Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 7 rjf HUGVEKJA pt iBL eftir liJLBL sr- Jón Dalbú Hróbjartsson „Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vín- ber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda ávöxtu..." (Matt.7. 15-23.) Texti dagsins er tekinn úr Fjallræðunni. — Jesús er að tala, lærisveinarnir sitja við fætur hans og margt fólk hefur safnast saman til að heyra hvað meistarinn er að segja. Það segir í niðurlagi Fjallræðunnar að fólkið hafi undrast mjög kenn- ingu hans, því að hann kenndi ekki eins og fræðimenn þeirra, heldur kenndi hann eins og sá sem valdið hefur. Jesús byrjar ræðu sína á sæluboðunum: „Sæl- ir eru fátækir í anda, því þeirra er himnaríki." Tónninn er gef- inn. Hér talar sá sem vald hefur til að gera alla menn sæla, sá sem fyrirgefur syndir. Jesús seg- ir hér að sá sem kemur auga á synd sína og þörf sína fyrir hjálp Guðs, hann er sæll. Jesús hefur mikið að segja í Fjallræðunni. Hann setur fram strangar kröfur, hann segir m.a. „Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna... en ég segi við yður.“ Krafan nær svo hámarki sínu er hann segir: „Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn." Hér verðum við orðlaus í fyrstu, því hver getur uppfyllt þessa kröfu? — Enginn, og þó, hann sem þarna sat uppi á fjallinu, mann- sonurinn, Messías sjálfur, hann var kominn til að uppfylla lög- málið. Hann var kominn til að gjöra okkur fullkomin í augum Guðs, færa okkur í réttlætis- skrúða sinn svo við stæðumst fyrir heilagleika Guðs. f dag mætum við varnaðarorð- um frá vörum frelsarans. Varist falsspámenn! Nú við vitum að spámaður er sá, sem talar af myndugleik um hinstu rök, um eðli lífsins og um Guð. Spámað- ur er sá sem telur sig hafa um- boð æðri máttar til þess að leggja úrskurð á þungvægustu trúarleg vandamál. Er hægt að segja eitthvað satt og gilt um þau stóru vandasömu efni? Já, segir Jesús Kristur. Sú vissa er forsenda fyrir öllu, sem hann segir í Fjallræðunni. Falsspámenn eru þá þeir, sem segja ósatt um hinstu rök lífsins, rangsnúa sannleikanum um Guð. Enda er ekki hægt að falsa sannleikann, nema sannleikur- inn sé til og sé kunnur. Það er aðeins hægt að benda á ranga leið ef vitað er um þá réttur. Þetta hafa menn reyndar vé- fengt með ýmsum rökum. Sumir hafa mikið uppáhald á þeirri indversku kenningu, að allar leiðir séu jafngóðar í andlegum efnum: Hvaðan sem þú leggur upp á fjallið kemstu upp, ef þú leitar á brattann á annað borð, því tindurinn er alltaf framund- an hvort sem þú kemur frá Varist fals- spámenn! austri eða vestri, norðri eða suðri. Þessu mótmælir Jesús. Hann segir: Það eru hamrar í fjallinu og hengiflug og gljúfur, þar eru þokur og sviptivindar og hálir stígar. Og þar eru villtir vegfar- endur, sem villa um fyrir öðrum, falsa vegvísana, véla af réttum vegi. Þetta hefur ýmsum þótt óað- gengileg kenning frá fyrstu fíð. í þeim flokki var Pílatus, sem spurði: Hvað er sannleikur? En þá var hann einmitt að svara Jesú, þegar hann sagði: Til þess er ég fæddur og til þess í heim- inn kominn að bera sannleikan- um vitni. Hver sem er sannleik- ans megin heyrir mína rödd. Píl- atus spurði ekki af því að hann vildi vita sannleikann, heldur til að verjast honum. Hann þurfti að finna sér afsökun fyrir að ganga í berhögg við samvisku sína til þess að bjarga lýðhylli sinni. Hann gat ekki heyrt án þess að beygja sig undir vald þess manns, sem við hann talaði. Afstaða Pílatusar er algeng. Og hún er oftast nær af líkum rótum runnin. Menn spyrja ekki til þess að finna sannleikann, heldur til þess að koma sér und- an honum. Jesús vissi að hann var sjálfur hið ótvíræða og endanlega sannleiksorð eilífs Guðs. Þess vegna getur Jesús sagt: Ég er sannleikurinn. Þegar Jesús svo talar um falsspámenn, þá er það fyrst og fremst viðhorfið til hans sjálfs, sem hann hefur í huga. Jesús segir m.a.: Komið til mín og lærið af mér, sælir eru þeir sem heyra og hlýða, sem ekki hneykslast á mér, heldur ganga undir áhrif mín, leyfa mér að lýsa sér, leiða sig og móta. Þetta segir Jesús. Og af því að hann segir þetta og getur sagt það, þá skulum við hlusta er hann segir: Varist falsspámenn, sem segja að þetta sé ekki rétt. Varist þá sem tortryggja og segja að annað sé sannara, eða að ekkert sé öðru sannara. En falsspámenn koma ekki í sínum rétta búningi, þeir koma í sauðaklæðum. Fjárhirðar í Pal- estínu gengu í gæruúlpum. Á því þekktust þeir. Hjörðin þekkti hirði sinn m.a. af búningnum. En þjófurinn gat lika brugðið sér í sama búning og stolist i hagann án þess að valda styggð, og lokkað í gildru. Góði hirðirinn, Jesús Kristur, hefur í huga, þegar hann dregur upp líkingamyndina af falsspá- mönnunum. Og bak við þá mynd er sú staðreynd að lygin gengur aldrei beint, hún fer alltaf krókaleiðir. Lesandi góður, Jesús vill vera hirðirinn þinn, hann vill gæta þín, hann hefur opnað himin sinn fyrir þér og vill að þú gang- ir á eftir sér inn. Láttu engan glepja þér sýn, láttu engan benda þér í öfuga átt, því að það er fals. Það er engin önnur leið inn í himinn en einmitt þessi, Jesús Kristur. Taylor Mjólkur- ísvélar og shake- velar Fyrirliggjandi greiðsluskilmálar. Heildverslun Eiríks Ketilssonar Vatnsstíg 3, sími 25234, 19155. Af sérstökum ástæöum er þessi FISKARI 900 vélbátur til sölu. Báturinn sem er ársgamall og keyröur aöeins fáar klukkustundir, er til afhendingar strax. Einstakt tækifæri til aö eignast bát í sérflokki. SKIP& FASTEIGNIR SKULAGÖTU 63 - ■S’ 21735 & 21955 Eftir lokun 36361 ÁVOXTUNSfáy VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ávöxtun sf. annast kaup og sölu verðbréfa, fjár- vörslu, fjármálaráögjöf og ávöxtunarþjónustu. Vegir liggja til allra átta ISLENDINGAR Græddur er geymdur eyrir ef ávaxtað er rétt! Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 25.07.83 Ar Fl. Sfl./ Ár Fl. s8./ 100 kr. 100 kr. 1970 2 15.154 I977 2 1.458 1971 1 13.059 1978 1 1.161 1972 1 12.529 1978 2 932 1972 2 9.873 1979 1 808 1973 1 7.631 1979 2 603 1973 2 7.710 1980 1 518 1974 1 4.870 1980 2 392 1975 1 3.885 1981 1 332 1975 2 2.863 1981 2 251 1976 1 2.512 1982 1 234 1976 2 2.043 1982 2 175 1977 1 1.711 Kaupendur óskast að góðum verðtryggðum veðskuldabréfum. Höfum kaupendur að óverðtryggðum veðskuldabréfum. Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan gengisútreikning. Hringið og kynnið ykkur kjörin. Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur / # / AVOXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10 — 17 -SÍMI 28815

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.