Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 Norræna húsið í Færeyjum Þetta hús gefur ótrúlega möguleika — segir Steen Cold, framkvæmdastjóri Norræna hússins í Færeyjum „ÞETTA HÚS gefur ótrúlega möguleika hvað varðar hvers kon- ar lista- og menningarviðburði svo og samskipti og tengsl ólíkra hópa af norrænu þjóðerni. Á hinn bóg- inn gæti maður óttast, að hús sem þetta og möguleikar þess, hefði þau áhrif á menningu Færeyinga, að þeir kæmu aðeins hingað sem þiggjendur. Ég held þó að svo verði ekki og sýnist að Færeyingar hafi áttað sig á því, að nú er komið nýtt hús, sem gerir þeim kleift að stunda list sina og menningu mun betur en áður,“ sagði Steen Cold, framkvæmdastjóri Norræna húss- ins í Færeyjum, í spjalli við Morg- unblaðið fyrir skömmu. Eins og kunnugt er af fréttum var Norræna húsið opnað fyrir nokkru með mikilli viðhöfn og þátttöku allra Norðurlandaþjóð- anna. Eftir vígsluna varð því miður að loka húsinu aftur, þar sem vissir byggingarþættir þess voru ekki fullfrágengnir og erf- iðlega gekk að ná í arkitekt hússins til þess að úrbætur fengjust gerðar. Steen Cold sagði, að það hefði vissulega bæði valdið vonbrigðum og erfið- leikum en vildi að öðru leyti ekki gera mikið úr málinu. Húsið var opnað að nýju í byrjun júlí og þá með færeyskri iðnaðarsýningu og nú er nýlokið þar íslenzkri grafíksýningu. Steen Cold sagði ennfremur, að til þess að rými fengist fyrir nauðsynlega þætti starfsemi hússins hefði verið nauðsynlegt að byggja það eins stórt og raun bæri vitni um. Það hefði vantað .IMlllCUMii Steen Cold önnur hús af þessu tagi hingað til. Þá sagði hann, að mikill áhugi væri í Færeyjum fyrir ís- lenzkri list og menningu. Það væri nauðsynlegt að ná sam- starfi við sem flestar þjóðir til þess að skoðanaskipti og aukin tengsl næðust. f lok ágúst yrði menningarvika í Norræna hús- inu í Færeyjum og myndi Þjóð- leikhúsið meðal annars koma með verk Svövu Jakobsdóttur, Lokaæfingu, og mikill áhugi væri á því að fá kvikmyndina Með allt á hreinu til sýninga. Steen Cold sagði einnig, að ómetanlegt hefði verið að kynn- ast Kristjáni Eldjárn, fyrrum forseta íslands, en hann hefði átt sæti í undirbúningsnefnd Norræna hússins í Færeyjum. Séð yfir hluta hússins MorgunblaAió/ HG Færeysku bátur í smíðum á færeysku iðnaðarsýningunni Ullarvörur sýndar á iðnaðarsýningunni E.L.O. SECRET MESSAGES enn ein skrautfjöðrin í hatt þeirrá E.L.O. manna. dHi KARNABÆR stdnor HLJÓMPLÖTUDEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.