 450 km, á bíl, sem eyðir um 10 lítrum benzíns, er um 990 krónur, en var fyrir hækkunina um 870 krónur. Eyði bíllinn um 15 lítrum er benzínkostnaðurinn um 1.480 krónur, en var um 1.300 krónur fyrir hækkun. Eyði bíllinn um 20 lítrum er kostnað- urinn liðlega 1.970 krónur, en var liðlega 1.730 krónur. Þá má geta þess, að benzín- kostnaður, ef ekið er til Þing- valla og til baka, um 110 km, á bíl, sem eyðir um 10 lítrum, er um 240 krónur, en var fyrir hækkun liðlega 210 krónur. Eyði bíllinn 15 lítrum er kostnaður- inn liðlega 360 krónur, en var um 320 krónur. Loks er kostnað- urinn um 480 krónur á bíl, sem eyðir um 20 lítrum, en var fyrir hækkun um 425 krónur. Skipting benzínverðs NÝLEGA hækkaði bensínverð um 2,60 krónur og kostar nú bensín- lítrinn 21,90 krónur. Mbl. hafði samband við Hafstein Vilhelms- son, framkvæmdastjóra Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, varðandi skiptingu bensínverðs milli ýmissa aðiía. Hafsteinn sagði að innkaups- verð hvers lítra væri 6,48 krón- ur, eða 29,59%, opinber gjöld 12,59 kr., eða 57,49%, verðjöfn- unargjald væri 0,31 kr., eða 1,42%, dreifingargjald 2,31 kr., eða 10,54% og tillag til inn- kaupajöfnunarreiknings 0,21 kr., eða 0,96%. Samanlagt væri þetta 21,90 krónur, en af þeim 12,59 krónum sem teljast til opinberra gjalda fara 4,77 krón- ur í svokallað bensíngjald, þ.e. vegagerð. Mun meira flutt inn frá Sovétríkjunum en við seljum þangað ÍSLENDINGAR hafa á liðnum árum flutt mun meira inn frá Sovétríkj- unum en þeir hafa flutt þangað, sem sést bezt á því, að vöruskiptajöfn- uðurinn var Sovétmönnum hagstæður um 423,4 milljónir króna á síð- asta ári, þegar verðmæti innflutnings var 1.063,2 milljónir, en verðmæti útflutnings hins vegar 639,8 milljónir króna. Vöruskiptajöfnuðurinn sem hlutfall af útflutningsverðmæti var á síðasta ári liðlega 66%. Þá var innflutningur frá Sovétríkjunum sem hlutfall af heildinni 9,1%, en útflutningurinn 7,5% af heildinni. Vöruskiptajöfnuður landanna var Sovétmönnum hagstæður á árinu 1981 um 197 milljónir króna, þegar innflutningsverð- mætið var um 600,0 milljónir króna, en útflutningsverðmætið hins vegar um 403,0 milljónir króna. Vöruskiptajöfnuðurinn sem hlutfall af útflutningsverð- mæti var um 49% á síðasta ári, en innflutningurinn sem hlutfall af heildinni var um 8,0%. Út- flutningurinn sem hlutfall af heildinni var á árinu 1981 um 6,2%. Þá má geta þess, að vöru- skiptajöfnuður landanna var Sovétmönnum hagstæður um 228,9 milljónir króna á árinu 1980, þegar innflutningsverð- mætið var um 467,7 milljónir króna, en útflutningsverðmætið var hins vegar um 238,8 milljón- ir króna. Vöruskiptajöfnuðurinn sem hlutfall af útflutningsverð- mæti var um 96% á árinu 1980. Innflutningur sem hlutfall af heildinni var um 9,7%, en út- flutningur hins vegar um 5,4% af heildinni. Útflutningur Islendinga til Sovétríkjanna skiptist í tvo meg- inþætti, sjávarafurðir og iðnað- arvörur, en verðmæti sjávaraf- urðaútflutnings á síðasta ári var um 546 milljónir króna, en verð- mæti iðnaðarvöruútflutnings- sins var hins vegar tæplega 94 milljónir króna, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Innflutningur frá Sovétríkjun- um er nokkuð fjölþættur, þótt nokkrir meginflokkar standi þar upp úr. Þar ber olíuna auðvitað hæst, en hlutfall hennar í heild- arinnflutningi var á síðasta ári um 91%. Af öðrum flokkum má nefna bíla, lagmeti og áfengi. Annars má sjá hvernig innflutn- ingurinn skiptist á meðfylgjandi töflu. Innflutningur frá Sovétríkjunum 1982: 1. Skelfiskur og fleira 16.130.000,- 2. Ávextir og hnetur 980.00,- 3. Ávextir og aörar vörur 378.000,- 4. Áfengir drykkir 1.195.000.- 5. Trjáviöur ýmiss konar 49.455.000.- 6. Olía 968.777.000,- 7. Sterkja, insúlín og fleira 346.000.- 8. Loðskinn, sútuö og fleira 30.000.- 9. Efnisvörur úr gúmmíi 15.000.- 10. Hjólbaröar og slöngur 183.000.- 11. Vörur úr gúmmíi 13.000.- 12. Korkvörur 1.000.- 13. Spónn, krossviöur og fleira 70.000.- 14. Tilskorinn pappír 4.000.- 15. Baömullarefni 7.000,- 16. Gólfdúkur og gólfteppi 104.000.- 17. Unnar vörur úr ómálmkenndum jarðefnum 3.000.- 18. Gler 475.000.- 19. Glervörur 11.000,- 20. Pípulagningarefni 1.000,- 21. Kopar 1.000,- 22. Naglar, skrúfur og fleira 16.000,- 23. Unnar vörur úr ódýrum málmum 315.000.- 24. Brunahreyflar og bullur 257.000,- 25. Dráttarvélar 607.000.- 26. Vökvadælur 42.000,- 27. Dælur og fleira 3.000.- 28. Vélahlutir og vélbúnaöur 139.000,- 29. Hljóövarpsviötæki 22.000.- 30. Tæki til að rjúfa straumrásir 25.000,- 31. Raflagnaefni 5.000,- 32. Vélar og tæki til heimilisnota 136.000,- 33. Rafmagnsvélar og tæki 234.000,- 34. Fólksbifreiöir 19.142.000,- 35. Vörubifreiöir og fleira 744.000,- 36. Fylgihlutir fyrir bifreiöir 1.189.000,- 37. Tengi- og festivagnar 55.000.- 38. Pípulagnaefni 30.000,- 39. Húsgögn og fleira 579.000.- 40. Vtri fatnaöur karla og drengja 14.000,- 41. Skófatnaöur 103.000,- 42. Sjóntæki 10.000,- 43. Tæki til mælinga og prófana 3.000.- 44. Úr og klukkur 3.000.- 45. Prentaö mál 34.000,- 46. Tilbúnar vörur úr plastefnum 70.000,- 47. Barnavagnar, leiktæki, íþróttaáhöld og fleira 2.000.- 48. „lönaðarvörur" 1.188.000.- Útflutningur til Sovétríkjanna 1982 Sjávarafuröir 54.6.062.000,- — Heilfrystur fiskur 53.285.000,- — Fryst flök 321.037.000,- — Saltsíld 27.783.000,- — Saltsíld, sérverkuö 143.957.000.- Iðnaðarvörur 93.765.000,- — Lagmeti 35.030.000,- — Vörur úr loðskinnum 19.000,- — Ullarteppi 11.624.000,- — Prjónavörur úr ull 34.930.000,- — Kísilgúr 106.000,- — Ytri fatnaður 5.373.000,- — „íslenzkar iönaðarvörur" 6.683.000-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.