Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 15 MINNISBLAÐ til fjármálaráðherra 13. hóli neytandans en ekki ríkis- — eftir Eyjólf Konráð Jónsson Samkvæmt ósk þinni hef ég reynt að hugleiða tolla- og skattamálin og er að sjálfsögðu reiðubúinn að leggja mitt léttvæga lóð á vogarskál- ina. Það gerði ég raunar í grein í Mbl. í gær, sem ég vona að þú hafir kynnt þér. Þar sem ég veit að þú ert opinn fyrir öllum hugmyndum mundi ég ráðleggja eftirfarandi: 1. Farið verði í gegnum toll- skrána og gerður listi yfir þær vörur sem teljast til brýnustu nauðsynja og eru með geysi- háum tollum. 2. Annar listi verði gerður yfir þær vörur sem „tímabundna" vörugjaldið leggst á. Báðir listarnir verði á mennsku máli en ekki einungis tollnúmera- og tölvutungu. 3. Þriðji listinn verði gerður yfir öll önnur opinber gjöld sem leggjast á nauðsynjavörur, hverju nafni sem þau nefnast. 4. Þegar hér er komið má grípa til tölvunnar til að leggja hvert gjaldið ofan á annað og fá rétta mynd af því hver heildargjöldin eru á hverja vörutegund fyrir sig. Undir- strikaðu að tölvurnar eigi að mata rétt. 5. Næsta skrefið er að láta aðra en þá sem verkið vinna gagn- rýna það til botns frá sjónar- sjóðs. 6. Þessu næst reyna báðir aðilar að gera sér grein fyrir eftir- farandi: a) Hvert yrði „tap“ ríkissjóðs af því að fella niður eða stór- lækka einstök gjöld. b) Hver yrði ávinningur neytand- ans af þessu. c) Hvert yrði tap ríkissjóðs af því að gera þetta ekki vegna lík- indanna á því að vörunum sé smyglað eða alls ekki keyptar. 7. Nýr grundvöllur framfærslu- vísitölu verði tekinn upp, sem byggist á nútíma neysluvenj- um og allir útreikningar mið- ist við það sem sannast og réttast verður að teljast. 8. Þótt starfsmönnum fjármála- ráðuneytisins verði falin framangreind verkefni að verulegu leyti verður að gera þeim grein fyrir því að ríkis- sjóður er engin sjálfstæð skepna, sem beita eigi gegn hagsmunum almennings held- ur tæki til að þjóna hagsmun- um hans. Á þeim grundvelli verði tillögur gerðar um stór- fellda lækkun neysluskatta. 9. Við þá tillögugerð verði þess gætt eins og unnt er að ein- falda kerfi tolla og annarra neysluskatta og fækka bæði sköttum og skattþrepum. 10. Mjög áríðandi er að hraða þessu framangreinda verkefni, og miklu meira um vert að júní1983 menn brjótist úr vanaviðjum og láti skynsemina ráða en að þeir reikni öll dæmi upp á einseyring. Þessir reikningar geta hvort eð er aldrei orðið annað en viðmiðun fyrir þann, sem ákvörðunina tekur. 11. Strax verði unnið að því að uppfylla þetta mikilvæga ákvæði í stjórnarsáttmálan- um: „Skattalögum verði breytt þannig að þau örvi fjárfest- ingu og eiginfjármyndun í at- vinnulífinu." Þar veltur auð- vitað á mestu skattfrelsi hlutafjáreignar og arðs, bæði hjá félögunum og hluthöfun- um. 12. Vel verður að gæta þess að fyrirheitin um lækkun tekju- skatts verði ekki svikin „óvart", þar sem skattabyrðin þyngist, ef markaðri efna- hagsstefnu er fylgt. Ef verð- bólgan hjaðnar borgar hún ekki verulegan hluta þeirra skatta, sem koma til greiðslu löngu eftir að teknanna er afl- að. 13. Ef ekki verður sumarþing ber að gera allt það sem að fram- an greinir með bráðabirgða- lögum sem allra fyrst, annars missum við af strætisvagnin- um. Og vertu nú einu sinni á ævinni frekur! En síðast en ekki síst: Reyndu að berja inn í hausinn á þínum mönnum að auðvitað lækka út- Eyjólfur Konráð Jónsson gjöldin eins og tekjur ríkissjóðs, ef tekst með lækkun neysluskatta að koma í veg fyrir gengislækkanir og kauphækkanir. Trúðu mér, gömlu galdrakenningarnar eiga enga stoð í veruleikanum, enda byggðar á allt öðrum forsendum en hér verður að styðjast við. Og þótt það komi ekki beint ósk þinni til mín við langar mig að benda þér á hve áhugavert það væri að draga fram í dagsljósið þá gífur- legu launaskerðingu, sem fólk verður fyrir vegna „launatengdra gjalda" og allra „félagsmálapakk- anna“ sem enn er verið að bæta í. í þínum sporum mundi ég líka láta grandskoða þetta og hvorki láta starfsmenn launþegasamtaka né vinnuveitendur koma þar nærri, hvorki verkalýðs- né atvinnurek- endur! (Birt med samþykki Alberts Guftmundssonar, fjármálar áðherra.) Laxa- rækt í Laugar- dal AÐALFUNDUR Uugarlax hf. var haldinn á Uugarvatni sunnu- daginn 17. júlí sl. Laugarlax hf. er hlutafélag í eigu heimamanna í Uugardalshreppi og nokkurra áhugamanna um fiskeldi; einnig er Veiðifélag Árnesinga hluthafi. Félagið hefur a undanförnu unnið að undirbúningu bygg- ingar laxeldisstöðvar í Laug- ardal, sem geti framleitt allt að 200 þúsund laxaseiði. Gerðir hafa verið samningar um að- stöðu fyrir stöðina og undir- búningi undir framkvæmdir er að ljúka. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar um að ráðist verði í byggingu lax- eldisstöðvarinnar samkvæmt þeim áætlunum, sem lagðar voru fram á fundinum, og stefnt verði að því að stöðin hefji rekstur fyrir árslok. Á fyrirhuguðum hluthafa- fundi 28. júlí nk. verður tekin ákvörðun um hlutafjáraukn- ingu og endanleg ákvörðun um framkvæmdir í haust. í stjórn Laugarlax hf. voru kosnir: Eyjólfur Friðgeirsson, Reykjavík, Kristján Krist- jánsson, Reykjavík og Sigurður Sigurðsson, Laugarvatni. Því ekki að byrja á toppnum og fljúga beint til Sviss? Við bjóðum þér hagstætt heildarverð fyrir flug + hótel eða bílaleigubíl Flestir munu sammála um að hápunktur hverrar ökuferðar um meginland Evrópu sé heimsóknin til Sviss. Þar eru fjöllin eins og þau gerast fegurst, dalirnir eins og þeir verða gróðursælastir og samspil nátt úrunnar allrar eins og það gerist hljóm- þýðast. Með vikulegu áætlunarflugi til Zúrich opnum við þér greiðfæra og beina leið til þessarar frábæru borgar og fallega lands. Við bjóðum þér flug + hótelgistingu á hagstæðu heildarverði og hyggirðu á öku- ferð um Evrópu með viðkomu í Sviss er sjálfsagt að byrja á toppnum og fljúga beint á þennan skemmtilega áfangastað. Og þegar þú reiknar út bílaleigutilboðin er sjálf- sagt að spyrja: Er söluskattur innifalinn? Er tjónatrygging innifalin? Lendi ég í óvænt- um aukakostnaði þegar til útlanda er kom- ið eða er ég með rétt verð í höndunum? Við getum svarað öllum þessum spurningum játandi. Við gefum hér upp verð sem innifel ur þetta allt og verndum þig fyrir öllum aukakostnaði í erlendum gjaldeyri. Verð miðað við 4 í bíl 1 vika 2 vikur 3 vikur A — Fiat Panda 14.388 15.882 17.425 B — Ford Fiesta 14.465 16.137 17.808 C - VW Golf o. fl. 14.671 16.548 18.425 D — Kadett sjálfsk. 15.069 17.344 19.619 Inniíalið: Flug söluskaitur. tryggingar, ótakmarkaður akstur. Ekki innifalið: Flugvallarskattur. Verð miðast við hvern einstakling. Verð miðast við gengi I. júlí 1983. Alpaævintýrin í Sviss—ógleymanleg upplifun! Hafið samband við söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofurnar. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.