Morgunblaðið - 22.07.1983, Síða 15

Morgunblaðið - 22.07.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 47 Hvað er verið að biðja um? Kiss á Listahátíö, Duran Duran á Listahátíö, David Bowie á Listahá- tíö, Bítlana á Listahátíö, Kiss í sjónvarpiö, viö viljum þetta viö viljum hitt. — Þaö er auövelt aö skrifa bréf í lesendadálkana og vilja fá allt milli himins og jaröar nema nafniö sitt undir bréfiö. Þaö vantar ekki kröfurnar og heimtufrekjuna, þegar lesendabréfin streyma í löngum bun- um inn á ritstjórnarskrifstofur blaöanna meö óskum og fullyröingum um ágæti þessarar hljómsveitar sem seldi svona margar plötur og hinnar sem er svona vinsæl í hinu landinu. En flestir þessara bréfritara gleyma einum af meginþáttunum fyrir því aö hægt sé aö flytja erlent listafólk til landsins, hvaða nafni sem það nefnist. Þaö þurfa einhverjir aö borga brúsann. Til aö hægt sé aö halda tónleika þarf áhorfendur sem eru tilbúnir aö greiöa raunverö fyrir aögöngumiöann. En hver hefur reynslan af tónleikahaldi síðustu missera veriö? Því er létt aö svara. Taþ og aftur taþ. Þaö er skemmst aö minnast tónleika Echo & the Bunnymen, Classix Nouveau og jafnvel Human League. Þeir aöilar sem aö þessum tónleikum stóóu töpuöu allir veru- legum fjárhæöum á þessu hættu- spili. Bjartsýnismenn sem hafa tónlistarinnflutning aö hugsjón hafa í gegnum tíðina tapaö pening- um á því aö standa í þessu. Þaö segir ef til vill einhver sem svo aö enginn þessara hljómsveita hafi verið nógu vinsæl eöa eftirsótt hér á landi þegar þær komu. Jæja, ef svo er þætti mér gaman aö vita hvaöa hljómsveit er nógu vinsæl eöa eftirsótt til aö fylla svo ekki væri stærri hljómleikasal en Laug- ardalshöllina. Ég man ekki eftir nema tveimur hljómsveitum sem fyllt hafa Höllina. Led Zeþþelin og Deep Purple. Jú, líklega fylltu Stranglers einnig '78, en þar meö er það upptaliö. — Nú hugsar ein- hver meö sér aö víst myndi David Bowie fylla Höllina og Rolling Ston- es og jafnvel Frank Zappa. Já, vel má þaö vera, en Höllin er ekki einu sinni nógu stór fyrir tækjakostinn sem þessir aðilar nota á tónleikum og hefur einhver hugsaö það dæmi til enda hvaö kosta myndi aö flytja allan þennan búnaö til og frá land- inu? Þaö má kannski segja sem svo aö Listahátíö sé nú einu sinni hátíö fólksins og aö hún hafi vel efni á aö tapa nokkrum aurum á því aö flytja inn sómasamlega rokkhljómsveit eins og Police, Talkings Heads, Iron Maiden eða menn á borö viö Bruce Springsteen og David Bcwie, en þaö er alkunna aö rokk- tónlist er ekki á efnisskrá Listahá- tíöar nema í því augnamiöi aö hægt sé aö hafa umtalsveröan hagnaö af viökomandi atriöi og þess vegna geta rokkunnendur sjálfum sér um kennt. Þegar stórhuga menn hafa tekið áhættuna á aö flytja inn erlendar popphljómsveitir aö undanförnu, hefur buliö hátt í tómri tunnu, eöa tómri Höll. Þeir sem mest hafa heimtaö hafa setið stjarfir fyrir framan vídeóió eöa hangiö niörá Hlemmi á meöan útlendingarnir hafa þaniö sig fyrir tómu húsi. Svo nokkrum dögum síðar byrja les- endabréfin aö birtast á nýjan leik, sýnið Kiss-myndina í sjónvarp- inu ... Jónatan Garöarsson. Um marbletti, stranda- glópaogfleira ... Nokkuð hefur veriö fariö eftir I áskorun Halls á fyrstu síö- unni og viö gengin niður á förnum vegi (hvaö eru nokkrir mar- blettir milli vina). Flestir hafa veriö nokkuð hressir meö það sem kom- iö er, en hafa heldur haft meiri áhuga á aö vita hvort þetta stúss sé ekki skemmtilegt. Jú, þaö meg- iöi vera viss um. Þaö eina sem hef- ur gengið illa er aö draga upp nokkrar hugmyndir hjá fólki. Marg- ir fælast þegar maöur nefnir tillög- ur, helst þeir ódrukknu. Annars er stórsniðugt hvaó vellur upp úr fólki stundum þegar við erum dregin út í horn. En mig langar til aö benda á aöra góöa leiö til aö komast í sam- band viö okkur. Fyrir utan það aö vera hættuminni aöferð líkamlega þá geta einnig fleiri hlustaö eöa réttara sagt séö, og þá er mark- miði svona síöu náö, aö nokkru leyti. SKRIFIÐI OKKUR BRÉF. Heimilisfangið er: Blöndungurinn c/o Morgunblaöiö Aðalstræti 6 101 Reykjavík Fyrst við erum nú á annaö borö aö tala um bréfaskriftir, þá minn- um viö á aö okkur vantar fréttarit- ara innan lands sem utan. Ef þiö vitiö um pennaglaðan strandaglóp einhvers staðar, þá látiö okkur vita, jafnvel þó hann búi í Hafnar- firöinum. Haldiði svo áfram aö spjalla viö okkur í tíma og ótíma, símanúmerin okkar eru 34703 eöa 23934. GAMALT OG GOTT Um daginnrak á f jörur okkar mikla ger- semi, gamla árganga Melody IVIaker. Þar sem poppið er mikill hluti af lífi ungs fólks datt okkur í hugaðþað gæti verið gaman að þýða upp úr þessum blöðum og veita smá innsýn í hvað þótti ^,hot“ ffyrir um 20 ár- jm. Elstu árgangar MM eru frá 1963, meðan MM var enn talið djassblað þó ekki færi það varhluta af popp- inu. Við byrjum á MM 17. ágúst 1963. ... Einn af smekklausari dýrkend- um Bítlanna geröi sér lítið fyrir og sendi Paul McCartney litla maríu- hænu til heilla. Hún var dauö þegar hún komst til skila ... — ... í MM 24.8. ’63 er stór frétt um ferð Cliff Richards til Ameríku til aö fylgja eftir plötu sinni „It's all in the game“. Hann kom fram í þætti Ed Sullivans ... —. ... Margt var reynt til aö laða til sín hlustendur í útvarpsstöðvun- um. Radio Luxembourg hélt keppni sem hét „guess the best disc". Verölaunin: 14 dagar í New York meö Paul Anka sem einka- leiösögumann... ... Eitthvað hafa Rollingarnir brallaö fleira en að vera meö sítt hár þvi í MM 17.8. '63 er sagt frá væntanlegri kvikmynd þar sem þeir leika. Ekki er getiö um nafn myndarinnar... ... Á þessum tíma eru Bítlarnir á mikilli uppleiö og hafa átt eitt hit- lag „Twist and Shout"... ... Eins og sönnum þjóðernis- sinnum sæmir halda Bretar á lofti sínum lögum á lista. Þessa vikuna hafa aldrei veriö fleiri lög þar sem beat-áhrifa gætir, sem sagt bresk áhrif, einnig er þaö tekið fram aö aldrei hafi verið jafn mörg rokk-lög á lista og enn er beatinu þakk- aö... Er til unglingamenning? Qkkur áskotnaðist hugtakið unglingamenning þegar við vorum á röltinu í miðbænum síðla kvölds í vor. Unglingspiltur, dálítið undir áhrifum, vatt sér að okkur og bauð franskar. Við þáðum og sátum upp meö kauöa. En sökum þess hversu huppleg við vorum þá snérum við á strákinn og bárum upp við hann, hvað hann vildi lesa um á unglingasíðu. Jú, það stóð ekki á svarinu. Hann vildi fá að lesa um eitthvað ... t.d. unglingamenningu. JA Ha ha, þaö fór eins og mig grunaöi. Þrátt fyrir aö þú sért unglingur og hafir einhverntíma veriö þaö, þá haföi vellan á milli eyrnanna aldrei látiö sér detta í hug, aö sulla í hugtakinu unglingamenning. Og síöan þegar oröiö skellur á og uppúr bullast, er brugðist viö á þann hátt aö afneita. En hvílík grunnhyggja. Þaö er ekk- ert jafn augljóst og aö til er sérstök unglingamenning. Sjáöu nú til dæmis hvernig unglingurinn hagar sér í skólanum. Hann á þaö til aö vera eins og skólinn sé ekki til og talað er um hann, sem eitthvaö slæmt í tíma og ótíma, af öllum. Sumir hafa þó gaman af. En hvern- ig er þetta meö fyrrverandi ungl- ing. Hann vinnur sína vinnu (skóli er ekkert annaö en vinna) og lætur sér sjaldnast dreyma um aö vinnan sé ekki til. Á þessu er þó ein und- antekning og er þaö t.d. árshátíö eöa annar álíka mikill ófögnuöur, sem tengist vinnu, eöa félagi. Þar flippar unglingurinn á efri árum al- gerlega út og enginn lætur sér mikiö um finnast. Og enginn lætur svo lítiö aö hugsa um hvers vegna svo er. Jú, hegöunina hefur ungl- ingurinn sem kominn er til ára sinna lært á meöan hann var á því menningarskeiöi sem kalla má unglingamenningu. Sá sem þá var jafnvel fyrirmyndin var ellilífeyris- þegi sem læröi sína hegöun og út- færöi hana fyrir sitt tímaskeiö þeg- ar hann var unglingur. En þaö skemmtilega er aö ungl- ingamenning er menning í menn- ingunni. Þaö eru til fá dæmi um aö ein menning geti liöiö aðra. En brátt fyrir þaö er þetta staöreynd. Ástæöan er að á seinni tímum hef- ur mannvera á aldrinum 12 til 20 í raun hvorki veriö barn né fullmót- aöur maöur. Af þessum sökum veröur til sérstök menning, sem næstum allar skyni gæddar verur ganga í gengum. Vinsælt dæmi sem oftast er notað í ööru sam- hengi er tónlistin. j Glæsibæ mætir fólk sem komiö er meö þann slæma ávana aö nota bindi til aö geta skemmt sér. Tónlistin sem hristir þá hlunka er ekki sú sama og hvetur rennilega unglinga. Enn eitt dæmiö um menningu inni í annarri menningu. Fáir hafa teygt sig svo hátt aö renna huga um hana, og getiö þiö ímyndaö ykkur hvers vegna? Þaö er vegna þess aö sá og þeir sem ættu um hana aö fjalla, skrifa og tala eru allir fyrrverandi unglingar. Guörún Anna NEI Er til unglingamenning? Mikiö déskoti er þetta asnaleg spurning. Auövitaö er ekki til neitt sem heitir unglingamenning. Eöa hvaö? Mér er spurn, hvaö er um aö ræöa? Eitt get ég samt ekki þrætt fyrir og er þaö aö ég haföi ekki mikið hugsaö um þetta ósýnilega, til- búna fyrirbrigöi fyrr en þessi spurning var borin upp viö mig fyrir skömmu. Sökurr, mikillar þekkingar varö ég hissa og áttaöi mig ekki alveg á hvaö var um aö ske. Breiniö var sett í gang og út- koman var þessi. Ef þaö er til eitthvaö sem heitir unglingamenning þá er hún hluti af annarri menningu þess þjóöfélags sem viö þrífumst í. Hana er ekki hægt aö draga út og gera aö sjálfstæöu fyrirbrigöi án þess aö blanda inn í þáttum sem gera hana ósjálfstæða. Ef til er eitthvaö sem heitir unglingamenning þá er til sjómannamenning, vesturbæjar- kjaftakeilingamenning og þannig mætti lengi telja. Jú, Gróa í vestur- bænum hefur sinn sérstaka hátt á, eöa mér er spurn, hvernig getur þjóöfélagshópur sem hvorki getur talist til barnarassa eöa skapandi fulivaxta einstaklings átt eitthvaö sem heitir menning? Þaö stenst ekki. Þaö sem gerir „hugtakiö” ungl- ingamenningu aö ósjálfstæöu og súpukenndu slangri (sem aö minni skoðun hefur villst inn í íslenskuna vegna áhrifa frá vandamálakenndu sænsku oröafari) er sjálf skýringin á menningu. Menning er allt það sem viö segjum, gerum og hugs- um. Unglingar hafa aö vissu leyti sinn sérstaka oröaforöa en á hann aö teljast menning? Nei alls ekki. Vegna þess hvaöan hann kemur. Sjáum til, hvaðan kemur hann? Jú, mikiö rétt, hann kemur frá þeim sem eldri eru og vit hafa til aö kenna þessum huglausu (í bók- staflegri merkingu) örverpum. Og vegna vankunnáttu og ósjálfstæöi þá brengla unglingarnir þetta allt saman og næstum enn verri full- orönir unglingar rjúka upp og æpa: „ÞETTA ER MENNING". Ég á ekki orö. Annað sem telst hluti af menningu cru geiöir fólksins í samfélaginu. Þar er þaö sama upp á teningnum. Reynt er aö kenna t.d. unglingi aö skapa list meö því aö mála. En sem fyrr, vegna óþroska síns, villist hann af réttri braut og krotar og krassar þar til einhver finnur í örvinglan upp nýlist og enn er hrópaö, ef meiri hrifn- ingu: MENNING: Mér er nú fariö aö ofbjóöa allt þetta, svo ég stenst ekki þá freist- ingu aö láta staöar numiö. Nú ætti öllum aö vera oröið Ijóst aö ungl- ingamenning er fjarri því aö vera raunveruleg . . . E i r í k u r .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.