Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLl 1983 39 hið nýja svæði félagsins við Safa- mýri. Félagið fékk að njóta þess að Jón hafði ekki fyrir stóru heimili að sjá. Margur dagurinn, jafnvel vikurnar fóru í allskonar ósjáan- legan undirbúing. Samræður, fundahöld og samninga vegna vallargerðar, teikninga af félags- heimili, umræður við ráðamenn borgarinnar um hið nýja félags- svæði sem meðal annars var ekki endanlega staðsett. Telja má víst að borgaryfirvöld megi vera þakklát fyrir hvað Jón barðist á móti þvf að félagssvæðið yrði beggja vegna Miklubrautar. En þrátt fyrir hans miklu störf fyrir Knattspyrnufélagið Fram, þá muna félagarnir hann senni- lega lengst fyrir hans frábæra vinskap, gleði og humör, hnyttileg tilsvör og ekki síst fyrir þá leik- þætti og sviðsetningar sem hann stóð fyrir. Sum leikgerfi hans eru og verða ógleymanleg þeim sem sáu. í mörg ár var það fastur liður á árshátíðum félagsins að Jón sæi um skemmtiatriðin og hún er eft- irminnileg eftirvæntingin hjá gestum, hverju Jón tæki nú uppá. Þótt ólærður væri í faginu, var hann góður sviðsmaður og einlæg- ur leikari, honum var eiginlegt að vera einlægur. Oftar en einu sinni var Jón far- arstjóri á vegum félagsins með misstóran hóp ungmenna. Mér er sérstaklega í minni knattspyrnu- ferðin til Vordingborgar í Dan- mörku 1962. Það var siglt með Drottningunni meö viðkomu í Færeyjum. Aðhald þarf þá ferðast er með yngri. Jón hafði það lag á að allir væru jafnaldrar og bæru traust hvorir til annarra. Sam- heldni þessa hóps tel ég hafa verið og vera með fádæmum. Þá boðað var til sameiginlegs fundar hóps- ins í tilefni 75 ára afmælis Fram, þá mættu allir utan þriggja sem þó sendu orð um að þeir væru til alls viðbúnir. Þá er það Stokk- hólms- og Oslóferðin 1968. Þá var Jón aðalfararstjóri handknatt- leiksflokks sem fór til þátttöku i Polar Cup keppni í Osló. Bæði pilt- ar og stúlkur. Það var í þessari ferð sem Fram gerði garðinn frægan. Piltarnir unnu gullverð- laun og stúlkurnar unnu silfur. Ég er sannfærður um að þátttakend- ur í þessum ferðum sem kynntust Jóni minnast hans sem góðs fé- laga, góðs vinar. I tilefni 75 ára afmælis Fram í maí sl. var Jóni og Margot boðið til hátíðarinnar af félaginu. Þótt hann gengi ekki heill til skógar, þá kannski lagði hann allt í sölurnar til að geta þegið boðið. Á hátfðinni tók hann að sjálfsögðu þátt í skemmtiatriðunum. Það varð hans síðasta sviðssetning, því miður, en mikill var viljinn. Á hátíðinni færði hann félaginu forkunnar fagran kristalsvasa í tilefni 75 ára afmælis félagsins, hann vildi gjarnan meira og lengur, en það varð hans hinsta kveðja til hans kæra félags. Jón var músíkalskur og hafði yndi af söng. Áður en hann fluttist til Danmerkur söng hann í mörg ár með Pólýfónkórnum. Þar eign- aðist hann sem annars staðar góða vini, vini sem hann minntist oft á, hann saknaði kórsins. Þann tíma sem hann bjó í Danmörku söng hann þar með kórum sem og honum þótti vænt um. Jón lagði sig fram í hverju starfi. Hann var framúrskarandi tungumálamaður. Eftir að hafa verið örfá ár í Danmörku hef ég heyrt eftir dönskum vinum hans, að hann hafi talað réttari og fallegari dönsku en innfæddir. Ensku hans muna þeir sem heyrðu hans ensku mállýskur. Jón var góður og tryggur félagsmaður. Hann gekk í Kiwanis-hreyfinguna í kringum 1970. Þar tók hann þátt í stjórn- arstörfum og var meðal annars ritari Kiwanis-klúbbsins Kötlu í tvö ár. í Kötlu lagði Jón sig fram sem annars staðar að láta gott af sér leiða, safna fé til styrktar bágstöddum, gera heyrnleysingj- um dagamun, skemmta börnunum á sumardaginn fyrsta. Jón kom víða við. Jón var yfirvegaður og víðlesinn. Hann hafði gaman af að setja saman vísur og kvæði og var góður stílisti. Hann talaði fallegt mál og unni íslenskri tungu. Það var oft á síðkvöldum, að við Jón settumst niður og flettum ljóða- bókum. Hann hafði sérstakt yndi af ljóðum Tómasar Guðmundsson- ar. Það var í seinustu heimsókn Jóns til íslands að hann tók bók Tómasar í hönd og las. „Ó blóm sem deyið! Björtu vökunætur, sem bráðum hverfið inn í vetrar- [skuggann! Hvers er að bíða? Hægt ég rís á fætur, og hljóður dreg ég tjöldin fyrir [gluggann' Kannske vissi hann, eða ekki, hvers var að bíða og að tjöldin væru þá þegar hálfdregin fyrir. Þau vekja athygli síðustu orðin sem Jón skrifaði í gestabók undir- ritaðs. Hugrekki mannsins, heldur honum uppi í sjúkdómum hans, en dapurt geð, hver fær það borið? Orðs. 18.14. Það væri hægt að fylla heila bók með setningum og kvæðum Jóns, milljón minningar sækja að. Ég kveð vin minn, sem áður, með einu orði. Sjáumst. Vegna fráfalls Jóns Þorláksson- ar, liggur frammi í dag, á Fram- daginn, í félagsheimilinu við Safa- mýri, minningarbók sem þeir geta ritað nöfn sín í sem þess óska og vottað hinum látna virðingu sína og aðstandendum samúð. Hörður Pétursson t Þökkum Innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og úttör móöur minnar og tengdamóöur, ÖNNU LÁRUSDÓTTUR. Lára og Einar Zoöga. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall eigin- konu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, ADALBJARGARSTEFÁNSDÓTTUR, Lönguhltö, Vallarhreppi, S-Múlasýslu. Sérstakt þakklæti fá Kristján Steinsson, Björn Guöbjörnsson, Sonja og annaö starfsfólk deildar 14 G Landsspitalans fyrir góöa umönnun. Sigurður Stefánsson, Tómas Tómasson, Guörföur Guöbjartsdóttir, Siguröur Yngvi Tómasson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 íslandsmót í vélflugi Shell-bikarinn íslandsmót (yfirlandsflug/ lendingarkeppni) í vélflugi veröur haldiö á Blönduósflugvelli 13. og 14. ágúst nk. kl. 14.00, ef þátttaka fæst. Þátttökutilkynningar ber- ist til Flugtaks, sími 28122, eða Flugskóla Akureyrar, sími 96-21824, fyrir 7. ágúst. Flugmálafélag íslands. Flugskýli í Fluggörðum tíl sölu. Flugskýliö er 180 m2, meö háum dyrum og rúmar eins hreyfils flugvélar og minni geröir af tveggja hreyfla flugvélum. Nánari upplýsingar veittar í síma 81022 (Sigurjón) og í síma 53004. Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ I S.HELGASONHF STEINSMHUA aKBuWUVEGI 48 SIMI 76677 Opiötilkl. 10 virka daga Útfararkransar og kistuskreytingar meö stuttum fyrir- vara. Getum útvegaö áletrun á boröa meö skrautstöfum. FlÓra, Hafnarstræti 16, sími 24025. • Tilvalið fyrirunga fólkið • Sjónvarpsherbergið • Sumarhúsið • Blómaskálann VAIHÚSGÖGN ÁRMÚLI 4 SÍMI82275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.