Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JtJLÍ 1983 23 sem svo: „Það verður ekki bæði sleppt og haldið." Þýski speking- urinn Kant (1724—1804) sagði aft- ur á móti um þennan þankagang Hegels, að hann væri sýndarrök- færsla til þess ætluð að gefa sjón- hverfingum sannleiksblæ. Heilaspunaaðferð Hegels hent- aði Marx sérstaklega vel til rök- ræðna um mótsagnir eins og: auð- menn og öreigar, húsbændur og þrælar, kúgarar og kúgaðir, o.s.frv. Út frá svona mótsögnum mátti spinna endalaust og skrifa stórt verk. Þess vegna varð „Das Kapital" miklu stærra verk en það þurfti að vera sem hagfræðirit. Marx taldi sig vera efnishyggju- mann (Materialist) og aðhylltist þróunarkenningu Darwins. Ætlun hans var að færa með heilaspuna- aðferð Hegels rök fyrir kommún- ismanum, sem jöfnuðust á við hin raunvísindalegu rök, sem færð hafa verið fyrir darwinismanum. Þetta var og er auðvitað vonlaust verk. En hvað um það. í augum sanntrúaðra kommúnista er þessi „dialektíska efnishyggja" hin æðsta speki, sem öllum ber að treysta, enda þótt hún sé ofvaxin mannlegum skilningi. En höfðu þeir Marx og Engels þá nokkurt gagn af þessari heila- spunaaðferð Hegels, annað en að blekkja fólkið? Nei, alls ekkert. út frá andstæðunum, sem þeir bjuggu sér til: borgarastétt — ör- eigalýður, fengu þeir engan nýjan sannleika. Aðferðin reyndist ónýt. Þá gáfu þeir Marx og Engels sér niðurstöðuna: alræði öreiganna. Með öðrum orðum: annarri and- stæðunni, auðvaldsstéttinni, skyldi útrýmt, en hin andstæðan, öreigalýðurinn, verða alls ráðandi. Þeir Lenín og Stalín, sem tókust á hendur að framkvæma stefnu marxismans í Rússlandi, komu þar óneitanlega á alræði. En að það sé í höndum verkalýðsins, ör- eiganna, held ég enginn muni segja, nema valdhafarnir sjálfir og þá gegn betri vitund. Um þetta verður skrifað næst. Bókaklúbbur AB: „Lygn streym- ir Don“ í 2. útgáfu BÓKAKLÚBBUR Aimenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér hið víð- kunna listaverk Lygn streymir Don, eftir rússneska Nóbelsverðlaunahöf- undinn Mikhail Sjolokhov f 2. út- gáfu. Þýðandinn er Helgi Sæmunds- son. Þetta er fyrra bindi verksins, en síðara bindið kemur út í næsta mán- uði. Lygn streymir Don er ein af frægustu skáldsögum Rússlands á þessari öld og fyrir hana hlaut höfundurinn Sjolokhov Nóbels- verðlaunin árið 1965. Hún fjallar um Rússland byltingarinnar, eins konar ættarkrónika er segir frá landi og þjóð á veðrasömum örlagatímum, en er jafnframt ógleymanleg ástarsaga, djúptæk baráttusaga og tilkomumikil þjóðlífssaga, eins og þýðandinn, Helgi Sæmundsson, kemst að orði í grein um söguna sem hann ritar í Fréttabréf bókaklúbbsins. Aðalpersóna sögunnar er Greg- or Melekoff. Hann lifir í æsku að gömlum og hefðbundnum kós- akkasið, stritar, elskar, gleðst og hatar. Svo hefst heimsstyrjöldin fyrri. Síðan skellur yfir bylting og borgarastyrjöld, og hinn glæsilegi Gregor berst fyrir þungum straumi atburða og örlaga uns hann stendur uppi ráðalaus og vonlaus. Þetta er saga um mikil- hæfan einstakling í óstjórnlegum hamförum lands og þjóðar. Þetta fyrra bindi er 375 bls. að stærð og unnið í Prentsmiðjunni Odda. (FrétUtilkjnning) enda nýbýla, hafa margir þessara fátæku bænda neyðzt til að selja land sitt. Reynslan af frjálsri markaðsstefnu Talsmenn frjálshyggjunnar halda því oft fram, að sú stefna verði að fá góðan umþóttunartíma til að sanna gildi sitt, og var það ein ástæða þess, að hinir sk. Chicago-piltar gripu fegins hendi það tækifæri að koma hugsjónum sínum í framkvæmd í því stöðuga ríki Pinochets, þar sem ekki þurfti að óttast, að kosningar eyðilegðu langtímamarkmið þeirra. Þetta sjónarmið virðist ekki hafa sann- azt í verki undangenginn áratug í Chile. Eftir stórfellda framleiðslu- aukningu og niðurskurð verðbólg- unnar á seinni hluta áttunda ára- tugarins hefur efnahagleg kreppa riðið yfir landið með sívaxandi þunga, sem komið hefur ríkis- stjórn og verkalýð í opna skjöldu. Árin 1977—’81 jókst þjóðar- framleiðsla um rúm sjö prósent á ári fyrir tilstuðlan hinnar frjálsu markaðsstefnu, en í fyrra hrapaði hins vegar þjóðarframleiðslan um fjórtán prósent (Times 17/5, Guardian 16/6), þar af iðnað- arframleiðsla um 21% (Econom- ist, síðla í maí). Horfurnar hafa ekki batnað á þessu ári, með sí- vaxandi fjölda gjaldþrota og yfir 20% atvinnuleysi (um 35% að sögn eins fréttablaðs). Gjaldmiðill landsins hefur verið „fljótandi" síðan í ágúst sl. og fallið á þeim tíma úr 46 pesos á dollara í 73 pesos (Economist). Áhrif þessa koma ekki aðeins fram í atvinnuleysi, heldur og í kjaraskerðingu, nálægt 27% síðan laun voru fryst í ágúst 1981 (Tim- es 17/5). Nú er það ekki aðeins verkalýðurinn, heldur og milli- stéttir landsins, sem fara hart út úr kreppunni, en þær voru áður meginstoð Pinochet-stjórnarinnar auk hersins sjálfs. Gjaldþrot frjálsrar samkeppni Þegar til baka er litið, verður ekki sagt, að þessi kreppa hafi ver- ið með öllu ófyrirsjáanleg. Fyrstu váboðarnir komu fram strax upp úr 1975, þegar lækkun innflutn- ingsgjalda fór að hafa sín áhrif. Eftirspurn eftir innlendri fram- leiðslu fór smátt og smátt minnk- andi vegna harðrar samkeppni frá innflutningi. Chilisk fyrirtæki tóku að riða til falls, iðnrekendur gerðust innflytjendur, og sumir lokuðu verksmiðjum sínum. Auð- veldur aðgangur að lánum og stór- aukin eftirspurn eftir innfluttum vörum leiddi til mikillar skulda- söfnunar. Peningar voru síður noteðir :il fjárfestingar, útflutn- ingur minnkaði, og innflutningur jókst (Times 16/5). Stjórn Pinoch- ets hefur lítt stuðlað að spari- fjársöfnun eða fjárfestingu í at- vinnurekstri. Á sjöunda áratugn- um var um 22% þjóðarframleiðsl- unnar notað til nýrrar fjárfest- ingar, en það hlutfall féll niður í 15% á áttunda áratugnum, og sparifé í bönkum dróst saman að mun. Það eykur enn á vandann, að bróðurparturinn af efnahagsvext- inum í lok síðasta áratugar var fjármagnaður með erlendum lán- tökum. Skuldir landsins eru nú um 21 milljarður dollara, þar af nær 80% skuldir einkafyrirtækja (The Times 17/5, Sunday Times 22/5). Ekki verður sagt, að það hafi staðið hinni frjálsu markaðs- stefnu fyrir þrifum, að Chile hafi verið neitað um erlend lán, eins og átti sér stað með vinstristjórn All- endes árin 1970—’73. Án þessara gífurlegu lána hefðu áhrifin af efnahagskenningum Miltons Fri- edmans fyrir löngu verið ljós öll- um Chile-búum (Orellana Benado í The Times 4/6). Jón Yalur Jensson cand. theol. er nú vid nám í Englandi. Síríus sækir á brattann!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.