Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 43 nútímabókmenntir Rússnesk bókaverzlun. Það sem er sundrað nú á dögum verður síðar meir sameinað undir gæðastimplinum rússneskar bókmenntir. mótað af kaldhæðnislegri firr- ingu, í stuttu máli sagt þrúgað af útlendum áhrifum og því ósovézkt og órússneskt. Bókmenntir ætlaðar fáum útvöldum Samisdat-skáldsagan „Púsjkín- húsið" eftir Bítov, sem enn hefur ekki fengizt opinberlega gefin út í Sovétríkjunum, vegna vissra bók- arkafla, sem fela í sér gagnrýni á sovétkerfið, en einnig vegna mjög flókinnar uppbyggingar þessarar skáldsögu, vegna „menntunarof- hleðslu" hennar, hinnar aristó- kratísku skilgreiningar á menn- ingu, ekki sízt vegna leikrænna, léttra, manierískra stílbragða. Skáldsaga þessi sameinar svo af- bragðsvel rússnesk og evrópsk viðhorf, að manni verður helzt fyrir að kalla hana reglulegt fyrir- myndardæmi um menningarlegan samruna austurs og vesturs. Annars eru það jafnt „löglegir" rússneskir rithöfundar sem „ólöglegir", sem verða fyrir að- kasti og ásökunum um fagurkera- snobb. Þéim ásökunum, sem beint var gegn síðari ritverkum hins aldraða Valentins Katajevs eða gegn hinum sífellt rismeiri sögu- legu skáldsögum Bulats Okudsjava, er til dæmis einnig beint gegn Sasja Sókolov, rússneskum rithöf- undi, sen núna er búsettur í Bandaríkjunum. Þeir eru allir ásakaðir um að snúa alvarlegum efnum upp í bókmenntalegt af- þreyingarefni. Slíkar umsagnir vilja loða lengi við menn. Allt fram í andlát sitt vorið 1981 varð Jurij Trifonov þannig að berjast gegn því með oddi og egg að vera af gagnrýn- endum sínum kallaður bæði reik- ull í skoðunum og kaldhæðinn úr hófi og að hann ófrægði auk þess land sitt og þjóð með verkum sín- um; en ekkert lá honum raunar fjær. Söguhetjur Trifonovs vöktu af þeim sökum svo feiknarlegan áhuga lesenda á Vesturiöndum, að þær báru jafnan glöggt vitni um ótvíræð tengsl sín við sovézku heimsborgina Moskvu, en voru samt um leið nátengdar fólki hvar sem var annars staðar í heiminum í angist sinni og þrá og í áhyggjum sínum, að ógleymdum löstum og sjúkdómum. Á þennan hátt náðist fram nokkuð, sem verður að telj- ast mjög óvenjulegt: Staðbundnar og um leið algildar lifandi nær- myndir og ágreiningsefni, sem varðað geta hvern sem er, hvar sem er. Hver væri fær um að halda áfram „Línunni" hans? „Moskvu- hópurinn", sem svo er kallaður, er hópur rithöfunda á fimmtugsaldr- inum, búnir mjög svo mismunandi hæfileikum — til dæmis Kim, Kir- ejév, Krupin, Kurtsjatkin, Makanin, Mirnév o.s.frv. — Þeir búa að vísu allir í Moskvu, en skrifa þó ekki allir saman um Moskvu. Enginn þeirra virðist í verkum sínum ná með tærnar þangað sem Trifonov hafði hælana, jafnvel ekki þar sem þeir komast næst honum í byto- vaja prosa. Djubljonka Eftir áralangt hlé er framhaldið af „Ágúst 1914“ loks komið út, og heitir hin nýja bók Alexanders Solzénitsyns „Október 1916“. Þessa ritverks hefur lengi verið beðið með hinni mestu eftirvænt- ingu víða um heim, en þarna er um að ræða fundamentalíska endurskoðun á sögu rússnesku byltingarinnar. En hver verður framvindan inn- an rússneskra nútímabókmennta, ef gagnrýnin á sovétkerfið verður framvegis ekki lengur borin fram sem tilfinningaríkur vitnisburður til þess að ná tii hjarta lesenda, eins og verið hefur hingað til, heldur sett fram í búningi leik- rænna, óraunverulegra furðufyr- irbæra eins og í hinni meistara- legu smásögu Boris Vakhtins, „Djubljonka" (Rúskinnskápan"), sem birt var í bókmenntaárbók- inni „Metropol", eða eins og í leynilögreglureyfaranum „Rauða torgið" eftir Évgenij Koslovskij, og í hillingaskynjunum Vladimirs Kormers í skáldsögunni „Mold- varpa sögunnar"? Hvert stefna rússneskar bók- menntir þegar farið er að setja fram fullyrðingar, en þær svo skömmu síðar dregnar til baka, þegar farið er að skjóta innan- tómu blaðri inn í efnisþráðinn, rökrettu samhengi er viljandi ofboðið, sagt frá sorglegum atvik- um á kátlegan og gáskafullan hátt, en hlægileg atvik sett fram á harmþrunginn hátt, þar til allt hið uppdiktaða og ímyndaða hefur gleypt hið góðkunna raunverulega, hið sannreynda hefðbundna, og er endanlega runnið saman við það? Hvað gerist, þegar tveir fram- úrskarandi ritsnillingar eins og þeir Évgenij Popov og Jurij Mamléj- ev taka í verkum sínum upp þessa stefnu algjörra afskræminga og skopstælinga og beita við það ófrávíkjanlegu raunsæi í fram- setningu sem stílbragði? Þessir tveir rithöfundar hafa nú þegar náð svo langt á þessari nýju braut innan rússneskra bókmennta, að það er að vísu hægt að kalla þá rússneska nútíma höfunda, en það mun hins vegar reynast afar erfitt að draga þá í nokkurn ákveðinn dilk. Algjörlega ný viðhorf Évgenij Popov er fæddur árið 1946 í borginni Krassnojarsk í Síberíu og hóf rithöfundarferil sinn sem „löglegur", eða allt þar til hann var rekinn úr sovézka Rit- höfundasambandinu árið 1979, vegna þess að hann hafði verið einn þeirra rithöfunda, sem stóðu að útgáfu bókmenntaárbókarinn- ar „Metropol", og hafði einnig lát- ið birta þar eftir sig nokkrar rit- smíðar. Éftir það hefur hann verið á svarta listanum í Sovétríkjunum og fær verk sin ekki lengur gefin út á „löglegan" hátt. „Vessélije Russij" (eða „Rússneskur gáski") er titillinn á nýlegu smásagna- safni eftir Évgenij Popov og hefur að geyma 34 smásögur. Eins og svo mörg önnur rússnesk bók- menntaverk, sem koma út á frum- málinu utan Sovétríkjanna, er þessi bók gefin út af bókaforlag- inu Ardis í Michigan í Bandaríkj- unum, en það hefur einmitt sér- hæft sig í útgáfu rússneskra bóka. Sé rithöfundurinn Évgenij Popov borinn saman við hin tvö mikilhæfu og afkastamiklu al- þýðuskáld, Viktor Astafév og Val- entin Raspútin, sem með miklum listrænum tilþrifum kalla gjarnan fram í huga lesenda sinna ní- tjándu aldar hugmyndir um gild- ismat raunverulegra verðmæta í lífinu, þá kippir á hinn bóginn Popov í sínum ritverkum lesend- um heldur betur hranalega aftur til raunveruleika nútímans, niður á svið hins allrafrumstæðasta í mannlegu siðgæði og mannlegum þörfum. Að vísu verður þetta að kallast kjarnmikil lesning, en veldur naumast neinni sérstakri „hugljómun", því sé í sögum Popovs um einfaldleika að ræða í lífi rússnesks alþýðufólks, þá er það alveg örugglega ekki í þeim skilningi, að þar sé einhver barnslega saklaus einfeldni á ferð- inni. Þarna úir og grúir af svæsn- ustu skopsögum um menn úr öll- um þjóðfélagsstéttum; þessar grályndu skrýtlusögur byrja oftast mjög kímilega, en enda næstum því alltaf á heldur skuggalegan og dapurlegan hátt. Kaldur veruleiki „Þetta er hin sorglega saga nokkurra ungra manna. Stundum eru það einhver lítilfjörleg smá- atvik, sem eyðileggja líf manna með öllu. Manni er fleygt fyrir borð og maður kemur aðeins við og við upp á yfirborðið til þess að anda snöggvast að sér lofti. í bæn- um okkar er til dæmis einn ungur maður af þessu tagi, sem hefur skipt um vinnustað í áttatíu og eitt skipti. Og allur bærinn þekkir hann, já, og hann sjálfur þekkir vitaskuld allan bæinn. í áttatíu og eitt skipti hefur þessi maður skipt um vinnustað! Þegar hann var ennþá bara strákurinn hann Vítalenka, fór hann í kvöldskóla til þess að þurfa ekki að vera foreldrum sínum byrði fjárhagslega. En hvað hann lærði landabréfið af miklu kappi, þvílíkan áhuga hann sýndi þeirri spurningu, hvers vegna aparnir hafi allt í einu farið að rísa upp á afturlappirnar og tekið að ganga um á tveimur jafnfljótum!“ Og síðar stendur svo með vís- bendingu um árekstra í aðsigi: „Æ, dapurlegt og rótlaust er líf þeirra manna, sem ekki hafa yfir að ráða einum einasta fermetra af íbúðarhúsnæði. Þeir verða að flakka frá einum stað til annars, verða stöðugt að skipta um vinnu- stað og stöðugt að skipta um ætt- ingja. Lítið þið bara á hann Niko- lai Jefymitsj okkar, þennan prýð- ismann, hreinasta listamann í málmsmíði, sem alla sína ævi hef- ur verið að sverfa eitthvað og slípa...“ Það kemur ósjálfrátt eitt nafn upp í hugann við lestur verka Popovs, það er stórt nafn: Michail Zosjtsjenko, nema hvað Zozjtsj- enko hafði reglulegt dálæti á hin- um óhetjulegu söguhetjum sínum. En Popov aftur á móti er grimm- lyndur, einbeittur, hlutlaus rithöf- undur gagnvart sögupersónum sínum. Og hverju er hann svo eig- inlega að lýsa? Alþýðunni? Þegar hann gerir það, þá sem hættulegu náttúruafli. Einstaklingnum úr hópi alþýðunnar? Þegar hann lýs- ir einum slíkum, þá er það jafnan við hinar herfilegustu og fáránleg- ustu kringumstæður. Kannski líf- inu? Þegar hann gerir það, þá sem algjörum óskapnaði undir ofur- þunnri skán góðrar skipunar á yf- irborðinu. Þá þjóðfélaginu? Já, og þegar hann lýsir því, þá sem spila- borg, sem geti hrunið í rúst hve- nær sem er, þótt það þurfi svo sem ekki að gerast af pólitískum ástæðum. En hvað gerist svo á bók- menntasviðinu, þegar farið er að beita þessum yfrið raunsæja frá- sagnarmáta í lýsingum á mönnum, sem verða að ófreskjum, og á ófreskjum, sem verða að mönnum, eins og Júrij Mamléjev (f. 1931) gerir í frásögnum sínum af blóðsjúgandi vampýrum, aft- urgöngum og skindauðum mönnum? „Semjon Kúsnitsj er dá- inn.“ — „Nú, hvað er þetta, er hann aftur dauður?" Júrij Mamléjev verður að teljast einn af gáfuðustu og merkustu rit- höfundum Rússa; hann var rekinn úr landi og býr nú í Bandaríkjun- um. í fáránlega raunsærri efnis- meðferð hans á furðufyrirbrigðum þeim, sem hann kýs að skrifa um, minnir hann um margt á Gogol, eða á „firringarsérfræðingana" Harms og Vedjenskij. En þegar annars er litið yfir rússneskar nútímabókmenntir, má heldur ekki gleyma því, sem er núna fyrst, á tveimur til þremur síðustu árum að byrja að koma í ljós: „Fimmta" kynslóð rússneskra framúrstefnurithöfunda með hin- ar fjölskrúðugustu aðferðir til að takast á við hin ýmsu vandamál samtíðar sinnar. Enn sem komið er, á þessi vaxt- arbroddur rússneskra nútíma- bókmennta sér ekkert nafn, engan samnefnara, svo ekki sé á það minnst, að hann á sér ennþá eng- an fastan samastaö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.