Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLl 1983 19 Tún blaut og ófær til allrar umferðar Borg, Miklaboltshreppi, 20. júlí. Ekki eru bjartar horfur með heyskap hér á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þeir dagar sem liðnir eru af júlímánuði hafa flestir verið með einhverri úrkomu einhvern hluta sólarhringsins. Þó mun síðastliðinn sólarhring- ur hafa haft þar met hvað Ferðamanna- straumurinn eykst verulega StykkLshólmi, 21. júlí. Ferðamannastraumurinn til Snæ- fellsness virðist hafa verið nokkuð góður að undanförnu og er i öðrum vexti. Hótelstjórinn á Hótel Stykkis- hólmi segir að allt hafi gengið vel í sumar og bókanir yfirleitt stað- ist. Þá hefur hótelið tekið upp þá nýbreytni að bjóða gestum sérstök kostakjör, en það er gisting í tvær nætur og ferð með Baldri um Breiðafjörð með viðkomu í Flatey fyrir 1.475 krónur fyrir manninn. Nú þegar hafa margir notfært sér þessa ágætu þjónustu. Fréttaritari. úrkomumagn snertir. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Hjarðarfelli í dag, en þar er úrkomumælir, var úrkomumagnið síðastliðinn sólarhring 78 milli- metrar. Tún eru öll orðin svo blaut og ófær til allrar umferðar með heyvinnslutæki, að margra daga þurrk þarf til, eftir þetta mikla vatnsbað, að hægt sé að komast um þau. Minkaveiðimaður hefur verið við störf hér í hreppnum og einnig í Staðarsveit og hefur hann á stuttum tíma banað 30 dýrum. — Páll. JNNLENTV Hátíð Flugmálafélags íslands haldin á Hellu HÁTÍÐ Flugmálafélags íslands, sem halda átti dagana 25. og 26. júní sl. en var frestað vegna veðurs, verð- ur haldin 23. og 24. júlí á Helluflug- velli. Tilgangur með hátíðinni er að áhugafólk um flug og flugíþróttir komi saman við skemmtilegar að- stæður. Fjölbreytt dagskrá verður báða dagana og má nefna ýmis flugsýn- ingaratriði svo sem listflug, svif- flug, módelflug og fallhlífastökk. Þá munu aðildarfélög Flugmálafé- lagsins kynna starfsemi sína á sunnudeginum. Þetta er fjölskylduskemmtun sem hefst klukkan 15.00 á laug- ardag. Hafnarböð á Granda í Reykjavík. Boðið upp á veit- ingar hjá Hafnarböðum Á GRANDA er starfrækt þjónusta sem er nokkuð sérstæð. Þar er hægt að fara í bað og fá leigð rak- áhöld og handklæði, en á sama stað er einnig hægt að kaupa kaffi og meðlæti. Það er Ragnar Jónsson sem rekur þessa þjónustu og nú er kominn mánuður síðan hann fór að vera með veitingar þarna samhliða baðaðstöðunni. „Þetta er ætlað mönnum sem vinna hér á hafnarsvæðinu og eins þeim mönnum víðsvegar um bæinn sem einhverra hluta vegna ekki aðstöðu til að baða sig heima hjá sér,“ sagði Ragnar. „Það eru komin tvö ár síðan ég byrjaði að reka þessa þjónustu og þá var það í samvinnu við annan mann, sem er öryrki eins og ég sjálfur, en ég þjáist af liðagikt. Hann varð svo að hætta vegna veik- inda sinna en ég hélt áfram einn. Það er strembið að halda þessu þakka þeim hjá Reykjavíkur- gangandi, en mér hefur tekist höfn, þeir hafa verið mér mjög þetta og nú er bara að sjá hvern- almennilegir, en höfnin á hús- ig reiðir af með veitingarnar. Ég næðið sem ég er í.“ Ragnar Jónsson að starfi í nýju veitingaaðstöðunni. stræti 7. Þar verður veitt öll almenn þjónusta á sviði erlendra viðskipta. Um leið voru opnaðar gyaldeyris- afgreiðslur í útibúum bankans í Reykjavík og úti á landi. Búnaðarbankinn býður viðskiptavini velkomna í bankann til gjaldeyrisviðskipta. rFBljNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.