Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 Fékk bjartsýnina í vöggugjöf — rætt við Guðlaug Bergmann um jákvætt hugarfar og sitt hvað fleira ... Viðtal: Sveinn Guðjónsson. „Ég var orðinn svo þreyttur á þessum eilífa bar- íómi og tali um að allt væri að fara til helvítis að ég ákvað að gera eitthvað róttækt í málunum og berj- ast gegn þessu neikvæða hugarfari,“ segir Guð- laugur Bergmann um Ieið og svitinn sprettur út á okkur í gufubaðinu hjá Jónasi á Kvisthaganum. Guðlaugur, eða Gulli í Karnabæ, eins og margir kalla hann, er mikill gufubaðsmaður og hann kveðst sækja sína starfsorku dag hvern í gufuna hjá Jónasi. Þegar ég nefni að ef til vill séu gufuböð ekki eins holl og af er látið svarar hann að bragði: „Ég veit ekkert um hversu hollt það er, en gott er það.“ Þar með er það útrætt mál og við snúum okkur aftur að alvöru lífsins og ástandinu í þjóðfé- laginu. Raunar var það kveikjan að þessu viðtali, að mitt í öllu svartnættinu og krepputalinu að und- anförnu hefur borist rödd hrópandans í eyðimörk- inni um að mæta erfiðleikunum með „bjartsýni og bros á vör“, eins og þeir Karnabæjarmenn orða það. Gulli Bergmann og Guðbergur Auðunsson £ auglýsingamynd fyrir „Dee- skyrtuna", sem var ein fyrsta flfkin sem Guðlaugur framleiddi og hannaði sjilfur. Guðlaugur Bergmann er upp- hafsmaður þessarar herferðar fyrir jákvæðara hugarfari og ég spyr hann hvað iiggi að baki þessu bjartsýnistali, sem vissulega hef- ur vakið athygli, á sama tíma og menn berja lóminn út um allt land: „Eins og ég sagði áðan var ég, eins og fjölmargir aðrir, orðinn þreyttur á þessu bölsýnistali. Allir töluðu um það sama, nú væri þetta búið, kreppa hér og kreppa þar. Menn hittust varla svo að ekki væri minnst á kreppuna og stjórn- málamenn létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Blöðin voru yfirfull af þessu og ekkert virtist vera frétt nema kreppan. En það voru tvö atvik sem fylltu mælinn og þau urðu bæði sama daginn. Ég fór til bankastjóra einn fimmtu- dagsmorgun og var rétt kominn inn úr dyrunum hjá honum og ekki búinn að bera upp erindið þegar hann byrjaði: „Jæja, nú er það komið, allt að fara tii helvítis, atvinnuleysi, og engir peningar til neins staðar, bankarnir tómir og allt í eymd og volæði," og maður- inn hreinlega lak undir borðið, var gjörsamlega yfirbugaður af böl- móði. Mig langaði til að spyrja hann hvort ég ætti ekki að reyna að finna peninga einhvers staðar til að lána bankanum því það var greinilega allt á síðasta snúningi hjá honum. Nú, erindið varð ekk- ert lengra, ég bara hlustaði og fór svo út með þetta. Hitt atvikið átti sér stað seinna þennan sama dag, en þá hringdi blaðamaður frá ónafngreindu dagblaði og spurði mig hvernig viðskiptin gengju. Ég sagði honum að þau gengju ágætlega, og var að segja það alveg satt. Það hafði gengið ágætlega og engin ástæða til að kvarta, nema síður væri. Auðvitað var þetta ekki eins og á blómatimum, en þetta var í lagi. Hann segir þá að það geti bara ekki verið því hann hafi verið að tala við fullt af aðilum í fata- bransanum og öllum beri saman um að ástandið hafi aldrei verið jafn slæmt. Ja, ég veit það ekki, segi ég. Ég hef ekki þessa sömu sögu að segja, þetta er búið að vera alveg sæmilegt síðan í mars og ég er bara nokkuð ánægður með þetta. Þá segir hann aftur að þetta geti bara ekki verið og að hann trúi mér ekki og ég segi við hann: Ert þú að hringja í mig til að spyrja mig eða ertu að segja mér? Fréttin var svo birt daginn eftir og þar var talað við fullt af aðilum, sem allir voru neikvæðir, en það sem ég hafði sagt var ekki birt. Þetta varð til þess að ég hugsaði með mér að nú yrði að snúa vörn í sókn, þetta væri ekki hægt.“ Við erum að » vinna saman „Foreldrar mínir lifðu á kreppu- tímum og það eru fjölmargir ís- lendingar á lífi sem vita hvað raunveruleg kreppa er. Við erum rík þjóð og það er til háborinnar skammar að vera að væla um kreppu í dag. Ég er ekkert að draga úr því að við eigum við ákveðin vandamál að stríða í efna- hagsmálum, en margt af þessu er heimatilbúið og svo eru önnur utanaðkomandi áhrif sem við verðum að takast á við, en það er ekki rétta leiðin að draga allt niður í bölsýni. Ég hélt fund með fólkinu mínu og við ákváðum að taka okkar eig- in efnahagsstefnu sem byggð væri á bjartsýni og samvinnu og blásið á barlóminn, og við ætlum að gera þetta með bros á vör því það skipt- ir miklu máli að takast á við þessi vandamál með jákvæðu hugarfari. Ég fór með allt starfsfólkið niður í Austurstræti og þar var tekin mynd af okkur sem ég lét í heil- síðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem efnahagsstefna fyrirtæk- isins var kynnt. Því næst efndi ég til samkeppni um einkunnarorð fyrir þessa stefnu og undirtektir urðu mun betri en ég hafði búist við. Hátt á annað þúsund bréf bár- ust og í hverju bréfi margar upp- ástungur, sem allar voru jákvæð- ar. Alls staðar var tónninn já- kvæður og mér fannst að þarna endurspeglaðist vilji fólks til að vinna þjóðina út úr vandanum með samstilltu átaki. Og auðvitað verður að krefjast þess sama af stjórnmálamönnum, að þeir vinni saman til þess að íslendingar nái aftur þeim lífsgæðum sem stefnt er að. Sá sem sigraði í samkeppninni lagði til að við gæfum þjóðinni batamerki, því það er jú það sem við viljum sjá í efnahagslífinu. Júníbatamerkið var með einkunn- arorðin: „íslensk spjör, betri kjör“ og júlíbatamerkið er „Með bros á vör“ og við munum halda áfram að gefa út batamerki með einkunnar- orðum sem við teljum að gefi þennan jákvæða tón, sem okkur finnst að fólk sé að leita eftir. Þetta þýðir ekki að það eigi að slá öllu upp í kæruleysi, heldur eigum við að vinna okkur út úr vand- anum með jákvæðu hugarfari og standa saman.“ Hefur þetta haft einhver áhrif á starfsandann í þínu fyrirtcki? „Já, þetta hefur haft mikil áhrif á starfsfólkið og það skemmtileg- asta er þessi samstarfsvilji sem ég finn. Við erum öll að gera eitthvað saman og þetta hefur undirstrikað þann skilning sem ég hef lagt í tengsl atvinnurekenda og laun- þega, að engir eigi raunverulega meiri samleið en einmitt þessir aðilar því afkoman skiptir báða jafn miklu máli og í þann hagnað, sem verður til, sækja báðir sitt. Menn eru ekki að vinna fyrir ein- hvern heldur með — við erum að vinna saman. Mér finnst að þessi tilraun hafi þjappað okkur mjög saman og fólkið er orðið miklu jákvæðara í öllu starfinu. Auðvit- að eru til undantekningar, en þær koma þá bara betur í ljós. En það hafa einnig fjölmargir utan fyrirtækisins lýst yfir stuðn- ingi við að svona sé tekið á málun- um, með jákvæðu hugarfari og jákvætt hugarfar kemur meðal annars fram í brosi eins og júlí- batamerkið bendir á. í júníbata- merkinu felst sá skilningur að þeir sem styðja íslenskan iðnað eru um leið að leggja sitt af mörkum til að bæta lífskjör þjóðarinnar því að við vitum, að ef Islendingar myndu sameinast um að kaupa ís- lenska framleiðslu, svo lengi sem hún er sambærileg við þá erlendu, þá spörum við dýrmætan gjald- eyri og sköpum um leið vinnu fyrir fólkið í landinu.“ Hvernig líst þér á efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar? „Mér finnst sumt gott og annað slæmt enda býst ég við að það sé aldrei hægt að gera svo að allir verði ánægðir. Eg sé samt þau ákveðnu batamerki á þessari stjórn, að hún virðist ætla að taka ákveðnar og fastar á málum en við höfum átt að venjast á undanförn- um árum og það er aðalatriðið því stjórnleysið er hættulegast. Hins vegar held ég að mennirnir verði að gera einhverjar hliðarráðstaf- anir nú á næstunni til að bæta kaupmátt fólks og það gengur t.d. ekki að láta lánskjaravísitöluna æða áfram á meðan kaupgjald stendur í stað. Ég trúi ekki öðru en þarna verði ráðin bót á því ann- ars er hætta á að margir komi til með að eiga í erfiðleikum þegar líða fer á árið. Ég er persónulega ánægður með að Albert Guðmundsson virðist ætla að fara að vinna í anda sjálfstæðisstefnunnar því það hef- ur orðið misbrestur á að flokkur- inn hafi fylgt eftir stefnumálum sínum á liðnum árum. Ég er sömu- leiðis ánægður með stefnu Matthí- asar Bjarnasonar í heilbrigðis- málum þvú nauðsynlegt er að draga úr hinni opinberu þjónustu þar sem hún er greinilega komin út í öfgar. Og ég tel að þar sem hægt er að koma við einkafram- taki, sé það betri kostur en opin- ber rekstur." Ert þú það sem kalla má dæmi- gerður „kapitalisti"? „Ég tel mig vera hægri mann, en ég er samt ekki viss um að skilgreining mín á hægri og vinstri sé sú sama og hjá mörgum öðrum. Ég tel að sá maður, sem aflar mikils, sé mikils virði, en hann er ekki meira virði sem ein- staklingur en sá sem liggur í ræs- inu. Það er hins vegar ekki hægt að hjálpa þeim sem liggur í ræs- inu nema að við gefum þeim, sem aflar, tiltölulega frjálsar hendur til að skapa verðmæti. Ég virði alla einstaklinga og á því byggist mín pólitíska sannfæring, frelsi einstaklinga til athafna, enda sé það ekki á kostnað annarra ein- staklinga. Ef við lítum hins vegar á þróun mála í austantjaldslönd- unum sjáum við að þar er ein- staklingurinn harla lítils virði gegn ofurvaldi miðstýrðs flokks- ræðis.“ Hið mikla hreyfiafl „Ef við tölum svo um hægri og vinstri í sambandi við efnahags- mál þá lít ég svo á að allt snúist þetta um fjármagnið eða „kapital- ið“ eins og það er nefnt. Kapitalið er það hreyfiafl sem heldur öllu gangandi. Ég hef stundum líkt þessu við bíl og bensín. Þú getur átt fallegan bíl, en þú hreyfir hann ekki nema þú fáir bensín á hann. Eins er þetta með fyrirtæki, þau ganga ekki nema þau fái fjár- magn. Hvar er kapitalið t.d. hér á landi? Hvar liggur það og af hverju stjórnast það? Ég er jafnmikill andstæðingur ríkiskapitals og einokunarkapit- als. Ég er harður andstæðingur auðhringa sem sölsa undir sig heilu atvinnugreinarnar á kostnað einstaklinga og hafa sölsað undir sig kapital, hreyfiaflið, á kostnað einstaklinga. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur stutt ríkiskapital og að vissu marki einokunarkapital og Framsóknarflokkurinn hefur einnig stutt bæði ríkiskapital og einokunarkapital og þar á ég fyrst og fremst við SÍS. Bankarnir eru að mestu undir stjórn ríkisins, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.