Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JtJLÍ 1983 25 Kveðjuorð: Guðmundina Þórunn Kristjánsdóttir Fædd: 18. febrúar 1903. Diin: 12. júlí 1983. Guðmundína, vinkona mín er horfin yfir móðuna miklu, laus við þjáningar þessa lífs. Hún bar sín- ar þrautir æðrulaus, því þrek hennar var mikið og sálarró. Foreldrar hennar voru Sigur- lína Kolbeinsdóttir og Kristján Þórðarson, sem bjuggu á ósi við Steingrímsfjörð. Heimilið á ósi var yndislegt, þar ríkti guðsótti og góðir siðir, húslestrar lesnir, sem venja var á flestum heimilum. Minnist ég þeirra stunda er ég fékk að koma í heimsókn að Ósi þar sem vinátta var milli foreldra minna og húsráðanda. Þá var það venja á kvöldum að lesið var upp- hátt og sátu allir hljóðir undir lestrinum og höfðu um hönd ein- hver létt störf, var af þessu hin besta skemmtan, enda lesarinn góður, Albert Ingimundarson, fóstursonur Þórarins og Guð- mundínu móður Kristjáns. Ungu hjónin Sigurlína og Krist- ján bjuggu í sambýli við gömlu hjónin. Þau áttu 4 börn, þrjár dætur og einn son, var Guðmund- ína þeirra elst og þar af leiðandi þekkti ég hana best, varð strax hrifin af hvað hún var falleg og kát. Um 17 ára varð hún fyrir þeirri sorg að missa föður sinn, sem hún unni mjög og nú hlaut að koma í hennar hlut sem elsta barns að hjálpa eftir mætti og það tel ég hana hafa gert. Svo liðu árin. Eft- ir tvítugt kynntist hún myndar- manni, Ingimundi Magnússyni frá Hólum, vel gefnum, listfengum og duglegum. Hófu þau búskap á ósi og bjuggu af myndarskap í 8 ár. Þá veiktist Ingimundur og enn kom það í hlut Guðmundínu að sýna hvað í henni bjó. Um hávetur tók hún sig upp, fór til Reykjavík- ur og var yfir manni sínum hel- sjúkum þar til yfir lauk. Hún átti svo ríka samúð með öllum sem liðu og gerði svo mörgum gott, þó ekki væru vandabundnir. Eftir þetta fór hún aftur að sinna bú- störfunum. Réði til sín ráðsmann, Sigurð Arason, og sá hann um búreksturinn í nokkur ár. Dvöldu móðir hennar og systur hjá henni að nokkru. Nokkru síðar giftust þau Guðmundína og Sigurður, fluttu til Hafnarfjarðar og stofn- uðu þar sitt heimili. Var sambúð þeirra farsæl og reyndist Sigurður henni traustur og góður maður til hinstu stundar. Er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra hjóna fyrir þann vin- argreiða er þau tóku dóttur mína, Guðrúnu, á heimili sitt í þrjá vet- ur, meðan hún var við nám og reyndust henni mjög vel. Að end- ingu votta ég Sigurði Arasyni mína dýpstu samúð, svo og systk- inum hennar. Ég kveð hana með virðingu og þökk. Megi hún njóta guðsblessunar. Magndís A. Aradóttir. 2 hlutar af 7 í flugvélinni TF Exp eru til sölu. Flugvélin er Cessna Hawk XP 11, árg. 1977 meö: 195 Hp-mót- or, skiptiskrúfu, fullkomnum blindflugstækjum, Glide Slope Cessna 300 Autopilot, Dual King NAV/ com, King ADF, King X-power og long range-tönkum. Upplýsingar veittar í síma 81022 (Sigurjón) og í síma 53004. MEÐ í FERÐALAGIÐ Hljómplata eða kassetta og bók með textum og myndum BÓKIN FYLGIR ÓKEYPIS Þetta er kassettan sem börnin hlusta á um leið og þau skoöa bókina og eru róleg í aftursætinu, svo að allir njóti ferðalagsins FRÓÐLEGT FJÖRUGT OG SKEMMTILEGT BARNAEFNI Töfrar og fegurð Flugleiöir gefa þér kost á aö kynnast töfrum landsins og fegurð, sem þú hefur ef til vill aðeins lesið um í ferðabæklingum fyrir útlendinga og ferðahandbókum. Gististaðir eru allir mjög góðir, alltfrá fyrsta flokks hótelum til fallegra tjaldstæða, - og allt þará milli. Miðað er við að ferðalangurinn nýti sér skipulagða ferðaþjónustu á hverjum áfangastað eða nýti sért.d. bílaleigurtil að ferðast á eigin vegum. Hér er um að ræða svo að segja ótakmarkaða möguleika til að njóta sumarleyfisins á sem hagkvæmastan hátt. Sérstakt verð Sumarreisur Flugleiða eru íslandsferðir fyrir Islendinga, boðnar á sérstöku verði, sem er 30% lægra en venjuleg fargjöld, en kaupa þarf einhverja sumarreisuþjónustu á áfangastað fyrir að minnsta kosti 600 krónur fyrir hvern ferðalang, - 250 krónur fyrir börn. ísafjörður Sumarreisuþjónusta: Hótel ísafjörður, sigling um Hornstrandir, sigling um Djúpið, útsýnisferð um bæinn. Sérstaklega áhugaverð 4ra daga ferð um Hornstrandir, einn fegursta stað á Vestfjörðum. Helgarferð, sem hefst á föstudegi og lýkur á mánudegi. Akureyrl - Húsavík Sumarreisuþjónusta. Hótel KEA, Varðborg, Akureyri, Mývatnsferðir, Eyjafjarðarsigling, útsýnisferðir um bæinn. Hótel Húsavík, bílaleiga, sjóstangaveiðiferðir og Eldárferð, sem er sérstaklega yfirgripsmikil dagsferð frá Húsavík um Tjörnes, Ásbyrgi, ÍSLANDSREISUR IÍSLENDINGA n ___\ v-I&ÉIœR ;::T _______ Hljóða Hljóðakletta og til Dettifoss. Þaðan er farið til Mývatns og aftur til Húsavíkur. Ógleymanleg náttúrufegurð í rammíslensku umhverfi. Egilsstaðir - Höfn Sumarreisuþjónusta: Hótel Valaskjálf, Gistihúsið Egilsstöðum, bílaleiga gefur kost á könnunarferðum um fegurstu staði Austfjarða og Héraðs. Jöklaferðir hf. á Homafirði gefa nú ferðalöngum kost á sérstakri jöklaferð með lúxus snjóbíl. Þessar jöklaferðir eru afar vinsælar. Farið er á Vatnajökul í sérstaklega innréttuðum snjóbíl og ferðast þægilega um jökulinn í 3-4 klukkustundir. Þetta er útsýnisferð, sem á sér varla nokkurn líka. ReykJavík Sumarreisuþjónusta: Hótel Esja, Hótel Loftleiðir. Útsýnisferðir til Gullfoss og Geysis með Kynnisferðum, auk fjölda annarra ferða þeirra. Útsýnisferð um Reykjavík, dagsferðir og kvöldferð sem endar á Broadway. Söfn, tónleikar, leikhús, skemmtistaðir, íþróttastaðir o.m.fl. Lágmarksdvöl á áfangastað er 4 dagar en hámarksdvöl 21 dagur. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Nánarl upplýsingar fást hjá sðluskrlfstofum okkar. umboðs- mönnum og ferðaskrlfstofum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.