Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 21 Knmobatjörn, öðru nafni Svanavatn., Sölukona fyrir framan Zen-Kó-Ji musterið, en þangað koma um 8 milljónir manna á ári. Ljósm. AK. mamman fylgdust með af athygli, en yngsta barnið lék sér á gólfinu. Það er mjög gaman að fara hjól- andi um hið fagra umhverfi Karu- izawa. Bílaumferð er þar fremur lítil og góð aðstaða fyrir hjólreiða- menn. Þegar við höfðum hjólað dágóða stund heyrðum við skyndi- lega hlátrasköll og glaðværan barnasöng. í ljós kom að hér var um að ræða barnaheimili fyrir þriggja ti fjögurra ára börn og voru börnin öll einkennisklædd í matrósablússum með stráhatta. Þegar börnin komu auga á mig var eins og þau hefðu séð veru frá öðrum hnetti því þau byrjuðu að hrópa og kalla jafnframt því sem þau bentu á mig í ákafa og sum virtust jafnvel smeyk við að koma of nálægt. Ég sagði fóstrunni hvaðan ég væri og þegar hún hafði útskýrt fyrir börnunum að ég kæmi frá köldu landi langt í burtu og þess vegna væri ég öðruvísi en þau, hvarf mesta hræðslan og vildu þau þá óð og uppvæg fá að setjast í fangið á mér og virtust hafa frá mörgu að segja, en ég skildi því miður fremur lítið af því. Ein fóstran settist nú við heldur fornfálegt píanó og fór að spila lítið lag og var þá eins og ýtt hefði verið á hnapp. Börnin hættu öllum ærslalátum, þustu út á gólfið og á örskammri stund höfðu þau raðað sér upp í beinar raðir og voru far- in að syngja skærum barnarómi með tilheyrandi handahreyfing- um. Það vakti furðu mína hversu mikinn aga fóstrurnar höfðu og hve auðvelt það virtist vera að fá börnin til að hlýða. Þegar ég sýndi á mér fararsnið röðuðu börnin sér á einu auga- bragði upp í einfalda röð og kvöddu mig öll með handabandi um leið og ég stakk upp í þau sæl- gætismolum, sem ég hafði sem betur fer haft meðferðis. Það var hreint ótrúlegt hversu rólega og yfirvegað börnin biðu þess að röð- in kæmi að þeim og trítluðu síðan út í góða veðrið með gott bragð í munninum. „ Vön alvörufossum heima á íslandi“ Nú var ferðinni haldið áfram og hjólað eftir þröngum stíg í átt til skógar. Eftir að hafa hjólað í dá- góða stund og notið kyrrðar og fegurðar skógarins komum við að tjörn nokkurri, sem kölluð er Kumoba-tjörn eða Svanavatn. Þar voru að vísu engir svanir að þessu sinni, en tjörnin er umlukin trjám á alla vegu, sem skýla fyrir vind- um og er hún því yfirleitt spegil- slétt. Trén speglast fagurlega í tjörninni, en í fjarska gnæfir eldfjallið Asama. Skyldi það hafa verið þarna sem Dimmalimm prinsessa hitti prinsinn Pétur í svanslíki? Umhverfið virtist alla- vega vera vel í samræmi við hið fallega ævintýri Muggs og var þetta tilvalinn staður til að hvílast um stund áður en haldið yrði áfram í áttina að Shiraito-no- Taki-fossinum. Mér hafði verið sagt að Shira- ito-no-Taki-fossinn væri eitt af náttúruundrum Karuizawa vegna stærðar sinnar og fegurðar og bjóst því við stórkostlegri sýn. Fossinn hafði reyndar laskast eitthvað við jarðskjálftana sem urðu á þessum slóðum í maí sl., og getið var um í fréttum, en í ljós kom að hér var aðeins um smáfoss að ræða, sem féll niður af um þriggja metra háum klettavegg. Satt best að segja varð ég ekkert yfir mig hrifin af Shiraito-no- Taki-fossinum enda vön alvöru- fossum heima á íslandi. „Átta milljónir á ári heimsækja Zen-Kó-Ji-musterið “ Helstu trúarbrögð i Japan eru Shinto, sem eru sérjapönsk trú- — nútíma iðnaðarþjóð sem byggir á ævaforn- um siðum og venjum Buddhatrúarkonur á bæn. Á örskammri stund röðuðu börnin sér í beinar raðir og byrjuðu að syngja með viðeigandi handahreyringum. arbrögð er byggja á dýrkun for- feðra og fornra guða, Buddhatrú og kristindómur. Shinto og Buddhatrú eru útbreiddustu trúarbrögðin og víða í Japan má sjá Shinto-altari og Buddhamust- eri. Eitt frægasta Buddhamusterið í Japan er Zen-Kó-Ji-musterið í Naganoborg, en þangað er um þriggja klukkustunda akstur frá Karuizawa. Lokið var við að byggja aðalhluta musterisins árið 1707, sem er um 1500 fermetrar að flatarmáli og er þriðja stærsta timburbygging í Japan. Allan ársins hring streyma ferðamenn til Zen-Kó-Ji-muster- isins, en talið er að þangað komi um átta milljónir manna á hverju ári. Sagt er að allir þeir sem leggja á sig pílagrímsför til must- erisins muni endurfæðast í para- dís Buddha. Af þeim sökum er það markmið flestra japanskra Buddhatrúarmanna að komast til Zen-Kó-Ji-musterisins að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Eftir að hafa skoðað hið stór- kostlega musteri var tómur mag- inn farinn að segja til sín með við- eigandi óhljóðum. Þegar við höfð- um litast um í dágóða stund í leit að veitingastað rákumst við á stóran glugga í götuhæð þar sem karl nokkur flatti út gríðarstórt deig í óða önn. í ljós kom að hér var um japanskan núðluveit- ingastað að ræða og sá karlinn um að núðlurnar, sem gestunum var boðið upp á, væru ávallt nýjar. Við ákváðum að fá okkur japanskar núðlur í hádegismat og brögðuð- ust þær ljómandi vel, enda hefur karlinn örugglega kunnað sitt fag. „Drekka te til að rækta og viðhalda huglægri ró“ Japanskir tesiðir eru meðal þess sem áhugavert er að kynnast í Japan. Eftir matinn var ákveðið að fara með mig í japanskt tehús og sýna mér hvernig drekka eigi japanskt te. Talið er að tesiðirnir eða „Chanoyu" hafi orðið til á 8. öld og er þeim stundum lýst sem góðri aðferð til að rækta og við- halda huglægri ró um leið og notið er hins sérkennilega bragðs tesins. Ef til vill er hér komið ráð við streitu vesturlandabúa, en streita er nær óþekkt hugtak í Japan. Sjálft teið líkist helst skær- grænu púðri, en það er búið til úr laufblöðum 20 til 70 ára gamalla trjáa. Teið er lagað á þann hátt að duftið er látið í botninn á djúpri glerskál og yfir það hellt sjóðandi vatni, en um leið er þeytt vel með sérstakri bambussleif. Við það myndast græn froða, sem er ein- mitt sérkennandi fyrir hið jap- anska te. Það tekur dágóða stund að laga teið ef vel á að vera og nauðsyn- legt er að drekka það rólega og gefa sér til þess góðan tíma. Það þykja góðir mannasiðir að taka skálina, sem teið er borið fram í, upp með vinstri höndinni og snúa henni þrisvar með þeirri hægri. Síðan á helst að fá sér þrjá til fjóra litla sopa áður en skálin er lögð gætilega niður. Einfaldleiki, rósemi og viðhöfn, eða „wabi“ eins og Japanir kalla það, eru nauð- synlegir þættir við japanska ted- rykkju og eigi að sýna sérstaka kurteisi er rétt að hrósa húsmóð- urinni, eða þeim sem ber teið fram, fyrir fallegar teskálar. í Japan er hægt að fara á sér- stök námskeið til að læra hina sérkennilegu tesiði og hvernig teið skuli borið fram. Mér hefði örugg- lega ekki veitt af að fara á eitt slíkt, því aðfarir mínar við te- drykkjuna voru síður en svo fag- mannlegar. Áður en varði var vikan, sem ég átti að dveljast í Karuizawa, liðin. Mér fannst hins vegar eins og ég væri rétt að átta mig á hlutunum og hefði gjarnan viljað vera leng- ur, því ekki hafði gefist mikill tími til að slappa af og njóta þess að leika golf og tennis, en til þess gefast ekki of mörg tækifæri á ís- landi. En einhvern tíma tekur allt enda og þegar ég kvaddi gestgjáfa mina á járnbrautarstöðinni í Karuizawa fannst mér eins og ég hefði þekkt þá um árabil. Hlaðin gjöfum, sem mér höfðu verið gefn- ar að skilnaði, kom ég mér makindalega fyrir í einum járn- brautarklefanum ásamt fyigdar- mönnum mínum, sem áttu að sjá til þess að ég kæmist heil á húfi til Yokohama, en þar skyldi haldið um borð í farþegaskipið Shin Sak- ura Maru og sigla áleiðis til Hong Kong.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.