Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 1
76 SIÐUR iWÍPWÉSÍ^tóÍf 166. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórsókn írana gegn her íraka Nokósíu. 23. júlí. AP. ÍRANIR segjast hafa hafíð stórsókn gegn írökum í Kúrdafjöllum og fellt eða sært rúmlega 2.000 íranska her- menn og tekið a.m.k. 10 þorp ber- skildi. Árásin var gerð skömmu eftir mið- nætti, 35 mánuðum eftir að stríð þjóð- anna hófst. Barizt er í snævi þöktum fjöllum Kúrdistans nálægt landamær- um Tyrklands, nyrzt á 480 km víglínu þjóðanna. Fram til þessa hafa bardag- arnir aöallega geisað í eyðimörkum og mýrum sunnarlega á víglínunni og á miðvígstöðvunum. íranir segja í tilkynningu að til- gangur sóknarinnar sé að ná mik- ilvægri fjarskiptamiðstöð íraka, Haji Omran, sem er einnig mikil- væg bækistöð kúrdískra „gagnbylt- ingarsinna", 5,6 km innan landa- mæra íraks. Annað markmið sóknarinnar er að loka fjallvegi milli Rowanduz, íraksmegin landamæranna, og Pir- anshahr, írans megin þeirra. Þetta er eini færi vegurinn á þessu svæði og Kúrdar hafa notað hann fyrir birgðaflutningaleið í baráttu sinni gegn stjórninni í Teheran. Enn annar tilgangur sóknarinnar er að ná fjallstindum innan landa- mæra íraks, sem fallbyssuskyttur Iraka hafa notað til þess að skjóta á bæi og þorp innan landamæra (rans. Stórsóknin fylgir í kjölfar þriggja „hreinsunaraðgerða" írana gegn kúrdískum uppreisnar- mönnum í Kúrda-héradinu frans megin landamæranna. Landslagið er svo hrjóstrugt beggja megin landamæranna, að báðir aðila hafa neyðzt til þess í vaxandi mæli að beita flugvélum og þyrlum í hernaðinum. Norðmenn missa % hrefnukvótans Brigbton, 23. júlf. AP. PERÚMENN drógu í gærkvöld mót- mæli sín við algeru hvalveiðibanni til baka og eru því aðeins þrjir þjóðir eftir í þeim hópi, sem mótmælt hafa banninu; Norðmenn, Sovétmenn og Japanir. Þá urðu Norðmenn að kyngja því í gær, að hrefnukvóti þeirra var skorinn verulega niður. Fá þeir að- eins að veiða 635 hrefnur á næstu vertíð í stað 1690 á þeirri síðustu. Sá kvóti, þ.e. 1.690, var sjálfskipað- ur af Norðmönnum. Ákvörðun ráðsins er Norðmönn- um geysilegt áfall, þar sem kvóti þeirra er áberandi mest skertur. Japanir og Sovétmenn urðu ekki eins illa úti í niðurskurði ráðsins, sem nam rúmum 18%o af kvótum síðustu vertíðar. Samþykkt var að leyfa veiðar alls 10.160 hvala á næstu vertíð og lýstu Japanir því yfir, að þeir væru óánægðir með þá ákvörðun, en þó ánægðir með að niðurskurðurinn skyldi ekki verða meiri en raun bar vitni. Skip Greenpeace-samtakanna, Rainbow Warrior, var í morgun enn á siglingu á Beringshafi til móts við 7 félaga úr samtökunumn, sem sov- ésk yfirvöld ætla að skila. Sjömenn- ingarnir hafa verið í haldi frá því á mánudag. Þeir voru gripnir eftir að hafa gengið á land til þess að ná myndum af vinnslu Sovétmanna á hvalkjöti í loðdýrafóður. Skrafað og skeggrœtt á Sauðárkróki Segir Begin af sér vegna heilsubrests? Tel Atir, 23. júof. AP. BLÖÐ í ísrael, þá einkum stjórnar- andstöðublöð, hafa velt því fyrir sér að undanförnu hvert næsta skref Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, verði. Eru vangaveltur um að hann kunni að segja af sér, einnig að hann sé heilsuvcill og þjáist af þunglyndi. Begin á einhvern tímann að hafa sagt að til greina kæmi að draga sig í hlé er hann næði 70 ára aldri. í gær hélt hann upp á sjötugsafmæli sitt samkvæmt hebresku dagatali. Talsmaður Begin, Uri Porat, sagði í gær að allt tal um lélegt heilsufar forsætisráðherrans væri þvaður, hann væri fullkomlega heilbrigð- ur, bæði andlega og líkamlega. Umtalið hefur þó ekki síst sprottið upp vegna þess að Begin hætti skyndilega við ferð til Washington fyrir skömmu. Gaf hann fyrst engar skýringar, en sagði síðan að hann hefði hætt við ferðina af persónulegum ástæðum. Talið er að vangaveltur um þunglyndi Begin eigi að einhverju leyti við rök að styðjast. Hann missti nýlega eiginkonu sína, og samstarfsmann sinn og stórvin Simha Erlich, og skakkaföll ísra- elska hersins í Líbanon hafa lagst þungt á hann. „Þetta hefur verið erfitt ár fyrir Begin," segja blöðin. í kjölfarið á umræðum þessum, hafa blöðin og fleiri velt því fyrir sér hver yrði eftirmaður Begins í forsætisráðherrastólnum. Hefur helst verið rætt um David Levy, aðstoðarforsætisráðherra, Yitzh- ak Shamir, utanríkisráðherra eða Moshe Arens varnarmálaráð- herra. V-Þjóðverjar eru mestu bjórdrykkjumenn heims London, 22. julí. AP. Bandaríkjamenn framleiða meston bjór af öllum, en Vestur- Þjóðrerjar drekka mest allra, sam- kvæmt upplýsingum samtaka bjór- framleiðenda í Bretlandi. En Frakkar eru mestir vín- drykkjumenn allra, drekka að meðaltali 11,35 lítra af léttum vínum á íbúa á ári, en þar næstir koma Spánverjar með 10,82 lítra og síðan Vestur-Þjóðverjar með 10,4. Hver Þjóðverji drekkur 122 lítra árlega Samkvæmt lista samtakanna yfir neyzlu bjórs, léttra vína og sterkra 1981, en nýrri tölur eru ekki til, er Bandarikjamenn ekki að finna í efstu sætum listans og ekki heldur Rússa, en neyzlutöl- ur eru allar miðaðar við höfða- tölu. Rússar hafa skotist upp í þriðja sæti yfir bjórframleiðend- ur og þar með skotið Bretum ref fyrir rass. Bandaríkjamenn framleiddu 138,9 milljónir fata af bjór árið 1981, Vestur-Þjóðverjar 57,3 milljónir, Rússar 38,4 og Bretar 37,7. í hverju fati eru 136 lítrar bjórs. Vestur-Þjóðverjar drukku 122 lítra af bjór að meðaltali 1981, næstir komu Tékkar með 116 lítra á mann, þá Austur-Þjóð- verjar með 114,5 lítra, Ástralir með 111,6 lítra, Danir með 109 lítra og Belgar með 103,2 lítra. Bretar eru í níunda sæti yfir bjórneyzlu, rétt á eftir Nýsjá- lendingum og írum, með 92,2 lítra á mann að meðaltali. Spánverjar eru í 16. sæti með 46,21 lítra og Frakkar í 22. sæti með 36,5 lítra. Næst á eftir Frökkum í vín- neyzlu koma Portúgalir og ítalir, en í efstu þremur sætum yfir neytendur sterkra vína (áfengis) eru, i réttri röð, Austur-Þjóð- verjar, Ungverjar og Pólverjar, samkvæmt upplýsingum sam- takanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.