Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983 19 THORITE Framúrskarandi viðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er til- valið til viðgerða á rennum ofl W TLL í Nyr giæsuegu syningarsalur Opiö frá 9—18 daglega Vegna mikiilar söly undanfariö þá vantar i sal- inn og á söluskrá notaða Daihatsu-bíla. Daihatsu-umboÖid, Ármúla 23. símar 85870 — 81733. !i Bviðgerðar og VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA MEIRA EN AÐ DUGA. steinprýði Stórhöfða 16, sími 83340. ACRYL60 Eftir blöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talið alger bylt- ing. THOROGRIP Thorogrip er sementsefni, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa málmhluti í stein og stein- steypu. Spáð hækkandi olíu- verði fram til 1995 Washin^on, 25. júlí. AP. OLÍUVERÐ verður um miöjan tí- unda áratuginn á þessari öld oröiö 20% hærra en það var þegar það náði hámarki áriö 1981 og OPEC- ríkin verða áfram aðalframleiðendur olíu. Kemur þetta fram í ársskýrslu Alþjóðabankans, sem lögö var fram í dag. Aukin olíunotkun á eftir að hafa í för með sér hækkandi verð. Er því spáð, að olíuverð hækki að meðaltali um 1,6% umfram verð- bólgu ár hvert fram til 1995. Þá er því spáð, að hráolíu- vinnsla fari minnkandi á öðriim svæðum heims en þeim er OPEC- ríkin ráða yfir. Er þar átt við m.a. Bandaríkin og oliuvinnslusvæði í Norðursjó. Þá kom fram i skýrslunni, að lífskjör hafa enn versnað í fátæk- ari löndum S-Ameríku og Afríku. Meðaltekjur fóru á síðasta ári lækkandi i Brasilíu, Argentínu, Chile, Mexíkó, Nicaragua og Para- guay. Um svipaða þróun var að ræða í mörgum löndum Afriku; Kenýa, Zimbabwe, Zambfu, Moz- ambique, Zaire, Burundi, Efri Volta, Níger, Tanzaníu og Sierra Leone. Nokkuð kom á óvart, að ástand- ið í fátækustu löndum Asiu var ekki nándar nærri eins slæmt og í Afríku og S-Ameriku. 89,2 gráðu frost á heimskautinu Moskv*. 25. júlí. AP. SOVÉSKA fréttastofan TASS sagði á laugardaginn, að sovésk- ir vísindamenn á Suður-heim- skautinu hefðu sl. fimmtudag skráð 89,2 gráðu frost, sem væri nýtt kuldamet þar um slóðir. Fréttastofan sagði visinda- mennina hafa mælt hitastigið fyrir utan vísindastöðina Vost- ok, en stöðin er staðsett 3.488 metra yfir sjávarmáli og 1.500 kílómetra inni í landi. Fyrra kuldametið var skráð 24. ágúst 1960, en þá var 88,3 gráðu frost fyrir utan Vostok- stöðina. Hagl skemmir vínekrurnar P»rís, 25. júlf. AP. SAMTÖK vinræktenda í Frakk- landi skýrðu frá því i dag, að haglél um helgina hefðu skaðað vínvið í nokkrum hlutum lands- ins. Hagl féll t.d. á hinar frægu vínekrur í Burgundy-héraðinu sl. laugardagsnótt. Stóð élið i tvær mínútur og eyðilagði 80% vín- berja Vosne-Romanee vínekr- unnar. Þá sködduðust einnig vínber á Romanee Conti vínekr- unni, en vín hennar eru ein hin dýrustu í Frakklandi. 136 látnir úr hitanum New Vork, 25. júlf. AP. FÓRNARLÖMB hitabylgjunnar, sem gengið hefur yfir Bandarik- in að undanförnu, voru orðin 136 sl. sunnudag. Meðal þeirra er gamalt fólk, einkum með hjarta- sjúkdóma, en einnig nokkrir syk- ursjúklingar. Þetta fólk hefur haldið sig inni í húsum sínum, gjarnan með hita á ofnum. Lík- amshiti fórnarlambanna hefur farið upp í 42 gráður á Celsíus. Nú er hins vegar kaldara loft á leiðinni suður um Bandaríkin. Hiti hefur víða fallið úr tæplega 40 gráðum niður í um 30 gráður á Celsius. Lögregluþjónn skýtur 11 manns Delhf, 25. júlí. AP. INDVERSKA fréttastofan til- kynnti á miðvikudaginn, að lög- regluþjónn í bænum Mandsaur fyrir suðvestan höfuðborgina Delhí hefði gengið berserksgang og skotið 11 manns til bana i hindúahofi bæjarins. Níu manns slösuðust i skot- hríðinni, en meðal hinna látnu er æðstiprestur hindúahofsins. Ixigregluþjónninn var skotinn til bana af samstarfsmanni sinum. Afskipti Strauss af ungri flóttakonu Dresden, A-Þýskalandi, 25. júlí. AP. FRANZ Josef Strauss, formaður kristilega sósíalsambandsins í Bæj- aralandi kom í gær í veg fyrir aö austur-þýskir landamæraveröir hefðu á brott með sér unga konu sem reyndi aö ná tali af Strauss. Strauss var við landamerki austur- og vesturhluta Þýskalands við Zwingerhöllina ásamt föru- neyti sínu. Er flokkurinn var að fara þaðan, sá sonur hans Max, hvar landamæraverðir voru að draga konuna á brott. Greip Strauss inn í og heimtaði að fá að ræða við konuna og var orðið við jæirri beiðni. Sagðist hún heita Elke Weiss og bað hún Strauss um að hjálpa sér, eiginmanni sínum og níu ára dóttur að fá leyfi til að flytja til Vestur-Þýskalands. Eftir áheyrnina var hún flutt á brott, en Strauss tjáði fréttamönnum, að hann myndi ræða persónulega við austur-þýsk stjórnvöld um málið. Vitni að atburðinum sögðu að ungur maður hefði verið dreginn nauðugur á brott á þessum sömu slóðum um sama leyti, en hinir vestur-þýsku gestir hefðu ekki séð atvikið. Talið er að atvik þetta muni reynast Strauss erfitt viður- eignar, enda hefur hann sætt mik- illi gagnrýni flokksbræðra sinna að undanförnu, einkum vegna ný- upptekinna tengsla sinna við ráða- menn í Austur-Þýskalandi, en hann útvegaði A-Þýskalandi ný- lega lán upp á 400 milljónir doll- ara til þess að „létta á landa- mærahömlum". Þessir atburðir eiga sér stað aðeins þremur mán- uðum eftir að Strauss kallaði austur-þýska ráðamenn morð- ingja, eftir að vestur-þýskur mað- ur lést úr hjartaslagi er austur- þýskir landamæraverðir spurðu hann spjörunum úr á landamær- unum. Útgöngubann í Colombó ('olombó, 25. júlí. AP. RÍKISSTJÓKN Srí Unka setti í dag 15 klukkutíma útgöngubann í Colombó og á fleiri svæöum er fregn um morö á 13 stjórnarhermönnum í Jaffna hafði orsakað óeirðir. Jaffna er höfuðborg aðskilnaðar- sinna Tamíl-þjóðarbrotsins í norður- hluta landsins. Hermennirnir voru drepnir á laugardaginn af skærulið- um aðskilnaðarsinna. Fjöldi fólks fór með gripdeildum um stræti Colombó og beindist reiði þeirra gegn aðskilnaðarsinnum, en einnig gegn öðrum borgarbúum. Mikið var um íkveikjur og önnur skrílslæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.