Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.07.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JtJLÍ 1983 23 Frábær leikur topplióanna — er IA sigraði Breiðablik á Skaganum Þad var sannkallaður stórleikur á Akranesi þegar leikmenn Breiða- bliks komu þangaö í heimsókn síöastliðinn laugardag. Toppliö deild- arinnar áttust þarna viö og var því vel viö hæfi aö hinir fjölmörgu dyggu stuöningsmenn liðanna fengju slíkan leik. Allt hjálpaöist aö, stórgóö knattspyrna, frábært veöur og metaösókn á þessu tímabili hér á Akranesi. Skagamenn voru mestan hluta leiksins í aöalhlutverki og léku mjög vel allir sem einn, sköpuöu sér fjölmörg góö marktækifæri en nýttu aöeins þrjú þeirra og allt voru það mjög falleg mörk. En þaö þarf tvö góö liö til þess aö spila góöan knattspyrnuleik og þó Blikarnir hafi lengst af átt í vök aö verjast sýndu þeir þó í lokin að liöiö er stórhættulegt og mörk þeirra voru glæsileg. En Akurnesingar sigruöu 3:2. „Urslit þessa leiks voru sann- gjörn, en okkur gekk illa að kom- ast inní leikinn. Þetta var ekki neitt frekar úrslitaleikur en aörir leikir, við komum til hans meö sama hug- arfari og annarra leikja og megum ekki láta þetta tap hafa áhrif á liö- iö, þaö er mikiö eftir af mótinu enn og þaö er alls ekki búiö fyrir okkur. Áhorfendur fengu að sjá góöan og spennandi leik og vonandi koma fleiri í kjölfariö," sagöi Magnús Jónatansson þjálfari UBK eftir leikinn. Blikarnir hófu leikinn betur, sóttu fyrstu mín. meira og sköpuöu sér tvö mjög góö marktækifæri. Síðan fóru Skagamenn aö sýna klærnar og um miöjan hálfleikinn höföu þeir náö góöum tökum á leiknum. Þeir sköpuöu sér mörg góö marktækifæri og eitt þeirra rataöi rétta leið í netiö. Það var Ólafur Þóröarson, sem lék í staö Sveinbjarnar en hann var i leik- banni, sem átti allan heiöurinn af því. Hann komst frír aö markinu af hægri kantinum og skaut en knött- urinn lenti í stönginni og þaðan barst hann út í teiginn þar sem Árni átti í höggi viö varnarmenn, hann skaut aö marki og þrátt fyrir góö tilþrif á línunni tókst þeim ekki aö koma í veg fyrir mark. Akurnesingar héldu stórsókn sinni áfram fyrri part síðari hálf- leiksins og á 50. mín. kom annaö markiö. Guöjón sótti upp hægri kantinn og sendi knöttinn Inní eyöu til Sigþórs sem lék upp aö endamörkum, gaf fyrir og Siguröur Lárusson batt endahnútinn á góöa sókn og kom Skagamönnum í 2—0. Sérlega vel unniö mark. Aö- eins fjórum min. síðar kom þriöja markiö. Árni sendi knöttinn inní teiginn til Sigþórs og þrátt fyrir aö þrír Blikar væru til varnar tókst honum á skemmtilegan hátt aö snúa þá af sér og fast skot hans hafnaði í netinu algjörlega óverj- andi fyrir Guðmund markvörö. Skömmu síöar fengu Skagamenn tækifæri til aö auka enn muninn þegar Höröur fékk boltann á vinstri kanti, lék upp aö endamörk- um og gaf fyrir þar sem Ólafur Þórðarson skallaöi framhjá í dauöafæri. Blikarnir fóru nú smám saman aö koma inn í leikinn. Varnarleikur Skagamanna virtist riölast þegar fyrirliöi þeirra, Siguröur Lárusson, þurfti aö yfirgefa völlinn vegna meiösla. Á 75. min. skoruöu Blik- arnir fyrra mark sitt. Siguröur Gretarsson tók aukaspyrnu og þrumuskot hans rataöi rétta leiö gegnum varnarvegginn og í netið óverjandi fyrir Bjarna í markinu. Á 82. mín. var dæmd aukaspyrna á Skagamenn rétt fyrir utan vítateig- inn hægra megin og tók Siguröur hana, gaf fyrir og Ómar Rafnsson skailaöi laglega í netiö. Síöustu min. var allt á suöu- punkti. Bæði liöin fengu góö mark- tækifæri, sérstaklega Skagamenn sem fengu tvö dauöafæri á síöustu mín., fyrst Siguröur Halldórsson eftir aukaspyrnu frá Árna og síöar skaut Júlíus Ingólfsson beint í fangiö á Guömundi úr dauðafæri. Skagamenn voru vel aö þessum sigri komnir, þeir léku stórvel mest allan tímann og er erfitt aö gera upp á milli leikmanna. Þó fannst mér Guöbjörn, Sigþór, Árni og Ólafur Þóröarson bestir. Þaö kom enn einu sinni í Ijós aö þrátt fyrir aö vanti lykilmenn þá hafa Skaga- menn nóg af mönnum til aö fylla þau skörö. f þessum leik kom þaö í hlut Ólafs aö fylla skarö Svein- bjarnar og geröi hann þaö meö glæsibrag, mjög fjölhæfur og at- hyglisveröur leikmaöur. Blikarnir mættu ofjörlum sínum í • Hðröur Jóhanne««on þessum leik, en greinilegt er þó, að þeir eru á réttri leið þó ýmislegt vanti á til aö þeir séu yfirvegað toppliö. Margir leikmenn þeirra eru mjög góöir knattspyrnumenn. Sig- urður Grétarsson var þeirra bestur aö þessu sinni, Ómar Rafnsson geysilega skemmtilegur vinstri bakvöröur og einnig áttu þeir Jón Gunnar og Ólafur Björnsson góö- an dag. Dómari var Magnús Theodórs- son og var dómgæsla hans ekki góö. Fór hann mjög frjálslega meö gulu spjöldin, týndi smávægileg brot upp, en sleppti þeim sem Ijót- ari voru. Einkunnagjöfin: ÍA: Bjarni Sigurösson 7, Guöjón Þóröarson 7, Jón Askelsson 7, Siguröur Lárusson 8, Sig- uröur Halldórsson 7, Höröur Jóhannesson 7, Ólafur Þóröarson 8, Siguröur Jónsson 7, Sig- • Sigþór Ómarsson þór Ómarsson 8, Guöbjörn Tryggvason 8, Arni Sveinsson 8, Björn Björnsson (vm) 6, Júlíus Ingólfsson (vm) lék of stutt. UBK: Guömundur Ásgeirsson 6, Ðenidikt Guömundsson (lék of stutt), Ómar Rafnsson 7, Jón Ðergs 7, Ólafur Björnsson 7, Vignir Bald- usson 6. Trausti Ómarsson 5, Jóhann Grét- arsson 5, Siguröur Grétarsson 8. Hákon Gunnarsson 5, Sigurjón Kristinsson 5, Björn Egilsson (vm) 5, Sœvar Geir Gunnleifsson (vm) 6. í STUTTU MÁLI: Akranesvöllur 1. deild. ÍA — UBK 3—2(1— 0). Mörkin: Árni Sveinsson (17. mín.), Siguröur Lárusson (50. mín.) og Sigþór Ómarsson (54. mín.) skoruöu fyrir Skagann en Siguröur Grét- arsson (75. mín) og Ómar Rafnsson (82. mín.) skoruöu fyrir Blikana. Gul spjöld. Árni Sveinsson og Siguröur Jóns- son hjá ÍA og Siguröur Gretarsson og Trausti Ómarsson hjá UBK. Dómari: Magnús Theodórsson og var hann frekar slakur. Áhorfendur. 1168 J.G. • Magnús Pálsson FH þrumar hér aö marki Fylkis, en boltinn fór rétt framhjá. MorgunbiaSié/ Ouðtón Sex bókaðir á Vopnafirði — er Einherji sigraði Reyni Vopnfiröingar lögöu Reyni Sandgeröi aö velli á Vopnafiröi ( 2. deildinni í gærkvöldi. Þeir skoruðu eina mark leiksins á 33. mín. og var þaö Ólafur Ár- mannsson hinn hávaxni miövörö- ur þeirra sem þaö geröi eftir hornspyrnu. Einherji átti heldur fleiri færi í leiknum en þaö voru þó Reynis- menn sem fengu tvö bestu færin, en þeim tókst ekki aö nýta sér þau. Fyrra færiö var þegar Jón G. Pét- ursson var einn á markteig en hitti ekki knöttinn og hiö síöara var þegar þeir fengu vítaspyrnu en Júlíus spyrnti beint á markvöröinn sem var þá ekkert aö hafa fyrir þvi aö fleygja sér í horniö heldur greip knöttinn af öryggi. Leikurinn var frekar slakur, bæöi liðinn geröu sér grein fyrir hversu mikilvægur hann var og reyndu því ekki aö gera stórfeng- lega hluti heldur halda því sem haldið varö. i leiknum voru hvorki fleiri né færri en 6 leikmenn sem fengu aö líta gula spjaldiö og voru þaö þrír úr hvoru liöi. Staöan í 2.deild eftir leikina i gær er nú þessi: KA 11 6 4 1 19—9 16 Fram 10 6 2 2 18—10 14 Völsungur 12 6 2 4 15—10 14 Víöir 11 5 3 3 11—9 13 FH 11 4 4 3 17—14 12 UMFN 12 5 2 5 13—11 12 Einherji 9 4 3 2 6—5 11 KS 12 2 6 4 10—13 10 Reynir 12 1 3 8 7—23 5 Fylkir 12 1 3 8 11—21 5 — sus FH-ingar áfram í bikarnum: „Ánægður með að vera meðal toppliðanna" — sagði Leifur Helgason, þjálfari FH „Ég er sæmilega ánægöur meö leikinn, miöaö viö aöstæður, en þaö má segja aö þær hafi ekki verið neinar. Strákarnir héldu haus eftir aö þeir komust yfir og spiluðu skynsamlega og ég er ánægöur meö þaö. Mitt óskaliö í undanúrslitum er ekkert sérstakt þetta eru allt toppliö í l.deild í dag og þaö er góö tilfinning aö vera á meöal þeirra, en ég vona bara að viö fáum heimaleik," sagöi Leifur Helgason, annar þjálfari FH-inga eftir aö hans menn höföu lagt Fylki aö velli, 1—0, á Kaplakrikavelli í gærkv- öld. Það var hávaöarok á meöan leikurinn fór fram, og stóö það þvert á völlinn, og setti þaö mjög svip sinn á leikinn. Menn áttu oft erfitt meö aö ráöa viö sjálfa sig hvaö þá boltann í verstu hviðun- um. Fyrri hálfleikur var fremur tíö- indalítill. Fylkismenn voru heldur sprækari og fengu nokkur færi og úr einu slíku bjargaöi Guömundur Hilmarsson á línu eftir aö nafni hans Baldursson haföi skotiö góöu skoti aö marki FH. FH-ingar fengu aftur á móti aöeins eitt færi í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki aö nýta þaö. I síöari hálfleik sóttu Fylkismenn meira framan af en án þess þó aö skapa sér nein góö færi. FH átti alltaf hættulegar sóknir inná milli og var sókn þeirra mun beittari en Fylkis. Eina mark leiksins kom á 62. mín. Eftir fyrirgjöf frá Jóni H. Ingasyni renndi Ingi G. Ingason knettinum snyrtilega í netiö. Eftir þetta eina mark fór leikurinn mest megnis fram á miöjuna en þó var ein og ein sókn sem bar þó ekki tilætlaöan árangur. FH-ingar eru því komnir í undanúrslit og mega þeir vel viö una aö vera komnir þetta langt í bikarkeppninni, en auk þeirra eru ÍA, UBK og ÍBV, sem sagt allt utanbæjarliö, sem eftir eru í bikarkeppninni. Dómari í þessum leik var Ey- steinn Guömundsson og slapp hann ágætlega frá leiknum en heföi þó á stundum mátt vera ákveönari. Þaö vakti athygli aö hann ásamt öörum línuverðinum voru meö forláta lopahúfur í leikn- um enda veitti ekki af í kuldanum sem var í gær. Hann bókaöi einn leikmann, Jón Erling hjá FH — SUS ísland vann ÍSLENSKA unglingalandsliöiö í knattspyrnu 18 ára og yngri sigr- aöi Færeyinga á sunnudaginn á Kaplakrikavelli 4—1. Það var Birgir Sigurösson úr Þrótti sem skoraöi fyrsta mark leiksins en Johan Sivertsen jafnaöi fyrir Fær- eyinga. Júlíus Þorfinnsson KR-ingur kom strákunum yfir skömmu fyrir hlé og var staðan 2—1 í hálfleik. Júlíus skoraöi síö- an sitt annaö mark í leiknum og Andri Marteinsson úr Víkingi skoraöi fjóröa og síöasta mark leiksins rétt í leikslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.