Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 19 hafa alltaf verið mikilvægur þátt- ur í starfi sendiráðanna. En tím- arnir breytast og í Vestur-Evrópu sem er í heild þýðingarmesta markaðssvæði okkar höfum við nú fríverslun í stað þeirra ríkisaf- skipta í innflutningslöndunum sem áður tíðkuðust. Nú er ekki um það að ræða að gera viðskipta- samninga eða rekast í leyfisveit- ingum, heldur hitt að opinberir aðilar, sem á þessu sviði eru við- skiptaráðuneytið hér heima og sendiráðin erlendis, styðji við- leitni einkaaðila og samtaka þeirra við að afla markaða og við- halda þeim. Þannig hefur reyndar viljað til, að í París og London hafa í sendi- herratíð minni verið starfandi sérstakir viðskiptafulltrúar við sendiráðin. Fjárveiting er til eins slíks embættis við eitthvert sendi- ráðanna. Sveinn Björnsson, skrif- stofustjóri viðskiptaráðuneytisins, var í París og Stefán Gunnlaugs- son, deildarstjóri í viðskiptaráðu- neytinu, er nú í London. Báðir hafa þeir unnið að margvíslegustu verkefnum og í minum huga er enginn vafi á að þessi tilhögun hefur gefið góða raun. í Bretlandi eru skrifstofur nokk- urra íslenskra fyrirtækja og sam- taka. Sendiráðið hefur náið sam- band við þær og vinnur að ýmsum málum til að greiða fyrir útflutn- ingi og stuðla að framgangi ferða- mála. Sameiginlega erum við nú ásamt Ferðamálaráði og fleirum að undirbúa íslandskynningu sem efnt verður til nú í haust í þremur borgum Bretlands, London, Man- chester og Glasgow. Ég vil geta þess að Verslunarráðið i London efndi í vetur til ráðstefnu um Is- land og var ég beðinn að tala þar. Var athyglisvert og ánægjulegt að heyra hve margan vininn við eig- um í hópi þeirra er stunda við- skipti við Island. Þá hefur komið fram að kannski mætti athuga hvort lítil eða meðalstór fyrirtæki gætu stofnað til samvinnu við ís- lenska aðila. Markaður Vestur- Evrópu er okkur opinn og auðvitað hljótum við að nýta okkur það eins og aðrir. Starf utanríkisþjónust- unnar að viðskiptamálum hlýtur að miðast að því að aðstoða menn við að færa sér þá aðstöðu í nyt sem samið hefur verið um á al- þjóðavettvangi. Um þennan þátt vil ég annars segja að við hljótum að stefna að aukinni viðskiptaþjónustu á veg- um sendiráðanna og frekara starfi þeirra í sameiginlegu átaki til að kynna landið og framleiðslu lands- manna. Því var einu sinni hreyft í umræðum hér, að viðskiptafull- trúar sendiráða gætu komið úr út- flutningsgreinum og horfið til þeirra aftur að loknu starfi er- lendis. Ef til væri ástæða til að ræða þessa hugmynd nánar." — Þú starfaðir á sínum tíma í viðskiptaráðuneytinu, síðan varðst þú sendiherra Islands hjá EFTA og þaðan fórstu til Parísar þar sem viðskiptamál eru ofarlega á baugi og nú ertu í London og hefur jafn mikinn áhuga á viðskiptahlið ut- anríkisþjónustunnar og þetta samtal okkar sýnir. Hvað segir þú um þær hugmyndir að sameina ut- anríkisráðuneytið og viðskipta- ráðuneytið? „Ég hef þá skoðun og veit ekki annað en í því efni séu aðrir starfsmenn utanrikisþjónustunn- ar mér sammála, að það yrði til velfarnaðar væru þessi tvö ráðu- neyti sameinuð. Æskilegt væri að innan vébanda nýs utanríkis- og viðskiptaráðuneytis yrði til dæmis samhæfð öll kynningar- og vöru- sýningarstarfsemi, svo og mark- aðsathuganir. Nauðsynlegt er að menn fari milli ólíkra starfssviða og fái tækifæri að fjölhæfa sig. Það þarf að vera aðstaða til sam- stillts átaks í markaðsmálum, þeg- ar það á við, og jafnframt til eðli- legrar þjónustu við hvern og einn. Um þetta má margt fleira segja en ég vil leggja áherslu á að með þessum orðum er ekki kastað rýrð á góð og gagnmerk störf viðskipta- ráðuneytisins eða annarra heldur bent á betra skipulag starfsem- innar." Tender Vittles Hagsýn húsmóðir gefur kisu sinni PURINA kattafóður daglega. Næring við hæfi - RANNSÓKNIR TRYGGJA GÆÐI PURINA umboðið Kælivélar hf. Mjölnisholti 14, Reykjavík, sími 10332. Tökum aö okkur uppsetningar, eftirlit og viðhald á kæli- og frystikerfum til sjós og lands. Einnig kæliskápa- og frystikistuviögerðir. Leitumst viö aö veita góöa þjónustu. Pú getur flogið beint til hjarta Evrópu og fengið flug+hótel eða bílaleigubíl á frábæru heildarverði Nú liggur leiðin beint til Amsterdam, hinnar lífsglöðu heimsborgar með hollensku smáþorpin. baðstrendurn- ar. vindmyllurnar, ostamarkaðina, leikvellina og skemmtigarðana í seil ingarfjarlægð. Við bjóðum flug+hótel- gistingu í Amsterdam á frábæru verði og fullyrðum að leitun sé að skemmti legri stórborg til lengri eða styttri heimsókna. En það er ekki síður erfitt að hugsa sér ákjósanlegri upphafspunkt en Amsterdam þegar stefnan er sett á ökuferð vítt og breytt um Evrópu. Frá Amsterdam. þessu eina og sanna Evrópuhjarta, liggur leiðin til allra átta og stutt er til fjölmargra skemmtilegra landa og fjolda stórborga sem gaman er að sækja heim. Með áætlunarfluginu til Amsterdam býðst þér einkar hagstætt heildar verð fyrir flug og bílaleigubíl. C)g það er notalegt til þess að vita að í okkar verðtilboði höfum við innifalið sölu skatt, tryggingar og ótakmarkaðan akstur og um leið verndaö þig fyrir óvæntum aukakostnaði þegar til út- landa er komið. Verð miðað við 4 í bíl 1 vika 2 vikur 3 vikur Flokkur A 11.022 12.217 13.412 Flokkur B 11.048 12.269 13.489 Fiokkur C 11.154 12.481 13.807 Flokkur D 11.315 12.802 14.290 Flokkur E 11.527 13.226 14.926 Flokkur F 11.870 13.914 15.957 Innifalið: Plug söluskattur, tryggingar, ótakmarkaður akstur. Bkki innifalið: Flugvallarskattur. Verð miðast við hvern einstakling. Verð miðast við gengi l. júlí I983. Amsterdam—óskabyrjun á ökuferð um Evrópu Hafið samband við söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofurnar. ^ v Flugfólag með ferskan blæ 4RNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.