Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 l&itt- htann e-F c*. Y&. rc\{c r'íWiske^é i. •’ Er þér ekki sama, vina mín, þó ég láti mér vaxa skegg hér. HÖGNI HREKKVlSI Sé AP \>Ö HEFOR SEÐ OKKOR FmR HAPEGlS- VPROi! Fugladráp á varptíma og erlendir ferðamenn Ásmundur U. Guðmundsson, Akranesi, skrifar: „Ekki fer hjá því, að það geysi stórviði í sál og sinni við lestur þeirra frásagna, er birtust í Morg- unblaðinu þann 24. og 25. júní á því herrans ári 1983, og fjallar um fugladráp, enda þótt fugl sé frið- aður á varptíma, og þjófnað á eggjum í varplöndum og víðar. Svipaðir atburðir hafa svo oft áð- ur átt sér stað, að fjöldinn er orð- inn ónæmur fyrir því, sem hann sér unnið af lægstu hvötum mannsins og annarri ónáttúru. Menn yppta bara öxlum og horfa í aðra átt, ef eitthvað það ber fyrir sjónir er sker í augu og stuðla þannig að öllu því stjórn- og skeytingarleysi sem raun ber vitni. Þökk sé þeim er ósturlaða skynsemi hafa, og þar með augu og eyru opin, og reyna eftir föng- um að hamla á móti því, að allt falli fram af hamrinum og hverfi, í eilífarmyrkur tortímingarinnar líkt og geirfuglinn forðum. Það er æði svartur blettur á þeim, er voru að æfa skothittni sína á fugli er situr á hreiðri á varptíma. Slíkt afhæfi er með engu móti hægt að réttlæta, hvernig sem maður reynir. Ætli þessum sömu mönnum þætti ekki hart, og með öllu óferjandi og óal- andi (sem það reyndar er), ef ein- hverjir aðvífandi náungar væru búnir að gera þeirra eigin fjöl- skyldu slík skil er þeir kæmu heim, sem þeir voru að afreka í Núpshlíð í Reykjanesfólkvangi, að því er virðist bara að gamni sínu. í framhaldi af þessu er ekki úr vegi að benda þeim og öðrum á, sem yndi hafa af skotvopnum, að það er með ýmsu móti hægt að æfa skothittni sína, þó að lifandi dýr séu látin í friði að öðru jöfnu. f 97% tilvika er fórnardýrið látið liggja, þar sem það varð fyrir skotinu. í þessu tilviki á ég ein- göngu við þá menn sem eru með byssu í hendi, en eru í vandræðum með fingurna og sálarflækjurnar. Öðru máli gegnir um þá er fást við eyðingu á ref og mink og öðrum vargi er herjar á bústofn lands- manna; þeir falla ekki inní þessa mynd að neinu leyti. Það virðist vera þægilegt að nota skotskífur, með ýmsu móti, bæði fastar, hreyfanlegar og eins þær sem skotið er á loft. Þessar skífur hef ég séð í erlendum sportblöðum um skotvopn og skotfæri, i alls konar útgfum. Margt annað er hægt að nota, sem ekki er minnst á hér. í ljósi þess, er hér hefur verið minnst á, verðum við íslendingar að halda vöku okkar og forðast að heillast svo af afrekum þeirra her- þjóða, er umhverfis okkur eru, að við töpum bæði ráði og rænu, svo við sjáum lítið annað en blóðlæki renna um allar hlíðar. Slíkar hug- arflækjur og athafnir verðum við að þurrka í burtu og það í hvelli. Ekki er það upplífgandi að lesa það sem Haukur Hreggviðsson í Mývatnssveit setti á blað, þó að hóflega sé það orðað. Það er engin furða þó að útlendingar, er fara land úr landi og stunda rán í ein- hverri mynd, flykkist hingað og séu með í fórum sínum þykka doð- ranta bæði í myndum og lesmáli um varplönd og einstök hreiður- stæði í klettum hér heima, fyrir utan alla þá vitneskju er stimpluð er í heilabú þeirra. Þessir menn hafa komið til landsins með ýmsu móti, bæði seint og snemma, klyfj- aðir tólum sem hver sjáandi mað- ur hefði átt að átta sig á til hvers átti að nota. Þetta fengu þeir að fara með um þvert og endilangt landið, og stunda sína iðju óátalið, þar til hreiðrin fundust tóm. Þá var og er of seint að rífa kjaft, og þeir farnir úr landi með fenginn. Nær hefði verið að innsigla slíkan farangur við landtöku á íslenskri grund, nema kannski myndavélar, og girða þannig fyrir alla þjófnaði frá iandinu. Sömu aðferð á að nota undantekningarlaust við þá út- lendinga er koma til landsins með torfærubíla og aðra slíka, svo sem rútur, eingöngu í þeim eina til- gangi að rífa og tæta í íslenzk lög, minna en ekki neitt, og hæla sér Var aðeins 14 ára gömul þegar hún orti kvæðið Vilborg Dagbjartsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Guðbjörg Pálsdóttir spyr (í Velv. á miðvikud.) um niðurlag kvæðis, sem hún heldur að sé eftir Steingrím Arason. Kvæði þetta heitir „Þórður Kárason" og er eft- ir Ingibjörgu Benediktsdóttur, kennara og skáld, og er að finna í bók hennar „Frá afdal til Aðal- strætis“,sem út kom hjá Félags- prentsmiðjunni 1938. Ingibjörg fæddist á Bergsstöð- um í Hallárdal í A-Hún. 11. ágúst 1885, en dó 9. október 1953. Þetta ljóð hennar er mjög vel þekkt og hún var aðeins 14 ára gömul, þeg- ar hún orti það. Það birtist árið 1917 í bókinni „Kvæði og leikir handa börnum", sem Halldóra Bjarnadóttir gaf út, en mun áður hafa birst í barnablaði, Æskunni eða Unga íslandi; ég man ekki hvort heldur var. • Rétt þykir að birta kvæðið í heild, en ekki einungis lokaerind- ið, þar sem nokkrar villur slædd- ust inn í fyrri erindin á miðviku- dag: Þórður Kárason Bergþórshvoll logandi blawir við gýn, bloNNÍnn við himininn dimmbláa skín. Njáll þar og Bergþóra bíða með ró; þeim boðin var útganga, en neituðu þó. Drengur þar stendur við afa síns arm, öruggur hallast að spekingsins barm. Horfir hann forviða eldsgæður á, alvara og staðfesta skín af hans brá. Gellur þá rödd ein við glymjandi há: „Gakk, litli drengur, út voðanum frá.“ Með alvöru sveinninn þá anzar og tér. „Ó, afi, mig langar að vera hjá þér.“ Ingibjörg Benediktsdóttir „Gakktu út, vinur minn," Bergþóra bað. Barnið þó ei vildi samþykkja það. „Gráttu’ ekki, amma mín,“ gegndi hann skjótt, „ég get ekki skilið við ykkur í nótt.“ Heill sé þér, Þórður, því hrein var þín dyggð, hrein var þín saklausa, barnslega tryggð. Með hugrekki leiðst þú hið logandi bál. Nú lifir þín minning í barnanna sál. GÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: í Straumsvík fer málmbræðsla fram í stórum kerjum. Rétt væri: f Straumsvík er málmur bræddur í stórum ker- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.