Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 33 (Ljóflm: Mbl. RAX) Guðlaugur Bergmann á gangi í Austurstræti. hjá ríkinu og hinum stærri fyrir- tækjasamsteypum liggur mest allt kapital íslands. Hvar er annars staðar kapital? Það er til dæmis í lífeyrissjóðum og þar erum við komnir að þeim aðilum sem stjórna verkalýðshreyfingunni, þ.e. vinstri flokkunum, sem að sjálfsögðu styðja ríkiskapitalið og svo það sem við getum kallað líf- eyrissjóðakapital, sem er orðið geigvænlegt kapital í landinu og hreyfiafl. Og hvað er þá eftir? Við sem erum í einkafyrirtækjum verðum að betla til að fá þetta hreyfiafl. En mín hægristefna byggist sem sagt fyrst og fremst á því, að ég trúi því að fjármagnið sé betur komið í höndum einstakl- inga en miðstýrðra ríkisfyrir- tækja eða miðstýrðra einokunar- fyrirtækja, þar sem ég tel að hreyfiaflið sé misnotað og ekki eins vel stjórnað og í höndum ein- staklinga. Við getum tekið einfalt dæmi úr íþróttalífinu, t.d. skíðaíþróttunum þar sem nefna má bæjarlyfturnar í Bláfjöllum. í því tilfelli er ég sannfærður um að kapitalið hefði skilað sér miklu betur í höndum einstaklinga, sem hafa í fjöida ára lagt á sig mikla vinnu i sjálfboða- starfi til framgangs skíðaíþrótt- inni, en að láta borgina annast þennan rekstur. Við getum t.d. bent á KR-lyftuna í Skálafelli, sem er framtak einstaklinga. Sjálfur er ég KR-ingur og er stolt- ur af því, og raunar er KR eina félagið sem ég hef séð ástæðu til að ganga í, en ekki af því að ég sé á móti félagsskap eins og Lions, Kiwanis eða Frímúrurum, en það er önnur saga. Ég var í skíðadeild KR fyrir 25 árum og byrjaði fyrir ári að fara upp í Skálafell aftur, og þegar ég kem þangað eru fyrstu mennirnir sem ég sé sömu strák- arnir, sami mannskapurinn, og var að vinna í sjálfboðavinnu þá, auk yngri manna sem hafa bæst í hópinn með árunum. Allir eru þessir menn vinnandi þarna og búnir að koma upp stærstu lyftu á íslandi í sjálfboðavinnu. Eflaust hafa einhverjir styrkir komið til, en það ;em tg er að segja er, að ef ríkið eða bæjarfélög vilja stuðla að einhverri svona starfsemi eiga þau ekki að reka hana sjálf því þá byrjar vitleysan og kapitalið fer að nýtast illa. Ég nefndi heilbrigðisþjónustuna áðan og vil taka skýrt fram að auðvitað vill enginn láta minnka heilbrigðisþjónustuna. En þetta er spurning um að nýta kapitalið skynsamlega. Þar hefur til dæmis komið fram að mötuneytin eru mjög dýr í rekstri og því væri miklu skynsamlegra að nýta hina fjölmörgu duglegu veitingamenn sem við eigum til að annast þessa þjónustu. Þegar upp er staðið komum við alltaf að því sama, að það er skattborgarinn sem þarf að borga brúsann í bruðli ríkisins og illa stjórnuðum ríkisfyrirtækjum. í þessu tilfelli jafnast þetta út með sjúkrasamlaginu, en það er í rauninni ekkert annað en blekk- ing. Reksturinn er jafn lélegur og vitlaus fyrir það og þess vegna ætti að bjóða þetta út, eins og raunar margt annað, og ég er þeirrar skoðunar, að það er ótrú- lega margt sem mætti setja í hendur á einkaaðilum og fá þar með betri nýtingu fjármagnsins." Skattgreiðendur borga brúsann „Ég trúi á framtak einstaklinga og trúi þvi að það komi miklu meira út úr hverjum manni ef hann er metinn sem einstaklingur, en ekki eitthvert nafnnúmer í miðstýrðu kerfi, og ef hann á möguleika á að fá eitthvað fyrir sína vinnu. Ef einhver einn getur betur en annar á hann skilið að fá umbun fyrir það. Og það er öllum til góða því að slíkir menn skapa fyrir alla. Það er þetta sem gleym- ist oft, að ef einhver græðir — þetta er ljótt orð gróði — þá er það gróði fyrir alla. Til þess að hægt sé að borga hærri laun verða fyrirtækin að bera hagnað og í þann hagnað sækjum við hærri kaupmátt. Og þetta á ekki bara við um hagnað heldur einnig sparnað því það gleymist oft, að græddur er geymdur eyrir. Ég get nefnt sem dæmi um þetta, að fyrir nokkrum árum hringdi ég í ritstjóra eins dag- blaðsins og sagði honum frá því að ég væri búinn að gera samning um að flytja út fyrir eina milljón á mánuði og spurði hann hvort hon- um fyndist þetta frétt. Jú, honum fannst þetta stórkostleg frétt og taldi hana alveg þess virði að hún færi á baksíðu. Svo sagði ég við hann að ég ætlaði aðeins að breyta fréttinni, að ég sparaði gjaldeyri sem næmi milljón á mánuði með því að framleiða vöru sem annars yrði flutt inn. Hvernig fannst hon- um fréttin núna? Þá var hún ekki lengur eins mikils virði. Þessi skilningur á sparnaði gleymist oft. Þetta kemur oft fyrir í boltaleikj- um, að þeir eru aðeins metnir sem skora mörkin en ekki þeir sem verjast mörkum. Sama gildir í viðskiptalífinu, að það er oft ekki metið þegar mönnum tekst að reka fyrirtækin með minni til- kostnaði en ná samt fram jafn miklu. í þessu felst auðvitað mikill sparnaður. Það er þarna sem ríkisreksturinn og bæjarfélaga- reksturinn er á hálum ís að mín- um dómi og stendur sig mjög illa. í einkarekstri gerist þetta ekki eins oft af því að ábyrgðin liggur á aðilanum sjálfum. Það er yfirleitt allt lagt undir í þessum rekstri og ef menn standa sig ekki og leggja sig ekki fram er voðinn vís. Ríkis- fyrirtækin fara hins vegar aldrei á hausinn þótt menn standi sig illa því skattborgararnir borga brús- ann. Ég hef stundum hugsað um að rétt væri að koma hér á fót skattborgaralögreglu, sem hefði eftirlit með því hvernig skattpen- ingum er eytt. Því skyldum við ekki fá að fylgjast með því hvernig þeir fara með þessa peninga? Það eru til óteljandi dæmi um bruðl með peninga í ríkiskerfinu, með kapitalið, þetta mikla hreyfiafl sem allt stendur og fellur með, og það er ekkert eftirlit með því og enginn er ábyrgur. Þess vegna skiptir það máli, að þeir menn sem setja á okkur skatta fari vel með skattfé borgaranna, og það á að vera jafn mikið eftirlit, ef ekki meira, með því hvernig þeir fara með þetta fé, eins og eftirlitið með því hvernig við skilum því. En svo að ég ljúki þessari um- ræðu um kapitalið, þá er það hreyfiafl sem nota má bæði til góðs og ills og við höfum mörg dæmi um það að hópar, og jafnvel heilar þjóðir, hafa náð undir sig miklu kapitali og notað það til ill- verka og þá er kapitalið orðið hreyfiafl á neikvæðan hátt. Ég held að mesta hættan sé fólgin í því að þetta hreyfiafl lendi í fárra manna höndum, hvort sem það er ríkisstjórn, sveitarfélög eða stjórnendur auðhringa og jafnvel lífeyrissjóða. Það er miklu skyn- samlegra að dreifa þessu hreyfi- afli meðal einstaklinga, eins mikið og hægt er, og ég er sannfærður um að með því móti er minni hætta á að það verði misnotað eða illa farið með það.“ Átti ekki rúm til að sofa í Við víkjum talinu aftur að bjartsýni og ég slæ því fram að ef til vill séu ekki allir í sömu að- stöðu og Gulli í Karnabæ til að vera bjartsýnir um þessar mundir. í framhaldi af því spyr ég hann hvort hann hafi alltaf verið svona bjartsýnn, t.d. hér á árum áður þegar hann átti minna eða jafnvel ekki neitt? „Þegar ég átti minna eða jafnvel ekki neitt, segir þú, og úr því þú orðar spurninguna svona get ég alveg sagt frá því að þegar ég var í Verslunarskólanum, skólaárið 1957—58, þá svaf ég á vindsæng því ég átti ekki rúm til að sofa í. Ég bjó með mömmu minni í einu leiguherbergi, með aðgangi að eld- húsi, og ég átti aldrei fyrir því að fara á böll, en hins vegar var ég svo heppinn að kunna að dansa svo stelpurnar buðu mér á böllin. En ég held að ég hafi aldrei fundið neitt sérstaklega fyrir þessu. Ég held að ég hafi fengið það í vöggu- gjöf að vera bjartsýnn og jafn- framt það að vaxa við vanda, en hins vegar hættir mér til að gefa eftir í meðbyr og á það þá jafnvel til að sofna á verðinum. Samt sem áður eru þetta hlutir sem maður verður að þroska með sjálfum sér og ég held að ég hafi alla tíð hugs- að mikið um þetta. Það hefur alla tíð skipt mig miklu máli að vera sjálfstæður og þá sérstaklega fjár- hagslega og t.d. var ég svo heppinn að geta unnið sjálfur fyrir ferm- ingarfötunum mínum. Ef til vill má tengja þessa bjartsýni mína við það, að ég hef verið svo heppinn að upplifa mjög skemmtilega tíma og ef til vill kunnað að lifa í takt við þá, ef svo má að orði komast. Þessi tímabil má eiginlega miða við ríkjandi stefnur í dægurtónlistinni. Fyrst lifði ég það að dansa undir mjög skemmtilegri „swing-músík", þeg- ar KK-sextettinn var upp á sitt besta. Síðan kom rokktímabilið og þar á eftir bítlatímabilið, sem ég upplifði á vissan hátt í tengslum við mitt fyrirtæki, Karnabæ, en upphaf og starfsemi fyrirtækisins tengdist mjög þeim tískuáhrifum sem fylgdu bítlaæðinu. Þetta var mjög skemmtilegt tímabil, en þó held ég að fyrir mig hafi rokk- tímabilið verið skemmtilegra. Það sýndi sig líka á rokkhátíðunum í vetur, að það er mikil stemmning í rokkinu og svo virðist sem það ætli aldrei að deyja. Rokktímabilið upplifði ég fyrst og fremst sem umboðsmaður Lúdó-sextetts og Stefáns, sem var vinsælasta rokkhljómsveitin í þá daga, og auk þess sýndi ég mikið þennan nýja tískudans, rokkið, ásamt Diddu, Sæma, Lóu og fleir- um. Það var mikið líf í tuskunum á þessum árum og mikið umstang í kringum þessa umboðsmennsku. Maður þurfti að setja sig í sam- band við fjölda fólks, sjá um aug- lýsingar, selja miðana á böllin, af- greiða ýmis mál sem komu upp á böllunum og svo koma strákunum heim eftir böllin. Ég var í sölu- mennsku á þessum árum og gat því sameinað þessi störf á ferðum okkar um landið, en það skemmti- legasta við þetta allt var að maður kynntist aragrúa af fólki. Annars er mér einna minnistæðast hvað samkeppnin var gífurleg í þessum SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.