Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Farskipa: Vísa því á bug að matur og drykk ir séu dýrari um borð í Eddu EKKI gilda strangari reglur um tollgæslu við komur m/s Eddu hingað til lands, en annars staðar tíðkast, samkvæmt upplýsingum sem Morgunbiaðið fékk hjá Ágústi Ágústssyni, markaðsstjóra Farskipa í gær, en hann var spurður um þessa hluti vegna fregna þar um. Sagði hann að ekki væri hægt að fylgja flugfarþegum að flugvél og sama ætti við um fylgd farþega að m/s Eddu, þar væri tollhlið eins og í Keflavík. Sagði hann að þetta væri frí- hafnarsvæði og skýringin væri sú að skipið væri ekki tollaf- greitt á ytri höfninni eins og önnur skip, en ef gera ætti það, tæki það tvo kiukkutíma að minnsta kosti, en skipið hefði 4 klukkutíma til umráða í Reykjavík. Því hefði verið ákveðið að afgirða svæðið og þess vegna fengi almenningur ekki að koma inn á hafnar- svæðið á meðan skipið stæði við, að sögn Ágústs. Varðandi orðróm um að vöruverð væri hátt um borð í m/s Eddu, sagði Ágúst að það væri ekki rétt og nefndi hann að 3cl af sterkum drykk kostaði 29 krónur, þannig að tvöfaldur kostaði 58 krónur. Sagði hann að áfengi væri frekar ódýrara um borð í m/s Eddu en hitt. Þá nefndi Ágúst að máltíð í hádegi eða á kvöldi, kalt borð með 56 réttum, kostaði 20 mörk eða 220 krónur og væri varla hægt að fá það ódýrara, að því er Ágúst sagði. Hins vegar taldi hann að ástæða þess að einhverjir hefðu verið óánægðir með verðin, væri sú að á meðan á fyrstu ferðinni hefði staðið, hefði gengisfelling orðið og fólk hefði haft beinan samanburð úr landi. Hins vegar hefði gengis- fellingin tekið strax gildi um borð, þar sem allt verð væru í þýskum mörkum. Það hefði komið fólki á óvart og einnig hitt að þegar fólk hefði verið um borð í 7 daga, þá hefði það eytt meiru en það hefði búist við. „En það er ekki þar með sagt að hlutirnir kosti meira. Ég held að það sé það sem fólk er að vitna í og þetta umtal hef- ur stórum minnkað. Þannig að Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri. ég vísa því á bug að matur og drykkir séu dýrir um borð í skipinu," sagði Ágúst. Spurningu um hvort starfs- skilyrði um borð hefðu verið bætt, en það orð fór af í upphafi að þau væru slæm, svaraði Ágúst þannig, að starfsskilyrði fólksins sem ynni um borð væru góð og starfsfólkið ánægt, en hins vegar hefðu starfsskil- yrði ekki verið bætt frá í upp- hafi. „Ég hef ekki heyrt starfsmenn kvarta og það hefur enginn, held ég, hætt hjá okkur," sagði Ágúst. Ágúst sagði að í síðustu ferð m/s Eddu, sem farin var sl. miðvikudagskvöld, hafi verið fullskipað, en í þeirri ferð voru 530 farþegar, en þar af 440 í kojum. Þá munu bætast í far- þegahópinn í Newcastle 180 farþegar, sem fara til Bremer- hafen. Þetta kvað Ágúst vera stærstu ferðina sem farin hefði verið héðan, en tvisvar sinnum hefðu fleiri en 500 farþegar komið með skipinu til landsins. Varðandi ástæður fyrir hinni fjölmennu ferð héðan nefndi Ágúst, sem hugsanlega orsök að hljómsveitin Stuðmenn skemmti um borð á meðan á ferðinni stendur, „en ég held að þeir hafi trekkt", sagði hann. Varðandi afkomu fyrirtækis- ins kvaðst Ágúst litið geta sagt á þessu stigi, en útlitið væri þokkalegt. „Við erum með svip- aðan fjölda af farþegum og við bjuggumst við, eða 7.000—8.000 farþega aðra leiðina," sagði Ágúst. Sagði hann að nú bókað- ist mjög vel í ýmsar hópferðir sem samtök standa fyrir, en einnig gengju bókanir fyrir ein- staklinga vel. Sagði hana að á óvart hefði komið fjöldi síð- búinna bókana og enn kæmu margar bókanir í ferðir m/s Eddu erlendis frá. Sagði hann að Þjóðverjar almennt hefðu bókað sig seint í ferðir í ár og ætti það við um allan þýska ferðamannaiðnaðinn. Síðasta ferð m/s Eddu héðan verður farin 14. september, en þann 19. september verður skipinu skilað í Bremerhafen. Varðandi áframhaldandi rekst- ur skipsins næsta sumar, sagði Ágúst að ekki væri búið að taka um það endanlega ákvörðun, en ekki taldi hann ólíklegt að áframhald yrði á rekstrinum og raunar meiri líkur á því en hinu. í fréttatilkynningu frá Far- skipum, sem Mbl. hefur borist segir m.a.: Ýmsir fjölmennir hópar eru ákveðnir í að fara með Éddu til Englands og Þýskalands á næstunni, þar má t.d. geta um Framsóknarflokkinn, Vest- mannaeyjaferð, starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur og lífeyrisþega BSRB. Auk þess eru ýmis stéttarfélög, flokks- félög og íþróttahópar, eins og t.d. golfleikarar og knatt- spyrnuáhugamenn að undirbúa ferðir með skipinu. í næstu ferðum verður boðið upp á úrval þekktra skemmti- krafta og má þar nefna t.d. Róbert Arnfinnsson, Bubba Morthens, Garðar Cortes, Dansflokk Sóleyjar, Jónas Þóri Þórisson og Ingveldi Hjalte- sted, svo dæmi séu nefnd. Þá má geta þess að ýmsir þjóð- kunnir menn fara með sem far- arstjórar, eins og t.d. Bryndís Schram, ritstjóri, Guðni Guð- mundsson, rektor, Róbert Arn- finsson, leikari, og séra Sigurð- ur Guðmundsson. Boðið er upp á ýmsar sérferð- ir, eins og t.d. rokkferð til Eng- lands, með Bubba Morthens, golfferð til Englands, verslun- arferð til Newcastle, þar sem fólk getur verslað í stórri versl- unarmiðstöð, Eldon Square, en þar er að finna á þriðja hundr- að verslanir, þ.á m. margar þekktustu verslanir í Bretlandi og „Hringsól" en það er hring- ferð til Bremerhaven og til baka og er matur innifalinn í verðinu. Úr nýju smurstöðinni. Ljósm. Bjorn GuAmundsson Ólafsvík: Smurstöð opnuð Ólafsrík 19. júIí. í vor opnaði Hermann Sigurðsson smurstöð fyrir bíla við Hvalsá í Ólafsvík. Húsið stendur við inn- keyrsluna í bæinn. Hermann selur einnig hjólbarða og olíuvörur og annast hjól- barðaviðgerðir. Hér hefur ekki verið rekin fyrr sérstök smurstöð og er mikill fengur að þessu fyrir- tæki. —Helgi Islenzk ferðaflóra á ensku Almenna bókafélagið hefur sent frá sér íslenska ferðaflóru eftir Áskel Löve í enskri þýðingu höf- undarins undir nafninu Flora of Iceland. Myndirnar í bókinni eru eftir Dagny Tande Lid. Islensk ferðaflóra kom fyrst út árið 1970 og síðan í annarri útgáfu endurskoðaðri 1977 og var sú út- gáfa endurprentuð 1981. Enska þýðingin er gerð eftir hinni endur- skoðuðu útgáfu bókarinnar. í þessari bók er lýst öllum þeim tegundum æðri jurta, sem vitað er að vaxi villtar á íslandi og auk þess þeim slæðingum sem örugg- lega hafa numið her land. íslensk ferðaflóra hin enska út- gáfa er 403 bls. að stærð og er með mynd af sérhverri plöntu sem nefnd er. Auk þess eru fremst í bókinni litmyndir af nokkrum al- gengustu íslensku jurtunum. Ætt- arlykill er framan við megintext- ann. í lok bókarinnar eru skrár yfir latnesk, ensk og íslensk heiti plantnanna og vísað til blaðsíðna þar sem um þær er ritað. raun ik Höfðabakka 9, Reykiavík. S. 85411 Tónleikar Bergþóru enn endurteknir Annaó kvöld, þriðjudagskvöld, 26. júlí, kl. 21.00 gefst borgarbúum enn eitt tækifæri til að hlýða á þau Berg- þóru Árnadóttur, Pálma Gunnarsson og Tryggva Hiibner, en þriðju tón- leikar tríósins verða í Norræna hús- inu, vegna fjölda áskorana. Sl. þriðjudagskvöld var húsfyll- ir. Sérstakur gestur þá var Magn- ús Þór Sigmundsson, en að þessu sinni mun Gísli Helgason þenja blokkflautur sínar með tríóinu og Sveinbjörn Beinteinsson allsherj- argoði kemur í heimsókn og kveð- ur rímur á sinn sérstæða og skemmtilega hátt. Forsala aðgöngumiða verður I Norræna húsinu, mánud. 25. júlí kl. 17.00-19.00 og þriðjudag 26. frá kl. 17.00, og að sjálfsögðu við innganginn. Sem fyrr segir, hefjast tónleik- arnir kl. 21.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.