Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 23 „Göörrls," segir Fröken Brodie með sínum harða skoska fram- burði í sunnudagsþáttum sjón- varpsins um blómaskeið þeirrar mætu kennslukonu, með sínar brennandi hugsjónir að gera ungar kvennaskólastúlkur af árganginum 1930 að vísum nú- tímakonum. „Creme de la creme" eða rjómann í samfélaginu, eins og þessi víðmenntaða kona orðar það. En hún hefur samt ekki fremur en mömmurnar kjark til að segja stúlkunum sínum hvernig börnin verða til. Ekki einu sinni þegar ein þeirra verð- ur lostin skelfingu við að maður kemur við fótinn á henni í sporv- agni. Heldur að hún geti af því orðið ófrísk. Og vitanlega leggj- ast greindar stelpur í rann- sóknastarfsemi og bera sig til við það eins og þær best kunna. Byrja á að leita að orðum yfir athæfið í orðabók. Hvert þær rannsóknir leiða liggur ekki fyrir á þessari stundu. Gömul della, segjum við nú- tímafólk með yfirlæti. Alveg eins og við að lesa um söguhetj- una Meggie frá Ástralíu f skáldsögunni Þyrnifuglarnir, sem mér þótti ágæt og löng sumarlesning, er gefur góða inn- sýn í þessa fjarlægu heimsálfu og mótun íbúanna þar. En Meggie gengur í hjónabandið á fjórða áratugnum, vitandi það eitt að eitthvað verður hún að ganga í gegn um til að geta eign- ast börn. Fær ekki einu sinni djarfa ráðgjöf fyrri tíma til ungra hefðarmeyja i Bretlandi: „Close your eyes and think of England" eða „Lokaðu bara aug- unum og hugsaðu um föðurland- ið.“ Færum okkur á heimaslóðir í klassísku bókmenntunum. Ekki var hún Steina í Hlíðum undir Steinahlíðum í Paradísarheimt Laxness neitt að pæla í því hvernig barn er byrjað, þótt hennar ungi væri í heiminn kominn. Segir í yfirheyrslunni hjá sýslumanni um faðernið og sýpur hveljur: „Eg veit ekki hvurnin börnin verða til.„ Og „þegar lagðar voru fyrir hana frekari spurningar innvirðulega, skildi stúlkan eigi með öllu hvað þeir voru að fara. Henni voru kurteisisorð sem notuð eru fyrir rétti um samfarir karls og konu jafn ókunn og almenn orðatil- tæki um sama efni. Hún þekti ekki utan orð og gjörðir dýrlinga og eingla. Byrjun barna í móð- urkviði hafði aldrei verið út- skýrð henni, utan Maríu meyj- ar.“ María mey er kannski ekki besta fyrirmyndin sem haldgott fræðsluefni í þessum sökum, þótt ætlast væri til þess að hún dygði bæði Steinu undir Steina- hlíðum og kvennaskólastúlkun- um í sjónvarpsþáttunum um hana Jean Brodie, sem hug- hreysti stúlkurnar í síðasta sunnudagsþætti með því að María mey hefði aldrei ferðast í sporvagni. Svo hættan fælist örugglega ekki þar. Eru ekki allir farnir að hlæja að slíkri vitleysu? Eða kannski bara orðnir sannfærðir um að einhver ruglingur sé kominn á heilasellur höfundar ,sem greini- lega hefur horft á sjónvarp á sunnudaginn var og þá á þáttinn um heilastarfsemina á eftir blómatíma Brodiear. En það er bara komið á daginn að ungl- ingsstelpur nútímans fá á Is- landi ekki mjög haldgóða fræðslu í þessu efni heldur. Að mömmurnar og kennslukonurn- ar — eða foreldrarnir og kennar- arnir — hafa líklega lítið meiri kjark til að fræða þær almenni- lega og aðstöða í þessu mikil- vægasta máli fyrir unglinga á vissu aldursskeiði en mömmurn- ar í Skotlandi og kennslukonan Jean Brodie. Þetta kemur fram í miklum fjölda unglingsstúlkna, sem fæða börn án þess að hafa ætlað sér það eða eru í stakk búnar til að taka við barni til umsjár og umhyggju. Þær eru hér á landi miklu fleiri en gerist í nágrannalöndum okkur, svo sem á Norðurlöndum. Ástæðu þessa telja 57 konur úr mörgum starfsstéttum og flokkum vera ónóga fræðslu um kynferðismál og getnaðarvarnir á íslandi á því herrans ári 1983. Því hafa þessar konur, sem margar vinna við mál þessu tengd, svo sem læknar, félags- fræðingar og mæður, skrifað heilbrigðisráðherra og mennta- málaráðherra og hvatt til fræðsluherferðar um kynferð- ismál í skólum landsins og til almennings. Kannski eru stelpur nú til dags að því leyti verr sett- ar en stelpurnar hennar ungfrú Brodie í Skotlandi á árinu 1930, að nútíminn er djarfari og frjálsari. Þegar þær fara að kynna sér málin sjálfar dugar ekki lengur orðabókin ein, held- ur líka kannski tilraunastarf- semi sem freistar, áður en undir- stöðuþekking er fengin til að ekki fylgi áfall. í bréfi sínu vekja konurnar at- hygli á því að 8 árum eftir gild- istöku ákvæða í lögum, sem gera ráð fyrir þessari fræðslu í skól- um, skortir verulega á að þau séu framkvæmd. Og þær segja: „Fjöldi þungana 15—19 ára stúlkna er mikill og reynsla fé- lagsráðgjafa, sem um þessi mál fjalla, bendir til þess að veru- legur hluti stúlkna í þessum ald- urshópi hafi takmarkaða þekk- ingu á kynferðismálum og getn- aðarvörnum." Hvað þá þær sem enn yngri eru. í bréfinu kemur líka fram að stjórnvöld á Norð- urlöndum hafa unnið markvisst fræðslustarf um þetta efni og telja sig hafa náð verulegum árangri í þá átt að fækka þung- unum í aldurshópnum 15—19 ára. Og er það ekki einmitt á þeim aldri sem úrslit ráðast ein- kum um skólagöngu og í fram- haldi af því möguleika í lífinu? Vilja títtnefndar konur að fræðslan verði fastmótaður þátt- ur í skólakerfinu, er falli eðlilega að öðru námi. Sjálfsagt segja nú einhverjir að varla séu nútímastúlkur jafn illa settar að ná sér í haldgóða fræðslu um kynferðismál og telpurnar hennar fröken Brodie, hún Steina undir Steinahlíðum eða Meggie á áströlsku sléttun- um fyrr á öldinni. En sá tími þótti nú býsna upplýstur líka. Og dæmin tala eða hvað? Hér ofar var drepið á hina sunnudagsþættina um heila- starfsemina og truflun á henni. Sl. sunnudag birtist þar á skján- um hún Lísa í Undralandi og óræðu, klassísku tilsvörin henn- ar og skemmtilega kálormsins notuð sem tillíking við þá vís- indaspeki sem tilreiða átti. En þar sem ekki virtist liggja fyrir að þetta var hún skrýtna skemmtilega Lísa skáldsagna- persóna í ævintýralandinu, sem alltaf var að stækka óhóflega og minnka svo aftur, héldu áhorf- endur að þessi „Alice“ sem ís- lenski textinn var alltaf að hafa eftir mikla speki, væri vísinda- kona að útskýra staðreyndir í beinni ræðu og fúlustu alvöru. Botnuðu margir lítt í starfsemi heilans framan af. Voru nærri því jafn ráðvilltir og Lísa þegar kálormurinn leiðbeindi henni um að borða af kringlóttri gor- kúlunni: „Af annarri hliðinni stækkar þú, en minnkar af hinni.“ En það er önnur saga og eins og hún Lísa segir: „Allir hafa unnið og allir eiga að fá verðlaun." Ljósm.: Kristján E. Einarsson um blaðsins er sjálfsagt og eðli- legt að selja þær vörur til Sovét- ríkjanna sem unnt er að fá viðun- andi verð fyrir. Frá Sovétríkjun- um á einnig að kaupa það sem gagnlegt er en án opinberra fyrir- mæla eða þrýstings. Og sé það stefna ríkisstjórnarinnar að með valdboði skuli séð til þess að olíufélögin kaupi sem mest elds- neyti frá Sovétríkjunum er hún beinlínis röng, olíuinnflutning á auðvitað að gefa frjálsan. Með öllu er þó ástæðulaust að afhenda Sovétmönnum sál sína, hjarta, sannfæringu, öryggi og frelsi svo ekki sé talað um sjálf- stæði þjóðarinnar í kaupbæti. Og sú lítilþægni er aumkunarverð fyrir utan hættuna sem af henni stafar að álíta að okkur farnist best í samskiptum við Sovétríkin með því að skríða í duftinu fyrir innkaupastjórum þeirra eða skerða ritfrelsið til að þóknast þeim. „Næturfrostið“ 1958 Mikið hefur verið rætt og ritað um hugtakið „finnlaridíseringu". Nýlega kom út í London ritgerð um öryggismál Norðurlanda eftir Erling Bjöl, danskan prófessor. Þar leitast hann meðal annars við að skýra hvað felst í „finnlandís- eringu" og nefnir í því sambandi atburðinn sem nefndur hefur ver- ið „næturfrost-deilan“. Bjöl segir: „Á árunum 1957—58 voru gefn- ar út ýmsar pólitískar bækur [í Finnlandi] um nýliðna atburði og vöktu þær enga hrifningu hjá Sov- étmönnum. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvað olli „næt- urfrost-deilunni" 1958, en Finnar virtust hafa gengið of langt. Ein kenningin er sú að á þessum tíma hafi Sovétmenn ekki verið tilbúnir til að samþykkja sósial-demókrata sem forsætisráðherra Finnlands. Hvað sem öðru líður sýndu þeir óánægju sina í verki með því að kalla sendiherra sinn fyrirvara- laust heim frá Helsinki og fresta viðræðum um verslunarviðskipti. Síðara skrefið gat haft alvarlegar afleiðingar: finnskar vélsmiðjur, sem reistar höfðu verið til að framleiða upp í stríðsskaðabætur, áttu allt sitt undir sovéska mark- aðnum og í þeim störfuðu um 80 þúsund verkamenn. Meðal þeirra ráðstafana sem Finnar gripu til í því skyni að bliðka Sovétmenn var að stöðva útgáfu á endurminningum komm- únistans Yrjö Leino, sem hafði verið innanríkisráðherra. Hins vegar var það fyrst eftir að Bændaflokkurinn [Miðflokkurinn] hafði myndað einlita ríkisstjórn 1959 að dró úr spennunni. Finnar höfðu fengið lexíu um takmörk sjálfstæðis síns.“ Erling Bjöl bendir siðan á það að í Finnlandi ríki einhvers konar sjálfskipuð ritskoðun í fjölmiðlum og hjá bókaútgefendum. Til dæmis hafi það gerst eftir að Dimitri Ustinov, hermálaráðherra Sovét- ríkjanna, heimsótti Helsinki 1978, að blöð utan Finnlands skýrðu frá því að hann hefði hvatt til sameig- inlegra heræfinga Sovétmanna og Finna. Á þetta var ekki minnst í finnskum fjölmiðlum. En að mati Bjöl sýna þeir þó oft meiri árvekni í miðlun erlendra frétta en fjöl- miðlar annars staðar á Norður- löndunum. Þá segir Bjöl frá þvi að verk eftir Alexander Solsjenitsyn hafi aldrei verið gefin út í Finn- landi. Rekur hann þetta allt til „næturfrost-deilunnar" 1958. Ad rétta litla fingur 1948 gerðu Finnar vináttusamn- ing við Sovétríkin. íslendingar gerðust stofnaðilar Atlantshafs- bandalagsins 1949. Að þessu leyti er ógjömingur að bera stöðu þjóð- anna gagnvart Sovétríkjunum saman. Málflutningur herstöðvaand- stæðinga á tslandi hefur gengið út á það nokkur undanfarin ár, að Sovétmenn geti „réttlætt" að senda kjarnorkueldflaug á tsland. Engir hafa lagt sig meira í líma við að gera ísland að kjarn- orkuskotmarki en einmitt herstöðvaandstæðingar. Þeir menn sem gera þær kröfur að Morgunblaðið hætti að halda á loft skoðunum sinum um afstöð- una til Sovétviðskiptanna eru að skapa aðstæður fyrir „finnlandís- eringu" á íslandi. Þeir eru að krefjast þess að íslenskir fjölmiðl- ar skrifi þannig um Sovétríkin eins og þeir halda að Kremlverjum sé að skapi, ástundi sjálfskipaða ritskoðun. Einmitt þetta er hin hættulega hlið á þessum viðskipt- um og gegn henni verður að berj- ast. Framsóknarmenn gera tilkall til samleiðar með miðflokks- mönnum í Finnlandi, til dæmis á þingum Norðurlandaráðs. Hér á landi eru það framsóknarmenn og málgagn þeirra, Tíminn, sem hæst hrópar um þögn þegar Sovétvið- skiptin eru annars vegar. Hvernig dirfist Morgunblaðið að skrifa svona og við sem þurfum að selja saltsíld til Sovétríkjanna? var spurt í ritstjórnargrein Tímans á dögunum. Sumir eru vafalaust þeirrar skoðunar að framsóknarmenn hafi þegar rétt Sovétmönnum litla fingur með því að lýsa þvi hvað eftir annað yfir, að þeir séu til- búnir til að „finnlandíserast". Eitt er víst að framsóknarmenn hafa ekki þrek til að axla þá ábyrgð sem af þessu ábyrgðarleysi þeirra leiðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.