Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 Dragnótaveiöar á Faxaflóa: Bolfiskafli eins bátsins 75% aflans KOLAVEIÐAR í dragnót hófust á Kaxaflóa um miðjan þennan mánuð og hafa gengið þokkalega. Nokkuð hefur þó borið á því að hluti bolfisks (aflan- um hafi verið mikili, en leyfilegur hundraðshluti bolfisks, þorsks og ýsu, er 15% af vikuaflanum. Síðastliðinn mánudag lönduðu tveir bátar hjá Heimaskaga á Akra- nesi, Hafsúlan og Reynir. Afli Haf- súlunnar var samkvæmt vigtarnót- um 6,060 lestir og var koli aðeins 1,460, eða tæplega fjórðungur aflans. Þorskur var 3,350 lestir eða meira en helmingur. Annar afli var 750 kíió af ýsu og 500 af lúðu. Reynir landaði 950 kílóum af kola og 1.730 kílóum af þorski. Þess skal getið, að miðað er við vikutíma í senn, þegar reiknaður er út hluti bolfisks í aflanum og því getur farið svo, að eftir vikuna verði hann innan leyfilegra marka. Fari svo ekki, gerir ríkissjóður umfram- aflann upptækan. Reyðarfjöröur: Bíl stolið og honum velt BÍLL með tveim mönnum valt í Fagra- dal aðfaranótt sunnudagsins og er öku- maður grunaður um að hafa tekið bíl- inn traustataki og ekið honum ölvaður. Ökumaðurinn brákaðist á höfði og liggur nú í Borgarspítalanum í Reykja- vík og eru batahorfur hans taldar þokkalegar. Bíllinn var tekinn á Reyðarfirði fyrr um nóttina og voru mennirnir á leið til Egilsstaða um Fagradal. Enginn var nálægur þegar atburður- inn átti sér stað, en sá sem var far- þegi í bílnum slapp ómeiddur og gekk til byggða. Lögreglubíll, sem var að koma af vakt vegna dansleiks á Fáskrúðs- firði, rakst á manninn um hálfsex- leytið um morguninn og fór með honum á staðinn, en þá er talið að maðurinn hafi verið á gangi í um hálfan sólarhring. Farið var með ökumanninn til Egilsstaða og þaðan áfram með sjúkraflugvél til Reykja- vikur. Mesta mildi er, að ekki hlaust verra slys af, því mennirnir voru nýkomnir framhjá stað, þar sem er margra metra þverhnípi niður að Fagradalsá. Ljósm.: Elln Pálmadóttir. Með í förinni til Grænlands verður íssjáin sem Raunvísindastofnun hefur hannað. Hér sést hvar íssjáin er dregin eftir Vatnajökli, en hún hefur mikið verið notuð við mælingar á þykkt jökla hér á landi. Með íssjána til Grænlands Annar hópurinn sem fer héðan til að aðstoða við leitina að flugvélunum í DAG leggur af stað annar leið- angur sem héðan fer til Grænlands til að aðstoða bandaríska leiðang- urinn sem þar er staddur við leit að átta flugvélum sem nauölentu á jöklinum á dögum seinni heims- styrjaldarinnar. Leiðangurinn sem héðan fer er skipaður þeim Helga Björnssyni jöklafræðingi, Jóni Sveinssyni rafeindatæknifræðingi og Arn- grími Hermannssyni röntgen- tækni. Til Grænlands hafa þeir með sér tæki sem Raunvísinda- stofnun Háskólans hefur hannað og hefur verið kallað íssjá. f samtali við Mbl. sagði Helgi Björnsson, sem jafnframt verður leiðangursstjóri, að ákveðið hefði verið að þeir færu þrír seinni partinn í dag með íssjána með sér til Grænlands. Síðan stæði til að fara á miðvikudag- inn til svæðisins þar sem Banda- ríkjamennirnir teldu að vélarnar væri að finna. „Við ætlum að athuga hvort við getum fundið þessar flugvél- ar með íssjánni," sagði Helgi Björnsson. „íssjáin er þannig gerð að hún sendir frá sér raf- segulbylgjur frá yfirborðinu og niður í gegnum ísinn. Þær endurkastast síðan frá botni jökulsins eða þeim hlutum sem á leið þeirra kunna að verða. fs- sjáin hefur verið notuð hér á landi við að mæla þykkt jökla og við munum nota tækið á sama hátt og það hefur verið notað hér. Við lofum engu um árangur en við höfum reynslu af því að tæk- ið getur fundið hluti í jöklum. Hins vegar eru það Bandaríkja- mennirnir sem ákveða hvar leita skal en ég á eftir að setja mig betur inn í það hvað þeir vita um þetta svæði sem við eigum að leita á. Svæðið sem við eigum að leita á er 25 km2 og við munum tengja íssjána aftan í snjóbíl og draga hana eftir þessu svæði. Ég reikna með að við munum mæla á þessu svæði eftir línum sem verða með um 500 m millibili og þannig munum við fínkemba svæðið. Ef við finnum flug- vélarnar ekki á þessu svæði þá getur farið svo að við leitum að þeim víðar en enn er ekkert ákveðið í þessum efnum," sagði Helgi að lokum. fssjáin var hönnuð hjá Raun- vísindastofnun Háskóla fslands og hefur hún verið notuð við mælingar á jöklum síðan 1980. Fundum frestað í Blöndudeilu DEILUAÐILAR í Blöndudeilunni svonefndu samþykktu í gær á fundi hjá Ríkissáttasemjara tillögu um að fresta fundum um deiluefni fram yf- ir 20. ágúst næstkomandi. Tillaga þessi kom fram hjá launþegum. Jóhann Már Maríusson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Landsvirkj- unar, sagði, að þessi ákvörðun hefði verið tekin þar sem sam- komulag hefði ekki legið fyrir og menn hefðu átt erfitt með funda- sókn sökum sumarfría. hann sagði einnig, að hugsanlegt væri að opnun tilboða í göng við Blönduvirkjun, sem fyrirhuguð var 12. september, yrði frestað, þar sem Landsvirkjun hefði ekki hugsað sér að ráðast í nýjan stór- an verkþátt öðruvísi en samning- ar lægju fyrir. Norðurlandamótið í skák: Curt Hansen efstur fslendingar þátt í mótinu. Að lokn- um fjórum umferðum í almenna flokknum hafði Davíð Ólafsson frá Reykjavík unnið allar skákir sínar, en Morgunblaðinu er ekki kunnugt um, hvernig skák hans í gær lauk eða úrslit í skákum annarra ís- lenskra þátttakenda. Pétur Guð- jónsson fram- kv.stj. látinn PÉTUR Guðjónsson, framkvæmda- stjóri í Reykjavík er látinn, 57 ára að aldri. Pétur varð bráðkvaddur er hann var í skíðagöngu á Eyjafjalla- jökli síðastliðinn laugardag. Pétur fæddist í Reykjavík 19. mars 1926. Hann var sonur hjón- anna Guðjóns Jónssonar, kaup- manns á Hverfisgötu 50 í Reykjavík og Sigríðar Pétursdóttur. Um ferm- ingu fór Pétur í siglingar og varð loftskeytamaður um 1941. Hann var síðan í siglingum til 1950. Að lokn- um siglingunum hóf hann nám í Verslunarskóla fslands og lauk verslunarprófi þaðan. Hann hóf síð- an verslunar- og fasteignarekstur í Reykjavík og rak nokkur fyrirtæki ásamt konu sinni. DANINN Curt Hansen er nú einn efstur í úrvalsflokki á Norðurlanda- mótinu í skák, sem nú fer fram í Es- bjerg í Danmörku. Að loknum 7 um- ferðum hefur hann 6 vinninga. Vegna biðskáka er staðan að öðru leyti fremur óljós, en íslensku þátttakendurnir í úrvalsflokki, Guðmundur Sigurjónsson og Dan Hansson, eiga báðir biðskákir, sem tefldar verða í dag. Guðmundur er með 2Vfe vinning auk biðskákarinn- ar og er hann með betri stöðu gegn Schneider frá Svíþjóð. Dan er með 2 vinninga og lakari stöðu í biðskák sinni gegn Norðmanninum Thiller. Erfiðlega hefur gengið að fá fréttir af öðrum flokkum, en auk þeirra Guðmundar og Dans taka 9 Veðurhorfur: Svipað veður „ÞAÐ er útlit fyrir rigningu að mestu leyti á Suður- og Vesturlandi næstu daga, en mun betra veður fyrir norðan og austan,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir veðurhorfum næstu daga. Hann sagði að hitastig yrði að öllum líkindum svipað og undan- farna daga, eða í kringum 9 gráð- ur fyrir sunnan og vestan, en færi hugsanlega upp í 20 gráður fyrir norðan og austan þegar best léti næstu daga. Mikil veðurblíða var á norðan- og austanverðu landinu í gær og mældist hiti á Akureyri 23 gráður, 21 gráða mældist á Staðarhóli í Aðaldal og 29 gráður á Grímsstöð- um á Fjöllum. Eiturlyf leyfð til einkanota á Spáni „Slæmar fréttir," segir talsmaður íslenzka fíkniefnadómstólsins EKKI er lengur refsivert að hafa eiturlyf undir höndum á Spáni og viðurlög við smygli og sölu eiturlyfja eru nú vægari en þau voru áður, eftir að spænska þingið samþykkti breytingar á spænsku hegningarlöggjöfinni að frumkvæði ríkisstjórnarinnar á mánudaginn var. Frá þessu segir norska blaðið Aftenposten á miðvikudaginn 20. júlí. Þar segir ennfremur að til- lagan hafi komið fram í byrjun júní, en lögin hafi tekið gildi á mánudag, og þau hafi verið sam- þykkt gegn atkvæðum Ihaldsafl- anna á þingi. Þá segir að norska utanríkisráðuneytið íhugi nú hvernig best sé að mótmæla þess- ari lagasetningu Spánverja. Samkvæmt hinum nýsettu lög- um er ekki refsivert að hafa eit- urlyf undir höndum, hvaða nafni sem þau nefnast, svo framarlega maður sé orðin 18 ára og sé ekki í fangelsi eða gegni herþjónustu. Ekkert segir í sjálfum lögunum um það hversu mikið magn mað- ur má hafa undir höndum til þess að það teljist einungis til einka- nota og er það sett í vald dóm- stólanna að ákvarða það. Þeir virðast hafa gert það að reglu að miða við 100 grömm af hassi, og eftir því minna magn sem efnin verða sterkari. Samtímis þessum breytingum, verða viðurlög við smygli og sölu hass einnig vægari. Áður var há- marksrefsing fyrir smygl eða sölu kannabisefna 12 ár, en er nú sex ár og hámarksrefsing fyrir sterkari efnin 12 ár. Hægt er að kveða upp þyngri dóma ef sér- stakar ástæður til þyngingar eru taldar fyrir hendi. Aftenposten segir að þessar lagabreytingar hafi vakið sterk viðbrögð í mörgum evrópskum löndum, en þær séu ekki mikið ræddar í spænskum blöðum. Norski dómsmálaráðherrann Mona Rökke segir í samtali við Aftenposten, að með þessari laga- setningu hafi Spánverjar gefist upp í baráttunni gegn eiturlyfj- unum og hún óttist það að norsk- ur ungdómur geti haft sín fyrstu kynni af eiturlyfjum á Spáni, en þangað ferðast Norðmenn mikið eins og íslendingar. Hún segir einnig að Spánn hafi undirritað samþykkt Sameinuðu þjóðanna um eiturlyf og hafi þar með sam- þykkt þá kvöð að láta ekki slíkar breytingar taka gildi fyrr en að 18 mánuðum liðnum. Segir hún að Norðmenn muni taka þetta mál upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Yfirmaður norsku eiturlyfja- lögreglunnar segir í samtali við Aftenposten að ekki sé hægt að lögsækja norskan ríkisborgara í Noregi fyrir að hafa eiturlyf und- ir höndum á Spáni, eftir þessar lagabreytingar, en það var hægt áður. Hann segir einnig að þetta hljóti að leiða til strangara eftir- lits með farþegum sem koma frá Spáni, en hingað til hafi verið. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að þeir í dómsmálaráðuneytinu hefðu einungis haft óljósar fregn- ir af þessu máli, en þeir myndu afla sér upplýsinga um þetta mál og fylgjast náið með því. Guðmundur Benediktsson, dómari í fíkniefnadómstólnum, sagði að þeir hefðu heyrt af þessu og þetta væru slæmar fréttir, en Hollendingar og Danir, hefðu einnig væga löggjöf hvað þetta snerti. Hann sagði að okkur bæri að mótmæla þessum lögum á al- þjóðavettvangi. Á undanförnum árum hefur talsvert verið um það að fslend- ingar hafi reynt að smygla hassi frá Marokkó í gegnum Spán. Mjög margir íslendingar heim- sækja Spán á hverju ári sem ferðamenn, ekki síst ungt fólk. Pétur Guðjónsson tók mikinn þátt í stjórnmálum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og lét sig sjávarútvegs- mál miklu skipta og skrifaði um þau fjölda greina. Sérstaklega rit- aði hann mikið um landhelgismál og var fylgismaður vestrænnar samvinnu og áhugamaður um al- þjóðamál. Pétur kvæntist Báru Sigurjóns- dóttur í desember 1949 og lifir hún mann sinn ásamt sonum þeirra, Sigurjóni og Guðjóni Þór. Sex bfla árekstur SEX BÍLA irekstur varð i Miklu- brautinni i öðrum tímanum í gKr. dag. Átti atburðurinn sér stað skammt ausUn Lönguhlíðar og voru bifreiðirnar i leið í vestur. Fyrst ok einn bill aftan á annan og síðan koll af kolli, uns sex bílar voru komnir í eina kös. Einn var fluttur á slysadeild, en eftir því sem Morgunblaðið komst næst í gær, munu meiðsl hans ekki hafa verið alvarleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.